Verkamaðurinn - 25.01.1963, Síða 1
Fullkomnasta bílaverk-
stæði Akureyrar
Éekið lil starfa við Morðnrgötn
Við Norðurgötu utarlega er
tekið til starfa nýtt bílaverkstæði,
sem byggt hefur verið í haust og
fyrrihluta vetrar. Gafst frétta-
tnönnum tækifæri til að skoða
verkstæði þetta fyrir nokkrum
dögum og sannfærðust þeir um, að
miðað við það sem hér í bæ hefur
tíðkast er verkstæði þetta sérstak-
lega vel skipulagt og áberandi
hetur búið að tækjum, en hér hef-
ur þekkzt. Er raunar furðulegt,
hve seint tækninni hefur gengið
að halda innreið sína á bílaverk-
stæðin hér á landi. En eigendur
þessa nýja bílaverkstæðis, sem
Baugur nefnist, fara vel af stað í
þessum efnum og verður fordæmi
þeirra trúlega einnig til þess, að
önnur verkstæði fari að huga að
tækjabúnaði sínum.
Tækjobúnaður
Mesta athygli vekur vél ein,
sem er eins konar radar fyrir
gangverk hifreiða. Þegar hún hef-
ur verið réttilega tengd við bif-
reiðina má af vélinni lesa, í
hvernig lagi einstakir hlutar raf-
kerfis eða gangverksins yfirleitt
eru og bilun er auðfundin, sé um
hana að ræða. En flestir þekkja,
hversu langa leit getur kostað að
finna bilun, þar sem ekki eru önn-
ur tæki til staðar en eyra viðgerð-
armanns og handverkfæri.
Þá eru mælitæki fyrir stýris-
gang, hjól, öxla, millibil, grind.
Tæki er til að finna skekkju á
þyngdarpunkti hjóla, tæki til að
mæla nýtingu brennsluefnis o. fl.
Leitarstöðvar þessar þyrftu að
vera á hverju verkstæði og verða
vonandi áður langt líður.
Þá er það nýjung hér, að settur
hefur verið upp e.k. veltistóll fyrir
smærri bifreiðar, þar sem hægt er
að vinna við undirvagn án þess að
skríða í gólfinu, eins og yfirleitt
tíðkast. Loks er vert að nefna
þvottavél til að sápuþvo jafnt
verkstæðið sjálft sem bíla í heilu
lagi eða einstaka hluta þeirra.
Allt er verkstæðið mjög þrifa-
legt og þannig frágengið, að auð-
velt verði að halda því hreinu,
þótt mikil óhreinindi berist inn,
svo sem jafnan verður á slíkum
verkstæðum.
Baugur h.f.
Eigandi bílaverkstæðisins Baugs
er samnefnt hlutafélag, sem stofn-
að var 19. ágúst s.l., en hluthafar
eru þessir, sem allir vinna á verk-
stæðinu: Birgir Stefánsson, Odd-
eyrargötu 26, Hörður Adolfsson,
Melgerði, Jósef Kristj ánsson, Við-
arholti, Sigurður Bárðarson,
Grenivöllum 30 og Þorsteinn Jóns-
son, Grenivöllum 26. Er Hörður
framkvæmdastjóri, en Þorsteinn
verkstæðisformaður.
Símar fyrirtækisins eru 2875 og
2876.
(Framhald á 8. síSu.)
Husiíkin&far 1678
Húsavík í morgun.
Óvenjugóðar gæftir hafa verið
hér allt frá áramótum og róið
hvern dag, þar til í dag, að land-
lega er. Afli hefur verið allt upp í
5Yz tonn í róðri. Fyrri helming
mánaðarins, eða frá 1. til 15. janú-
ar tók Fiskiðjusamlagið á móti
230 tonnum fiskjar frá bátunum.
Lokið er við að setja jarðborinn
upp á Höfðanum, og borun eftir
heita vatninu hefst um helgina.
Talið er víst, að árangur verði
góður.
Samkvæmt síðustu manntals-
skýrslum var íbúatala kaupstaðar-
ins 1. des. s.l. 1678 og hafði fjölg-
að um 94 miðað við næsta ár á
undan. Fjölgunin kallar á aukið
húsnæði, og margir hafa í hyggju
að hefja byggingar íbúðarhúsa
með vorinu.
