Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.06.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 10.06.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 10. júní 1960 GÓÐIR GESTIR Fulltrúar verkalýðshreyfingar Tékkóslóvakíu heimsækja Island Hér á landi hafa undanfarið dvalist tveir fulltrúar frá verka- lýðssambandi Tékkóslóvakíu (ROH) í boði Alþýðusambands Islands. Voru það þeir Ondrej Meliska frá Bratislava, en hann á sæti í miðstjórn ROH og er auk þess einn af riturum slóvönsku deildar þess, og Ladislav Zizka frá Praha, starfsmaður sambands flutningaverkamanna, en hann hefur verið túlkw og leiðsögu- maður þeirra íslendinga, sem far- ið hafa til Tékkóslóvakíu í boði ROH. Til Akureyrar komu þeir félag- ar sl. föstudag og dvöldu til mánudags í boði verkalýðssam- takanna í bænum. Skoðuðu þeir helztu vinnustaði bæjarins, þar á meðal Hraðfrystihús Ú. A. og verksmiðjur SÍS, einnig fóru þeir til Dalvíkur og austur í Mývatns- sveit. Á sunnudagskvöldið héldu stjórnir verkalýðsfélaganna þeim kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu. Verkalýðshreyfingunni í hin- um ýmsu löndum er það mjög nauðsynlegt að efla gagnkvæma kynningu á baráttu og daglegu starfi, Gagnkvæmar heimsóknir forystumanna verkalýðshreyfing- arinnar og starfandi verkafólks eru snar þáttur slíkrar kynning- ar. Á þetta lagði O. Meliska áherzlu á sunnudagskvöldið, svo og þeir forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar á Akureyri, sem til máls tóku. Á kaffikvöldinu flutti O. Mel- iska greinargóða og allýtarlega ræðu um þróunina í Tékkóslóva- kíu og starfsemi verkalýðshreyf- ingarinnar í landinu. Að sjálf- LÉTBÆNDUR byggja fyrir sig Þorvaldur Guðmundsson er maður nefndur, kaupmaður, veitingamaður með meiru. Hann hefur í hyggju að reisa í Reykja- vík stórt hótel og hefur þegar fengið lóð fyrir það. Ríkið ætlar að kaupa af honum veitingahúsið Lídó til að létta undir með fjár- magn. Verðið verður án efa gott. En nú hefur sá mæti maður Þorvaldur rekið sig illa á efna- hagsráðstafanirnar eins og fleiri, og treystir sér ekki til að hefja byggingu að svo stöddu. En mað- urinn er úrræðagóður og dugleg- ur að koma ár sinni fyrir borð. Bændasamtökin eiga mikið stór- hýsi í byggingu í Reykjavík, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir fjolda gistiherbergja. Þetta húsnæði hefur Þorvaldur nú tek- ið á leigu fyrir hótelstarfsemi sína. Bændur eru sem sagt búnir að byggja hótelið fyrir Þorvald. í staðinn mun hann sennilega hýsa þá ekki síður en aðra, þegar þeir heimsækja höfuðstaðinn, en að sjálfsögðu verða þeir að borga vel fyrir sig, svo að Þorvaldur geti safnað einhverju í nýju bygginguna. sögðu er starfsemi verkalýðssam- takanna þar í landi með allmikið öðru sniði en hér hjá okkur. Þar er höfuðverkefnið að auka fram- leiðsluna og afköstin með bætt- um vinnuaðferðum og aukinni vélvæðingu, og geta á þann hátt bætt lífskjörin með lækkuðu verðlagi, hækkuðu kaupi og stytt um vinnutíma. Þannig hefur verðlag í landinu 9 sinnum verið lækkað síðan 1953 og innan tíðar verður vinnuvikan stytt úr 46 stundum í 42 og síðan 40. Ondrej Meliska og Ladislav Zizka. Myndin tekin við Goðafoss. O. Meliska sagðist ekki ætla að fella neinn dóm um ástandið hér, til þess hefði hann engan rétt, en sér virtist að allmikið mætti auka vélvæðingu og hefði hann haft orð á þessu við einn forstjórann, og hefði sá svarað: Hvað á þá verkafólkið að gera? Hér er drepið á einn stærsta og afdrifaríkasta muninn, sem er á skipulagi auðvaldsins og sósíal- ismans. Sósíalisminn tryggir ekki aðeins hverjum verkfærum manni verk að vinna við þjóðnýt störf, heldur og að allar framfar- ir, bættar vinnuaðferðir og aukin vélvæðing komi fólkinu til góða, þar sem aftur á móti í auðvalds- þjóðfélagi er sú hætta ávallt til staðar að aukin vélvæðing