Verkamaðurinn - 19.05.1963, Blaðsíða 8
Hjörtur'ekki ú ping
Verkamaðurinn
SAGT OG SKRIFAÐ
Þegar Brennu-Flosi flúði frá Al-
þingi til vígis í Almannagjá, stóð
Snorri goði þar fyrir honum meS
fylktu iiði. Flosi spurði, hvers
vegna sér væri varnað vígisins.
Snorri kvaðst ekki vera þess vald-
andi, heldur væru það menn í iiði
Flosa sjálfs. Snorri átti við það,
að þeir menn, er hefðu slæman
máistað og sekir væru við þjóð
sína og þjóðfélag, ættu ekki rétt
á að njóta vígis í Almannagjá á
flótta sínum af Alþingi.
Framsóknarflokkurinn getur
ekki unnið neinn stórsigur í kosn-
ingum að þessu sinni, gott, ef
hann tapar ekki. Þetta er ekki
vegna þess, að hann eigi ósigur
skihð í stríði sínu við „Viðreisn-
ar“-flokkana, heldur vegna þess,
að hann er tvískiptur og óheill í
baráttu sinni. Hann vill engar yf-
irlýsingar gefa um það, hvort
hann ætlar að vinna með „Við-
reisnar“-flokkunum eða til vinstri
eftir kosningar. Þetta er af tvennu:
hann er óheill og gerir sér ekki
von um meira en það að mega
mynda stjórn með „Sjálfstæðis“-
flokknum eftir kosningar, og fá
það, er hann kallar „stöðvunar-
vald“ í „Viðreisninni14 og um að-
ild að Efnahagsbandalaginu. I
herstöðvarmálinu hyggst hann
ekki gerar neinar kröfur á hend-
ur „Sjálfstæðis“-flokknum. —
Þetta vita „Sj álfstæðismenn" til
fullrar hlítar. Þeir segja að vísu,
að þeir taki alls ekki Eystein og
Hermann í stjórn, en hitt má hver
sem vill hjá þeim heyra, að þeir
geti vel hugsað sér að taka Olaf
Jóhannesson og Jón Skaftason.
Þeir myndu líka þiggja Ingvar
Gíslason, ef hann hefði traust
Framsóknarmanna, en því trúa
þeir, að þess njóti hann ekki, þó
að forframaður sé í Nató.
Þetta veldur því, að Þjóðvarn-
armenn greiða ekki veg Framsókn
arflokksins til vígis í Almannagjá
í kosningunum í vor. Þeir hafa
líka allt annað en góða reynslu af
Framsóknarflokknum. Fyrir kosn-
ingarnar 1959 beittist Framsókn-
arflokkurinn fyrir því á Alþingi,
að „hervarnar“-samningnum við
Bandaríkjamenn væri sagt upp og
fyrir það veittu margir þeirra
Framsóknarflokknum stuðning í
þeim kosningum. Eftir kosning-
arnar þá fól Framsóknarflokkur-
inn Guðmundi I. utanríkismálin
♦-----------------------------<»
VÍSA VIKUNNAR
Þeir hafo lótið nótt sem nam,
nú er dýr hver skúti.
Viðreisnar í veðraham
verður margur úti.
K. S.
4-----------------------------4
til að ómerkja uppsögn „hervarn-
ar“-samningsins og gera hana að
engu. Framsóknarflokkurinn hef-
ur reynt að láta svo sýnast, að
hann vildi þvo hendur sínar af
þessu, en hann hefur ekki svo mik-
ið sem reynt að þvo þær, er til al-
vörunnar hefur komið, enda ber
hann ábyrgð á hvoru tveggja ráð-
herravaldi Guðmundar í í utan-
ríkismálum og stefnu þeirri, er
hann hefur haldið. Enn er Fram-
sóknarflokkurinn sama sinnis í
herstöðvarmálinu. Um það ber
samþykkt hans á nýloknu flokks-
þingi ótvírætt vitni.
„I samræmi við þá stefnu, sem
lýst var yfir, þegar varnarsamn-
ingurinn var gerður, vill Fram-
sóknarflokkurinn vinna að því, að
varnarliðið hverfi úr landi, svo
fljótt sem auðið er, og leggur
jafnframt á það áherzlu, að það
er á valdi íslendinga sjálfra, hvort
hér dvelur varnarlið og hvernig
vörnum landsins er fyrir komið“.
í samþykkt þessari hljómar
fyrst bergmálið af blekkingum
Sj álfstæðisflokksins að kalla her-
setu Bandaríkjamanna „her-
vernd“, þó að af henni stafi ein-
vörðungu siðferðilegur háski og
lífsháski íslenzku þjóðarinnar.
