Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.07.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 01.07.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 1. júlí 1960 VERKAMAÐURINN 3 IBEKAÍÍlSUHin - vikublað - . Kaamx út JStitu-í ákruxeyrax. Skxif* a blaðsins ex í Hafnax- st^óri Þoxsteinn JÓnatansson áskxiftarvexð tar. 50.oo arg. Biaðið er pxentað í Prent- Hverjar eru ástæðurnar? Það vakti alþjóðar athygli nú í vor þegar Alþýðusamband íslands sannaði með óyggj- andi gögnum, frá norskum fiskkaupendum, að norskar fiskvinnslustöðvar greiða tvöfalt og allt upp í fjórfalt verð til sjómanna og út- gerðarmanna fyrir allan þann fisk, sem þar er á land lagður móts við það sem hér gerist. Ekki fór undrun manna minnkandi, er það kom á daginn um sama leyti, að norskir fisk- útflytjendur skila til þjóðarbúsins 20—30% meiri gjaldeyri en íslenzkir fyrir jafnmikið magn útflutnings á sömu markaði. Og nú hefur sannast, að á sama tíma og ís- lenzkir fiskimenn fá 73 kr. fyrir hektólítra bræðslusíldar, fá norskir starfsbræður þeirra frá 135 kr. og upp í 203 krónur fyrir sama magn. Og menn spyrja í forundrun: hvað veldur þessum gífurlega mun? En svörin láta á sér standa frá þeim, sem helzt mætti ætla að svarað gætu. Stjómar- flokkarnir felldu með köldu blóði þá sjálf- sögðu tillögu þingmanna Alþýðubandalags- ins, að þessi mál yrðu ransökuð niður í kjöl- inn af þingkjörinni nefnd. Og dylst ekki að ástæðan fyrir þeirri afstöðu var sú, að þeir óttuðust að slík rannsókn mundi leiða í ljós, að það eru aðrir gerendur en kaupgjald verkafólks, sem valda atvinnu- og efnahags- lífinu búsifjum. En þótt ríkisstjórnin og hringarnir, sem einoka útflutninginn, reyni að breiða þagn- arhjúp yfir þá vitneskju, að íslenzkir atvinnu rekendur ganga gírugri til gróðans, liigmæts sem ólögmæts, en norskir stéttarbræður ]>eirra, halda staðreyndirnar áfram að leita á vitund manna og krefja hreinskilinna svara. Vafalaust er ekkert eitt svar tæmandi við því, hvað valdi mismuninum á verði og gjaldeyrisskilum. En lítill vafi er á, að þessar eru helztu orsakirnar: 1. Óhóflegur gróði stærri fiskvinnslu- stöðva og útflutningshringanna. 2. Óhagkvæmni í rekstri vinnslustöðva og of lítil vöruvöndun á sjó og landi. 3. Gjaldeyrissvik og mikil fjárfesting út- flytjenda erlendis. Of háum launum verkafólks verður ekki um kennt, því að þau eru nú orðin la gri en í Noregi. En hver gætu þau orðið, ef hinar raun- verulegu meinsemdir væm á brottu numdar. Það reikningsdæmi þyrfti að leysa fyrr en seinna. POPLINJAKIiAR með belti væntanlegir næstu daga Markaðurinn S í M I 12 6 1 I f V Innilegt pnkklæti sendi ég öllum nær og fjœr, þeim sem X glöddu mig á 15 ára afmæli minu 24.júní, með heim-jf S sóknum, gjöfum og skeytum. % j? Lifið heil. f | ]()HANN JÓNSSON, | X skósm iður. % I I LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA frá 11. júlí til 1. ágúst Vélabókbandið h.f. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Til félagsmanna K.E.A. Félagsmenn K.E.A. eru vinsamlegast beðnir að skila sem fyrst arðmiðum fyrir fyrra hluta yfirstandandi árs. Arðmiðunum skal skila í aðalskrifstofu vora, og þurfa Jjeit að vera í lokuðu umslagi, er merkt sé greinilega með nafni viðkomandi félagsmanns og félagsnúmeri hans. Kaupfélag Eyfirðinga. Ný umferðamerki Eftirgreind umferðamerki samkvæmt reglugerð frá 24/3 1959 hafa nú verið sett upp sums staðar í bæn- um og verður því haldið áfram þar til því er lokið: A 4 Þríiiyrningur, gult með rauðum köntum, áletr- un engin. Merking: Biðskylda (aðalbrautar- merki). B2 Rautt Hringlaga með gulu þverstriki. Merking innakstur bannaður (við einstefnugötur). B 3 Hringlaga, gult með rauðum köntum, svartri ör til luegri og rautt skástrik yfir. Merking: Hægri (vinstri) beygja bönnuð. B 12 1 iringlaga, gult með svörtu skástriki. Merking: Sérstakri takmörkun hámarkshraða lokið. (Við suður og norðurmörk bæjarins). B 15 H ringlaga, gult með rauðum köntum. Aletrun svart P og rautt skástrik yfir. Merking: Bannað að leggja ökutæki. * Merkin öðlast gildi