Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.08.1963, Side 7

Verkamaðurinn - 09.08.1963, Side 7
AMERÍSKU ILIIE BEIL VIHHUFÖTIH margeftirspuðu komin aftur. Frabær gæði eins og allir þekkja. NÝKOMIÐ SÓFASETT, 2 gerðir STAKIR STÓLAR SVEFNBEKKIR, 1 og 2 metra BORÐSTOFUSTÓLAR SKRIFBORÐSSTÓLAR SAUMAKASSAR SNYRTIKOMMÓÐURNAR margeftirspurðu o. m. fl. AXMINSTER GÓLFTEPPI, 50 mynstur Allt fró Gluggum. GLUGGAR h. f. Kynnið yður verð og greiðsluskilmóla SKRJÁF í SKRÆÐUM EITT sinn var verið að draga seðla um húsdýr á tombólu, var þá hróp- að upp: „Nr. 13 — feitt svín“. — Þá gellur við digur slátrarakona: „Það er ég“. — RIMMAN var hroðaleg, orrustan hörð, og Jónas bóndi skriðinn und- ir lausarúmið. „Komdu fram undan rúminu, svín ið þitt, raggeitin, lyddan, ef þú þorir“, öskraði konan á gólfinu með rúmfjölina reidda. „Nei, kerla mín, ekki gjöri ég það fyrr en mér sýnist, ég ætla að sýna þér það, að ég er húsbóndi á mínu heimili, og læt ekki ógna mér til að gjöra annað en ég sjálfur vil“, anzaði bóndi. UR gamalli hjónavígsluræðu, þegar laggari giftist: „Ég er enginn beykir, en guð er góður beykir, þess vegna bið ég hann að reka á ykkur botngjörð, elskurnar, með hamri tryggðarinn- ar og drifholti heilags anda. — Amen“. „ÞAÐ er nú eins og annað núna“, mælti karl nokkur, „að allir góðir siðir eru aflagðir. Nú er aldrei rif- ist við kirkju. Oðruvísi var það í mínu ungdæmi, þá bar margur blátt auga og brotið nef frá kirkju sinni“. „NÝTT er mér þetta“, kvað karl einn, „að mér sé borin óráðvendni til handanna. Það var, ef ég man rétt, einu sinni í fýrra, tvisvar ár- ið þar áður, þrisvar hitt árið, einu sinni enn og svo núna, og nýtt er mér þetta“. EITT sinn þjónustaði prestur kerl- ingu. En er því var lokið, biður hún hann að gefa sér tóbak upp í sig. Prestur gjörði það. Kerling- unni þótti vænt um og mælti: — „Þetta var nú góður viðbætir, prest ur minn“. KERLINGAR tvær áttu einu sinni tal saman, höfðu þær lengi lifað á vergangi og víða farið. Nú var önnur orðin svo hrum, að hún gat ekki flakkað lengur og hugð ist mundi eiga skainmt eftir ólif- að. Hin var ernari og bjóst til ferða. Ráðgerði hún að kanna á ferð þeirri ókunna stigu. En er hin heyrði það, segir hún: „Blessuð mín, ef þú kannt að koma í himna- ríki, þá skilaðu kveðju minni til hennar Sankti Máríu og segðu henni að ég sé nú orðin mesti aumingi og hefði verið nær henni, hefði ég beðið hana að gefa mér smjörklípu í munninn eða tóbakslauf í nösina“. »Nei, hættu“, segir hin. „Það er ekki neitt á það að ætla, að ég komi þangað, ég kann að fara þar annað hvort fyrir ofan garð eða neðan“. ÞAÐ er sögn, að Bjarni sýslumaður Oddsson á Burstafelli (f. 1585, d. 1664) stæði eitt sinn að greftri þar í kirkjugarðinum. Komu þar upp úr gröfinni mannsbein furðu mikil og mældi Bjarni legg af þeim við sig og tók hann honum undir mitt læri, var Bjarni þó kallaður manna mestur að vexti á sinni tíð. Um nóttina dreymdi Bjarna, að honum þótti maður að sér koma og mæla svo: „Þú mt&ldir bein mín í dag, nafni, og skaltu vita, að ég þótti maður á minni tíð, sem þú á þinni“. En Bjarni Oddsson þótti hið mesta afarmenni og afbragð ann arra manna að burðum. Það ætluðu menn, að þetta hefði verið Víga-Bjarni Brodd-Helgason. Qctum við orðið 200 ára? Prófessor Boris Goldstein í Kiev, vinnur að því að rannsaka möguleika manna til að ná háum aldri, og hann kemst að þeirri nið- urstöðu, að ekkert mæli á móti því að maðurinn geti orðið 150 ára jafnvel 200. Það er enginn eldri en honum finnst