Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.12.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 02.12.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 2. des. 1960 Stórkostlegar breytingar eru nú að gerast í heiminum og ör- lagarík átök framundan hér á landi. Telur flokksstjómin mjög hrýnt, að flokksmenn og öll ís- lenzk alþýða geri sér sem gleggsta grein fyrir þessu hvoru- tveggja, og þó einkum með hlið- sjón af þeirri hættu, sem nú steðjar að landi voru. Straumhvörfin í veröld- inni og aðstaða íslend- inga Þróunin í veröldinni opnar mannkyninu stórfenglega mögu- leika. Undramáttur tækninnar hefur þegar skapað skilyrði til þess, að allir geti búið við alls- nægtir og að fátækt og neyð verði að fullu útrýmt úr gervöll- um heimi. Svo er nú komið, að sósíalism- inn er orðinn máttugri en auð- valdið og býr yfir vaxandi grózku. Lönd sósíalismans eru þegar komin fram úr auðvalds- löndum á sumum sviðum tækni og mimu á naésta áratug fara fram úr þeim í iðnaðarfram- leiðslu. Vér lifum á tímum mikilla þáttaskila, er auðvaldsskipulag- inu fer hnignandi, en sósíalism- inn sækir fram til nýrra æ stærri sigra. Sú staðreynd þarf að vera allri alþýðu Islands ljós. Það er einmitt sökum þess, hve öflugur sósíalisminn er orðinn í heimin- um, að yfirgangsstefna auðvalds- ins hefur nú hitann í haldinu. Smáþjóðum eins og Kúbu-búum tekst að koma á hjá sér alþýðu- stjórn, sem auðvald Ameríku hikar við að ráðast á með beinu vopnavaldi. Vald sósíalismans í veröldinni er bæði skjól og örv- un þeim þjóðum, sem berjast fyr- ir frelsi sínu, en eiga afskipti er- lends auðvalds yfir höfði sér. Það er líka fyrir mátt sósíal- ismans og vegna vilja yfirgnæf- andi meirihluta mannkynsins til að varðveita frið, að stríðsþjáðar þjóðir eygja nú möguleika til þess að hindra auðvald heimsins í því að koma af stað nýrri heims styrjöld, og gera sér vonir um að skapa með allsherjarsamstarfi allra friðarafla veröld án vopna og stríðs. Alþingi íslendinga hafði þegar 1954 samþykkt einróma að skora á Sameinuðu þjóðimar að koma á allsherjarafvopnun. Þjóð vorri ber að fylkja sér sem einn maður um þessa kröfu og knýja fram, að ísland sé í fylkingarbroddi um að framfylgja henni á alþjóða vettvangi. Það á að vera æðsta mál íslenzku þjóðarinnar að berj ast fyrir alheimsfriði. Líf vort sem þjóðar liggur við, að sú stefna vinni algeran sigur, svo geigvænleg hætta sem vofir yfir oss, ef heimsstríð hefst á ný. Sósíalisminn stígur risaskref fram á við í efnahagslegri upp- byggingu alþýðuríkjanna. í Sovét ríkjunum er 42 stunda vinnuvika þegar orðin staðreynd og 8% raunveruleg kauphækkun á ári tryggð. Framundan eygir alþýða þessara landa allsnægtarþjóðfé- lag kommúnismans, jafnvel einn áratugur friðsamiegrar þróunar og afvopnunar gæti lagt grund- völl þessa framtíðarþjóðfélags. Stormsveipur frelsisbyltinga feykir nú burtu nýlendudrottn- un evrópskra auðvaldsherra í Afríku. Síðan heimsstyrjöldinni lauk, hafa 1500 milljónir manna, sem áður bjuggu við nýlendukúg un, losnað undan beinu póhtísku oki hennar. Það hriktir í stoðum Atlantshafsbandalagsins og fylgi- ríkja þess. í Suður-Kóreu, Suður Vietnam, Laos, Tyrklandi og Jap- an hafa brotizt út uppreisnir gegn leppstjórnum ameríska auð- valdsins. Þjóðfrelsisbarátta kúg- aðra þjóða gegn yfirdrottnun og arðráni áuðvaldsins í Evrópu og Ameríku verður ekki lengur stöðvuð. Henni vex ásmegin með ári hverju. Öll þessi þróun í veröldinni skapar þjóð vorri enn betri að- stöðu til að tryggja framgang þeirrar stefnu, sem Sósíalista- flokkurinn hefur ætíð unnið að: þ. e. að friður megi haldast með þjóðxmum, vinátta og viðskipti við heim sósíalismans fari vax- andi og friðsamleg þróun til só- síalisma fari fram á íslandi. Sú barátta, sem fyrrverandi nýlenduþjóðir heyja nú gegn efnahagsvaldi erlendra auð- hringa yfir atvinnulífi þeirra og þeirri pólitísku íhlutun, er fylg- ir í kjölfarið, ætti að verða oss lærdómsrík. Flokksstjómin vill því alveg sérstaklegá brýna fyrir þjóðinni að varðveita það ástand, sem var m. a. ávöxtur þjóðfrels- isbaráttu vorrar: að útlent auð- vald átti ekki ítök í íslenzku at- vinnulífi, og leiða þá