Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.05.1963, Síða 3

Verkamaðurinn - 19.05.1963, Síða 3
Hvað vilia margir fara um borð? Fyrir alþingiskosningarnar 1959 kom út bæklingurinn „Atökin um landhelgismálið“ eftir Magnús Kjartansson rit- stjóra. Þar var brugöið upp skýrri mynd af vinnubrögðum tveggja óvinsælustu stjórnmála- manna landsins í landhelgismáli íslendinga, þeirra Bjarna Bene- diktssonar og Guðmundar í. Guðmundssonar. Eftir að núverandi ríkisstjórn ákvað vegna annarlegrar þjónk- unar við NATO að hleypa Bret- um á ný inn í landhelgina og gera stórsigur íslands í landhelg- Honniba! Valdimarsson \ ismálinu undir farsælli forustu Lúðvíks Jósefssonar að engu, fór fram útvarpsumræða um málið. Þá komu að hljóðnemanum tveir íhaldsþingmenn utan af landi, þeir séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ og Jónas Pétursson á Skriðuklaustri, og sögðu báðir innfjálgum rómi, að við yrðum að fórna einhverju fyrir vest- rœna samvinnu. Síðan hamaðist Morgunblaðið í margar vikur og sagði landsfólkinu að Lúðvík Jósefsson væri vondur maður, sem ynni fyrir þá í Moskvu og heimskommúnismann. Sá atburður, sem nú hefur gerzt í samskiptum landhelgis- gæzlunnar við Breta mun vissu- lega leiða athygli almennings í landinu að því, hvernig íslenzk stjórnarvöld hafa haldið á mál- um fyrir okkar hönd, og um leið vaknar spurningin um það, hvað Gunnar í Glaumbæ og Jónas á Ski'iðuklaustri telja hæfilegt að fórna miklu, ef svo ógæfusam- lega færi, að sú ríkisstjórn, sem þeir styðja, fengi aðstöðu til að koma fram vilja sínum og fara með okkur um borð í risaskip Efnahagsbandalags Evrópu. Alþingiskosningarnar 9. júní n. k. skera úr um það, hvort ís- lendingar vilja heldur fylgja for- kólfum stjórnarflokkanna um borð í herskip Adenauers og de Gaulle eða vera áfram á sinni eigin kænu, eins og forfeður okkar hafa gert í þúsund ár og þolað bæði súrt og sætt, en kusu þó aldrei að gerast óaðskiljan- legur hluti Danaveldis. Það hefur áður skeð í Islands- sögunni, að óbreyttir erfiðis- menn í landinu hafa þurft að bera vit fyrir innlendum höfð- ingjum og svo mun enn fara. Kosningabandalag Alþýðu- bandalagsins og Þjóðvarnar- flokksins hefur vakið gremju í herbúðum hernámsflokkanna, eins og sjá má af blöðum þeirra. Hernámsandstæðingar! Vinstri menn! Við göngufn sameinaðir og sókndjarfir til orustu við her- námsstefnuna og hrekjum stríðs- menn NATO á undanhald í öll- um kjördæmum landsins. Haustið 1959, þegar kosið var í fyrsta skipti eftir núverandi kj ördæmaskipun, fékk Alþýðu- bandalagið kj ördæmakosna þing menn í 5 af 8 kjördæmum lands- ins. Nú setjum við markið hærra og keppum að því að fá kjör- dæmakosna þingmenn í öllum kjördæmum landsins. í höfuðstaðnum er Eðvarð Sigurðsson, formaður Dags brúnar, í þriðja sæti á lista A1 þýðubandalagsins. Áttundi mað ur á lista lhaldsins er stórat vinnurekandinn Sveinn í Héðni Þar mætast fulltrúi vinnuaflsins annars vegar og fulltrúi peninga valdsins hinsvegar. í öðru sæti á lista Alþýðuflokksins er mað urinn, sem valdi sér stöðu við hliðina á Pétri Sigurðssyni á 40 ára afmæli 1. maí-hátíða halda í Reykjavík. Ingi R. Helgason 1 Vesturlandskjördæmi sækir Ingi R. Helgason að ritstjóra Alþýðublaðsins, sem einnig er formaður útvarpsráðs. Fyrir nokkru hlaut Gröndal áminn- ingu frá húsbændum sínum, þar sem hinum var tj áð í ritstj órnar- grein í