skapi aukið atvinnuleysi, og sú hefur líka orðið raunin á í ýmsum auð- valdslöndum, svo sem Bretlandi og Bandaríkjunum. Hvar sem þeir félagar, O. Meliska og L. Zizka komu, var þeim veitt athygli fyrir prúð- mannlega og einkar alúðlega framkomu. Verkalýðshreyfing- unni hér er það mikill fengur að fá heimsóknir svo ágætra full- trúa verkalýðshreyfingar Tékkó- slóvakíu. Vonandi eiga þau kynni verkalýðshreyfingar beggja landanna enn eftir að aukast, báðum aðilum til gagns og ánægju. Afmæli. — Á mánudaginn, 13. þ. m., verður frú Agnea Tryggva- dóttir, Ránargötu 2, sextug. — Á þriðjudaginn, 14. þ. m., verður Júníus Jónsson, fyrrum bæjar- verkstjóri, sjötíu og fimm ára. VARASTÖÐ? Blaðið fregnaði fyrir nokkru síðan, að ákveðið hefði verið í stjóm Laxárvirkjunarinnar að koma upp dieselvarastöð fyrir veitusvæði Laxárvirkjunar. — Blaðið spurðist fyrir xun það hjá rafveitustjóranum á Akureyri, Knut Otterstedt, hvort þetta væri rétt hermt. Hann kvað það rétt, að stjórn Laxárvirkjunar hefði ákveðið að kaupa varastöð, ef góðar og hentugar vélar fengj- ust á viðunandi verði, og fengin væri ríkisábyrgð fyrir kaupun- um. Frekari upplýsingar um málið kvaðst hann ekki geta gef- ið að svo stöddu, þar sem það væri ennþá á athugunarstigi, en Rafmagnsveitur ríkisins hefðu tekið að sér að skoða þær vélar, sem fáanlegar væru erlendis, og hafa á hendi framkvæmd kaup- anna, ef til kæmi. Um þessar mundir væri verið að athuga þær vélar, sem áður hafa verið boðnar til kaups í Englandi, en rafveitustjóra höfðu ekki borizt fréttir af þeirri athugun. NYRPRINS ALLIR VITA, að innan Sjálf- stæðisflokksins hefur lengi verið háð þögul en hörð barátta um það, hver erfa skuli foringjatign- ina, þegar Ólafur Thors verður að sleppa henni í hendur annarra, sem trúlega verður áður en mjög langt líður. Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen hafa báð- ir talið sig réttborna krónprinsa, en hvorugur viljað láta xmdan fyrir hinum. Nú telja margir, að þriðji krónprinsinn sé kominn í spilið, Jóhann Hafstein. Er sagt að hann telji sig hafa miklar von- ir um að hljóta forystusætið vegna þess, að þá losni flokkur- inn við þann mikla vanda að velja milli þeirra Bjarna og Gunnars. En Gunnar er snjall og veit hvað hann vill. Þess vegna er talin mikil hætta á því, að hann gerist aðalforingi Alþýðu- flokksins, ef Sjálfstæðisflokkur- inn verður ekki við óskum hans og Iyftir honum á tindinn. Hann hefur þess vegna mjög sterk tök og miklar vonir. En aumingja Bjarni, hans sól fer lækkandi, og var hann þó um skeið talinn viss að hreppa hnossið. Nonnahúsið er opið almenningi til sýnis allra sunnudaga frá kl. 2.30—4 e. h. - Aðalfundur Kaupfél. Eyfirðinga Framhald af 4. síðu. 6. Að vinna að frekari endur- og umbótum á vefnaðarvörudeild félagsins á Akureyri. 7. Að hefja undirbúning að byggingu nýs útibús á Suður- Brekku á Akureyri. Umræður og samþykktir. Ekki urðu miklar umræður um skýrslu stjórnar eða fram- kvæmdastjóra, og að svo miklu leyti, sem umræður urðu, snerust þær mest um veigalítil atriði. — Ennþá minni urðu umræður um framtíðarstarfsemi félagsins. — Megnið af umræðutíma fundar- manna fór í að ræða tvö mál. í fyrsta lagi tillögu frá Hólmgeiri Þorsteinssyni þess efnis, að reist yrði líkan eða minnismerki um Hallgrím Kristinsson. Voru allir, sem til máls tóku, sammála um, að þetta skyldi gert, en greindi nokkuð á um fyrirkomulag og formsatriði, og voru um þetta fluttar ótrúlega margar ræður. Var að lokum samþykkt, að líkan eða minnismerki skyldi reist og stjóm og framkvæmdastjóra fal- ið að annast um framkvæmdir. Ennfremur var samþykkt að vinna að því, að gefin verði út ævisaga Hallgríms. Hitt um- ræðuefnið var hvort vínveitingar skyldu upp teknar á Hótel KEA, og verður nánar vikið að því. Annars voru engar merkar eða þýðingarmiklar samþykktir