Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.10.1963, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 18.10.1963, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn ÞEI R ÞYRFTU AÐ í ræðu, sem Ólafur Thors flutti nýlega á Varðarfundi, sagði hann m. a.: „Þeim leik að fella gengið verður að Ijúka. Við verðum að hafa þann manndóm að láta hon- um ljúka.“ Það er mikið fagnaðarefni, ef LÆRA FLEI RA stjórnarflokkarnir hafa nú loks Iátið sér varnaðarorð Alþýðu- bandalagsins að kenningu verða, og hafa ákveðið að hætta þeim skrípaleik að þora ekki að horfast í augu við erfiðleikana en bjarga sér á flótta með gengisfellingum. Fró fundi Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri. Haraldur Þorvaldsson (i ræðusfól), Þórir Daníelsson og Rósberg G. Snædal. Fró fundi verkalýðsfélaganna í Húsavík: Jónina Hermannsdóttir, Þorgerður Þórðardóttir, Sveinn Júlíusson og Arnór Kristjónsson (í ræðustól). Krafan er: Lœgsta kaup verði kr. 40 ó klst. % imiijíímmii verði styttur —~ Kaupiuáttur launa Irj^ður Fondir Einingar il Uurejri 09 verfealýðsfélaganno i HM Á fjölmennri ráðstefnu Alþýðusambands íslands um kaupgjalds- og kjaramál, sem haldin var í Reykjavík um síðustu helgi, var einróma ákveðið að mæla með því við verkalýðsfélögin, að þau sameinuðust um ofanskráðar kröf- ur. Síðan hafa allmörg félög haldið fundi og sett fram kröfur sínar í samræmi við samþykkt Alþýðusambandsins. Er blaðinu kunnugt um þessi félög: Verkalýðsfélagið Einingu á Akureyri, Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði og Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík, sem öll héldu fundi á mánudagskvöldið, og Verkamannafélag Húsavíkur og Verkakvennafélagið Von, sem héldu sameiginlegan fund á þriðjudagskvöldið. Samþykkt kjararáðstefnu ASÍ fer hér á eftir óstytt: Verkalýðsfélagið Eining á Ak- ureyri hélt fund að Bjargi á mánu- dagskvöldið. Var fundurinn mjög vel sóttur. Varaformaður félags- ins, Þórir Daníelsson, flutti fram- söguræðu um kaupgjaldsmálin og lagði fram tillögu, sem samþykkt var einum rómi. Sú tillaga er svo- hljóðandi: „Fundur Verkalýðsfélagsins Einingar, haldinn 14. október 1963 telur, að eins og nú er kom- ið þróun verðlags og launa í þjóð- félaginu, sé óhjákvæmilegt að meginkröfur af hálfu félagsins og annarra félaga almenns verka- fólks við gerð nýrra kjarasamn- inga verði þessar: 1) Kauphœkkun í kr. 40.00 á klst. fyrir almenna vinnu verkafólks og hliðstœð hœkk- un á öðrum kaupgjaldsliðum. 2) Samningsbundnar ráðstafanir til stytlingar vinnutíma. 3) Verðtrygging á almenn laun verði heimiluð og fest í nœstu samningum. Fundurinn felur stjórn félags- lns að hefja svo fljótt sem auðið er, samninga við atvinnurekendur um þessar meginkröfur. Jafn- framt er stjórninni falið að ganga í einstökum atriðum frá öðrum breytingakröfum í eðli- legu samráði við einstaka starfs- greinahópa innan félagsins og trúnaðarmannaráðs þess. Þá samþykkir fundurinn einnig að sem nánast samstarf verði haft við önnur verkalýðsfélög í sam- bandi við samningsgerð og allar aðgerðir er að henni lúta.