Mislingar ganga nú víða um
sveitir, sérstaklega hefur mikið
borið á þeim í Lj ósavatnshreppi.
Þeir virðast hafa breiðzt ört út í
sambandi við samkomur um hátíð-
arnar, jól og áramót.
Fært er um allt hérað hverju
farartæki eins og á sumardegi
væri.
HEYRT
Á GÖTUNNI
AÐ Framsókn birti framboðslista
sinn i kjördæminu í næstu viku
og efstu sætin skipi: Karl
Kristjónsson, Gísli Guðmunds-
son, Ingvar Gislason, Hjörtur
E. Þórarinsson.
AÐ Halldór Blöndal, blaðamaður
við Mogga, muni senn koma
til Akureyrar og gerast ritstjóri
við Islending.
AÐ enn sé tíðinda von í sjoppu-
mólinu, íhaldið hafi sett J.
Frím. tvo kosti: annaðhvort
opnun gluggahlera eða lokun
hjó Þórshamri.
Eigendur Baugs hf.:
Fró Vinstri: Hörð-
ur, Birgir, Jósef,
Þorsteinn, Sigurð-
ur.
Eining samlwkh someiningu
Verkakvennafélogið Eining hélt aðalfund sinn s.l. sunnudag. Þar
vor einum rómi samþykkt samhljóða tillogo og samþykkt var fyrir
nokkru ó oðalfundi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar um
someiningu þessara tveggja félaga.
Formoður Verkakvennafélagsins Einingar er nú frú Margrét Magn-
ósdóttir, en stjórnarkjör fór ekki fram ó þessum aðalfundi, þor sem
9ert er róð fyrir, að umædd someining félaganna komist í fram-
hvoomd ó næstu vikum.
Eélagar í Einingu eru nú 245. Rekstrarhagnaður félagsins ó siðasta
®r'< allir sjóðir meðtaldir, varð kr. 46.436.12, en bókfærðar eignir í
^fslok 213 þúsund kr.
AÐALFU N D U R
Sjálfsbjargar, félags fatlaðra a
Akureyri, var haldinn s.l. sunnu-
dag. Formaður félagsins var kjör-
inn Sigvaldi Sigurðsson rakari, en
aðrir í stjórn eru: Magnús Krist-
insson, ritari, Hermann Larsen,
gjaldkeri, Líney Helgadóttir og
Heiðrún Steingrímsdóttir. Yara-
formaður er Adolf Ingimarsson.
Félagið hefur nú í byggingu all-
mikla viðbót við hús sitt, Bjarg
við Hvannavelli, og eiga þar að
koma vinnusalir fyrir væntanlegar
vinnustofur fatlaðs fólks á Akur-
eyri.
Verkamaðurinn
Myndin var tekin 13. janúar, er íþróttafélagið Þór efndi til hótiðar ó Glerór-
eyrum. Konungur ólfa og drottning sitja i hósæti sínu. í hlutverkunum eru
Eiríkur Stefónsson og Erla Hólmsteinsdóttir.
Fimm prósent kauphœkkun
Svo sem skýrt var frá í síðasta blaði hafa að undanförnu staðið yfir
samningaviðræður milli nokkurra verkalýðsfélaga á Akureyri og
atvinnurekenda.
S.l. laugardag náðist samkomulag um það milli samninganefnda, að
frá og með mánudeginum í þessari viku skyldu allir kauptaxtar við-
komandi félaga hækka um 5 prósent og sú hækkun vera í gildi þar til
annað yrði ákveðið.
Samningar félaganna eru eftir sem áður lausir og þetta samkomu-
lag ekki bundið til neins ákveðins tíma. Samningaviðræðum aðila
verður því haldið áfram síðar, en ekki ákveðið að svo stöddu hvenær
fundir hefjast á ný.
Framangreind kauphækkun er ekki bundin með neinum skriflegum
samningi, heldur er aðeins um að ræða munnlegt samkomulag.
Þau félög, sem hér eiga hlut að máli og fengið hafa áður greinda
hækkun á kauptaxta sína til bráðabirgða eru: Verkamannafélag Akur-
eyrarkaupstaðar, Verkakvennafélagið Eining, Iðja, félag verksmiðju-
fólks, Bílstjórafélag Akureyrar og Félag verzlunar- og skrifstofufólks.