Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.08.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 19.08.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 19. ágúst 1960 VERKAMAÐURINN Þorsteinsskáli vígSur Um síðustu helgi júlímánaðar var vígt sæluhús Ferðafélags Ak- ureyrar í Herðubreiðarlindum að viðstöddu fjölmenni, og hlaut það nafnið Þorsteinsskáli, eftir Þor- steini Þorsteinssyni, sem lengi var einn helzti forustumaður félagsins og framkvæmdastjóri þess, en nú er látinn. Þorsteinsskáli er 6x8 ferm. að stærð og eru í honum eldhús, for- stofa, geymsla og skáli á neðri hæð, en svefnloft yfir. Um 40 manns geta gist í skálanum, sem allur er hinn vandaðasti. Fyrirætlanir um byggingu sælu- húss í Herðubreiðarlindum voru fyrst uppi í F. F. A. árið 1937 og átti Olafur Jónsson framkvæmda- stjóri frumkvæði að þeim, en bygging Þorsteinsskála hófst 17. júlí 1958. Síðan hafa alls verið farnar 10 vinnuferðir að skálanum og unnar um 1450 klst sjálfboða- vinna við byggingu hans. Oll vinna hefur verið gefin af félögum F. F. A. og áhugamanna utan þess. Vígsluathöfnin við Þorsteins- skála hófst á laugardagskvöld 30. júlí og voru þar þá samankomin um 200 manna. Um 80 á vegum F. F. A., um 40 farfuglar úr Rvík og ýmsir aðrir. Tryggvi Þorsteinsson stjórnaði athöfninni. Kári Sigur- jónsson, formaður F. F. A., rakti sögu byggingarinnar. Þá flutti Sig. Kristjánsson kvæði er Hallgrímur Jónasson yfirkennari hafði ort og sent F. F. A. í tilefni athafnarinn- ar. Þormóður Sveinsson minntist Þorsteins Þorsteinssonar og gaf skálanum nafn. Þá flutti vegamála- stjóri, Sigurður Jóhannsson, ræðu og flutti kveðju frá F. F. I., en Karl Magnússon og Guðmundur Þórarinsson fluttu frumort ljóð. A sunudag var liði skipt og ná- grennið skoðað undir leiðsögn kunnugra. Um kvöldið var kvöld- vaka með fjölbreyttri skemmtan er farfuglar sáu um að mestu. A mánudag héldu flestir heimleiðis í fögru veðri og fjallasýn, en far- fuglar gengu þann dag á Herðu- breið. I Herðubreiðarlindir var fyrst farið 1937, en síðan hefur vegur- inn þangað verið mjög endurbætt- ur, m. a. fyrir framlög af fjallvega fé. Mikið verk er þó óunnið á þessu sviði, og er það mikið áhuga- mál F. F. A. og annarra fjalla- manna, að vinna að úrbótum á því sviði. Útsvör í Húsavík 1960 Niðurjöfnun útsvara í Húsavík lauk í júlímánuði. Jafnað var niður kr. 3 millj. 297 þús. á 429 gjaldendur. Við niðurjöfnun var fylgt álagning- arreglum fyrir kaupstaði utan Reykja- víkur. Veltuútsvör voru almennt mikið ÁFENGISSALAN annan ársfjóröung 1960 (1. apríl til 30. júní) I. Heildarsala: kr. Selt í og frá Reykjavík 38.686.107.00 Selt í og frá Akureyri 4.072.974.00 Selt í og frá ísafirði 1.389.716.00 Selt í og frá Seyðisfirði 889.014.00 Selt í og frá Siglufirði 982.598.00 Samtals kr. 46.020.409.00 II. Sala i pósti til héraösbanhsvæðis frá aöalskrifstofu i Reykjavik: Vestmannaeyjar kr. 1.420.026.00 III. Afengi selt frá aðalskrifstofu til veitingahúsa kr, 673.416.00. Á sama tíma 1959 var salan sem liér segir: Reykjavík kr. 27.864.033.00 Akureyri — 2.950.770.00 ísafjörður - 1.169.900.00 Seyðisfjörður - 711.662.00 Siglufjörðtir - 908.089.00 Frá 