Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.05.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 27.05.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 27. maí 1960 Áffatíu íslendingar sækja Eystrasaltsvikuna Glæsileg sumarleyfisferð SAGT OG SÍÐASTI „f SLENDIN GUR“ segir m. a.: „Verðhækkanir þær, sem gengisbreytingin leiðir af sér, munu nú senn fram komn- ar, ....“ og einnig« „Óánægju- raddirnar yfir efnahagsaðgerðun- um eru nú mjög að hjaðna. Fólk- inu skilzt að nokkur kjararýrnun í bili mundi vera tilvinnandi, ef efnahagslegt sjálfstæði okkar yrði með því tryggt um langa framtíð.“ Hér er fyrst sagt, að verð- hækkanir verði ekki miklar um- fram það, sem þegar sé orðið, síð- an að óánægjan sé tekin að réna og loks gefið í skyn, að kjaraskerðingin sé brátt úr sög- unni. Þetta ætti að vera gott efni fyrir Pela til að setja saman eina öfugmælavísu. Bæði ritstjóri íslendings og aðrir eiga því miður eftir að reyna það, að þær verðhækkanir, sem þegar eru fram komnar, eru aðeins brot af því, sem kemur í ljós næstu mánuðina. Áhrif gengislækkunarinnar, söluskatts- ins og tollahækkananna verða í allt sumar að koma fram og jafnvel lengur. Óánægjuraddirn- ar hafa eðlilega ekki hjaðnað, því að með hverjum degi skilzt fleir- um og fleirum, að efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar leysa engan vanda, heldur skapa ótal vandamál fyrir velflesta lands- menn. Kjaraskerðingin er því miður ekki úr sögunni, heldur fer vaxandi með hverri nýrri verðhækkun, og svo verður áfram, a. m. k. þar til verkalýðs- félögin kunna að rétta hlut með- lima sinna eitthvað. Eina tilvitnun í forystugrein „lslendings“ á föstudaginn var er rétt að birta ennþá: „Sú stjórn, sem nú fer með völd, hefur verið samhent um þær róttæku aðgerð- ir í efnahagsmálunum, sem nú eru komnar til framkvæmda.“ — Það er augljóst, hvað ritstjórinn er þarna að fara. Hann er að hæla krötunum, þakka þeim góða þjónustu við íhaldið og mælast til náinnar og langvar- andi vináttu. Kannski verður honum að ósk sinni, því að krat- ar virðast enn sem komið er kunna vel við sig í íhaldsfaðmin- um. En minnast mætti samt rit- stjóri „íslendings“ þess, að hing- að til hafa kratar brugðizt öllum þeim, sem haft hafa samstarf við þá og treyst orðum þeirra. Og hann mætti ennfremur minnast þess, að áhrifamiklir menn í for- ystu Alþýðuflokksins hafa Iagt á það áherzlu, að flokkurinn ætti ekki framar að leggja lag sitt við verkalýðsstéttina, heldur skyldi hann einbeita sér að því að verða aðeins embættismannaflokkur og millistétta, og þá myndi hann stækka mikið. Innan Sjálfstæðis- flokksins er margt embættis- manna, þó að þeir séu líka marg- ir í Alþýðuflokknum. Er nú ekki hugsanlegt, að þeg- SKRIFAÐ ar slettist upp á vinskapinn hjá þessum flokknum, sem nú halda í bróðerni um stjórnartaumana, að þá kunni svo að fara, að flokk- urinn, sem ætlar að einbeita sér að því að vinna hylli embættis- manna, fari með allstóran hóp þeirra frá Sjálfstæðisflokknum. og væri þá ekki jafnvel hugsan- Iegt, að núverandi fjármálaráð- herra