Verkamaðurinn - 25.01.1963, Page 7
SKRJÁF
í SKRÆÐUM
L=-
Helför Jóns i Keldunesi.
Hinn 20.—21. ágúst árið 1700,
kom aftaka hríð á Norðurlandi og
setti þá niður svo mikinn snjó á
fjallvegum og í afdölum að eng-
inn mundi þvílíkan nema um
vetur. Sérstaklega urðu þó fanna-
lög mikil í Þingeyjarsýslum, og þar,
eða á Húsavík urðu miklir skaðar
á bátum og skipum, og segir í
einni heimild, að 90 sjóskip brotn-
uðu í spón.
Um þessar mundir bjó að Keldu-
nesi í Kelduhverfi Jón Arnason,
Björnssonar, ásamt konu og nokk-
uð uppkomnum börnum. Eitt
barna þeirra hjóna var Oddný
móðir Skúla landfógeta. Sonur
þeirra einn, Gunnar að nafni, þá
ungfullorðinn, tók um sumarið ein-
kennilega veiki með flogum og
óviti. Var álitið að illur andi hefði
tekið sér bólfestu í honum, eða
galdri væri um að kenna. Fátt var
um læknisróð og dugðu þau lítt,
sem reynd voru.
Þá bjó að Skógum í Fnjóska-
dal Indriði Pétursson. Hann var
talinn læknir góður og ráðsnjall.
Sagt er að kona Jóns í Keldunesi
hafi lengi nauðað á manni sínum,
að vitja Indriða og fá ráð hjá hon-
um við sjúkdómi drengsins, en Jón
jafnan svarað því til að það yrði
sín síðasta ferð, ef farin væri.
Þó kom þar, að Jón býst á fund
Indriða og ríður vestur að Skóg-
um. Varð það úr að Indriði fór
tneð honum austur til að athuga
sjúklinginn. Þeir lögðu upp i þá
ferð hinn 20. ágúst og unglings-
piltur í fylgd með þeim, sem ekki
er nafngreindur. Þeir voru allir
velríðandi og bændurnir taldir
hraustleikamenn. En þegar þeir
eru komnir upp á Reykjaheiði,
skellur óveðrið á þá með fádæma
veðurhæð og fannkyngi. Varð
strax þungt fyrir fæti og illt að
rata, enda veðrið beint í fang
þeim. Þegar þeir voru komnir
austur á heiðina, þar sem heita
Höfuðreiðar, villtust þeir eða
hrakti af leið og lentu suður í
hraunið. Þá var veðurhæðin slík
að þeir réðu sér ekki og hestarnir
komust ekki áfram fyrir ófærð.
Létu þeir þar fyrirberast um hrlð
og grófu drenginn I fönn, því hann
var þá örmagna af þreytu og
kulda. Jón var einnig mjög dasað-
ur og miður sín. Dokuðu þeir þarna
við nokkra stund, en þá vildi Ind-
riði freista þess að halda áfram.
Jón latti þess og sagði þetta vera
kyngiveður og honum ekki ætluð
lengri ferð. Indriði reyndi á allan
hátt að telja kjark I hann og hjálpa
honum á hestinn, en Jón var þá
svo máttfarinn að hann gat naum-
ast staðið óstuddur. Þó tókst Ind-
riða að reisa hann upp við hest-
inn, kom öðrum fæti hans I ístaðið
og bað hann reyna að vega sig
upp. Sjálfur hélt hann I stigreipið
hinum megin, til þess að hnakk-
urinn snaraðist ekki. En þegar Jón
ætlaði að vega sig upp, steig hann
niður úr ístaðinu og féll til jarðar.
Indriði lét hann reyna öðru sinni
og sneri klárnum við, en er til
átaka kom, fór á sömu leið, il-
járnið brotnaði og Jón féll aftur
yfir sig. Varð þá laus handfylli
hans úr faxi hestsins. Eftir þetta
var Jóni öllum lokið og fól hann
sig guði á vald, bað Indriða að
reyna að komast til byggða með
drenginn og skyldu þeir halda
vestur af, niður í Aðaldal, því það
væri styttri leið.
,,Segið Bergþóri bróður mlnum
(Hann bjó I Haga.) að sækja lík-
ama minn hingað á morgun, þvi
þá mun ég sofnaður, flytja hann
til Múla og jarða hann þar."
Indriði skildi svo við hann
þarna, en tók áður staf hans eða
atgeir, eins og annálar segja, og
stakk honum niður við háan
hraunklett til að auðkenna stað-
inn. Síðan gróf hann piltinn úr
fönninni og þeir héldu vestur af.
Náðu þeir að lokum I Klömbrusei,
sem þá var óbyggt, skriðu þar inn
I kofa og biðu morguns. Þá slot-
aði veðrinu skyndilega og náðu
þeir þá niður I Aðaldal, mjög þrek-
aðir og langt leiddir, en ókalnir.
Var svo gerð leit að Jóni og fannst
hann eftir tilvlsan Indriða og at-
geirsins, en var þá látinn. Sagt er
að tveggja metra djúpur snjór væri
þá ofan á líkinu og gefur það
nokkra hugmynd um fannfergið.
Lik Jóns var flutt að Múla og
greftrað þar, eins og hann hafði
fyrir mælt.
