Verkamaðurinn - 25.01.1963, Qupperneq 2
♦ .............. ..-♦
Á sjónskífunni
Happdrætti
Maður gæti haldið á stundum,
að happdrætti væri einn höfuð-
atvinnuvegur þjóðarinnar. Það
eru ekki aðeins hin föstu happ-
drætti stórra félagasamtaka, sem
njóta ríkisvemdar, eru t. d. skatt-
frjáls, heldur er happdrætti eitt
höfuð-fj áraflaplan margs konar
minni eininga, þar á meðal póli-
tískra flokka og blaða þeirra.
Ég er ekkert að hafa á móti
happdrætti, út af fyrir sig, kann-
ske borgar sig að leggja út nokk-
urt fé, til þess að hafa til einhvers
að hlakka. Og vissulega er alltaf
von um „stóra“ vinninginn. En
þetta er alltaf óviss fjárfesti/ig, og
undarlega margir hafa þá sögu að
segja, að þeirra númer, kannski
mörg í röð, komi ekki upp árum
saman. Aðrir segja frá „happa-
miðum“, sem vinnist á mánuð
eftir mánuð. Hvernig stendur á
þessu? spyrja menn. Rótast ekki
nógu vel upp í kössunum? Fer
þetta ekki allt hundrað prósent
heiðarlega fram?
Ég legg engan dóm á þetta
spursmál og kenni tilviljan og
persónulegri heppni um hverjir
fá vinning og hvað oft. En vegna
þrálátra fyrirspurna manna um
þetta árum saman: Aj hverju
koma mín númer aldrei upp? Þá
----------------------♦
myndi ég beina því til forráða-
manna stóru happdrættanna, að
segja rækilega frá öllu viðvíkjandi
framkvæmd þeirrar áhrifamiklu
athafnar, þegar dregið er um fj ár-
hagslega hamingju miðaeigenda.
Getur verið nokkur hætta á, að
númer eins eða annars botnfalli
og komi því ekki upp í þúsund ár?
Og svo vil ég vekja athygli
þeirra, sem eiga miða í síðasta
happdrætti Þjóðviljans á, að lesa
vinningaskýrsluna, sem birt er á
öðrum stað í blaðinu og bera
númerin saman við miða sína.
Vinningarnir hafa ekki allir verið
sóttir.
Slysafréttir
Það setur að manni ugg og ótta
í hvert sinn er fréttir nálgast í
útvarpi eða þegar maður opnar
blað. Stórtjón og slysfarir eru svo
yfirgnæfandi í fréttum bæði inn-
og erlendum, að undrun og skelf-
ingu vekur. Manni liggur við að
spyrja: Gerist aldrei neitt nema
illt?
Stórbrunar á veiðarfærum,
frystihúsum og öðru, er að útgerð
Iýtur, hefur oft verið mjög áber-
andi, jafnvel skipin brenna í stór-
um stíl. Að ég nú ekki tali um,
hvað bátum hefur gengið hörmu-
lega að halda sig ofansjávar s.l.
ár. Skaði á skipshöfn togarans
Röðuls, er alveg með því átakan- —
legasta nú um stundir og þarf ekki
útskýringa við hvers vegna.
Af brunum er nú áberandi
meira í sveitum landsins en fyrr.
Er skemmst að minnast stórbrun-
ans á Melum í Fnjóskadal, þar
sem 9 kýr farast í eldi og heilsu-
hilað fólk missir í einu vetfangi
aleigu sína.
Verkamaðurinn vill leyfa sér
að benda á tilkynningar fulltrúa-
ráðs verkalýösfélaganna og Sjálfs-
bjargar á Akureyri um fjársöfnun
handa þessu allslausa fólki. Þær
birtast hér í Kringsjánni í dag.
Verkamaðurinn veitir með ánægju
viðtöku fé í þessa söfnun og hvetur
þá, sem enn hefur verið hlíft við
því að komast í slysafréttir til að
leggja sitt af mörkum. Lands-
byggðin dreifða er ávallt kjölfesta
bæjarbúanna, bæði í andlegum
og efnalegum skilningi.
Auglýsið
í Verkamanninum.
ORÐSENDING
frá Framtalsnefnd Akureyrar.
Athygli framteljenda á Akureyri er hér með vakin á því,
að framtalsskýrslur þurfa að hafa borizt Skattstofunni, Strand-
götu 1 (Landsbankahúsinu) 3. hæð, fyrir lok framtalsfrests,
ella verða tekjur áœtlaðar.
Tekjuáætlun er miðuð við 25% álag á framtaldar nettó-
tekjur.
Framtalsfrestur einstaklinga er til 1. febrúar.
Framtalsfrestur atvinnurekenda er til 1. marz.
Sérstök athygli er vakin á því, að launamiöar, sem Skatt-
stofunni berast, eru ekki framtöl.
Framtalsnefnd Akureyrar.
^AMSKEIÐ
Námskeið í Ijósmyndagerð hefst í þessum mánuði. Leið-
beinandi verður Hermann Ingimarsson.
Upplýsingar í síma 2512 eftir kl. 6. Námskeiösgjald verður
kr. 50.00.
Námskeið í flugmódelsmíði hefst í þessum mánuði. Kennari
verður Dúi Eðvaldsson. Innritun fer fram í Varðborg eða í
síma 2600 kl. 5—7. Námskeiðsgjald er kr. 50.00.
Námskeið þessi eru auglýst í samráði við Æskulýðsráð.
Æskulýðsheimili templara.
Prentum
BÆKUR
BLÖÐ
TÍMARIT
Hvers konor
SMÁPRENT
LITPRENTUN
Prentsmiðja
Björns Jónssonar h.f.
Simi 1024.
Verzlið
¥eljið
vörurnar
sjálf.
Kjörbiíðir
KEi
í eigin búðum
1963
2) — Verkamaðurinn
Föstudagur 25. jonúor