um leið og þau koma upp. Skrifstofu Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu, 28.júní 1960. SIGURÐUR M. HELGASON, settur. SAMSÆTI. I TILEFNI AE SJÖTÍU ÁRA AFMÆLI Elísabetar Eiríksdóttur fyrrv. bæjrfulltrúa og formanns Verkakvennafélagsins Einingar hefur Verkakvennafélagið Eining ákveðið að gangast fyrir samsæti til heiðurs henni. Verður það haldið í Alþýðuhúsinu á afmælisdaginn 12. júlí n. k. og hefst kl. 8,30. Allar félagskonur, svo og aðrir vinir og félagar Elísa- betar eru velkomnir, en þeir sem sitja ætla hófið eru beðnir að láta rita nöfn sín á lista er liggur frammi í skrifstofu verkalýðsfélaganna. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ e i nin g FJÖRÐUNGSÞING NORÐLENDINGA var hadið á Húsavík dagana 11. og 12. júní 1960. Mættir voru þar 16 fulltrúar frá sýslu- og bæjarfé- lögunum í Norðlendingafjórðungi. Eftirfarandi ályktanir og tillögur voru m. a. samþykktar á þinginu: Handritamálið. Þingið ítrekar samþykkt sína frá 1957 um endur- heimt íslenzkra handrita, svohljóðandi: „Fjórðungsþing Norðlendinga skorar á Afþingi og ríkisstjórn og alla íslendinga að halda. fast á málstað þjóðarinnar í handritamálinu. Telur. þingið, að ef unnið sé að þessu máli með þrautseigju, festu og stillingu, þá hljóti svo að fara að Lokum., ;að bræðraþjóð vor, Danir, viðurkenni .rétt yorn ..til þessara dýrmætu fjársjóða.“ Kom fram og var samþykkt samhljóða svohljóðandi þingsályktun: Fjórðungsþing Norðlendinga flytur Prentverki Odds Björnssonar, Akureyri, þakkir fyrir langt, glæsilegt og giftudrjúgt starf í Norðlendingafjórð- ungi, og árnar því framtíðarheilla. Endurreisn Hólastóls. — Fjórðungsþing Norðlendingafgjórðungs', haldíð á Húsavík 11. og 12. júní 1960, vill árétta fyrri sam- þykktir um enedurreisn Hólastóls og skorar á þíngr menn Norðurlands að vinna að því, að biskup með fullkomnu biskupsvaldi verði staðsettur á Hólum, og að umdæmi hans nái yfir Norðlendingafjórðung. Rafvæðing landsins. Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Húsavík 11. og 12. júní 1960, skorar á ríkisstjórn og Alþingi að hraða sem mest má verða rafvæðingu landsins, og þar megi ekki lát á verða, fyrr en öllum sveitum og þorpum hefur verið tryggð nægileg raforka með viðhlítandi kjörum. Fj órðungsþingið lítur svo á, að ekki komi tíl mála að heimtaugagjöld séu hækkuð frá því sem hefur verið, og íþyngja þannig þeim, sem orðið hafa að bíða, ofan á þær búsifjar, er sjálf biðin veldur. Virkjun Jökulsár á Fjöllum. Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Húsavík 11. og 12. júní 1960, leyfir sér að skora á yfirstjórn raforkumála ríkisins að láta svo fljótt sem verða má ljúka fullnaðaráætlun um virkjun Jökulsár á Fjöllum og jafnframt athuga möguleika til þess að koma upp stóriðju til framleiðslu á útflutningsvöru í sambandi við virkjuriina. Telur Fjórðungsþ. að virkjun Jökulsár — ef fullnaðaráætlun leiðir í ljós að hún sé hagfelld svo sem líkur virðast benda til — eigi að ganga á undan virkjun sunnlenzkra vatna til stóriðju, vegna nauðsynjar þeirrar, sem á því er að efla jafnvægi í byggð landsins. Askorim til atvinnumálanefndar ríkisins. Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Húsavík dagana 11. og 12. júní 1960, skorar á atvinnúmála- nefnd ríkisins að láta rannsaka og gera ýtarlega yf- irlitsskýrslu um náttúruauðlindir í Norðlendinga- fjórðungi og horfur á hagnýtingu þeirra. Ríkisskrifstofur á Akureyri. Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Húsavík 11. og 12. júní 1960, skorar á Alþingi og ríkisstjórh að láta fara íram athugun á því, að settar verði upp á Akureyri skrifstofur, sem vinni að hafnarfram- kvæmdum bæja og sveitarfélaga fyrir Norður- og Austurland í samráði við aðalskrifstofur þessara mála í Reykjavík. Lögheimiuð öfugþróun átalin. Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Húsavík dagana 11. og 12. júní 1960, átelur að gefnu tilefni þá öfugþróun í fjármálum, að sparifé landsbyggðar- innar sé flutt til Seðlabankans í Reykjavík.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.