Verkamaðurinn - 09.08.1963, Síða 8
Kirkjuhvoll. — Minjasafnið á Akureyri.
MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI
Minjasafnið á Akureyri var
formlega opnað 17. júlí s.l. að við-
staddri bæjarstjórn, sýslunefnd
og öðrum „aðstandendum", ásamt
nokkrum gestum, sem mest hafa
borið velgengni þess fyrir brjósti.
Ber þar fyrstan að nefna þjóð-
rninjavörð, Kristján Eldjárn, er
flutti þarna vinsamlega ræðu og
lýsti ánægj u sinni yfir því, sem
hér væri að gerast. Sveinbjörn
Jónsson færði safninu árnaðarósk-
ir og enn loforð um góðan grip.
Hann hefur verið því betri en ekki.
Eyfirðingafélagið í Reykjavík
sýndi áhuga og fórnarlund með
fjárframlagi, einnig Snorri Sig-
fússon f.v. skólastjóri sendi pen-
ingagjöf og sýndi enn hug sinn til
safnsins. Þarna kom og Ragnar
Asgeirsson, ötull vinur slíkra
stofnana, og mætti enn telja góða
gesti og gjafir, að auki óskir um
heillir. Jópas Kristjánsson sam-
lagsstjóri, formaður safnstj órnar,
og eiginlegur fósturfaðir Minja-
safnsins, stýrði þessu hófi og
ræddi fortíð þess og framtíð. Við-
staddir skoðuðu svo safnið, undir
stjórn safnvarðar, Þórðar Frið-
bjarnarsonar, og er það almæli
að Þórður hafi unnið alveg sér-
staklega mikið og gott starf á þess-
um undirbúningstíma. Hann er
smekkvís og handlaginn, og sem
mestu varðar, fullur áhuga á mál-
efninu. Munir eru nú nær 2000.
Kirkjuhvoll, hús safnsins, er
fögur bygging í dýrðlegum reit
gróðurs og hlýinda. Kjallari og
miðhæð húsins geyma hið eigin-
Jega minjasafn, þ. e. hina gömlu
.nuni, sem safnað hefur verið úr
♦—---------------------------
VÍSA VIKUNNAR
Kyssti meyja mig í Eyjafirði.
Þó varð fegið þeffa grey,
þegar ég eigi sagði nei.
x.
byggð og bæ. Á efstu hæð hefur
verið komið fyrir Sögusafni Akur-
eyrar, sem vonandi mun þar auka
sig og sögu sína samkvæmt eðli og
tilgangi sínum. Þess má geta, að
á miðhæðinni er ofurlítið her-
bergi, Sólstofa, þar sem safngest-
ir geta tyllt sér niður. Fyrir glugg-
um hennar eru heimaofin forláta
gluggatjöld, sem Kvenfélagið Ald-
an í Ongulstaðahreppi lét gera og
gaf safninu. Því bera beztu þakk-
ir.
Minjasafninu ber að fagna. Það
er mikill menningarauki í bæn-
um. Hver hlutur þar er helgaður
af anda liðinna kynslóða og arfi
kynslóðanna má ekki glata. Það
er heilög skylda þeirralf sem eiga
Hinn fimmta dag júlímánaðar
var opnað nýtt veitinga- og sam-
komuhús á Akureyri, Sjálfstæðis-
húsið. Stendur það á horni Geisla-
götu og Gránfélagsgötu og er hin
myndarlegasta bygging. Húsa-
kynni eru einnig vistleg innan og
samkomusalur rúmgóður, eftir
því, sem Akureyringar hafa átt að
venj ast.
Eigandi hússins er Akur h.f.,
en stjórnarformaður þar er Eyþór
H. Tómasson. Framkvæmdastjóri
hússins er Þórður Gunnarsson, en
veitingamaður Sigurður Sigurðs-
son.
Samkomusalurinn, ásamt vín-
bar og eldhúsi er á annarri hæð
hússins, en á efstu hæðinni verður
lítill fundasalur ásamt skrifstofu-
herbergjum. Inngangur og for-
stofa er vestast á neðstu hæð, en
meginhluti þeirrar hæðar er nú
ónotaður eða allt það húsnæði,
sem hin fræga verzlun Kjörver
hafði til umráða.
Hús þetta er sem stendur glæsi-
legasta samkomuhús bæjarins og
bætir verulega úr þeim skorti á
húsnæði til sarakomuhalds, sem
"*lengi hefur verið hér í bæ. Rekstr-
eða vita af gömlum munum að
koma þeim á minjasafn, nema þeir
sjálfir geti ekki af þeim séð vegna
tengsla við munina og ábyrgist þá
varðveizlu þeirra til þess tíma, er
engan varðar um þá lengur í þeim
stað, sem þeir eru helgir nú.
Safnið er góð viðbót við það,
sem fyrir var í bænum, gestum og
gangandi til fróðleiks og yndis-
auka.
Safnið er opið alla daga frá
2—4, utan mánudaga og er að-
sókn mikil, því margt ferðafólk er
í bænum á þessum sumarmánuð-
um.
Þessari stofnun óskum við allra
heilla.
argrundvöllur samkomuhúsa sem
þessa mun þó ekki of öruggur, en
eigendur þessa húss munu byggja
allar afkomuvor.ir á áfengissölu.