1. janúar til 30. júní neinur áfengissalan samtals kr. 81.132.930.00. Á sama tímabili 1959 nam sálan kr. 76.406.310.00. Á þessu ári varð all-mikil verð- hirkkun á áfengum drykkjum. Salan til vínveitingahúsa gefur ranga hugmynd, þar sem áfengis- kaup þeirra fara að verulegu leyti fram í vínbúðunum, og þá ekki sér- staklega gegnum bækur aðalskrif- stofunnar. Afengisvarnaráð. lækkuð frá fyrra ári, en eru frá 0,6% —3% mismunandi eftir veltuflokkum Tekið var aukið tillit til sjúkdóms kostnaðar og aldurs gjaldenda við álagningu útsvara, almannatryggingar bætur voru undanþegnar útsvari. Síð an voru öll útsvör lækkuð frá álagn ingarreglum um 23,5%. Þessir gjald endur báru útsvör kr. 15 þús. og yfir Kr. Kaupfélag Þingeyinga 314.700.00 Fiskiðjusamlag Húsavíkur 113.100.00 Olíufélagið h.f. 76.200.00 Barðinn h.f. 55.800.00 Daníel Daníelsson, læknir 25.000.00 Jóhann Skaptason sýslum 24.100.00 Helgi Hálfdánars., lyfsali 24.000.00 Olíuverzlun fslands h.f. 24.000.00 Flaukur Sigurjónsson, vélstj. 23.500.00 Vélaverkstæðið Foss h.f. 22.900.00 Söltunarstöð K. Þ. og F. H. 22.700.00 Þór Pétursson útgerðarm. 20.400.00 Maríus Héðinsson, skipstj. 19.800.00 Sigurður Sigurðsson, skipstj. 19.800.00 Gunnar Hvanndal, stýrim. 18.800.00 Hreiðar Bjarnason, skipstj. 18.100.00 Fatavérksmiðjan Fífa 17.700.00 Stefán Pétursson, skipstj. 16.800.00 Trésmiðjan Fjalar 16.400.00 Þorsteinn Jónsson, sjóm. 16.100.00 Trésmiðjan Borg 15.900.00 Þórarinn Vigfússon, skipstj. 15.700.00 Sigtryggur Jónsson, skipstj. 15.100.00 OSS VANTAR 2—3 stulkur til skrifstofustarfa og símagæzlu nú þegar eða haust. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA FRA LANDSSIMANUM Stúlka getur fengið starf við Landssímastöðina á Ak- ureyri frá 1. september n. k. — Eiginhandar umsóknir, þar sem getið er aldurs og menntunar, sendist mér fyr- ir 27. ágúst. SÍMASTJÓRINN. VERKFALLS BANN Hinn 5. júlí sl. gerðust alvarleg tíðindi. — Ríkisstjórnin réðist á helgasta rétt verkalýðssamtak- anna og bannaði með bráða- birgðalögum verkfall, er atvinnu- flugmenn höfðu boðað til. Bann þetta mæltist að sjálf- sögðu illa fyrir, og mótmælum rigndi yfir ríkisstjórnina frá verkalýðsfélögunum um land allt, en hún lét sig hvergi. Síðan hafa menn mjög velt því fyrir sér, vort það muni stefna jessarrar ólánsstjórnar að banna með lögum öll verkföll, sem kami að verða boðað til í náinni fram- tíð eða á meðan stjórninnj endast lífdagar. Þetta er spuming, sem ekki verður svarað með neinni vissu að svo komnu, þó hins vegar sé ljóst, að ríkisstjórnin hyggt beita öllum huganlegum ráðum til að koma í veg fyrir, að laun- þegar fái á nokkum hátt rétt hluta sinn eða fengið bætta þá gífurlegu kjaraskerðingu, sem þeir hafa orðið að þola síðan Sjálfstæðisflokkurinn og AI- þýðuflokkurinn tóku við stjóm- artaumunum. En spurningin um það, hvort verkföll verði bönnuð með laga- setningum brennur mönnum að sjálfsögðu mjög í huga vegna þess, að öllum er ljóst, að á næsta leiti hljóta að verða mjög harðar vinnudeilur. Launþegar geta ekki unað því öllu lengur, að svo sé troðið á lífskjörum þeirra, sem nú er gert. Þeir hljóta að hefjast handa nú í haust til að bæta kjör