Verkamaðurinn - 15.03.1963, Síða 4
- BOMBA NUMER EITT -
Hámenningarpólitík kanversku
íslendinganna er í smávegis
kreppu. Það líður nú óðum að
alþingiskosningum. Viðreisnar-
stjórninni er órótt: hana vantar
stórhugsjón til að breiða yfir
verðbólguskrímslið sitt frammi
fyrir augliti háttvirtra kjósenda.
Én það er engin stórhugsjón til
lengur nema ameríski herinn —
og vænghaf hvíta fálkans á vell-
inum og í sjálfstæðishúsinu er
nú eins og við vitum.
En þá eru það blessaðir rúss-
arnir. Þeir eru þó alla daga til
taks ef vestrænu hugsjónirnar
klikka. Þeir hafa löngum skaff-
að kanverjum gamla fróns dá-
indis vænar kosningabombur
þegar í nauðirnar hefur rekið.
Ég held maður muni þá tíð þeg-
ar félagi Nikíta gerði stalínper-
sónuna miklu að einni allsherjar
sorptunnu og fjörutíu ára
moggalygi var þar með orðin
pravda.
Enda virðast rússarnir ekki
ætla að bregðast fremur en fyrri
daginn. Allt í einu kemur upp
úr kafinu að tveir gerzkir levar
hafa árum saman staðið í makki
við fyrrverandi dagsbrúnar-
stjórnarmeðlim og núverandi
borgarverkfræðirigsskrifstofu-
mann viðvíkjandi nánari fregn-
um af hámenriingu kana á ís-
landi. Samstundis er borgarlög-
reglan ræst og henni sigað út
um holt og móa í kola þreifandi
rriyrkri, nema hvað þeirri leyni-
legu er troðið niður í afturhlut-
ann á borgarverkfræðingsskrif-
stofumannsbifreiðinni. Þannig
eru levarnir nappaðir og fyrir-
sagnaletur moggans hækkar í
þeim mæli að Esjan, Skarðs-
heiði og Akrafjall verða eins og
dulitlar hundaþúfur við lausleg-
an samanburð. Sem sagt: fyrsta
rússneska kosningabomban er
sprungin og fólk veit ekki sitt
rjúkandi ráð. Sumir biðja je og
guð að hjálpa sér — aðrir vilja
gera Ragnar nokkurn Gunnars-
son að forseta ~ Islands með
sama. En á sextugasta degi þessa
árs, kl. 8.17, hypja þeir aust-
rænu sig upp í flygildi áleiðis
til síns heima og hinni kan-
versku stórhugsjón á íslandi er
borgið í bili.
En hver veit hvar og hvenær
næsta bomba springur? Og hver
veit hvort nokkur fyrrverandi
dagsbrúnarstj órnarmeðlimur
verður þá við höndina til að
bj arga ?
Þessi dramatíska njósnahist-
oría sýnir í skörpu ljósi hvílík-
an endemis skrípaleik erlend
herseta í landi smáþjóðar getur
af sér leitt. Hver maður veit að
allar hernaðarþjóðir spenna
þrautþjálfuð njósnakerfi sín vítt
um lönd — og eins hitt að ame-
rískar njósnir eru hetjudáðir,
en rússneskar njósnir ódæðis-
verk. Hvað sení því Krúsjeff
karlinn kann að segja, er það
eins víst og dagur fylgir nóttu,
að á meðan amerískur her dvel-
ur á voru landi, íslandi, eigum
við rússneskar njósnir yfir
höfði okkar — og meira að
segja rússneskar eldflaugar ef í
odda skerst. Það er því hverju
barni ljóst að ef mogginn og
hans dót vill losna við slíkar
njósnir oþ; slíkar flaugar, þá
kemur fyrir lítið að skipa tveim
gerzkum levum að snauta heim
til sín, heldur er það ameríski
herinn sem reka verður burt af
landinu. Þegar það hefur verið
gert má telja nokkurnveginn ör-
uggt að skrifstofuhald borgar-
verkfræðingsins megi þróast í
friði.
