Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.11.1960, Side 2

Verkamaðurinn - 25.11.1960, Side 2
9 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 25. nóv. 1960 AUGA HVIRFILBYLSINS - JÓNBJÖRN ÞÝDDI - Brytinn varð fyrstur til að til- kynna mér, að grunur léki á, að hvirfilvindur væri einhvers staðar ! í nálægð. Hann rétti út stóra og ^ beinabera hendina og þóttist vera að mæla þyngd loftsins. „Þungt eins og leir“, sagði hann, „það er ætíð svona, þegar hvirfilvindur er í aðsigi." Síðari hluta dagsins sögðu veð- urfréttir, að slíkur sveipur væri að myndast suður af Kúbu. Stærð hans var ekki ákveðin í fréttinni. Eg lá eirðarlaus í káetuhvílu minni lengi nætur. Þú, lesari góð- ur, ert ef til vill undrandi yfir því, að skipstjóri á sterku, nýmóðins skipi, skuli vera órór þó frétt ber- ist um hvirfilbyl, en ég var minn- ugur þess, að í síðari heimsstyrj- öldinni sukku fjögur herskip Bandaríkjamanna með 763 mönn- um af þeim sökum undan Filipps- eyjum. Nokkrum dögum síðar fórst spánskt farþegaskip fáar míl- ur frá höfninni, sem við vorum nú staddir í. Hvirfilvindar eru ein aðalhætta sjófarenda. Þeir myndast venju- lega í hitabeltinu, þar sem hið heita loft rís og skapar stór eða smá svæði af köldu lofti. Kring- um það myndast vindhraði, 75 mílur á klukkustund og jafnvel meiri. Jafnframt því, sem þetta fyrirbrigði leitar hærri loftlaga, eykst því hraði og afl. Þvermál getur orðið frá 50 mílum til 500. I miðju hvirfilsins er tómt rúm og villandi kyrrlátt; það nær alla leið frá neðri enda upp í gegn. Hverju því skipi, sem sogast inn í þessa hættulegu gildru, er bráð hætta búin, oftast alger eyði- legging. Afspyrnuvindur geysar umhverf is, hringinn í kring. Regn fellur í stríðum straumum og öldur falla hver gegn annarri í hamrömmum sviptibyljum, oft meira en 50 fet á hæð, og háreistin við átök þess- arra náttúruafla er hræðileg. Það er líkast því, að himinn og jörð séu rifin í sundur af einhverjum ósýnilegum jötnahöndum. Umsjónarmaður skipsins kom um borð í dögun og sagði að hvirf ilvindurinn væri staðsettur, hann væri lítill ennþá, en mjög aflmik- ill. Samkvæmt núverandi stefnu myndi hann fara yfir Havanna eft- ir sólarhring. Hann spurði, hvað ég ætlaði að gera. Ég fór upp á stjórnpall. Við lág- um við bryggju og gátum því sett út landfestar, sem ef til vill gætu dugað með því að hafa vélarnar í hægum gangi til aðstoðar, meðan bylurinn væri sem harðastur. En með því, að fjögur önnur skip voru inn á höfninni var nokk- ur hætta á, að þau rækjust á okk- ur, ef akkerisfestar þeirra slitn- uðu. Eftir að hafa athugað allar kringumstæður ákvað ég að kasta landfestum og sigla til hafs og halda áleiðis til Jucatan-sundanna, sem eru í 200 mílna fjarlægð. Við vörðum fyrri hluta dagsins til úndirbúnings og hitunar á kötl- unum. Öllum lestum var lokað með hlerum og sterkum segldúk- um yfir og síðan bundið niður með köðlum. Björgunarbátar voru einnig rammlega festir. Neðan þilja var vélamaðurinn önnum kafinn við að færa olíu og vatn úr stórum geymum í aðra smærri, vegna þess að hætta getur stafað af tonnum af fljótandi efni í einu íláti, ef það losnar úr bönd- um í stórsjó. Þrátt fyrir hinn ofsalega hita, settum við stálplötur fyrir alla glugga, vegna þess að stórsjóir geta auðveldlega brotið glerið, þó þykkt sé, og valdið meiðslum og ýmsum skemmdum. Við leystum landfestar um nón- bil og héldum út úr höfninni. Loft- þyngdarmælirinn var stöðugur, létt loft og vindur frá austri. Eng- ar loftslagsbreytingar gáfu til kynna nálægð hvirfilvinds nema ef vera skyldi hið heita og þunga andrúmsloft. Fellibylji þekkjum við ís- ledingar yfirleitt ekki nema af afspurn og megum vera þakklátir fyrir, að náttúran skuli hafa firrt okkur þeirri plágu. En flest höfum við séð smávegis