Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.10.1963, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 18.10.1963, Qupperneq 3
CJaU í t« „Því í ósköpunum ertu að segja vinum þínum, að þú hafir gifzt mér vegna þess að ég byggi til svo góðan mat,“ spurði frúin særð. „Nú upp á einhverjum fjand- anum varð ég að finna,“ svaraði maðurinn. —0— „Því miður,“ sagði læknirinn hryggur, „það er ekki nokkur von til að maðurinn þinn geti farið að vinna næsta mánuðinn.“ „Ó, þakka þér fyrir,“ sagði eiginkon- an, „þetta verð ég að segja hon- um, það hressir hann upp.“ „Box er virkilega gott sport.“ „Jæja, þér eruð kannske boxari?“ „Nei, ég er tannlæknir.“ Ungur pólitíkus krafðist þess að fá að vera í framboði í kjör- dæmi, sem telja mátti öruggt að hann kæmist á þing. Formaður flokksins spurði hvort hann væri alveg kolvitlaus. „Er það nauð- synlegt,“ spurði sá ungi á móti. Sjáir þú mann stritast við að pissa móti vindi, þá er það verk- fræðingur. Hann bjargaði konunni frá drukknun á síðastliðnu vori og nú ætla þau að fara að gifta sig. Það er ljótt að konur skuli ekki læra sund. —0— Og svo hringdi ég í kunningj- ann og sagði: „Þetta er alveg voðalegur kuldi.“ „Bíddu góði,“ sagði hann og kom aftur eftir augnablik í símann. „Það eru ekki nema 18 stig frostið,“ sagði hann. „Hvaða rugl, það eru 28.“ „Ja, það er þá á mælir, sem er úti,“ svaraði vinurinn. Hann er ekki piparsveinn vegna þess að hann þekki konur, heldur vegna þess að þær þekkja hann. —0— Tvær konur gengu dimman þjóðveginn. Önnur hrópaði: „Ég er viss um, að það er maður að elta okkur, hvað eigum við að gera?“ „Varpa um hann hlut- kesti,“ sagði hin. —0— „Nei, Jón minn. Það eru margar konur, sem geta gert þig miklu hamingjusamari en ég get.“ „Veit ég það ,góða mín, en þær vilja það ekki.“ —0— „Af hverju viltu ekki leika þér við Hansa?“ spurði móðir lítinn son sinn. I I I I Frumvarp til fjárlaga fyrir nœsta ár var fyrsta frumvarp- ið, sem útbýtt var á Alþingi, er það settist á rökstóla fyrir fáum dögum. Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra hef- ur staðið sig vel með að leggja fjárlagafrumvarpið fram á til- skildum tíma síðan hann tók við fjármálastjórninni. En þar með er líka að mestu upptalið það, sem vel verður sagt um fjármálastjórn þess manns og þeirra flokka, sem ábyrgð bera á honum. Stjórnarblöðin sögðu í vik- unni frá fjárlagafrumvarpinu undir stórum fyrirsögnum. Vísir sagði í fyrirsögn: „Eng- ar skatta- og tollaJuekkanir“. Og Moggi: „Engin skattahœkk- un“. En þegar áfram er lesið kemur í Ijós, að niðurstöðutöl- ur frumvarpsins hœkka frá fjárlögum þeim, sem gilda fyr- ir árið í ár, um 340 milljónir króna. Nú vita allir, að ríkissjóður fœr tekjur sínar nœr allar af sköttum og tollum. Hœkkun á fjárlögunum um 340 milljónir króna þýðir því það, að á nœsta ári á að heimta þessari upphœð, 340 milljónum króna, meira af þjóðinni en gert er í ár. Það þarf mikla kokhreysti til að kalla slíka upphæð enga skatta- eða tollahœkkun. Auk þessarar beinu hœkkun- ar eru svo niðurgreiðslur á vöruverði lœkkaðar um 92 milljónir króna, en sú lœkkun hlýtur að verka þannig, að vöruverð hœkkar að sama skapi, og verður þetta því óbein skattheimta. Þannig vaxa álögur á þjóðina í rauninni slcalta. 