Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.12.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 02.12.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 2. des. 1960 Um bækur og menn Aldamótamenn Á fyrra ári hóf Bókaforlag Odds Bjömssonar á Akureyri að gefa út æfisöguþætti eftir Jónas Jónsson frá Hriflu undir sam- heitinu Aldamótamenn. Nú eru komin út tvö bindi þessara þátta, en ráðgert að ritverkinu ljúki með þriðja bindinu, sem koma á út næsta ár. I öðru bindinu, sem nú er ný- komið á markaðinn, eru þættir af 22 mönnum, en alls verða í bindunum þremur æfisöguágrip um það bil 70 karla og kvenna, sem á einn eða annan hátt hafa verið áberandi eða haft veruleg áhrif á íslenzkt þjóðlíf á síðasta hluta nítjándu aldar eða fyrsta hluta tuttugustu aldarinnar. — Þetta eru sögur af þeim, er for- yztu höfðu um eða eftir aldamót- in. Þættir þessir eru ritaðir af hinni kunnu ritsnilld Jónasar Jónssonar, en hann er án alls efa ein hinn snjallasti skriffinnur, sem uppi hefur verið með þjóð okkar á þessari öld. Það má segja, að sama sé um hvað Jónas skrifar, það er alltaf skemmtilegt að lesa það, sem frá honum kem- ur. Honum er það lagið að geta í stuttu máh sagt mikla sögu. Og hann er flestum snjallari að greina aðalatriðin frá aukaatrið- um. Jónas er einnig flestum mönnum sögufróðari, ekki sízt um síðari tíma sögu okkar. Þannig hjálpast allt að því að gera þætti þessa aðgengilega og gimilega til lesturs. Þeir bæta einnig að nokkru úr brýnni þörf, þar sem engin samfelld saga þjóðarinnar er til yfir tímabilið frá 1874. Það er erfiðara að rita samtíð- arsögu eða sögu þeirra, sem ný- lega eru horfnir af sjónarsviðinu, svo að hlutdrægnislaust verði, heldur en sögu löngu liðinna at- burða*. Þess vegna má svo fara, að ýmsir verði Jónasi ekki að fullu sammála í dómum hans um einstaka menn, þýðingu lífs þeirra og starfs fyrir þjóðina. En svo mundi farið hafa, hver sem tekið hefði sér fyrir hendur að rita viðlíka þætti. Þegar frá líð- ur og betri yfirsýn fæst yfir lið- inn tíma, má gera ráð fyrir, að myndir einstakra manna breytist allverulega, en við því er ekkert að segja. Slíkt gerist með alla söguritun. Síðari tíma sagnrit- arar verða að vinza úr því, sem nú er skráð, og niðurstaða þeirra verður kannski dálítið önnur á stundum en sú niðurstaða, sem Jónas fær nú. En það breytir engu um gildi þess verks, sem Jónas nú hefur unnið og er að vinna. Ritverkið um „aldamótamennina“ er með merkustu bókum, er út hafa komið á sviði sagnfræði þessi ár- in, og með því er unnið gott og gagnlegt starf, bæði til að varð- veita minningu viðkomandi manna og þátt þeirra í þjóðar- söguiini og til að auðvelda ungu fólki að kynna sér sögu þeirra miklu umbrota-, breytinga- og framfaratíma, sem verið hafa með þjóðinni frá því fyrir síð- ustu aidamót. Bókin er hollur lestur ungum íslendingum, og þeir, sem komnir eru á efri ár eða yfir miðjan aldur munu einn- ig hafa bæði gagn og ánægju af að rifja upp minningar sínar um þá menn, sem Jónas fjallar um. Höfundi ber því að þakka fyrir þetta ritverk og sömuleiðis út- gefanda fyrir sinn hlut, enda eru bækumar vandaðar að öllum frágangi og prentaðar á góðan pappír. Myndir fylgja af þeim einstaklingum, sem um er fjallað. Salómon svarti heitir mjög skemmtileg bók eft- ir Hjört Gíslason, verkamann á Akureyri. Þessi bók segir frá honum Saló- mon, sem missti móður sína um leið og hann fæddist, en var al- inn upp hjá tveimur ungum drengjum. Hann varð augnayndi þeirra og góður vinur allra barna í kaupstaðnum, þar sem hann átti heima. Hann var einnig dáð- ur og elskaður af mörgum full- orðnum, en einnig hataður af nokkrum. Engum var jafnilla við hann og lögreglu staðarins, enda framkvæmdi Salómon ýmislegt, sem ekki var eftir forskrift né anda laganna. En Salómon gekk með sigur af hólmi í öllum við- skiptum sínum við Láka löggu, og jafnvel sýslumaðurinn hló ó- spart að þeirri útreið, sem