Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.06.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 03.06.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaglnn 3. júní 1960 ÍSAGT OG SKRIFAÐ MINNING ÞÁ HAFA MENN heyrt eld- húsdagsumræðurnar frá AI- þingi, og eins og venjulega er það svo á eftir, þegar menn ræða um frammistöðu og málflutning ræðumanna, að hver og einn hælir sínum flokksmönnum og þykir þeir hafa staðið sig bezt. Er raunar ekkert athugavert við það, heldur eðlilegt, að hverjinn fyrir sig þyki beztur málflutning- ur þeirra, sem túlka hans viðhorf í stjórnmálunum. En einn er þó sá ræðumaður, að þessu sinni, sem fáir hrifust af og ennþá færri munu taka mark á hér eftir en hingað til. Það var viðskiptamálaráðherrann, Gylfi Þ. Gíslason. Eins og aðrir stjórn- arleiðtogar lofsöng hann mjög aðgerðirnar í efnahagsmálunum, og taldi nú svo bjart framundan í efnahagsmálum þjóðarinnar og yfirleitt landsmálum öllum, að annað eins hefði ekki áður þekkzt. Nú stefndi allt í rétta átt og enginn þyrfti að kvarta. Allt, sem gert hefði verið á sviði efna- hagsmálanna hefði verið rétt og allar áætlanir stjórnarinnar stæðust og myndu standast. Um kjaraskerðingu launþega, bænda og fleiri aðila sagði hann orðrétt: „Heildaráhrif efnahags- ráðstafananna munu því verða þau, að framfærzlukostnaður hækkar um 3%, en auk þess af öðrum ástæðum um 1—lVt% al- veg eins og gert var ráð fyrir. Sú kjararýrnun, sem menn að með- altali verða að sætta sig við, nem- ur þannig alls 4—4JA%, að vísu nokkru meiri fyrir einhleypa og barnlaust fólk, en minni og jafn- vel engin fyrir þá foreldra, sem hafa fleiri en tvö börn á fram- færi.“ Sem sagt gott. Meira en 4— 4%% skal kjaraskerðingin ekki verða og engin fyrir barnafjöl- skyldur. Hvað eru menn svo að kvarta? Eða halda menn, að ráð- herrann fari með rangt mál? Hann sagði einnig, Gylfi, að af verðhækkunum vegna aðgerð- anna væri nú þegar kominn fram röskur helmingur. Samkvæmt því ætti kjaraskerðingin nú að FRÁ LAXÁRVIRKJUN Næstu 3 til 4 vikur eftir hvíta- sunnu mun fara fram viðgerð á vatnsvélinni í nýja orkuverinu við Laxá. Orsökin til þess er sú, að á þeim tíma, sem vélin hefur verið í notkun, eða síðan 1953, hefur orðið talsvert slit á þéttihringjum á vatnshjóli og vélahúsi vegna sands í vatninu. Slitið veldur því, að talsvert af vatni kemur ekki að notum og vélin getur ekki skilað fullum afköstum. Á meðan á viðgerðinni stendur má búast við að skammta þurfi rafmagnið á orkuveitusvæðinu. Ennfremur getur orðið nauðsynlegt að leyfa ekki rafmagn til upphitunar, hvorki til nætur- eða daghitunar þennan tíma. — Fyrirkomulag skömmtunar á rafmagni verður auglýst í blöðum bæjarins. vera orðin ca. 2%. Ætla menn að rengja ráðherrann? Á ráðstefnu ASÍ um síðustu helgi samþykktu allra flokka menn, að óhjákvæmi legt væri fyrir verkalýðsfélögin „að láta til skarar skríða og hækka kaupgjald og hrinda þannig þeirri kjaraskerðingu, sem orðið hefur.“ Vilja ekki einu sinni flokksbræður ráðherrans taka á sig 2% kjaraskerðingu til að bjarga þeim ráðstöfunum, sem þeir hafa sjálfir staðið að og lof- sungið? Ráðherrann sagði, að gert hefði verið ráð fyrir alls 14 til 14*4% hækkun smásöluverðs, og hækk- unin yrði ekki meiri. Til þessa væri helmingurinn kominn fram. Ráðstefna ASÍ segir „nýju dýr- tíðarflóði hefur verið hleypt af stað.