gerðist einn af framá- mönnum Alþýðuflokksins, emb- ættismannaflokksins? Það hefur stundum staðið dálítið tæpt vinátta Gunnars Thoroddsen og og annarra foringja Sjálfstæðis- flokksins. Og þó að kratarnir séu nú þægir þjónar á íhaldsheimil- inu og sýni sig lítt í heimtu- frekju, þá er ekki séð fyrir end- ann á því, hver það verður, sem að lokiun ákveður þjónustulaun- in. Kratar eru ekki vanir að láta sína þjónustu í té án þess að heimta nokkuð að launum. ÞAÐ MA RÁÐA af síðasta „Alþýðumanni“, að ritstjóranum líður illa. Honum finnst erfitt sitt hlutskipti að eiga að verja gerðir ríkisstjórnarinnar, sem hann er einn ábyrgðarmanna að. Honum finnst erfitt að verja hið sífellt aukna kjararán og skatt- heimtu, og honum finnst erfitt að verja það, að nú skuli eiga að eyðileggja mikið af beztu mörk- uðunum fyrir framleiðsluvörur þjóðarinnar. Honum er jafnvel farið að líða illa af því að þurfa stöðugt að reyna að réttlæta þá ákvörðun kratanna að samfylkja svartasta íhaldinu í einu og öllu. Og þegar ritstjórinn er farinn að þreytast á öllu þessu verður það fangaráð hans, eins og oft áð- ur, að hlaupast burtu frá um- ræðum um ástandið í landinu og reyna að flytja baráttuna austur á Volgubakka. Mottóið er: Rúss- ar eru vondir menn, Kínverjar eru ennþá verri. íslenzkir komm- únistar hlíta í einu og öllu stjóm þessarra vondu manna og þeir fá fjárstyrk frá þeim til áróðurs síns og blaðaútgáfu. Það eru Rússar, sem ákveða, hvenær kommarnir hér beita sér fyrir hækkuðu kaupgjaldi, og kommarnir myndu óðara fara í stjórn með núverandi stjórnarflokkum, ef þeir aðeins gætu bjargað austur- viðskiptunum með því. Það er að- eins áróðursbragð hjá þeim en ekki alvara að gagnrýna árásirn- ar á kjör verkalýðsins. Auðvitað veit ritstj. „Alþm.“, þegar hann skrifar svona, að hann fer með staðlausa stafi og Iygar einar, en honum er alveg sama um það. Sá, sem er á flótta frá sannleikanum, ánetjast strax lyginni og gleymir jafnvel, hvað er sannleikur og hvað lygi. En það er eins og skíni í gegnup þessi skrif, að ritstjórinn sé ekki ánægður á flótta sínum. Það er eins og hann vilji segja: Hví tak- ið þið ekki frá mér þennan hræðilega kross, hvers vegna gera ekki verkalýðsfélögin þegar í stað kaupkröfur, hvers vegna er ekki þessarri ríkisstjórn hrund- ið, svo að aldrei komi fyllilega í ljós, hvemig hún hefur leikið vinnandi stéttir og hvernig hún hefur stefnt framleiðslu þjóðar- innar í voða með því að eyði- leggja mikið af hinum beztu mörkuðum. Hann er kvíðinn um framtíðina ritstjóri „Alþm.“, og það er eng- in furða. Hann veit, að kratarnir hljóta mjög harða dóma hjá öllu verkafólki, þess vegna hrópar hann nú: Kommarnir væru til með að konia í þessa stjórn með okkur. En heldur hann, að nokk- ur trúi? Og heldur hann að nokkrir trúi því, að verkafólk á fslandi fari eftir fyrirmælum frá öðrum löndum um það, hvenær það beri fram kröfur og á hvem hátt það berjist fyrir þeim? Er hægt að lýsa meiri fyrirlitningu á verkafólki almennt en með því, að halda því fram, að það noti ekki eigin dómgreind til að berj- ist fyrir rétti sínum og lífskjör- um? Slíku geta aðeins þeir hald-ð fram, sem ekki þekkja verkafólk á fslandi og telji það hugsunar- laust og dómgreindarlaust. Innræti Rússa eða Kínverja skiptir ekki máli í þessu sam- bandi. Þeir koma ekki innan- landsmálum á fslandi við, og það er sérmál ritstjóra „Alþm.