þjóðfreísis- baráttu til fulls sigurs með því að afnema á íslandi allt arðrán erlends auðvalds. Flokksstjórnin álítur nauðsyn- legt, að allri þjóðinni sé skýrt sem gleggst frá því, hvílíkar stór- breytingar eru að gerast í heim- inum, og það því fremur sem aft- urhaldið reynir nú að formyrkva huga hennar með ofboðslegum á- róðri og byrgja fyrir útsýnið, svo að hún sjái ekki né skynji þau straumhvörf, sem eru að verða. En þjóð vor þarfnast ein- mitt skilnings á þeim til að sjá, hvílíka möguleika hún hefur sjálf til lausnar á eigin vanda- málum. Þverrandi máttur auðvaldsins í heiminum gerir íslendingum enn hægra fyrir en áður að losna við herstöðvar þess og hrinda endanlega arðráni þess, og vax- andi máttur sósíalisma og bræðralags þjóðanna auðveldar oss að stíga þau skref, sem nauð- synleg eru til batnandi lífskjara. Hrinda verður kreppu- stefnu afturhaldsins Þróunin í efnahags- og stjóm- málum ixmanlands staðfestir við- varanir 12. flokksþingsins síðastl. vetur. Harðvítugustu og skammsýn- ustu fulltrúar auðmannastéttar- innar eru að koma hér á kreppu að undirlagi erlends valds. Til- gangurinn með þessari heimatil- búnu kreppu er að koma á ó- menguðu og hömlulausu auð- valdsskipulagi á íslandi. Með samdrætti og vaxtaokri á að ræna verkalýð, millistéttir og bændur eignum sínum og koll- varpa 'smærri atvinnurekendum í sjávarútvegi, verzlun og iðnaði, en auka að sama skapi eignir og völd auðmanna og lánastofnana. Afleiðing þessarar skipulögðu kreppu er nú þegar (1) stórfelld kaupgeturýmun hjá öllum al- menningi, (2) atvinnuleysi á ný, (3) stórfelldur samdráttur í verzlun, viðskiptum og opinber- um framkvæmdum. Og framund- an er stöðnim mikilvægustu þátta íslenzks atvinnulífs. Takist að halda þessari stefnu áfram, leiðir af því síversnandi lífskjör íslenzkrar alþýðu og djúptæka efnahagslega kreppu í íslenzku atvinnulífi. Með slíkum aðgerðum væri verið að ryðja erlendu auðmagni braut inn í landið og gera fsland aftur hæft til beins og milliliða- lauss arðráns fyrir erlent auð- magn. Það virðist beinlínis vaka fyr- ir frumkvöðlum þessarar stefnu í stjómmálum fslands: (1) að ísland verði eigi aðeins áfram herstöð, heldur ger- ist og arðrænd hjálenda erlendra auðhringa. (2) að koma lífskjörum ís- lenzkra launþega niður á slíkt stig, að erlendu auð- valdi þyki gimilegt til gróða, og (3) að brjóta niður innan frá efnahagslegt sjálfstæði ís- lenzks atvinnulífs með skipulögðum tilbúnum kreppuráðstöfunum — og með því að rjúfa viðskipta- sambönd íslands við heim sósíalismans, sem verið hafa undirstöðuatriði í sjálfstæði íslenzks atvinnu- lífs og afkomuöryggi lands- manna. Stjóm Sósíalistaflokksins álít- ur því, að íslenzk alþýða verði að gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að afstýra þeirri ógæfu, er yfir vofir, hindra, að afturhaldssamasta hluta auð- valdsins takist að leiða þjóðina út á þá braut, sem þegar er vörð- uð verstu kúgunarráðstöfunum síðustu áratuga og vítaverðu undanhaldi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar. AJþýða íslands þarf að rísa upp til varnar og til sóknar fyrir bættum lífskjörum og fyrir sjálf- stæði og öryggi íslenzks efna- hagslífs. Eining alþýðtuinar tryggir sigur Flokksstjórnin fagnar þeirri miklu og sterku einingu, sem skapast hefur í verkalýðssamtök- unum um baráttu fyrir bættum lífskjörum alþýðu og afkomuör- yggi — og sem bar sigur úr být- um á Alþýðusambandsþingi. Nauðsynlegt er að efla og festa sem bezt þá samstöðu um lifs- hagsmuni almennings, sem þann- ig hefur tekizt með verkafólki úr ýmsum flokkum og utanflokka. Vaxandi baráttuhugur opin- berra starfsmanna sem kom m. a. fram á þingi Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, er öllum verkalýð mikið fagnaðarefni. Flokksstjórnin lýsir algjöru samþykki við þær kröfur um hækkað kaup og bætt kjör, sem stjórn Alþýðusambands Islands hefur mótað og nú hafa hlotið staðfestingu 27. þings sambands- ins. Telur flokksstjórnin næsta og brýnasta verkefni verkalýðs- samtakanna að skapa sem .sterk- asta einingu um þessar kröfur alþýðunnar og tryggja sigursæl- an framgang þeirra. Eitt höfuðverkefni alþýðu- stéttanna