Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.11.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 04.11.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 4. nóvember 1960 VERKAMAÐURTNN 3 verstu óþokkar, sem undir sól- unni findust. Þeim var allt til for áttu fundið, og hver og einn var- aður við því að hafa nokkuð saman við þá menn að sælda, sem mæltu þeim bót eða aðhyllt- ust kenningar þeirra. Áróðurs- menn auðvaldsins á íslandi stóðu sig ekki verr en starfsbræður þeirra í öðrum löndum. Þeim, sem gerðust jábræður byltingar- mannanna í Rússlandi, var á alla lund gert erfitt fyrir, þeir voru beittir atvinnukúgun, réttarof- sóknum og fleiri þvingunarað- ferðum, sem auðvaldið jafnan hefur á reiðum höndum. Orðið kommúnisti var gert að skamm- arheiti í hugum alls fjölda fólks og það óspart notað gegn hverj- um þeim, sem auðvaldið taldi sér ekki nægilega tryggan. Börn voru látin gjalda þess, ef foreldrar þeirra aðhylltust skoðanir bylt- ingamianna eða störfuðu innan raða íslenzkra sósíalista. Og síð- ast en ekki sízt hefur alla tíð þessi 43 ár, sem liðin eru frá byltingunni, verið dreift yfir landsbúa í rituðu máli ógrynn- um lyga og svívirðinga um þá þjóð, sem fyrst tók að byggja upp þjóðfélag sitt á grundvelli sósíalismans og síðar einnig þær þjóðir, sem fylgt hafa fordæmi hennar. Mörgu illu hefur tekizt, allt fram til þessa,, að fá fólk til að trúa, en oft hefur líka verið logið svo hratt, að menn hafa ekki getað tekið við. En á síðustu árum hafa orðið hér þáttaskil. Nú þýðir auðvald- inu ekki lengur að bera hvaða ósóma sem vera skal upp á ríki sósíalismans. Fólkið er búið að standa ósannindamennina svo oft að verki, að þeir verða, úr þessu, að fara gætilega. Glöggt dæmi um þetta er, að um áratugi hefur afturhaldinu á íslandi þótt það vænlegast í kosningabaráttu að deila ekki við sósíalista um ástandið í innanlandsmálum okkar heldur um ástandið í Sovétrikjunum. Þetta hefur oft í kosningum verið kallað, að bar- ist væri á Volgubökkum. Full- trúum afturhaldsins hefur þótt þægilegra að hafa lygina að grundvelli baráttu sinnar, og þá var hægara um vik að ljúga til um ástandið lengst austur í Evr- ópu, en hér heima, þar sem fólk- ið þekkti af eigin reynd, það sem um var talað. Og vissulega hefur afturhaldið oft grætt á því, að heyja sína kosningabaráttu á Volgubökkum. En nú dugar þetta ekki lengur. í síðustu Alþingiskosningum var baráttan ekki háð á Volgu- bökkum. Þá var loksins svo kom- ið, að fulltrúum afturhaldsins var það ljóst orðið, að lygin um Sovétríkin dugar þeim ekki leng- ur. Þeir, eins og aðrir postular auðvaldsins í heiminum, hafa hörfað fyrir reynzlunni af skipu- lagi sósíalismans. Auðvald íslands og auðvald allra landa hefur gert sér það ljóst, að það heyr aðeins varnar- baráttu gegn framsókn sósíalism- ans. Það er aðeins spurning um það, hve lengi vörnum verður við komið, en enginn þarf lengur að spyrja um úrslitin. Framhald á 4. slðu. Kvenskór! - Niðursett