Morgunblaðinu, að betra væri fyrir Alþýðuflokkinn að fremja pólitíska kviðristu þegar í stað en að vera að rifja upp gömul stefnumál í Alþýðublað- inu. Eftir þetta vildi Gröndal sýna yfirboðurum sínum, að hann væri til einhvers brúklegur og gekk fram fyrir skjöldu í út- varpsráði til að koma í veg fyrir að rödd alþýðusamtakanna heyrðist í útvarpinu á hátíðis- degi verkamanna. í Vestfjarðakjördæmi vann Hannihal Valdimarsson stærri persónusigur en nokkur fram- hjóðandi á landinu í síðustu al- þingiskosningum, og skorti hann aðeins 23 atkvæði til að verða kj ördæmakosinn. Vestfirðingar munu trúlega ekki láta þessi 23 atkvæði vanta nú. í Norðurlandskjördæmi vestra er í framboði ungur glæsilegur fulltrúi æskunnar, Ragnar Arn- alds, sem staðið hefur framar- lega í samtökum hernámsand- stæðinga. Afi hans, Ari Arnalds fyrrv. sýslumaður, vann frægan og eftirminnilegan sigur í al- þingiskosningunum 1908, þegar kosið var um „uppkastið“, er hann ungur og þá óþekktur mað- ur fór í framboð í Strandasýslu og lagði að velli gamlan og rót- gróinn þingmann Strandamanna, Guðjón frá Ljúfustöðum. -— Vinstri menn í þessu kjördæmi ættu að íhuga, hvort Björn á Löngumýri verði nokkuð þarfur vinstri pólitík á Alþingi. Þeir á ritstjórnarskrifstofum Tímans myndu trúlega finna jarð- skjálftakipp frá þessum lands- hluta, ef Björn á Löngumýri fengi ámóta byltu og Guðjón á Ljúfustöðum forðum. Ragnar Arnolds Nú hefur Tíminn sent út neyð- arkall frá manni nokkrum í Svarfaðardal, sem kveðst vera mikill hernámsandstæðingur. Ekki skýrir sá góði maður frá því, hvernig á því stendur, að í sæti Garðars heitins bónda frá Rifkelsstöðum er ekki bóndinn og hernámsandstæðingurinn Hjörtur á Tjörn, heldur hægri maðurinn og hersetuvinurinn Ingvar Gíslason. Þessu ættu bændur og hernámsandstæðing- ar í Eyýafirði og öðrum sveitum Norðurlandskjördæmis eystra að svara með því að stuðla að kosningu hins merka og mæta manns Arnórs Sigurjónssonar, sem er annar maður á lista Al- Arnór Sigurjónsson þýðubandalagsins og hefur unn- ið bændastétt landsins meira gagn en Ingvar Gíslason. Á Austurlandi fá hinir fjöl- mörgu hersetuandstæðingar úr röðum framsóknarmanna tæki- fyri til að gera upp reikningana við Eystein Jónsson. Það gera þeir bezt með því að efla Alþýðu- bandalagið. Þá kynni svo að fara, að Eysteinn færi eftirleiðis meira að vilja kjósenda sinna. Sjómenn á Austfjörðum þekkja áreiðanlega störf Lúðvíks Jósefs- sonar fyrir íslenzkan sj ávarút- veg betur en kögursveinar þeir, sem nú ritstýra Morgunblaðinu. í Suðurlandskjördæmi hefur Karl Guðjónsson átt vaxandi vinsældum og fylgi að fagna. Hann er einn af dugmestu þing- niiönnum Alþýðubandalagsins. í Reykjaneskjördæmi fer Þjóðvarnarmaðurinn Gils Guð- mundsson til höfuðorustu gegn borg hernámsflokkanna á Mið- nesheiði, þar sem Framsóknar- þingmaðurinn Jón Skaftason stendur á varðbergi með þremur ráðherrum viðreisnarstj órnar- innar. Sú borg er íslenzku þjóð- inni framandi og ekki hluti af henni sjálfri. Það eru trúlega af- vegaleiddir þjóðmálaleiðtogar, sem hjálpað hafa til að byggja þá borg. Um borgarhlið hennar fara asnar gulli klyfjaðir. Eitir Halldór Þorgrímsson Kosningaskrifstofa Alpýðubandolagsins er í Verkaiýðshúsinu Strandgotu 7 Opin alla daga frá kl. 1-7 e. h. og kl. 8.30-10 á kvöldin. Föstudagur 17. mai 1963 Varkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.