Það var sem sé alls ekki „ör-
yggi íslenzka ríkisins", sem rúss-
arnir tveir voru að frýnast í,
heldur hernaðarleyndarmál er-
lends kj arnorkustórveldis, sem
keypt hefur ísland fyrir bæki-
stöð í stríðsundirbúningi gegn
Ráðstjórnarríkjunum. Okkar
eina hugsanlega -öryggi, hern-
aðarlegt hlutleysi, er sem sagt
orðið uppselt peð í tafli, sem
enginn getur sagt hvernig end-
ar. Og- með köldu blóði halda
kanverjarnir áfram að telja ís-
lenzku fólki trú um að þetta sé
þess eina vörn. Til þess að við-
halda stríðsgróðabrjálæðinu er
líf þess gert að einu fyrsta skot-
marki rússa, ef hörmungin mikla
skyldi dynja yfir. Og það er
reynt að slá það svo algerri
blindu, að það sjái ekki í gegn-
um þennan glæpsamlega svika-
vef. í glórulausu myrkri á það
að skríða fyrir kanana út um
holt og móa ellegar að hnipra
sig saman í bíltíkum handlang-
aranna í þeirri trú að með því
sé það að þjóna íslenzkum mál-
stað. Hvílík þó ofboðsleg tilætl-
unarsemi!
En meðal annarra orða:
hvernig stendur á því, að svo
lítt skuli bóla á amerískum
njósnum hér á íslandi? Eru
kanarnir kannski eftirbátar
rússanna í einum meginþætti
stríðsvísindanna? 0, sei, sei nei
— þeir hafa þar marga hetju-
dáðina drýgt víðsvegar um
heim. En þannig er mál með
vexti, að hér þurfa þeir ekki að
njósna um neitt. Svo vel vill til
að hér er enginn rússneskur her.
En sjálfir eru þeir innstu kopp-
ar í búri íslenzka ríkisins — og
í'þá koppa spræna kanverjar
gamla fróns öllum sínum hug-
sjónum og hjartans málum. Hér
er því næsta lítið að gera, nema
þá helzt að krota okkur, þessi
vesælu kommaskinn, upp á blað
og sporna við því að við útbíum
guðseigiðland með okkar skít-
ugu moskvuskóm. Og svo nátt-
úrlega að passa upp á það að
við snjósnum ekki um „öryggi
íslenzka ríkisins“.
En ef einhver gerzkur lev
kæmi til mín og vildi fá upplýs-
ingar um völlinn og allt þetta
djöfulsins ameríska drasl hérna
á sögueyjunni, þá myndi ég óð-
ara segja við hann: Æ, bless-
aður talaðu heldur við Rjarna
okkar Ren eða Guðmund í —
þeir eru brandsjúrir á allt svona
lagað hobbí og þekkja öryggis-
ventilinn góða svo miklu, miklu
betur en ég. Biddu þá um lóran-
mynd. Biddu þá um strætis-
vagnsstjóra. En bjóddu samt
ekki rúblur, jafnvel ekki fjögur
þúsund viðreisnarkalla. Hér er
það dollarinn sem gildir.
Þannig gætu vorir elskulegu
rússar skaffað mogganum
bombu númer tvö, hvernig sem
nú færi þá með fyrirsagnaletrið.
(Ath. Grein þessi birtist upp-
haflega í Þjóðviljanum 7. þ. m.)
Eftir Johannes úr Kötluni
Að menn lifi
Allt frá fyrstu dögum mann-
kynsins hefur þetta verið höfuð
vandamálið:
Að lifa saman eins og menn,
en ekki eins og villdýr í frum-
skógi.
Ættflokkar börðust, þjóð-
flokkar börðust. Jafnvel fjöl-
skyldur gátu ekki setið á sátts-
höfði. íslenzkt bændasamfélag
gat ekki heldur siglt framhjá
þessum skerjum. Við lágum í
Sturlunga-slögum, landamæra-
þrætum og sifjaþrasi. Öll mann-
kynssagan er ein látlaus kapí-
tulaskipti af styrjöldum.
Maður hefði haldið, að krist-
in trú hér á vesturlöndum
hefði eitthvað slegið á þessa
dýrslegu báráttu, en svo
varð ekki. Nýjar og háskalegar
styrjaldir voru einmitt háðar í
nafni hennar, þótti jafnvel hin
helzta dyggð að útbreiða kær-
leiksboðskapinn með sverði.
Enn er þetta stærsta vanda-
málið, að við getum lifað sam-
an eins og mönnum en ekki villi-
dýrum sæmir.