verð! Seljum í dag eldri gerðir af KVENSKÓM Mest stærðir 35—37. BARNASKÓR, stærðir 28-32. Mikill afsláttur. < \' 't a&V' M í R M í R 7. NOVEMBER Afmælis verkalýðsbyltingarinnar í Rússlandi verður minnzt í Alþýðuhúsinu mánudaginn 7. nóvember, kl. 8.30. Ræða: Eyjólfur Árnason. Upplestur: Einar Kristjánsson. Kvikmynd: Beitiskipið Potemkin. Þorsteinn Jónatansson stjórnar hófinu. Aðgangseyrir er kr. 20.00, og er kafli innifalið. S T I Ó R N M I R. UPPBOÐ Vörubifreiðin A-1218 verður seld á oj)inberu upp- boði, sein fram fer við hús bifreiðaverkstæðisins Fram á Oddeyrartanga Jniðjudaginn 15. nóv. n.k. kl. 2 síðd. Bæjarfógetinn á Akureyri, 28. okt. 1960. 97>j TILKYNNING NR. 26/1960. Verðlagsnefnd hefur í dag ákveðið eftirfavandi há- suðuvörum: Fiskbollur, 1/1 dós........... kr. 11.80 Fiskbollur, 14 dós ........... Fiskbúðingur, 1 /1 dós ....... Fiskbúðingur, l/> dós......... Murta, dós.................... Sjólax, 14 dós................ Gaffalbitar, l/4 dós.......... Kryddsíldarflök, 5 lbs....... Kryddsíldarflök, |4 lbs....... Saltsíldarflök, 5 lbs......... Sardínur, 14 dós.............. Rækjur, l/4 dós .............. Rækjur, J4 dós ........... Grænar baunir 1/1 ............ Grænar baunir, J4 dós......... Gulrætur og gr. baunir, 1 /1 dós Gulrætur og gr. baunir, x/z dós Gulrætur, 1/1 dós ........... Gulrætur, V2 dós ............. Blandað grænmeti, 1/1 dós .. Blandað grænmeti, V2 dós . . . Rauðrófur, 1/1 dós .......... Rauðrófur, l/> dós ........... Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 31. október 1960. VERÐI .AGSSTJ ÓRINN. á innlendum niður- Heildsöluv. Smásöluv. kr. 11.80 kr. 15.20 - 8.20 — 10.55 - 14.25 — 18.35 - 8.60 — 11.05 - 11.65 — 15.90 - 8.55 — 11.00 - 7.20 — 9.25 - 59.95 — 77.20 - 15.25 — 19.65 - 54.20 — 69.80 - 6.75 — 8.70 - 9.40 12.10 - 30.15 — 38.80 - 10.00 — 12.90 - 6.50 — 8.35 - 13.35 — 17.20 - 7.60 — 9.80 - 14.00 — 18.05 00 1 — 11.25 - 13.90 — 17.90 - 8.20 — 10.55 - 18.55 — 23.90 - 10.60 — 13.65 r r FRA HUSMÆÐRASKOLANUM AKUREYRI Matreiðslunámskeiðið byrjar í næstu viku. Upplýsing- ar í síma 1199 milli kl. 6 og 7 e. h. NÝKOMIÐ: ÚRVAL AF VETRARKÁPUM r K J 0 L A R, margar tegundir HATTAR, HÚFUR 0C TRF.FLAR • • r K0FL0TT PILS, köflótt og plíseruð ----O---- BLÚSSUR, HANZKAR í mörgum litum NYL0NS0KKAR með gamla verðinu. VERZLUN B. LAXDAL VINNINGUR Fokheld íbúð í Stóragerði 8, Reykjavík, að verðmæti kr. 180.000.00 Aukavinningur 5000.00 króna vöru- úttekt fyrir næsta númer fyrir ofan og næsta númer fyrir neðan vinningsnúmerið. íbúðin er um 93 fermetrar auk stigahúss, geymslu og sameignar í þvotta- húsi, reiðhjóla- og barna- vagnageymslu, göngum o. þ. h. í kjallara. Ihúðin er með vatnsgeislahitalöng. Dregið 23. desember. Þjóðviljinn frestar ekki happdrætti. Miðinn kostar 20 krónur. Aðalumboð á Akureyri er hjá afgreiðslu Verka mannsins, Hafnarstræti 88. 3> <*B' er o» n & e- I-S £ o> Off & —

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.