hvirfilvinda, sem þyrla upp ryki, þurru heyi eða öðrum léttavarningi, og við getum gert okkur í hug- arlund, hverri eyðileggingu þeir gætu valdið, ef afl þeirra væri orðið þúsundfalt á við það, sem hér þekkist. I smá- sögu þeirri, sem birtist hér á síðunni, og Jónbjörn Gíslason hefur þýtt úr ensku, er brugð- ið upp skýrri mynd af einum hinna illræmdu fellibylja, sem öðru hvoru herja í hitabeltinu og um nærliggjandi höf og lönd. Á hafskipabryggjunni voru menn í óðaönn að festa hlera fyrir alla glugga og fiskimenn að bjarga bát- um í lægi, smærri bátar voru dregnir langt upp fyrir sjávarmál. Við sigldum fram hjá „Morron Castle" — hinu gamla virki við hafnarmynnið — en þar voru dreg in að hún varúðarflögg. Tvö skip urðu samferða út úr höfninni. Inni í höfninni höfðu snekkja for- setans og annað skip af sömu gerð varpað akkerum. Eftir að hafa siglt út á rúmsjó, áttum við úr vöndu að ráða. Áður en við köstuðum landfestum hafði veðurstofa eyjarinnar fullyrt, að óveðrið myndi ganga beint yfir Havanna, en nú sagði önnur frétt, frá Miami, að bylurinn stefndi á Jucatan-sundið, en þangað ætluð- um við. Nýtízku skip með miklum hraða getur komizt undan fellibyl, en því aðeins að skipherrann áætli stefnu bylsins hárrétt. Ég ákvað að treysta veður- spánni frá Florida og tók stefnu samkvæmt því. Síðari hluta dags jókst vindur frá austri. (Sjór ýfðist og himin- inn huldist skýjum með snöggum byljum. Loftvogin var stöðug, og það virtist benda á, að hvirfillinn hefði gengið hjá til vesturs. Um kvöldið ágerðust hinar snöggu vindkviður, en skipið hélt vel stefnu þrátt fyrir það. Yfirstýrimaður fór í rannsóknar ferð um skipið klukkan átta og kom svo til mín á stjórnpallinn. „Allt í lagi,“ sagði hann. Jafnvel þó vakt hans væri á enda, staldr- aði hann við stundarkorn. „Við erum í hættulegum hálfhring hér,“ mælti hann. Hvirfilvindar eru tveggja teg- unda. Aðrir fara ætíð sólarsinnis, en hinir rangsælis. Á norðlægri breidd er hann hættulegri vegna þess, að hann snýst gegn sólu og leitast þá við að draga skipin inn í hið hættulega auga. Við vorum að vísu á hættulegum slóðum, en ég vonaði, að við værum svo fjar- lægir, að stjórn yrði möguleg. Vindhraðinn hafði þegar nálg- azt fárviðri. Ég breytti lítið eitt um stefnu til suðausturs. Skyggni var sama sem ekkert, stórrigning og sjórok; þess vegna var ómögu- legt að ákveða með vissu, hvar við vorum. Það var voðaleg nótt. All- ir voru áhyggjufullir um sinn hag. Annar stýrimaður var á vagt. Hann stóð í dyrum stýrishússins, og ég sá lugtarljósið endurkastast frá sjóvotri olíukápunni hans. Skipið tók voðalegar dýfur og veltist á bæði borð á víxl. Nálægt miðnætti breyttist vindáttin til suðurs með ofsalegum kastvind. Ég var fullviss um, að „auga“ felli- bylsins var á hraðri ferð í norð- vestur á bak við okkur. Þá reið yfir slík vindhviða, að hún næst- um hóf skipið á loft, og samstund- is reið yfir slíkur brotsjór, að skip- ið kaffærðist. Regn og sjávarfroða mynduðu ógagnsæja ábreiðu yfir allt, svo útsýn var engin. Við vor- um innilokaðir í neðansjávarhvelf- ingu með milljónum öskrandi djöfla, sem börðust um sálir okk- ar. Stýrimaðurinn fetaði sig gæti- lega í áttina til mín og sagði: „Loftþyngdarmælirinn fellur á- kaflega, einn tíunda úr þumlung síðustu fimm mínúturnar." Vindstaðan breyttist enn, og „augað“ nálgaðist óðum; hvenær myndi það ná okkur? Fyrsti stýrimaður tók vakt á miðnætti. Stórsjóir steyptust beint yfir okkur. Vindurinn sogaði allt loft úr lungunum, ef við reyndum að tala saman. Við stýrðum nú í austur. Gát- um mjakað skipinu gætilega á- fram með fullum vélarkrafti, og tókst þannig að varna því, að það félli á hliðina niður þær geigvæn- legu gjár, er ginu við milli hinna háreistu öldukamba. Við vorum þó hræddir við að þvinga skipið mjög gegn