Svo mikið lá á að fá leyfi til dag-
legrar áfengissölu í húsinu, að
aukafundur var haldinn í bæjar-
stjórn Akureyrar til að gefa með-
mæli með slíku leyfi húsinu til
handa. Er það út af fyrir sig
hneyksli, að bæjarstjórn skyldi
láta hafa sig til slíks, því að ekki
er hún alltaf öf viðbragðssnör,
þegar meira áríðandi mál éru á
döfinni en opnun nýrrar brenni-
vínsútsölu. Og skömmin af þessu
máli er öll bæjarstjórnarinnar,
því að eigendum hússins, sem ætla
að byggja afkomu þess á brenni-
vínssölu, var vissulega ekki láandi
þótt þeir sæktu fast að fá leyfi t.il
sölunnar.
íbúð óskast
frá . 1. okt.
Prerttsmiðja
Björns Jónssonar
Sími 1024.
iamkomnhns
Verkamaðurinn
Shipolflgssamheppnin
Kunngerð hafa verið úrslit í verðlaunakeppni þeirri um hug-
myndir að skipulagi miðbæjar Akureyrar, sem ákveðið var á hundr-
að ára afmæli bæjarins að efna til.
Alls bárust 15 uppdrættir og eru þeir þessa dagana til sýnis í
Gagnfræðaskólanum.
Dómnefndin varð sammála um að veita fyrstu verðlaun arkitekt-
unum Gunnlaugi Halldórssyni og Manfreð Yilhjálmssyni fyrir þeirra
tillögu. Önnur verðlaun hlutu Helgi Hjálmarsson cand. arch. og
Haukur Viktorsson stud. arch. En þriðju verðlaun Sigurður Thor-
oddsen stud. arch.
Fyrstu verðlaun voru 100 þúsund krónur, önnur 50 þúsund og
þriðju 25 þúsund.
Auk verðlaunauppdráttanna voru keyptir tveir uppdrættir, annar
fyrir 15 þúsund krónur, en hinn fyrir 10 þúsund.
I dómnefndinni áttu sæti: Zophonías Pálsson skipulagsstjóri, skip-
aður af skipulagsnefnd ríkisins, Stefán Stefánsson bæjarverkfræð-
ingur og Stefán Reykjalín bæjarfulltrúi, skipaðir af Akureyrarbæ
og arkitektarnir Gunnlaugur Pálsson og Bárður Isleifsson, skipaðir
af Arkitektafélagi íslands.
Blsiðamenn
dagblaðanna í Reykjavík hafa
verið í verkfalli frá mánaðamót-
um, og er almennt gert ráð fyrir,
að verkfallið standi svo sem hálf-
an mánuð ennþá meðan prentar-
ar eru að Ijúka sumarleyfum sín-
um. Telja blöðin sér ekki hag-
kvæmt að semja fyrr en prent-
smiðjurnar geta aftur unnið af
fullum krafti.
Verkfallið nær ekki til viku-
blaðanna almennt, þar sem Blaða-
mannafélagið hefur að undan-
förnu útilokað aðra en blaða-
menn dagblaðanna frá inngöngu
í félagið.
Nýr prestur
í Húsavík
Prestkosning fór fram í Húsa-
vik í tyrra manuöi, en llusviking-
ar eru nu larmr aö íá nokkra æi-
mgu í slikum kosninguin.
Umsækjendur voru tveir, sr.
Björn H. Jónsson áður prestur í
Arnesi á Ströndum, Skagtirðingur
að ætt, og cand. theol. Hreinn
Hjartarson, Snæfeliingur.
Kosning varð eigi iögmæt. Sr.
Björn fékk 245 atkvæði, en Hreinn
134. Mun biskup hafa mælt með
því við kirkjumálaráðuneytið, að
sr. Birni verði veitt embættið.
Umferðobrot og óhöpp
Samkvæmt upplýsingum bæjar
fógetaembættisins í gær hafði
það í júlímánuði og það sem af
er ágúst alls fengið til meðferð-
ar skýrslur um 43 bifreiðaárekstra
og 4 vegna útafaksturs. — Á
sama tíma höfðu 4 ökumenn ver-
ið teknir fyrir ölvun við akstur
og 10 fyrir of hraðan akstur.
N ÝTT S K I P
Nýtt stálskip bættist í flota Dal-
víkinga um miðjan júlí. Nefnist
það Loftur Baldvinsson, EA 124,
en aðaleigandi er Aðalsteinn
Loftsson útgerðarmaður.
Skip þetta er 225 tonn að stærð,
byggt í Noregi. Lister-vél, 660
hestafla. Ganghraði 11.7 sjómílur.
Loftur Baldvinsson er nú á síld-
veiðum. Skipstjóri er Kristján
Jónsson frá Dalvík.
Skemmlíjerð Einingar
Verkalýðsfélagið Eining efnir til skemmti-
ferðar í Herðubreiðarlindir og e. t. v. Dyngju-
fjöll, um aðra helgi, eða 17.—18. þ. m.
Allarnánari upplýsingar varðandi ferðalagiS
verða gefnar á skrifstofu félagsins, Strandgötu
7, sími 1503.
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir n.k. miðviku-
dagskvöld.
Stjórnin.