Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.12.1960, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 09.12.1960, Blaðsíða 6
6 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 9. des. 1960 Nú brosir nóttin Skrásett af Theodór Gunnlaugssyni. Ævisaga Guðmundar Einarssonar á Brekku sandi er hetjusaga íslenzks alþýðumanns. Aldamótamenn Annað bindi. Eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. í þessu bindi eru ævisöguþættir af 22 aldamótamönnum. Bókin er hollur lestur ungum íslendingum. kr. 148.00. SEX NÝJAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Ljáðu mér vængi Eftir Ármann Kr. Einarsson. Ævintýri í sveitinni Eftir Ármann Kr. Einarsson. Eftir Gest Hannson. Salómon svarti Eftir Hjört Gíslason. Litli lceknissonurinn Eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Eftir Ulf UUer. Ast og hatur Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þetta er hin vinsæla ástarsaga, sem komið hefur sem framhaldssaga í tímaritinu „Heima er bezt“. kr. 68.00. Ónnur útgáfa Skemmtileg bók um sjóferðir og svaðilfarir. kr. 130.00. BÓKAFORLAG ODDS BJORNSSONAR 111 aimm Messað í Akureyrarkirkju sd. 11. des. k. 2 e. h. Sálmar: 29, 310, 117, 207 og 318. B. S. Kvikmynd af trjágróðri og ræktim verður sýnd að tilhlut- an Fegrunarfélags Akureyrar í lesstofu íslenzk-ameríska félags ins mánud. 12. des. n. k. kl. 8.30 e. h. Skýringar eða stutt erindi verður flutt í sambandi við myndina. Allir velkomnir með- an húsrúm leyfir. ÉSjálfsbjörg. — Spiluð verður félagsvist að Bjargi laugardaginn 10. des. kl. 8.30. Kaffi og hjóðfærasláttur. — Félagar fjölmennið með gesti. Nefndin. Skátamir munu ganga fyrir hvers manns dyr fimmtudags- og föstudagskvöld, og safna gjöfum á vegum mæðrastyrks- nefndar, svo unnt sé að rétta þurfandi fólki hjálparhönd fyr- ir jólin. Frá Máli og menningu. Fé- lagsbækumar 1960 eru komnar. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir að vitja þeirra á bóka- markaðinn í Ásgarði, Hafnar- stræti 88, sem fyrst. Bókamark- aðurinn er opinn daglega frá kl. 1 e. h. Frá Leikfélagi Akureyrar. — Miklabæjar-Solveig var frum- sýnd í gærkvöld. Næstu sýn- ingar á laugardags- og sunnu- dagskvöld. — Aðgöngumiðasími 1073. Fimmtugur. Karl Ágústsson, afgreiðslumaður, Litla-Garði, varð fimmtugur síðastliðinn miðvikudag. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar bendir öllum félags- mönnum sínum, sem annað hvort eru atvinnulausir eða hafa stopula atvinnu, á, að láta skrá sig á Vinnumiðlunarskrif- stofunni. Vottorð Vinnumiðl- unar um atvinnuleysi viðkom- andi manns er nauðsynlegt til þess, að menn geti fengið bætur frá atvinnuleysistryggingum. Þó að bæturnar séu ekki háar, er betra að fá þær en hafa eng- ar tekjur. ILMVÖTN í miklu úrvali. SNYRTIPOKAR og SOKKAPOKAR margar gerðir. BURSTASETT FALLEGIR HÁLSKLÚTAR SOKKABUXUR á böm. Ullarvettlingar á börn og fullorðna. VERZLUNIN SKEMMAN Sími 1504 NYJAR BÆKUR FRÁ MÁLI OC MENNINGU Vestlendingar II, síðari hluti Með þessari bók lýkur hinu stórmerka ritverki Lúð- víks Kristjánssonar um Vestlendinga, líf þeirra og þátttöku í þjóðmálabaráttunni. Hér er um hið merk- asta sagnfræðirit að ræða og að auki bráðskemmtilegt. Minn guð og þinn Þetta er nýjasta ljóðabók Guðmundar Böðvarssonar, en Guðmundur er fyrir löngu orðinn eitt hið vin- sælasta ljóðskáld á íslandi, og hverrar bókar frá hon- um er beðið með mikilli eftirvæntingu. Undir haustfjöllum Ljóðaþýðingar eftir Helga Hálfdanarson, sem talinn er snjallastur þeirra, sem nú fást við að þýða erlend ljóð á íslenzka tungu. Kvæði Þessu yfirlætislausa nafni heitir ljóðabók eftir Jakob- ínu Sigurðardóttur, húsfreyju að Garði í Mývatns- sveit. Þetta er fyrsta ljóðabók Jakobínu, en allmörg kvæði hefur hún áður birt í blöðum og tímaritum og með þeim skipað sér á fremsta bekk íslenzkra Ijóð- skálda. Sagan af manninum sem steig ofan á höndina á sér Skáldsaga eftir Halldór Stefánsson. Hún ber öll beztu einkenni þessa þekkta höfundar, en alkunna er, að Halldór hefur lengi verið talinn meistari í smásagnagerð, og þó að hér sé um alllanga sögu að ræða, fatast Halldóri ekki vinnubrögðin. # Uppruni lífsins Fjallar um þá spumingu, hversu þróun lífsins hefur hafizt, ef allar lífverur, jafnvel hinar einföldustu, eru af lifandi foreldrum komnar. Höfundur er ritari líf- fræðideildar vísindaakademíu Sovétríkjanna. Ritgerðir eftir Þórberg Þórðarson I—II Ritgerðir hins óviðjafnanlega snillings, Þorbergs Þórðarsonar, eru bókmenntir, sem enginn íslending- ur má láta fram hjá sér fara. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur skrifar inngang um höfundinn. Lata stelpan og Sagan um nízka hanann eru mjög fallegar og vandaðar litprentaðar bækur, einkum ætlaðar yngri börnum. Allar framangreindar bækur fást á Bóka- markaðinum í Ásgarði. Félagsmenn í Máli og menningu fá 25% af- slátt frá útsöluverði. MÁL OG MENNING HEIMSKRINGLA

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.