Verkamaðurinn - 21.04.1961, Page 1
Kirkja —
Félaggheimili
Ekki er það algengt hér á landi, að kirkjnr gangi
kaupum og sölum, en þannig hefur það þó verið með
kirkjuna, sem sést á þessarri mynd. Hún var upphaf-
lega byggð sem guðshús Sjöundadags-aðventista, og
yfir turni hennar standa stafirnir S.D.A. En trúflokk-
ur aðventista þreifst ekki vel í bænum, og um langt
skeið hefur kirkjan verið notuð í þágu læknislistar-
innar og hefur Torfi Maronsson nuddlæknir haft þar
aðsetur. En á síðasta ári flutti hann lækningastofu
sína þaðan og kirkjan stóð um sinn auð og ónotuð.
Þá fengu Karlakór Akureyrar og Lúðrasveit Ak-
ureyrar áhuga fyrir að kaupa kirkjuna og gera liana
að œfingastað fyrir söng og hljóðfæraslátt, og fyrir
nokkru síðan tókust samningar um þau kaup. Karla-
kórinn og Lúðrasveitin hafa nú að mestu lokið breyt-
ingum á innréttingu kirkjunnar og þar er kominn
hinn vistlegasti æfingasalur. Komið hefur til orða,
að útvarpið fái jafnframt afnot af honum sem upp-
tökusal.
Ekki er ennþá ákveðið, hvort útliti byggingarinn-
ar verður breytt að svo stöddu eða hvort kirkjulagið
verður óbreytt um sinn, en œtlunin mun, að þessu
nýja félags- og æfingaheimili við Laxagötu 5 verði
fljótlega gefið nafn, svo að það verði ekki um alla
framtíð nefnt aðventistakirkjan.
Aðdlfuniliir Sósíafistafélags Ahureyrar
var haldinn í ÁsgarSi síðastliðiS
föstudagskvöld. Varaformaöur,
Þorsteinn Jónatansson, flutti
skýrslu stjórnarinnar. I upphafi
minntist hann látins félaga, Jón-
asar Hallgrímssonar netagerðar-
manns. Síðan skýrði hann í stuttu
máli frá störfum félagsins á liönu
ári og ræddi einkum um undir-
búning að stækkun Verkamanns-
ins, sem er stærsta átak, sem fé-
lagið hefur tekið sér fyrir hendur
um langa hríð. Þeim undirbún-
ingi er nú það langt komið, að
stækkunin mun koma til fram-
kvæmda um næstu mánaðamót.
Talsvert hefur miðað í söfnun
nýrra áskrifenda, en aðalátakið á
því sviði er þó ennþá eftir og hlýt-
ur að gerast um leið og blaðið
stækkar. Þá er unnið að því að
Ingólfur Árnason.
tryggja fjárhaginn með því að fá
sem flesta áskrifendur til að
greiða blaðið nú þegar með kr.
200.00, eða 120 kr. hærra verði,
en áskriftarverðið er. Til þessa
hafa margir flokksfélagar og
nokkrir aðrir orðið við þessarri
ósk, en miklu fleiri þurfa hér að
hlaupa undir bagga og hjálpa til
við það mikla átak, sem verið er
að gera.
Sósíalistafélagið hefur ráðið til
sín nýjan starfsmann, Hjalta
Kristgeirsson hagfræðing. Jafn-
framt störfum fyrir félagið mun
hann, eftir að stækkun Verka-
mannsins kemur til framkvæmda,
annast ritstjórn blaðsins, ásamt
Þorsteini Jónatanssyni, sem nú
mun eingöngu snúa sér að störf-
um fyrir blaðið. Hjalti er ungur
maður, 27 ára, og lauk á síðast-
liðnum vetri hagfræðinámi í
Búdapest. Telur Sósíalistafélagið,
að það hafi verið mikið happ fyr-
ir félagið og blaðið, að fá hann
hingað til starfa, en Hjalti er
fyrsti Islendingurinn, sem lokið
hefur námi í hagfræði í hinum
sósíalistisku ríkjum Evrópu.
Fráfarandi formaður Sósíalista-
félagsins, Eyjólfur Árnason, flutti
úr hænum í vetur til Reykjavíkur,
þar sem hann réðist til starfa sem
framkvæmdastjóri MIR. I stað
hans var kjörinn formaður Ing-
ólfur Árnason rafveitustjóri, og
aðrir í stjórn félagsins voru kosn-
ir: Rósberg G. Snædal gjaldkeri,
Þórir Daníelsson ritari, Þor-
steinn Jónatansson varaformaður,
Björn Jónsson, Tryggvi Helgason
og Hlín Stefánsdóttir meðstjórn-
endur. I varastjórn eiga sæti Jón
Hafsteinn Jónsson, Rögnvaldur
Rögnvaldsson, Jóhannes Her-
mundarson, Sigtryggur Helgason
og Friðrik Kristjánsson. 1 blað-
stjórn Verkamannsins kaus fund-
urinn Björn Jónsson og Rósberg
G. Snædal. Fulltrúaráð Alþýðu-
bandalagsins tilnefnir einnig tvo
menn í blaðstjórnina.