Þar á eftir kemur á Framsóknar-
blekkingarvoð yfirlýsing um það,
að eins og herinn hefur að þarf-
lausu en til siðferðilegs tjóns fyr-
ir þjóðina okkar setið hér í 12 ár
samfleytt í trausti þess, að hann
„hverfi úr landi svo fljótt sem auð
ið er“, skuli hann og sitja hér á-
fram, meðan Framsóknarflokkur-
inn leggur á það áherzlu, að það
sé á valdi íslendinga sjálfra, hvort
hér dvelur „varnarlið“, — og að
flokkurinn vill ekki að „varnarlið-
ið“ fari, heldur vill hann aðeins
lýsa því yfir, að hann vilji, að
það geti farið, ef íslendingar vilja,
en að það fari ekki
Það er vegna þessa tvískinnungs
og óheilinda Framsóknarflokks-
ins, að Þjóðvarnarmenn kjósa
ekki Hjört Eldjárn á þing, þó að
hann hafi eitt sinn verið Þjóðvarn
armaður, fyrst hann hefur geng-
ið í Framsóknarflokkinn undir
stjórn þess flokks og aga, eins og
Dagur skýrði frá 13. febr. í vet-
ur. Þjóðvarnarmenn trúa því enn,
að Hjörtur sé hjartagóður dreng-
ur, þó að Framsóknarflokkurinn
hafi ginnt hann inn í sína Dofra-
höll og bundið á hann gyllt skott
og sýni honum þá óvirðingu að
vilja nota hann sem sinn smala-
hund á Þjóðvárnarmenn á austan-
verðu Norðurlandi. En Þjóðvarn-
armenn eiga sinn vilja og sína
stefnu og vilja ekki kjósa Hjört
sem sinn fulltrúa eftir að hann hef-
ur gengið Framsóknarflokknum á
hönd og látið þann flokk binda' á
sig hið gyllta skottið. Þess vegna
kemst hann ekki á þing að þessu
sinni nema vegna andláts Karls,
Gísla eða Ingvars, en svo kald-
rifjaðir eru Þjóðvarnarmenn ekki,
að þeir óski andláts þeirra góðu
manna, þó að þeir deili ekki við
Drottin, ef hann vill kalla þá.
Þjóðvarnarmenn hafa við þess-
ar kosningar skipað sér í fylkingu
með Alþýðubandalagsmönnum.
Það er ekki af fjandskap við
Framsóknarflokkinn, heldur til að
reyna að vernda hann fyrir því
að ganga í ríkisstjórn með Sjálf-
stæðisflokknum og skapa honum
úrkosti lil að stjórna landinu í
viijstri samvinnu. Ef Alþýðubanda
laginu vegnar svo vel við þessar
kosningár að það og Framsókn-
arflokkurinn nái meiri hluta á Al-
þingi, mun það hiklaust bjóða
Framsóknarflokknum samvinnu
um ríkisstjórn. En ef eigi tekst svo
vel, að slíkur meiri hluti náist,
gerir Þjóðvarnarflokkurinn sér þó
vonir um að geta magnað Alþýðu-
bandalagið svo, að verðið á Fram-
sóknarflokknum hækki ofurlítið,
þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer að
bjóða í hann.
Arnór Sigurjónsson.
Frd TóiÉtorléldsi
Ahureyror
Það er nú ákveðið, að einn af
frægustu orgelleikurum Ameríku
leiki á orgel Akureyrarkirkju fyr-
ir áskrifendur Tónlistarfélagsins
og aðra, sem hug hafa á að hlýða
á þennan konsert, sunnudaginn
19. maí kl. 9 e. h.
Þá hefur og rætst úr með kon-
sert Sigurveigar Hjaltested, sem
frestað var vegna veikinda henn-
ar. Hann verður i Borgarbíói laug
ardaginn 25. maí kl,- 5 síðd.
Aðgöngumiðar að báðum þess-
um konsertum eru sendir út þessa
dagana gegn greiðslu hálfs ár-
gjaldsins eða alls og eru áskrif-
endur vinsamlegast beðnir að
greiða fljótt og vel sendimannin-
um.
Hægt er að bæta við nokkrum
áskrifendum og eru menn beðnir
að snúa sér í því tilefni til gjald-
kerans, Haralds Sigurgeirssonar.
Þar sem húsrúm er mjög takmark-
að, ættu þeir, sem áhuga hafa ekki
að draga það að tryggja sér fé-
lagsréttindi.
Samningar standa til með mjög
góða listamenn næsta haust og ó-
væntir atburðir geta fært okkur
heimsfræga listamenn fyrr eða síð
ar. Að því verður unnið nú í til-
efni af 20 ára afmæli félagsins.
Minningaspjöld Sjálfsbjargar fást í
Véla- og raftækjasölunni, Járn og gler-
vörudeild KEA og bókabúð Jónasar
Jóhannssonar, Brekkugötu 3.