nú er að hindra þá ó- heillaþróun í atvinnulífi og fram- kvæmdum, sem leiðir til sam- dráttar og atvinnuleysis og nú blasir við víðsvegar um land. Flokksstjómin fagnar sérstak- lega því frumkvæði Alþýðusam- bands íslands, sem fram kemur í einróma samþykkt 27. þings þess um að beita sér fyrir öflugu sam- starfi verkalýðs og bænda á grundvelli sameiginlegra hags- muna þessara stétta. Flokksstjórnin lýsir fyllsta stuðningi sínum við þær kröfur og þá stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar, sem samþykkt var á 27. þingi ASÍ, og telur aðkallandi nauðsyn, að um þær takist sem fyrst sú víðtæka eining allra al- þýðustétta, sem ein fær borið þær fram til sigurs. ' Er hin brýnasta þörf á því, að skipulögð samtök vinnandi fólks í landinu komi á hjá sér sem öfl- ugustu bandalagi um að vernda og efla hag og réttindi vinnandi stéttanna, ekki sízt með tilliti til þeirrar tilraunar, er auðvaldið innanlands og utan nú gerir til að hrifsa öll völd í landinu til sín og þrengja kosti almennings. Gleðileg vakning með þjóðinni Flokksstjórnin lýsir yfir fyrir hönd Sósíalistaflokksins fyllsta stuðningi við þau Samtök her- námsandstæðinga, sem upp hafa risið á þessu ári og staðið að Keflavíkurgöngunni og Þingvalla fimdinum. Það er öllum þjóð- hollum íslendingum mikið gleði- efni, hve víðtæk og sterk þjóðar- vakning og þjóðareining kemur fram í þessum samtökum. Menntamenn, bændur, verka- menn og fólk úr öðrum stéttum hafa tekið þar höndum saman, til þess að einbeita kröftum sín- um — án tillits til þjóðmálaskoð- ana þeirra að öðru leyti — að því að knýja fram brottför hersins, afnám herstöðvanna og hlutleysi íslands. - Heitir flokksstjórnin á alla sósíalista að styðja að vexti og viðgangi þessarar hreyfingar og starfa ötullega að þeim verkefn- um, sem Samtök hernámsand- stæðinga hafa ákveðið. Jafnframt mun flokkurinn vinna af öllum mætti að framgangi og fullum sigri þessara sjálfstæðismála þjóð arinnar á Alþingi og öðrum opin- berum vettvangi ásamt banda- mönnum sínum í Alþýðubanda- laginu og öllum þeim öðrum hvar í flokki sem standa, er ljá vilja þessum lífshagsmimamálum þjóðarinnar lið. Virkt og vakandi lýðræði skilyrði fyrir framförum Flokksstjórnin minnir á skil- greiningu 12. flokksþingsins á átökum þeim, sem fram fara í landinu. Hefur þróunin síðan staðfest þá skilgreiningu. Og leið sögn þess flokksþings um úrræð- in er eins rétt og brýn sem þá. Það verður æ skýrara með hverjum deginum sem líður, að þjóðin á um tvær leiðir að velja: Önnur er sú, sem afturhalds- stjómin nú fetar: Að nota ríkis- valdið, er hún ræður, til þess að sölsa undir örfáa auðmenn eigur landsmanna og ríkisins, fyrst og fremst framleiðslutæki, og skapa hér stórauðvald að amerískum hætti, er hefði gróðann fyrir sinn guð og traðka undir fótum jafnt þau lífskjör og réttindi, sem al- þýðan um land allt með áratuga baráttu sinni hefur aflað sér, sem og þá þjóðarmenningu íslands, sem einkennzt hefur af viðhorf- um hins vinnandi manns og hug- sjón manngildisins. Slík leið byrjar með einræði auðsins og gróðalögmáls þess í atvinnulífinu og endar með efnahagslegu og pólitísku einræði og harðstjóm erlendra auðhringa á íslandi, ef eigi er rönd við reist í tíma. Hin leiðin er leið lýðræðis og samvirkra félagshátta, leið sósíal ismans. Til þess að fara þá leið, þurfa hin miklu samtök vinnandi fólks í landinu á öllum sviðum þjóðh'fsins að mynda sem sterk- ast bandalag sín á milli. Þau þurfa að knýja fram, að velferð vinnandi fólks og þar með þjóð- arheill verði það lögmál, sem lát- ið sé ráða í atvinnulífinu. Þessi samtök alþýðunnar þurfa að tryggja lýðræðið í stjórnmálum landsins í bandalagi við öll fram- sækin öfl í þjóðlífinu. En það eitt nægir ekki, það þarf líka að koma á lýðræði í efnahagslífi þjóðarinnar, svo þar sé alls stað- ar stjómað með hag almennings fyrir augum. Til þess að svo megi verða þarf að beita í vax- andi mæh sósíalistískum úrræð- STJÓRNMÁLAÁLYKTUN flokksstjórnarfundar Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalista- flokksins, sem haldinn var í Reykjavík 20. og 21. nóv. 1960

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.