né ályktanir gerðar. Helztar voru þær, að samþykkt var að athuga um, að sláturhúsið tæki að sér að annast um flutning sláturfjár til hússins á haustin og hefði á hendi alla þá flutninga. Og svo var samþykkt að gefa 25 þús. kr. í orgelsjóð Akureyrarkirkju. Sú samþykkt var gerð með 27 at- kvæðum gegn 7. Brennivínið varð aðalhitamál fundarins. — Stjórn félagsins hefur fyrir nokkru síðan sótt um vínveit- ingaleyfi fyrir hótelið, en nú kom fram tillaga frá stjórn Akureyr- ardeildar, þar sem lagt var til, að stjórninni yrði falið að afturkalla umsóknina og taka alls ekki upp neinar vínveitingar á hótelinu. Urðu um þetta snarpar umræður og var fast sótt af beggja hálfu og margir ræðuskörungar á báða bóga. Fór í þær umræður mestur hluti fundartímans síðdegis í gær, og varð eigi tími til að taka fleiri mál fyrir, þótt fundarmenn hefðu óskað, en sá fundartími, sem aðalfundum kaupfélagsins er ætlaður, er mjög afmarkaður og alltof takmarkaður. En úrslit brennivínsmálsins urðu þau, að þegar umræðum loks lauk var samþykkt dagskrár tillaga þess efnis, að málið væri framkvæmdaatriði, sem stjórn og framkvæmdastjóra bæri að ann- ast um. Dagskrártillagan var samþykkt með 68 atkv. gegn 55. Var málið þar með úr sögunni, en þess er rétt að geta, að á fuildin- um lýstu allir stjórnarmennirnir afstöðu sinni til málsins, og voru 3 fylgjandi því, að vínveitinga- leyfi yrði fengið, Bernharð Stef- ánsson, Eiður Guðmundsson og Björn Jóhannsson, en 2 á móti, Brynjólfur Sveinsson og Jón Jónsson. Framkvæmdastjóri lýsti einnig yfir stuðningi við þá fyrr- nefndu. Má því víst telja, að vínveitingaleyfið verði fengið og hægt verði að fá vín með matn- um á næsta aðalfundi KEA. Kosningar. Þeir Brynjólfur Sveinsson og Björn Jóhannsson voru endur- kosnir í stjórn kaupfélagsins til þriggja ára, og Sigurður O. Björnsson og Halldór Guðlaugs- son endurkjömir varamenn. Ár- mann Helgason var endurkjörinn endurskoðandi til tveggja ára og Garðar Halldórsson til vara. Þór- arinn Björnsson var endurkjör- inn í stjórn Menningarsjóðs KEA, og varamenn í stjórn sjóðsins kosnir Jóhannes Óli Sæmundsson og Hjörtur Eldjárn. Fulltrúar á aðalfund SÍS voru kosnir: Jakob Frímannsson, Brynjólfur Sveinsson, Ingimund- ur Árnason, Björn Jóhannsson, Jón Jónsson, Bernh. Stefánsson, Hjörtur Eldjárn, Jónas Kristjáns- son, Helgi Símonarson, Eiður Guðmundsson, Stefán Halldórs- son, Halldór Ásgeirsson, Ketill Guðjónsson og Ármann Dal- mannsson. Messað í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 10.30 ár- degis. Sjómannamessa. Sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Um lóSahreinsun Heilbrigðisnefndin minnir alla lóðahafa í bænum á, að þeim ber að hreinsa lóðir sínar sérstaklega á vorin og skal þessu lokið eigi síðar en 16. júní. Sérstaklega er brýnt fyrir eigendum fjárhúsa og ann- arra peningshúsa við háspennistöð og víðar í bænum og ýmsum eigendum atvinnufyrirtækja að hreinsa lóðir sínar nú þegar og ganga betur frá byggingu útihúsa sinna. Verði lóðirnar ekki hreinsaðar í tæka tíð getur nefndin látið hreinsa þær á kostnað lóðahafa. HEILBRIGÐISNEFNDIN. Brúðkaup. Þann 4. júní voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir og Sigurgeir Angtantýsson bifvéla- virkjanemi. Heimili þeirra er að Eiðsvallagötu 24. Þann 5. júní, hvítasunnudag, voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ingibjörg Kolbrún Geirs- dóttir og Jóhann Sveinn Hauks- son sjómaður. Heimili þeirra er að Þverholti 8. Sama dag voru einnig gefin saman í hjónaband ungfrú Hulda Róselía Jóhannsdóttir og Jó- hannes Óli Garðarsson kennari. Heimili þeirra er í Vík í Mýrdal, þar sem Jóhannes er kennari. Frá Amtsbókasafninu. í sumar verður safnið opið til útlána mið- vikudaga kl. 4—7 e. h. Lesstofan opin á sama tíma.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.