“, ef hann hefur sannfærzt um það, að Kínverjar væru vondir menn, er hann naut gistivináttu þeirra fyrir fáum árum. Sagan um fjárstyrk frá Rúss- um eða öðrum austantjaldsríkj- um til blaðaútgáfu og áróðurs hér á Iandi er ekki ný. Vera má, að einhverjir hafi trúað henni, og vera má, að einhverjir trúi henni enn. En oft má „Alþm.“ endur- taka þá sögu áður en hann fær þá mörgu einstaklinga til að trúa henni, sem á undanförnum árum og áratugum hafa ár eftir ár lagt af mörkum af lágum launum sín- um hundruð og þúsundir króna til þess að standa undir útgáfu- kostnaði Þjóðviljans, Verka- mannsins og fleiri málgagna sósíalista á íslandi. Þessir fórn- fúsu einstaklingar vita það öðr- um betur, hyaðan fé hefur kom- ið til útgáfu þessarra blaða. En það er annað, sem ritstjóri „AIþm.“ gæti kannski upplýst af meiri kunnugleik, en það er, hvað verður um það fé, sem Bandaríkjastjórn ver árlega til áróðurs á fslandi? Hér verða ekki frekar eltar ól- ar við Volgubakkaskrif „Alþm.“, enda fer bezt á því, að ritstjórinn heyi þar einn sitt stríð við óró- lega samvizku, en ástæða þótti til að vekja athygli á því, að hann hefur nú gefizt upp við að reyna að verja með rökum gerðir þeirrar illu stjómar, sem nú situr hér á landi ,og þá er honum víst ekki of gott að fá frið til að slást við vindmyllur. Nokkur undanfarin sumur hef- ur svonefnd Eystrasaltsvika ver- ið haldin í Austur-Þýzkalandi á baðströndinni í nágrenni borgar- innar Rostock. Hefur þessi vika verið sérstaklega skipulögð með það fyrir augum, að erlendum gestum, er heimsækja Austur- Þýzkaland, gæfist sem bezt tæki- færi til að kynnast landi og þjóð og uppbyggingu hins nýja þjóð- félags sósíalismans, en gætu þó jafnframt notið hvíldar og sólar á' einni hinni beztu baðströnd Evrópu og margháttaðra skemmt ana í Rostock og öðrum nær- liggjandi borgum og bæjum. Sérstakt æskulýðsmót er háð meðan Eystrasaltsvikan stendur yfir, og dregur vikan nafn af því, að gert er ráð fyrir, að fyrst og fremst sæki það mót æskufólk frá löndum þeim, sem liggja að Eystrasalti. í reyndinni hafa þátttakendur þó orðið frá miklu fleiri löndum. Þannig verður þetta þriðja árið í röð, sem ís- lenzkt æskufólk sækir mót þetta. En Eystrasaltsvikuna er annars öllum heimilt að sækja, ungum sem gömlum. Þeir, sem eru þátt- takendur í hinu sérstaka æsku- lýðsmóti búa í tjaldbúðum í bæn- um Graal-Miiritz, en aðrir gestir vikunnar búa á hótelum og or- lofsheimilum, sem þarna eru mörg staðsett. Margt til skemmtunar. Alla þá daga, sem Eystrasalts- vikan stendur, verður fjölmargt til skemmtunar, svo sem margs konar íþróttakeppni, sýningar þjóðdansa og annarra þjóðlegra lista, listaverkasýningar, ballett- sýningar, sjónleikir o. fl. Einnig verða skipulagðar ferðir