“ Nú 7 til 8% hækkun alls vöruverðs er að vísu nokkuð til- finnanleg, en að kalla það dýr- tíðarflóð, er það ekki nokkuð djúpt tekið í árinni? Eða skyldu fulltrúarnir á þessarri ráðstefnu hafa rekið sig á það, að hækkan- irnar væru meiri? Já, sannleikurinn er sá, að það trúir enginn lengur því, sem við- skiptamálaráðherrann segir. Það hafa nefnilega flestir sannreynt þegar, að verðhækkanir og kjara- skerðingar er orðið margfalt á við það, sem ráðherrann segir. Hann hefur gert sig að svo opin- berum ósannindamanni frammi fyrir alþjóð, að lengra verður ekki gengið. Nýr lögregluþjónn Fyrir nokkru síðan ákvað bæj- arstjórn Akureyrar að bæta við einum lögregluþjóni í bænum. Var stax-fið auglýst nýlega og bárust fjórar umsóknir um starf- ið. Lögreglustjóri mælti með því, að Þoi'steinn Hallfreðsson yrði ráðinn, og hefur ráðning hans nú vei’ið samþykkt af bæjarstjói-n. Aðrir umsækjendur voru: Þór- oddur Jóhannsson, Páll Rist og Gunnar Randversson. Þann 17. maí sl. var jai'ðsung- inn frá Lögmannshlíðarkirkju Björn Hallgrímsson frá Brekku í Glerárhverfi. Björn var sonur hjónanna Stefaníu Jónatansdótt- ur og Hallgríms Björnssonar frá Miðvík á Svalbarðsströnd. Hann var yngstur fimm barna þeirra, fæddur 28. marz 1898. í æsku varð Bjöm að sjá á bak föður sínum, þá aðeins fjögurra ára gamall. Heimilið gat þá ekki fyr- ir fátæktar sakir haldið hópinn, og var fjórum börnunum komið fyrir, en Björn fluttist til Svarf- aðardals með móður sinni, er var þar í húsmennsku. Um fermingaraldur fluttist Björn svo ásamt móður sinni að Bandagerði í Glerái’hverfi, og þar bjuggu þau í ellefu ár. Bjöi'n fór snemma að vinna fyrir móður sinni, og 16 ára fór hann til sjós og stundaði sjómennsku til ái'sins 1937, fyrst sem háseti en síðar sem formaður og stýrima§ur, — Um tíma var hann á millilanda- flutningaskipi, sem Nónni hét. Björn þótti afbragðs sjómaður og var eftirsóttur til hvers konar starfa, enda afburða hraustur fram eftir aldri og karlmenni hið mesta. Björn Hallgrímsson var vin- margur. Flesta vinina eignaðist hann meðal vinnufélaga sinna, sem dáðu hann fyrir hans geð- þekku eiginleika, rólyndi og prúðmennsku á hverju sem gekk, hans einstöku ósérhlífni við vinnu og hans góðu og traustu ráð. Aldrei þx-eyttist hann á því að sinna kvabbi samferðamann- anna, helcjur var jafnan boðinn og búinn að rétta hjálparhönd í hverju sem var, enda ygru það margir, sem leituðu tjl Bjössa í Brekku, (en svo var hann lengst- um kallaður dagsdaglega), ef byggja þurfti hús, gera við gam- alt eða eitthvað annað kallaði að. Eftir að sjómennsku hans lauk lagði Björn stund á netagerð og viðgerðir, og smíðar í tómstund- um. Var því oft langur vinnudag- dagur og strangur, en ekki var spurt um nauðsynlega hvíld á degi hverjum. Verkin, sem hann hafði tekið að sér, varð að fram- kvæma. Árið 1925 kvæntist Björn eftir- lifandi konu sinni, Sigríði Ólafs- í DAG þurfa allir að gera skil í Byggingahappdrætti Æskulýðs- fylkingarinnar. í kvöld verður dregið. dóttur í Brekku í Glerárhverfi, og í Brekku hófu þau búskap sinn og bjuggu þar alla tíð síðan. Þar byggði Björn þeim íbúðar- hús og endurbætti býlið að öðru leyti. Þau hjónin eignuðust 7 börn, og eru 6 þeirra á lífi, þrjár dætur og þrír synir, öll hin efni- legustu. Á heimili var Björn hinn ágætasti heimilisfaðir. Hin meðfædda geðpiýði var rómuð af öllum, sem til þekktu, og hið þægilega viðmót við hvern, sem til hans þurfti að leita. Sjálfur leit hann á lífið þeim augum, að hver og ein ætti að styðja þann veika í lífsbaráttunni og létta undir í sókninni til betra og feg- urra lífs. Hin síðari ár þjáðnst Björn af þrálátum hjartasjúkdómi og gekk varla nokkurn dag heill til vinnu sinnar, en viljafestan og hai-kan var nógu sterk til að láta hvergi undan og ódrepandi trú á, að honum tækist að lokum að sigrast á þeim sjúkdóm, sem þjáði hann. En enginn má við of- ureflinu, og svo kom að lokum, að kraftarnir