Auk aðalfundarstarfa var á
fundinum nokkuð rætt um stækk-
un blaðsins og Björn Jónsson
skýrði frá gangi kjarabaráttunn-
ar hjá verkalýðsfélögunum, samn-
ingatilraunum þeim, sem fram
hafa farið og því, hverjar horfur
væru um gang þeirra mála.
Hjalti Kristgeirsson.
Pavel Serebrjokoff.
Píanóhljómleikar
TÓNFISTARFÉFAG Akureyrar
heldur hljómleika nk. laugardag
kl. 4 síðdegis í Nýja Bíói. Eru
þetta 4. og síðustu tónleikar vegna
árgjalds 1960. Vegna breyttra að-
stæðna fara nú fram athuganir á
áframhaldandi fyrirkomulagi tón-
leika félagsins, og verður senni-
lega hlé á þeim til næsta hausts.
Að þessu sinni er það einn á-
gætasti píanóleikari Sovétríkj-
anna, prófessor Pavel Serebrja-
koff, sem kernur fram á sjónar-
sviðið, en hann er forstöðumaður
Tónlistarskólans í Leningrad.
Hann hefur haldið tónleika í
Kanada, Brazilíu, Belgíu, Frakk-
landi, íran, Tyrklandi, Austur-
ríki, Ungverjalandi, Póllandi,
Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu, Japan
o. fl. löndum. Hann er fæddur ár-
ið 1909 í Stalingrad, hóf konsert-
feril sinn 1928, þá 19 ára að aldri.
Viðreisnar-
jjafifivægi
VARLA hefur verið vorpað öðrum
eins töfrahjúp yfir nokkurt or3 ís-
lenzkrar tungu og orðið jofnvægi.
Þetfa orð komst til svo mikilla veg-
semda í fyrro, aS viðreisnarstjórnin
gerði það að lykilorði tillagna sinna
í efnahagsmóium. Hagfræðingar
rikissfjórnaiinnar sönnuðu með
dæmafórri snilld, að hingað til
hefði ekki ríkt neítt jafnvægi í þjóð-
crbúskopnum, cg við svo búið
niætti ekki lengur stando; þjóðar-
búskapurinn kæmist ó kaldan
klaka og við kæmumst öll ó vonar-
völ, ncma snúið væri við og haldið
ó braut jafnvægisins. Það fór hroll-
ur um menn of því að hugsd til
vönkunar jafnvægisleysisins, og
rikisstjórninni vor gefinn kostur ó
því oð dansa jafnvægisdansinn.
Það ótti að koma ó allsherjarjafn-
vægi í þjóðfélaginu, og ouk þess
GiIs konar jofnvægi í öllum krókum
og kimum mannfélagshallarinnar.
Það var bent í þessu sambandi ó
framleiðslu og fjórfestingarmól, ó
gjaldeyrismól, ó peningamól. Ein-
mitt peningamóiunum var talið
hættast víð sjúkdómi jafnvægis-
leysisins, og fyrir hann ótti nú oð
girða í eitt skipti fyrir öil. Þess
vegna voru vextir hækkaðir og að
mcstu bannað að lóna fé bankanna
til atvinnurekstrar.
En hvernig hefur svo þessi jafn-
vægisdons viðreisnarpostulanna
reynzt? Eru nú hin marghrjóðu pen-
ingamól loksins komin ó fastan
grundvöll og í jafnvægisskorður?
Við skulum rétt leiða hugann að
staðreyndum lífsins.
Peningamólum bankanna er nú
svo komið, að Seðlabankinn rakar
að sér gróða, hann er orðinn ein
mesta blóðsuga þjóðfélagsins, en
ýmsir viðskiptabankanna eru í
reynd lokaðir vegna fjórskorts. Inn-
lón jukust ekkert ó órinu sem leið
og gótu því ekki síoðið undir þeirri
útlénaoukningu sem varð, þrótt
fyrir okurvexti og lónabann. Fram-
leiðsla og þar af leiðandi atvinna
dregst samcn, vegna þess að heil-
brigður atvinnurekstur stendur ekki
undir okuilónum þeim, sem kunna
að fóst.
Og hvernig er peningamólum al-
þýðuheimilanna komið? I meira en
óratug hefur aldrei verið eins langt
fró því að rikja jafnvægi milli
þarfa heimilisins cg þeirrar koup-
getu, sem tekjurnar skapa. Við-
reisnin lækkoði gengið, svo oð ollor
nauðsynjar stórhækkuðu í verði.
Og samdróttarstefna viðreisnorinn-
ar minnkaði fromleiðsluna, svo að
atvinnutekjur minnkuðu.
Ekkert verkefni er nú eins brýnt
og það, oð nó jafnvægi í peninga-
mólum olþýðunnar i landinu. Það
verkefni verður hún sjólf að onnost
með kjarobaróttu sinni, því að sýnt
er oð viðreisnarstjórnin færir al-
þýðunni ekkcrt annað en minnk-
andi atvinnu og kröpp kjör.
MÍR
ÞEIR FÉLAGAR í Akureyrar-
deild MÍR, sem ekki eru í Tón-
listarfélaginu, en óska að hlýða
á hljómleika rússneska píanó-
leikarans á morgun, geta í dag,
föstudag, fengið miða af-
greidda í gullsmíðavinnustofu
Sigtryggs og Péturs.