“ Verkalýðsfélögin í Húsavík héldu sameiginlegan fund á þriðjudagskvöldið. Þórir Daníels- son mætti einnig á þeim fundi og flutti ræðu um kjaramálin, en formaður Verkamannafélags Húsavíkur, Sveinn Júlíusson, lagði fram tillögu um kröfugerð, þar sem gerðar eru sömu kröfur og Eining samþykkti á mánudags- kvöldið. Var sú tillaga einróma samþykkt af viðstöddum, en'sum- ir ræðumanna lögðu áherzlu á, að kaupkröfunni væri svo í hóf stillt, að samningamönnum bæri að líta á hana sem algera lág- markskröfu og hvika alls ekki frá henni til lækkunar . Fundurinn var allvel sóttur, og eftir að tillagan urn kjaramálin hafði verið samþykkt urðu fjör- ugar umræður um skipulagsmál verkalýðssamtakanna. „Ráðstefna Alþýðusambands Islands um kaupgjalds- og kjara- mál verkafólks, haldin í Reykja- vík dagana 12. og 13. október 1963 bendir á eftirfarandi stað- reyndir til skýringar á þeim við- horfum, er nú blasa við láglauna- stéttunum í launamálum þeirra. 1. Að möguleikar verkafólks til að lifa mannsæmandi lífi miðað við ríkjandi launakjör og eðlileg- an vinnudag hafa farið síversn- andi. Samanburður á vísitölu vöruverðs og þjónustu annars vegar og almenns kaups verkafólks hins vegar sýnir, að síðan í marz 1959 hefur vísitalan hækkað um 63% en kaupið um 35%, (en þá hafði kaup áður verið lækkað um 13.4% að krónutölu). Verkamann á almennu kaupi skortir nú kr. 11.546.34 til þess að árslaun hans miðað við dagvinnu nægi aðeins fyrir útgjöldum vöru og þjónustu vísitölunnar, en í marz 1959 hafði hann kr. 1.287.34 umfram þau útgjöld og skortir því nú tæpar 13 þús. krónur til að halda í við vöxt vísitölunnar. Við þetta bæt- ist, að annar framfærslukostnað- ur og þó einkum húsnæðiskostn- aður hefur hækkað gífurlega. Þannig hefur sífellt sigið meir á ógæfuhliðina með kaupmátt laun- anna, en þó aldrei meir en nú síð- ustu mánuðina. 2. Þá vill ráðstefnan einnig minna á: AÐ margar starfsstéttir hafa á liðnu sumri fengið miklar launa- hækkanir. Má þar nefna, að Kj aradómur dæmdi starfsmönn- um ríkisins meðaltalshækkun 45% og allt upp í 90% launa- hækkun. AÐ blaðamenn knúðu með verkfalli fram hliðstæða hækkun. AD starfsmenn Reykjavíkur og annarra bæjarfélaga eru nú að fá fyllilega sams konar launabætur og starfsmenn ríkisins. AÐ Landssamband banka- manna hefur nýskeð náð samn- ingi um hliðstæða hækkun við Kjaradóm, bankastarfsfólki til handa. Og að lokum hafa samtök verzl- unarmanna nú gert kröfur um, að laun verzlunar- og skrifstofu- fólks hækki til jafns við þau launakjör, sem Kjaradómur ákvað starfsfólki ríkisins og ríkis- stofnana við hliðstæð störf. Verð- ur ekki séð, að gegn slíkri rétt- lætiskröfu verði staðið, ef sann- girni ræður. Margvísleg rök önnur en nú hafa verið talin, mætti fram færa fyrir rétti og nauðsyn láglauna- fólks til kauphækkana. Með vísun til framanritaðs beinir kaupgjalds- og kjaramála- ráðstefna Alþýðusambands ís- lands því til sambandsfélaganna, að þau fylki sér um eftirfarandi meginkröfur: 1. Að almennt kaup verði kr. 40.00 á klst. (Framhald á 8. síðu). 1EYRT Á GÖTUlll AÐ stjornmálaritstjóri Alþýðu- blaðsins, og til skamms tima formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, Björgvin Guð- mundsson, hafi sagt þvi starfi lausu, en ráðizt til sömu starfa hjá Vísi, málgagni Sjálfstæðis- flokksins. AÐ verkalýðsfélög þau í Reykja- vik, sem stjórnað er af íhaldi og krötum, hafi haldið sér- staka ráðstefnu um siðustu helgi, en þar hafi allt logað í innbyrðis deilum og brigzl- yrðum, svo að nólgaðist upp- lausnarástand.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.