1 hvítu bókinni „Við- reisn“, er stjórnin gaf út snemma árs 1960, er ein kafla- fyrirsögnin með stóru letri: „Tekjuskattur felldur niður“. Og uppJiafssetning þess lcafla var þannig: „Þá leggur ríkis- stjórnin til, að tekjusJcattur verði felldur niður á almenn- um launatekjum“. Það hafa víst ýmsir séð á skattseðlunum sínum í ár, hver efndin hefur 430 milljónir um ca. 430 milljónir króna samkvœmt frumvarpinu. En ef að venju lœtur á það eftir að hœkka í meðförum þings- ins, svo að ólíklegt er, að hækkunin verði minni en svo sem 500 milljónir króna um það er frumvarpið verður sam- þykkt. Og menn minnist þess, að stjórnin, sem sendir þetta frumvarp frá sér, er sú sama og við upphaf valdatíma síns grobbaði mest af því, að hún myndi ýmist afnema eða lœkka orðið á því loforði. Og enn betur mun þó finnast fyrir þeim efndum nœsta ár, því að tekju- og eignaskattur á að Jiœkka um rúmlega 27%. Þess- ir skattar eru á fjárlögum árs- ins í ár áœtlaðir 165 millj. kr., en á frumvarpinu fyrir næsta ár 210 milljónir. Það má segja, að hér er öllu öfugt snúið hjá f jármálaráðherranum og ríkis- stjórn hans. Og þó eru efnd- irnar á loforðinu um afnám tekjuskattsins svipaðar og efndir á öðrum loforðum hans og féíaga hans. í stað þ ess, að þörf hefði verið minnkandi skattheimtu vegna þess, að sífellt verður erfiðara fyrir almenning að lifa vegna óðaverðbólgunnar, þá spennir ríkisstjórnin bog- ann í topp með sína sJcatt- heimtu og kyndir þannig undir eldum verðbólgunnar. Lœkkun á skattheimtu hins opinbera hefði getað dregið úr kröfum launþega um hœkk- uð laun og úr allri spennunni í kaupgjalds- og verðlagsmál- um, en 27 prósent hœkkun á sJcattheimtu hins opinbera hlýt- ur að hafa þveröfug áhrif. Vegna hennar verða launþegar að gera meiri kröfur en ella, ef einstaklingarnir eiga ekki að verða gjaldþrota og fara á opinbert framfœri. Það er Jiart, að sú ríkis- stjórn, sem sagðist œtla að stöðva verðbólguna og koma á „jafnvœgi í peningamálum“ skuli þannig ganga á undan við að ýta undir verðbólguna og gera krónuna verðlausa. Það mun aldrei sagt í eftir- mœlum um þessa ríkisstjórn, að hún hafi staðið við orð sín eða fyrirheit. Þ. I „Það er ómögulegt?“ svaraði sá litli, „ef maður slær hann í hausinn með hamri þá fer hann að orga.“ —0— „Það er einhver að kalla á hjálp, eigum við ekki að fara út og vita hvað um er að vera?“ „Æ, nei. Við getum lesið um það í blöðunum í fyrramálið.“ —0— Tryggingar auka nokkuð styrk- inn til ógiftra mæðra. Þetta mun koma til með að spara giftum feðrum útgjöld. —0— Sunnanmaður ók með ólögleg- um hraða inn í bæinn. Götulög- reglan gaf honum stöðvunar- merki og bifreiðarstjórinn heml- aði: „Ég hef þegar of marga far- þega í bílnum,“ kallaði hann út um gluggann, „þú verður að labba.