sín, en þess vegna er hér slegið föstu, að harðar vjnnudeilur verði, að vitað er, að ríkisstjórnin mun standa þversum í vegi fyrir nokkurri Ieiðréttingu mála fyrir launþeganna. Þess vegna mun mjög reyna á styrk og getu verka lýðssamtakanna til að brjótast gegn, þrátt fyrir slíka andstöðu. En það hefur margoft verið gert svo að ekki þarf að efa, að það takizt nú síður en áður hefur verið. En verði verkfallsbanni beitt af hálfu ríkisvaldsins segir það sig líka sjálft, ag verkalýðssam- tökin verða að beita nokkuð ann arri bardagaaðferð en tíðast hefur verið gert í vinnudeilum. En hitt má ríkisstjómin gera sér ljóst, að verkfallsbann mun ekki lengi halda gildi, heldur munu finnast ráð, sem duga til að hrinda því. Með því að setja slíkt bann getur ríkisstjómin í hæsta lagi tafið Iít illega fyrir, en aldrei komið í veg fyrir, að úrslitasigurinn verði verkalýðsins. Það verkfallsbann, sem sett var í sumar sýnir greinilega hver hugur ríkisstjórnarflokkanna er til launþegasamtakanna og frjálsra samninga launþega og atvinnurekenda. Það og annað sýnir, að ekki þarf að búast við öðru en því versta úr þeirri átt, En vita skulu þeir, að verkafólk vcrður ekki hrætt til hlýðni á því ári 1960. BERJAFERÐ Verkakvennafélagið Eining og Verkamannafélag Akur- eyrarkaupstaðar efna til berjaferðar að Yztahvammi í Aðaldal n. k. sunnudag. — Lagt verður af stað frá R. S. A. kl. 8 f. h. Fargjald verður kr. 70.00 pr. mann. Farmiðar eru seldir á skrifstofu verkalýðsfélaganna. Félagar fjölmennið og takið niiða sem fyrst. NFFNDIN. Ullarmóttaka er hafin á vegum félagsins, og verður ullinni veitt mót- taka í skemmunni norðan við útgerðarstöð Guðmund- ar Jörundssonar á Oddeyrartanga. Það eru vinsamleg tilmæli vor tilullarframleiðenda, að þeir komi með ull sína sem allra fyrst, svo að móttöku geti verið lokið eigi síðar en um mánaðamótin ágúst/sept. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA TILKYNNING NR. 21/1960. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarand'i hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennsl- um: í heildsölu, pr. kg.. kr. 40.55 í smásölu með söluskatti, pr. kg. . . — 48.00 Reykjavík, 26. júlí 1960. VERÐLAGSSTJÓRINN. TILKYNNING NR. 22/1960. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á steinolíu og gildilr verðið hvar sem er á landinu: Selt í tunnum .. kr. 2.00 prr líter Mælt á smáílát . — 2.40 pr. líter Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 26. júlí 1960. VF.RÐLAGSSTJÓRINN. LAUS STAÐA Staða framfærslufulltrúa í Akureyrarkaupstað er laus til umsóknar. Til greina getur komið, að heilbrigðis- fulltrúastarfið verði sameinað starfi framfærslufulltrúa. Umsóknum skal skila til bæjarskrifstofunnar fyrir 20. ágúst næstkomandi. .Nkureyri, 29. júlí 1960. BÆJARSTJÓRINN. • • LOGTAK Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram á kostn- að gjaldenda og ábyrgð ríkissjóðs að átta dögum liðn- um frá birtingu þessarar auglýsingar fyrir ógreiddum skatti af stóreignum samkv. lögum nr. 44, 1957. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI SÝSLUMAÐURINN í EYJAFJARÐARSÝSLU

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.