ORÐSENDING
frá Iðju, félagi verksmiðjufólks, Akureyri
Samkvæmt samningum Iðju, við vinnuveitendur, ber að láta
fara fram læknisskoðun á starfsfólki verksmiðjanna í febrúar-
tnánuði. Er hér með skorað á hlutaðeigendur, að sjá um að
læknisskoðun verði framkvæmd á tilsettum tíma. Enn fremur
skal það fram tekið, að óheimilt er að hefja starf í verksmiðj-
unum án undangenginnar berklaskoðunar.
Stjórn Iðju.
NÝKOMIÐ
Fronskir KVENSKÓR
5 teg, með lágum hæl, á kr. 545.00 til 585.00.
Franskir KARLMANNASKÓR
4 teg. —- á kr. 340.00 til kr. 362.00.
Franskir DRENGJASKÓR
4 teg. — á kr. 280.00 til kr. 298.00.
UNGBARNASKÓR
4 teg. — með linum sóla, á kr. 75.00 til 124.00.
Tékkneskir KVENKULDASKÓR úr gúmi
Tékkneskir KARLMANNAKULDASKÓR,
— allar stærðir —
Tékkneskar SNJÓBOMSUR,
— allar stærðir —
Tékkneskar LÁGAR SKÓHLÍFAR
frá nr. 39 til 45
UD9RVÖRQR H.F.
Strandgötu 5 — Sími 2794.
KflUPTAXTAR
Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar,
Verkakvennafélagsins Einingar og
Bílstjórafélags Akureyrar
hafa verið prentaðir og fóst í
SKRIFSTOFU VERKALÝÐSFÉLAGANNA
Strandgötu 7.
UTSALAN
er í fullum gangi.
KÁPU R O G HATTAR
Enn er hægt að gera góð kaup á kjólum, kjóla-
efnum, drögtum, morgunsloppum, buxum o. fl.
Verzlun B. Laxdal.
Kringsjó
vikunnar
Akureyrarkirkja. Æskulýðsmessa
verður n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Minnzt
verður starfsins fyrir æskulýðinn í bæn-
um. Þess er óskað að fermingarbörn
n.k. vor og foreldrar þeirra komi í
messuna. Sálmar: 18, 372, 647, 304 og
648. — Sóknarprestur.
Frá Sálarrannsóknafélaginu á Akur-
eyri. Fundur verður haldinn að „Bjargi“
þriðjudaginn 29. jan. kl. 8.30. Flutt
verða tvö erindi: 1. Sálarrannsóknirnar
og kirkjan (Sr. Benjamín Kristjánsson).
2. Hlutverk sálarrannsóknarfélaganna
og horfur (Aðalbjörg Sigurðardóttir).
Umræður á eftir erindunum. Stjórnin.
Söfnun til Kristrúnar á Melum. Sjálfs-
björg á Akureyri hefur ákveðið að beita
sér fyrir fjársöfnun til fötluðu konunn-
ar, Kristrúnar Guðmundsdóttur frá
Melum í Fnjóskadal. Tekið á móti gjöf-
um á afgreiðslu verkamannsins. Einnig
tekur Hermann Larsen Efnaverksmiðj-
unni Sjöfn á móti gjöfum og Sigvaldi
Sigurðsson rakari.
Frá ÆskulýSsheimili Templara. Bóka-
útlán úr Bamabókasafni I.O.G.T. fara
fram í Varðborg á miðvikudögum kl.
5—7. Á öðrum stað f blaðinu eru aug-
lýst námskeið í jlugmódelsmíði og
Ijósmyndagerð. Námskeið í föndri fyrir
börn er að hefjast. Fullskipað. Kennari
er Indriði Ulfsson.
Frá Sjálfsbjörg. Þorrablótið verður
að Bjargi laugardaginn 2. febr. n.k. og
hefst kl. 20.00. Áskriftalistar liggja
frammi í Véla- og raftækjasölunni h.f.
til miðvikudagskvölds 30. þ.m. Stjórnin.
Fjársöfnun. Stjórn Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna á Akureyri, hefur
ákveðið að gangast fyrir almennri fjár-
söfnun í bænum, til styrktar fólkinu á
Melum í Fnjóskadal sem missti aleigu
sína í eldsvoða nú nýverið. Mun Verka-
maðurinn fúslega veita gjöfum móttöku.
Ennfremur Skrifstofa verkalýðsfélag-
anna og skrifstofa Iðju.
Menningar- og friðarsamtók íslenzkra
kvenna — Akureyrardeild — heldur
aðalfund sinn miðvikudaginn 30. þ. m.
kl. 8.30 að Hótel K.E.A. (rótarysal).
Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundar-
störf. 2. Erindi K. f. D. um bækur.
3. Onnur mál. 4. Sameiginleg kaffi-
drykkja. — Stjórnin.
HAPPDRÆTTI
ÞJÓÐVILJANS
50088 — Land-Rover eða bif-
reið eftir eigin vali.
7557 — Góðhestur með hnakk
og beizli.
61833 — Sófasett fró Hús-
gagnaverzlun Austurbæjar.
45987 — Normcndé segul-
Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista-
félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu-
bandalagsins í Norðurlandskjördæmi
eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku-
götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og
Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. —
Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. ■— Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. ■—
Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri.
Verkamaðurinn
bandstæki.
8335 — Normende útvarps-
tæki.
53122 — sama.
70704 — sama.
70531 —Normende ferðatæki.
41644 — sama.
F°sfudagur 25. janúar 1963
Verkamaðurinn — (7