“ Kauptu humar, skerðu hann í smábita og settu í pott. Settu í þetta 1 tsk. edik, 2 tsk. pipar og 2 msk. salt. Sjóddu þetta í inni- haldi tveggja koníaksflaskna við hægan eld og hrærðu stöðugt í. Borðast kalt. —0— Hvernig á maður að gera sig skiljanlegan í ókunnu landi, þeg- ar jafnvel konan manns skilur mann ekki heima? Af vettvangfi verkalýðimála Eru þetta mannsæmandi lífskjör? Það hlýtur að vera lágmarks- krafa verkalýðssamtakanna, krafa sem þau mega aldrei missa sjónar af eitt augnablik, að verkamaður geti lifað mannsæmandi lífi, mið- að við þær lífsvenjur, sem ríkj- andi eru á hverjum tíma, af eðli- legri vinnu, þ. e. ekki lengri en 8 klst. dag hvern. Hvernig er þessu farið í dag? Handhægustu tölur, sem völ er á í þessum efnum er vísitöluútreikn- ingurinn. Eins og kunnugt er, er vísitölunni skipt í þrjá megin- þætti: A) Vöru- og þjónustu, B) Húsnæði og C) Opinber gjöld. Samkvæmt vísitöluútreikningnum í byrjun október, þurfti vísitölu- fjölskyldan (4—5 manna fjöl- skylda) sem næst kr. 78,750,00 á ári til matvælakaupa, hita, raf- magns o. fl„ fatnaðar og álnavöru og ýmissar vöru og þjónustu. Kaup verkamanna í almennri vinnu, þ. e. mikils meirihluta þeirra sem verkamannavinnu stunda, er í dag kr. 28,00 á klst, eða á ári sem næst kr. 28.00 x 2400 = 67.200.00. Það vantar því hvorki meira né minna en kr. 11.500.00 eða 412^2 klst. vinnu til þess að hafa fyrir matvœlum og þjónustu eingöngu. Þá er eftir húsnæði og opinber gjöld. Til húsnæðis er framan- greindri fjölskyldu ætlaðar rösk- lega 11 þús. kr. á ári eða 8% meira en í marz 1959! Hvert ein- asta mannsbarn í landinu veit að þessi tala er fjarri öllu lagi. Nær sanni væri að ætla til húsnæðis- kostnaðar 24 þús. kr. á ári, þ. e. hækka húsnæðisliðinn um 13 þús. kr. Vísitala framfærslukostnaðar í októberbyrjun var 144 stig. Hafði hækkað um 6 stig frá september- byrjun og 11 stig frá ágústbyrjun. Þessi 144 stiga vísitala jafn- gildir útgjöldum sem ruest kr. 108.300.00. Til þess að verkamaðurinn geti nú aflað sér þessara eðlilegu tekna með vinnu, sem sæmandi er siðuðu þjóðfélagi en ekki þrot- lausum þrældómi eins og nú tíðk- ast hér á landi, þurfa launin að hækka upp í kr. 45.10. Þessar tölur, sem hér að fram- an hafa verið taldar, sýna óhugn- anlegar staðreyndir. Staðreynd- irnar um það að raunveruleg lífs- kjör verkafólks á íslandi eru á svo lágu stigi, að ósennilegt er að nokkurs staðar í Evrópu finnist dæmi slíks. Finnst ykkur, lesendur góðir, að þau lífskjör, sem verkalýður- inn á nú við að búa séu mann- sæmandi ? Finnst ykkur mannsæmandi að fólkið, sem skapar þau verðmæti, sem þjóðin öll lifir af, hafi með því að vinna eðlilegan 8 tíma vinnudag ekki einu sinni fyrir mat, fatnaði og hita? Og finnst ykkur ekki, að sú krafa, sem verkalýðsfélögin hafa nú sett fram um 40 kr. lágmarks- kaup á klst. sé eins hófsöm og hugsazt getur? Ég er sannfærður um að hver einasti maður, sem af sanngirni lítur á þessi mál, er mér sammála um að lífskjör verkafólksins eru fjarri því að vera mannsæmandi og kaupkröfur verkafólksins nú eins hófsamar og frekast er hægt að gera ráð fyrir. E—664 Föstudagur 18. október 1963 Verkamaðurinn (3

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.