lögg- an fékk. Og jafnvel þó að Saló- mon væri grafinn lifandi eða dæmdur til dauða, þá lifði hann samt og lék sér. Hann Salómon var hrútur, venjulegur heimaalningur Sag- an, sem Hjörtur hefur skrifað af honum, er einhver bezta bama- bók, sem lengi hefur komið út. Hún hefur þann kost allra góðra bamabóka, að jafnt fullorðnir sem böm veltast um af hlátri við lestur hennar. Og Hjörtur skrif- ar gott mál, svo að ekki þarf að forðast bókina málsins vegna. Bókaforlag Odds Björnssonar hefur verið mjög heppið með að fá til útgáfu bækur snjallra bamabókahöfunda. Það hefur haft Ármann Kr. Einarsson á sín- um snærum, fyrir tveimur árum kom út fyrsta bókin eftir Vigfús Björnsson (Gest Hannson), og nú bætist Hjörtur Gíslason í hóp- inn. Líklega getur ekkert forlag á landinu lengur keppt við Bóka- forlag Odds Bjömssonar um út- gáfu skemmtilegra barnabóka. Bókin hans Hjartar um Salómon svarta er þegar komin á markað- inn, og væntanlegar munu á næstunni bækur eftir þá Vigfús og Ármann. Þeim má mikið hafa hrakað frá fyrra ári, ef það verða ekki líka skemmtilegar bækur. „Krakkar mínir, krakkar mínir, hver er Salómon? Salómon er hrútur, svartur labbakútur. Látið ekki lengi bíða að lesa um Salómon!“ Þ. Messað í Akureyrarkirkju á simnudaginn kemur, 2. simnud. í Aðventu. — Sálmar nr. 572, 207, 475, 137, 675. — Séra Björn O. Björnsson messar. — Eftir messu verður aðalsafnað- arfundur. Messað á sunnudaginn kem- ur í Lögmannshlíð kl. 2 e. h. Sálmar nr. 4, 201, 114, 207, 203. Stutt bamamessa á eftir. — Al- mennur safnaðarfundur að loknum messum. Frá M.F.Í.K. — Félagsfundur í Akureyrardeild Menningar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna verður haldinn mánu- daginn 5. des. kl. 8.30 e. h. í Rotary-sal Hótel KEA. Stjómin. Bókamarkaður Máls og menn- ingar og Heimskringlu er í Ás- garði. Opið daglega frá 1 til 10 e. h. Fyrsti dagur á morgun. Frá bæjarfógetaskrifstofunni. Skrifstofan er opin á föstudög- um til 16. þ. m., auk venjulegs afgreiðslutíma, kl. 16—19 til móttöku á þinggjöldum. Slysavamarfélagskonur, Ak- ureyri. Jólafundur verður hald- inn að Bjargi, þriðjudaginn 6. des. Fyrir telpurnar kl. 4.30 e. h., og hinar kl. 8.30. — Konur, takið með ykkur kaffi. Stjómin. Minningarspjöld Krabba- meinsfélagsins fást á pósthús- inu. Jólamerki Framtíðarinnar em seld á Pósthúsinu. Ágóði renn- ur til elliheimilisbyggingarinn- ar. ÆFA ÆFA FÉLAGSFUNDUR verður haldinn kl. 8.30 í kvöld í Ásgarði. Á fundinum sýnir Eyjólf- ur Árnason kvikmynd og skuggamyndir frá Eystra- saltsvikunni i sumar. Félagar ættu að fjölmenna til að sjá þessar skemmti- legu myndir. Stjórn Æskulýðsfylkingarinnar. NÝKOMIÐ: Eldhússloppar, nýjar gerðir, kr. 195.00 Náttföt, kr. 89.00 Telpnaundirföt, kr. 75.00 MARKAÐURINN Sími 1261 BARNAKJÓLAR Verð: kr. 48.00. VERZL. ÁSBYRGI VINNINGUR Fokheld íbúð í |b wd • Stóragerði 8, Reykjavík, ©K að verðmæti kr. 180.000.00 æ Aukavinnmgur 5000.00 króna vöru- 5 úttekt fyrir næsta W númer fyrir ofan og næsta númer fyrir neðan vinningsnúmerið. íbúðin P er um 93 fermetrar O* auk stigahúss, geymslu ps og sameignar í þvotta- húsi, reiðhjóla- og barna- vagnageymslu, göngum & o. þ. h. í kjallara. ■ts Ibuðin er með vatnsgeislahitalöng. 8 Dregið 23. desember. þmd • Þjóðviljinn frestar ekki happdrætti. • 'W Miðinn kostar 20 krónur. O* O* Aðalumboð á Akureyri e: er hjá afgreiðslu Verka mannsins, Hafnarstræti 88. ans Nú eru efnin í JÓLAKJÓLANA komin 57 tegundir, falleg og vönduð, verð frá kr. 89.00 m. ---o--- ÚRVAL AF FALLEGUM KÁPUM, stærðir 36-48 ---o--- Enn eru til NYLONSOKKAR og SOKKABUXUR á gamla verðinu. ---o--- Vönduð SNYRTIVESKI (handa körlum og konum) TIL JÓLAGJAFA: MORGUNSLOPPAR, LANGSJÖL, TREFLAR, margs konar, SAMKVÆMISTÖSKUR og VESKI og ILMVÖTN Á GAMLA VERÐINU. VERZLUN B. LAXDAL TELPU-MILLIPILS Verð: kr. 68.80. VERZL. ÁSBYRGI Sokkabandabelti Margar gerðir. VERZL. ÁSBYRGI

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.