um ná- grennið og heimsóttar verksmiðj- ur, samyrkjubú, skipasmíða- stöðvar o. fl., svo að þátttakend- um gefist kostur á, að kynnast íbúum landsins, lífi þeirra og lífs- kjörum. Og svo geta þeir, sem það kjósa, bara legið á baðströnd- inni og baðið sig í sjó og sól. Þátttaka íslendinga. Það segir sig sjálft, að þarna eru ekki möguleikar til að taka á móti ótakmörkuðum fjölda - „Viðreisnin44 Framhald af I. siðu. minnkar, verður mjög stórfelldur samdráttur í iðnaðinum og á skemmri tíma en í hinum öðrum aðalatvinnugreinunum. Starfsfólk úr iðnaðinum hlýtur þá að leita vinnu við sjávarútveg og land- búnað, en fljótlega verður þar heldur ekki vinnu að fá vegna samdráttarins í þeim atvinnu- greinum. Og hvað bíður þá? At- vinnuleysi, kreppa. fólks, en íslendingar eiga þess þó kost, að senda allt að 80 manna hóp, og dvalarkostnaður verður ótrúlega lágur. Þátttökugjaldið verður sem næst kr. 7.500.00, og er í því innifalið ferðir báðar leiðir, viku uppihald á hóteli og aðgöngumiðar að dagskráratrið- um. Farið verður frá Reykjavík með flugvélum til Kaupmannah. 1. og 2. júlí. Þaðan verður svo farið með járnbrautarlest og ferju. Sjálf Eystrasaltsvikan stendur yfir dagana 3.—10. júlí, og aftur verður flogið heim frá Kaupmannahöfn 12. og 13. júlí. Sérstök undirbúningsnefnd hefur verið sett upp í Reykjavík til að annast um og skipuleggja þátttöku héðan. í nefndinni eiga sæti Ingi R. Helgason, Guðmund- ur Magnússon og Björgvin Salo- monsson. Þátttöku ber að til- kynna til þeirra, sími 17513. Að- eins fáir dagar eru síðan nefndin auglýsti eftir þátttöku, en fjöl- margar fyrirspurnir hafa þegar borizt, og margir, þar á meðal nokkrir Akureyringar, hafa þeg- ar afráðið að fara. Þeir, sem hug hafa á að vera með, ættu því ekki að draga lengi að ákveða það. Alls munu mörg þúsund manns sækja Eystrasaltsvikuna. Er t. d. gert ráð fyrir, að Norðurlanda- búar einir verði um 5000 talsins, en auk þess fjöldi frá Póllandi, Sovétríkjunum, Vestur-Þýzka- landi og fleiri löndum, auk heima manna, Austur-Þjóðverja. Það er óhætt að fullyrða, að þarna verður um mjög ánægju- lega sumarleyfisferð að ræða og um leið fróðlega, og ódýrari ut- anlandsferð mun tæpast kost- ur á. - Þegar fínheitin . . . . (Framhald af 3. síðu.) Og áfram var þráast. Óðamála kerlingar, draugfullir rónar og hálfvitar vikum og mán- uðum saman. Síminn var fluttur fram til einkadyravarðarins, með millisam bandi, og þó með trega. Það var engan veginn nógu fínt að þurfa að láta dyravörð svara kalli háaðalsins og gefa samband, þó það væri nú einkadyravörður. En hvað verður maður ekki að leggja á sig fyrir fínheitin? En það var sama, hvað reynt var. Það reyndist ógerlegt að fá fyllirafta og gleðikonur til að læra á símann. Og loks var símanum skilað til föðurhúsanna. Eins og það klæddi þó vel hvort annað, R—10 og sími 10000! Er Sí Hó. Skyggnilýsingar hefur frú Lára Ágústsdóttir miðill í Al- þýðuhúsinu næstk. sunnudag kl. 3.30 e. h. Húsið opnað kl. 3. SELJUM ALLA MIÐA í HAPPDRÆTTI Æ. F.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.