hinum æstu sjóum, vissum ekki þolmagn þess. Ég hélt mér dauðahaldi í það, sem hendi var næst, og hugsaði um, hve langan veg við myndum nú vera út af réttri leið. Olögin lömdu skipið miskunnar- laust. Sjórinn öskraði, hófst og brotnaði óaflátanlega. Veðurmæl- irinn ýmist hækkaði eða féll. Við stóðum á verði alla nóttina. í dögun var lítið eitt meiri útsýn. Skuggalegir öldutoppar gnæfðu eins og risavaxnir klettadrangar allt umhverfis. Nú lægði lítið eitt vindinn, og með honum hvarf að mestu hið blindandi regn og sjórok, sem hafði lokað allri útsýn áður, en öldurnar risu hærra en nokkru sinni fyrr og byltust hver um aðra í óreglulegri þvögu. Við vorum staddir í botni ein- hvers, sem mest líktist risavöxn- um brunni með veggjum af óend- anlegum ölduföllum, sem vöfðust hvert um annað án nokkurrar sjá- anlegrar reglu. Þegar við horfðum upp í gegn um þessi hringlaga göng, sáum við stjörnu á himninum. Þessi undur gjörðu okkur hugstola eitt augna- blik. Við litum hver á annan og hugsuðum: „Við erum í auganú*. Eina lífsvon okkar var að brjótast út úr þessu fljótandi víti. En hvernig? Það var spurningin. Ég ákvað að setja skipið á fullri ferð á vatnsmúrinn, þeim megin sem til baka vissi, í öfuga stefnu við hvirfilbylinn. Skipið skjögraði þvert yfir „augað" og stakk sér inn í vatnsmúrinn. Mörgum sinnum varð það að hörfa til baka undan ofurþunga mótspyrnunnar, en ég setti það jafnskjótt áfram með því afli, sem vélarnar höfðu yfir að ráða.. Við héldum í allt, sem gaf góða hand- festi. Sjórinn steyptist eins og fossfall yfir okkur og næstum lagði okkur flata við þilfarið. Ég óttaðist, að þessi vítismylla myndi mala skipið í smáagnir. Við höfðum enga hugmynd um, hvort nokkuð miðaði; ekki sást þumlung fram eða aftur. Við að- eins fundum, að við vorum enn lifandi og höfðum þilfarið undir fótum. En einhvernveginn björguðumst við. Hvirfillinn hafði aukið hraða sinn, og það hjálpaði okkur. Eftir tvo klukkutíma sluppum við út og fundum hressandi vestanvind leika um okkur, himininn hvelfist yfir, heiður og blár. Skömmu síðar mætum við stóru flutningaskipi. Það hallaðist mjög og hafði sjáanlega fengið slæmt veður. Við spurðum þá, hvort þeir þörfnuðust hjálpar. Þeir sögðu nei og þökkuðu boðið. Við héldum aftur til Havana og sáum, að höfnin var gersamlega eyðilögð. Öll skip, er þar voru, höfðu skemmzt stórkostlega. Eitt þeirra lá við bryggjuna, sem við höfðum horfið frá, með aðra síð- una mölbrotna. Forsetasnekkjan stóð á framstafni og vissi skutur- inn upp. Á einum stað voru 17 skonnort- ur í einni hrúgu með brotin möst- ur og slitinn reiða. Líkamir drukknaðra manna lágu í hrönn- um með ströndinni. Við leituðum að meiðslum á skipi okkar en fundum engin. Umsjónarmaðurinn kom um borð eftir að við höfðum varpað akkerum og sagði: „Ljómandi veð- ur í dag“. Hann tók handfylli sína af mold, eins og til að rannsaka þyngd hennar. „Létt eins og fis“, sagði hann. „Það er allt svona létt eftir hvirfilbyl. Við þyrftum að fá þá oftar.“ Oftar, hugsaði ég; einu sinni er alveg nóg fyrir mig. Ég leit á hin eyðilögðu hús og brotnu skip meðfram strödinni og sagði — eins og oft áður — Guði sé lof og þökk fyrir að frelsa okk- ur einu sinni enn. Sósíalistafélag Akureyrar FÉLAGSFUNDUR verðnr haldinn þriðjudaginn 29. nóvember kl. 8.30 e. h. í Ásgarði. DAGSKRÁ: 1. Frá Alþýðusambandsþingi (Þórir Daníelss.). 2. Félagsmál. 3. Skemmtiatriði. STJÓRNIN. Aðalsafnaðarfundur AKUREYRARKIRKJU verður haldinn í kapellunni sunnudaginn 4. desember n. k. að aflokinni messugerð. FUNDAREFNI: 1. Reikningar kirkju og kirkjugarðs. 2. Kosningar. 3. Önnur mál. SÓKNARNEFND. HANZKAR nælon — skinn dralon — crepe. VERZL. ÁSBYRGI GRÓFAR Barnagollur margir litir, nýkomið. VERZL. ÁSBYRGI

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.