Fátt bendir nú til, að mönnum
takist að umflýja sína eigin tor-
tímingu. Ástæðan er æ hin
sama: Hver og einn girnist meir
en honum ber. Ekkert hefur
breytzt. Yfirráðaþráin yfir lend-
um, auð og sálum er hin sama,
aðeins er það, að tæknin hefur
nú náð það langt, að nú eru lík-
ur á, að það megi takast, sem
aidrei hefur unnist, að útþurrka
þetta vesæla mannlíf af jörðinni
í eitt skipti fyrir allt.
Menn festa nú aðallega augun
á „Austri og Vestri“, þó eru
það ekki ólík hagkerfi, sem ótt-
ast ber. Veilan liggur í mannin-
um sjálfum. Ekki þó eðli hans,
heldur áunnum eiginleikum.
Það er markvisst unnið að því
að tendra upp í nútímamannin-
um þá hugsun, að einn höfuð
eiginleiki hans sé eigingirni,
höfuðdyggð hans að þjóna þess-
um eiginleika.
Sönnun þessa er, að vinsæl-
ustu æfintýri nútímans fjalla
um einhvern „Fordinn", þ. e.
endurbætt útgáfa af karlssynin-
um í Garðshorninu. Þeim fá-
tæka, ættlausa eiristaklingi, sem
rífur sig áfram og upp, á ann-
arra herðum, til auðs og mann-
forráða. Þetta á a. m. k. við í
hinum vestræna heimi. Það er
t. d. sagt, að Vestur-íslendingur
stolti sig af því, að hafa fljót-
lega getað losað sig við skófluna
og hakann í hendur sér óverð-
ugri þjóðflokkka. Þessi hugsjón
er nú komin hingað heim, nema
hér eru engir „óæðri þjóðflokk-
ar“, aðeins metnaðarminni ein-
staklingar.
En það er yfirleitt ékki litið
hátt á þá, sem vinna undirstöðu-
störfin í þjóðfélaginu. Þeir
einir teljast miklir, sem geta
komið skóflunni af sér, en hirt
þó arðinn af striti þess er henni
stingur. Af slíkum hvötum
myndast ein kunnasta ófriðar-
ástæðan, stéttabaráttan.
Undirrót allra sambúðarvand-
ræða manna er óraunhæft mat
á sannri hamingju. Allir bera
óræða þrá í brjósti. Flestir
halda, að hún standi til ein-
hverrar jarðneskrar Paradísar,
einhverskonar peningaveraldar,
þar sem viðkomandi einstakling-
ur sé oddviti.
Hér er um ótvíræðan mis-
skilning að ræða. Hin raunveru-
lega þrá mannsins er ekki bund-
in „veraldlegum gæðum“, held-
ur gæðum af allt öðrum toga.
En þráin, sem er göfug að eðli,
leiðir okkur einlægt að verstu
sorakeldunum. Auður, völd og
eiturnautnir. Allt eru þetta fölsk
uppfylling drauma, sem maður-
inn getur ekki ráðið. Drauma,
sem þó eru jákvæðir.
Orsök þessarar villu er m. a.
rangtúlkuð trúarbrögð, skakkt
uppeldi og langræktuð tízka.
Ein afleiðingin er dýrkun okkar
á „hetjunni“, þar í liggur mikill
misskilningur og háski. Því,
hver er stór? Ekki sá ríki, ekki
sá sterki, ekki sá er sölsar undir
sig völd.
Nei, sá einn er stór, sem kann
rétt mat á stöðu sinni í mann-
saman
legu þjóðfélagi. Skynjar sig sem
hlekk í allsherjar einingu þjóð-
arinnar. Og — ætlar sér hvorki
stærri né minni hlut en honum
ber. Ég legg áherzlu á síðára
atriðið, því krafa, innan hóflegs
ramma er skylda, sem eigi má
svíkjast undan og leiðir til
þroska. Sá, sem einkis krefst
fyrir sig er jafn sekur þeim, er
krefst alls.
Það er áberandi hversu marg-
ir íselndingar eru ofurseldir til-
finningunni um, að allt sé búið,
vonlaust. Heimurinn verði
sprengdur í loft upp. Yið þetta
sjónarmið sníðast svo athafnir
manna og viðbrögð: Ég vil lif®
í dag hina fyllstu lífsnautn. A
morgun er það of seint. Svo er
kropið að seyrunni, klórað 1
bakkann. En fyrsta skilyrðið til
uppfyllingar þessarar fölsku
þrár, er fjármagn. Einskis er
þess vegna svifist til að ná lykl-
inum að lífsnautninni, f j ármagn-
4) — Verkamaðurinn
Föstudagur 15. marx
1963