þrutu. Björn Hallgrímsson hefur kvatt okkur samverkamennina, vinina og heimilið sitt. Hann er horfinn yfir móðxma miklu. En minningin um hinn dugmikla, prúða og góða dreng lifir í hugum okkar. Jón Ingimarsson. - Knattspyrnan í sumar Framhald af 1. síðu. lið Hafnfirðinga, Keflyíkinga og Akurpesinga, ef típii vinnst tij. Þær keppnir myndu allar fara fram hér, þvx að síðagt, þegar keppt var víð þessa bæi, heim- sóttu Akureyiúngar þá. Norðurlandsmótið í knatt- spyrnu verður háð á Siglufirði í september. í góðri æfingu. Knattspyrnumennirnir hér hafa æft af kappi allt frá áramótum og allmargir ungir og álitlegir menn bætzt í hópinn. Þjálfari er Jens Sumarliðason kennari, og hefur hann annast æfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku. Foimaður Knattspyrnuráðsins, Rafn Hjalta- lín, kvaðst telja knattspyrnu- mennina í óvenju góðri æfingu. Hin§ vegar háir það nú orðið nokkuð, að góður xnalarvpllur tjl æfinga er ekki fyrir þendi, og er mjög aðkallandi, að góð lausn þess máls finnist, og íþróttafélög- in fái viðunandi æfingasvæði. Þá eru fjármálin jafnan nokk- ur fjötur um fót. Keppnisferðir og móttökur liða kosta mikið fé, en takmarkað, sem inn fæst í að- gangseyri af leikum hér. Kemur þar m. a. til, að margir áhoi-fenda sitja í bílum utan vallarins og neita að greiða aðgangseyri. Það vita allir, að mjög þægilegt er að geta setið í bílum og látið fara vel um sig meðan horft er á leik- ina, en þeir, sem það gera verða að minnast þess, að þeir njóta skemmtunarinnar ekki síður en aðrir, og eru menn að minni, ef þeir neita að greiða, enda þótt þeir séu utan girðingar. TILKYNNING F.ins og skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu mun raf- magn verða skammtað næstu 3 til 4 vikur á orkuveitu- svæðinu. Verður rafmagnslaust milli kl. 11 — 12.30 og kl. 18—19.30 hvern dag á eími syæði. Orkuveitusvæðinu verður skxpt þannig: I. svæðí: Neðri hluti Oddeyrar. — Efri hhiti Oddeyr- ar. — Glerárhverfi. II. svæði: Ytri brekkan, — Syðri brekkan. — Innbær- inn. III. svæði: Miðbærinn. — Húsavík og Aðaldalur. — Eyjafjarðarveita. Tilkynnt verður í útvarpinu hvenær skömmtunin hefst. Notendur eru beðnir að geyma auglýsinguna. RAFVEITA AKUREYRAR og RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. AUGLÝSING um erlend lán og innflutning með greíðslufresti. í samræmi við 8. og 9. gr. reglugerðar nr. 79. 1960, um skipan gjaldeyris- og innflutníngsmála, hefiir við- skiptamálaráðuneytið ákveðið eftirfarandi: 1) Heimilt skal að flytja inn hvers kon.ar vðrnr með allt að þriggja mánaða greíðslufrestí, enda h:afí inn- flytjandi áður samið við Landsbanka íslands, Við- skiptabanka, eða Útvegsbanka íslands, um greiðslufyr- irkonxulag vörunnar. 2) Ekki er heimilt að flytja inn vörur með þriggja til tólf mánaða greiðslufresti nema sérstakt samþykki komi til, er Landsbanki íslands, Viðskiptabanki, eða Útvegsbanki íslands, geta veitt samkvæmt nánari ákvörðun viðskiptamálaráðuneytisins. Þeir, sem hyggj- ast flytja inn vörur með slíkum fresti, skulu því leita samþykkis þessarra banka áður en varan er send frá út- löndum. 3) Ekki er heimilt að taka lán erlendis eða fá greiðslufrest til lengri tíma en eins árs nema með sam- þykki ríkisstjórnarinnar. Þeir, sem hyggjast taka slík láneða fá slíkan greiðslufrest, skulu afhenda umsóknir um það til Landsbanka íslands, Viðskiptabanka, eða Útvegsbanka íslands. Það, sem hér að framan er sagt um lán og greiðslu- frest vegna vörukaupa, gildir einnig um lán eða greiðslufrest vegna annars en vörukaupa. Viðskiptamálaráðuneytið, 31. maí 1960.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.