hann vera, segir máltæki. Þetta er að vísu ekki rétt, segir prófessorinn, en lífsgleðin er þó einhver bezta trygging fyrir löngu og farsælu lífi. Batnandi lífskjör er ein helzta trygging fyrir hækkandi meðal- aldri þjóðfélagsþegna, t. d. segir, að í Sovétríkjunum hafi meðal- aldur hækkað hvorki meira né minna en úr 32 árum 1917 og upp í 69 ár nú. Aukin, efnarík fæða og betri aðbúnaður í klæðum og híbýla- kosti hjálpa til að auka viðnáms- þol líkamans. En rannsóknir allar sýna, að ofát er ein mesta hættan, og leiðir af sér hrörnun og dauða fyrir aldur fram. Það mun hafa komið í ljós, að eftir því sem mað- urinn eldist, því ver gengur líkama hans að nýta ýms vítamín og meir að segja eru þau talin óholl öld- ungum. Lífshættulegt er fyrir mann að setjast í helgan stein. Það kemur hvarvetna í Ijós, að þar sem menn hætta störfum m. a. vegna aldurs- takmarkana við ýms störf, leiðir það af sér óeðlilega líkamshrörn- un. Það er eins og hver einstök sella líkamans leggi árar í bát og telji sig ekki framar hafa skyldum að gegna. í „menningarþjóðfélög- um“ er þetta eitt af vandamálum, sem leysa verður. Það er að kasta verðmætum á glæ að senda heim mann á aldurskeiðinu 60—70 ára, þótt hann kunni þá að hafa rnisst eitthvað af þeim viðbragðsflýti og snerpu, sem aukin notkun marg- brotinna véla krefst. Honum verð- ur því að sjá fyrir starfi, sem hæf- ir hans möguleikum. I fjallaþorpum Kákasíu verða bændur og landbúnaðarverkafólk allt frá 100—150 ára, og halda margir fullu vinnuþoli fram á þau „elliár“. Þótt ýms skilyrði til slíks langlífis sé þar góð, er engin á- stæða til þess að menn snúi upp tánum á miðjum aldri, eða um sjötugt, annars staðar. Hin mikla rannsóknarstofnun í Kiev vinnur, ásamt samskonar Kringsjá vikunnar Messaíf verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Sálmar 528 — 310 — 317 — 314 — 17. B. S. St. Georgs-gildið 12 — 8 — ’63 kl. 9 e. h. Hótel K.E.A. Brúðhjón: Hinn 13. júlí voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ingibjörg Árnadóttir stúdent og Hrafn Bragason stud. jur. Heimili þeirra verður að Bjarkarstíg 7 Akureyri. Systrabrúð- kaup: 28. júlí voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Gunnhildur Jóhannesdóttir Wahle hjúkrunarnemi og Alfreð Oskar Al- freðsson lögregluþjónn, og ungfrú Helga Sigurbjörg Jóhannesdóttir Wahle starfsst. og Kristinn Eðvarð Haralds- son matreiðslunemi. Heimili beggja brúðhjónanna verður að Grænumýri 13 Akureyri. Hinn 3. ágúst voru gefin saman í hjónaband ungfrú Anna Mar- grét Tryggvadóttir símastúlka og Kristján Óðinn Valdimarsson prent- nemi. Heimili þeirra verður að Ham- arsstíg 16, Akureyri. FerðafélagiS. Þessar ferðir eru eftir af sumaráætluninni: Sunnudaginn 11. ágúst: Leyningshólar — Villingadalur. Sunnudaginn 18. ágúst: Hraunsvatn. Ekið á bílum að Hrauni og gengið þaðan upp að vatni. 24.-25. ágúst: Berjaferð. RÁÐNINGAR ó gótum ó bls. 3. 1. Eldspýtan. 2. Penninn, vísast fjaðropenni. 3. Litur og Skuggi. 4. Rokkurinn. 5. Kambarnir. Léreftstuskur hreinar og góðar kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar k.f. stofnunum víða um heim, að því verkefni að finna leiðir til þess, að maðurinn geti haldið lífsorku sinni sem lengst og notið þess að vera þátttakandi í framþróun mannkynsins á jörðinni. Allt bendir til að slík starfsemi muni bera ríkulegan ávöxt. Endursagt. Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri. Verkamaðurinn ^“studagur 9. ógúst 1963 Verkamaðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.