STJ ÓRN MÁLA FLOKKA RNIR
keppast við þessa dagana að halda
fundi víðs vegar um kjördœmið
og reyndar um land allt. Alþýðu-
maðurinn segir í síðasta blaði
frá þremur fundum, sem þeir krat
arnir hafa haldið að undanförnu:
í Húsavík, á Akureyri og Dalvík.
Ekki getur Alþm. um fjölda fund-
armanna á hverjum stað, en segir
í lokin, að alls hafi sótt „fundina
og flokkskaffin á 4. hundrað
manns“.
Hið sanna er, að fundinn í
Húsavík sóttu 34, fundinn á Ak-
ureyri 109, og á Dalvík komst
tala fundarmanna í 60. (Á meðan
Friðjón Skarphéðinsson talaði
héldust þó aðeins 20 manns við í
fundarsalnum). Samanlagt gera
töiur þessar 203. Þá skakkar a.
m. k. hundrað miðað við tölu
Alþm., en sennilega bœtir hann
við þeim, sem fengu sér kaffi á
eftir. Mega kratar vel við una með
an þeir þurfa ekki nema að tví-
telja hausa sína til að fá út sœmi-
lega tölu. Eftir kosningar er hætt
llunt og dátar
hans
Hinn 27. þessa mánaðar klukk-
an 11.30 að morgni verður opnuð
í Lundúnaborg alþjóðleg sýning
helguð fiskveiðum og fiskiðnaði.
Sýninguna opnar frú Tweedsmuir
þingmaður frá Aberdeen, en heið-
ursvörð við opnunina standa liðs-
foringjar og óbreyttir hermenn af
H. M. S. Palliser, undir stjórn
Hunts sjóliðsforingja, en hið
drottningarlega fiskveiðiverndar-
skip verður einmitt um þetta leyti
í heimsókn í höfuðborg Bretaveld-
is.
Heyrzt hefur, að allmargt fyrir-
manna á íslandi muni sækja þessa
sýningu. Það verður ánægjulegt
fyrir þá að ganga fram hjá Hunt
sjóliðsforingja og dátum hans við
opnun sýningarinnar.
_____-u
við, að þeim dugi ekki minna en
að þrítelja.
SAGT ER, að miklar þrenging-
ar séu nú hjá „óskabarni“ íhalds-
ins við Gránufélagsgötuna, Kjör-
veri. Til þessa hafa íháldsforkólf-
arnir haldið því fram, að þeir
kynnu öðrum betur að reka verzl-
un og hvers konar viðskipti. Svo
virðist, sem þeir séu nú sjálfir
að afsanna þessa kenningu sína,
enda hefur almenningi í bœnum
lengi virzt íhaldið hér duga bezt
við rekstur á „sjoppum“ og sölu-
turnum. Áhugi þeirra fyrir slíkum
fyrirtœkjum kom líka greinilega
í Ijós í sambandi við „sjoppu“-
lokunina í vetur. Og vel mun
ganga reksturinn á T urninum
hans Odds.
SPAUGILEGT er að lesa í
stjórnarblöðunum þessa dagana
skrif þeirra um landhelgismál og
baráttu þá, sem háð var fyrir út-
fœrslu landhelginnar í 12 mílur.
Stjórnarblöðunum ber saman um,
að sigurinn í landhelgismálinU
hafi ekki verið sá, að það tókst
að fœra landhelgina út, heldur
hafi afsláttarsamningurinn við
Breta, þegar þeim var aftur hleypt
inn fyrir línuna, verið aðalsigur-
inn. Skrítnir eru kýrhausar!
„ ... ég efa, að nokkurn tímu
í sögunni hafi verið eins gott að
vinna fyrir Alþýðufl. og einmitt
nú“. Þannig fórust Guðmundi Ha-
konarsyni orð í lok rœðu sinnar a
kratafundinum á Akureyri a
sunnudaginn. Nœsti rœðumaður a
eftir var Friðjón Skarphéðinsson•
Hann hóf rœðu sína á því að
kvarta undan, að krataflokkurinn
vœri minnsti flokkurinn hér a
landi, en á Norðurlöndunum vcen
hann yfirleitt stœrsti flokkurinn•
Þótti Friðjóni þetta undarlegt og
Guðmundur Hákonarson skddi
það alls ekki. Enda varla von.
Orðsending til stuðningsmanna
Alþýðubandalagsins
Vinsamlegast gefið upp til kosningaskrifstof-
unnar í Verkalýðshúsinu, Strandgötu 7, Akur-
eyri, ef ykkur er kunnugt um kjósendur Alþýðu-
bandalagsins, sem dvelja utanbæjar og ekki er
öruggt, að verði heima á kjördegi. Sími skrif-
stofunnar er 2965.