Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.10.1963, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 18.10.1963, Blaðsíða 8
Verkamaðurinn VerHamannasambond verior stoíooi ð nœstunní Þrjú fjölmennustu félög al- menns verkafólks á íslandi, Dags- brún í Reykjavík, Hlíf í Hafnar- firði og Eining á Akureyri, héldu fundi samtímis á mánudaginn og tóku öll á dagskrá, auk kjaramál- anna, skipulagsmál verkalýðssam- takanna. Og öll samþykktu félög- in svipaðar tillögur, þar sem þau ákveða að beita sér fyrir stofnun landssambands almennra verka- lýðsfélaga. Má því fastlega gera ráð fyrir, að af stofnun slíks sam- bands verði á næslunni, en það er eitt spor í átt til þeirrar skipu- lagsbreytingar á Alþýðusamband- J inu, sem lengi hefur verið rætt um. Á sínum tíma starfaði milli- þinganefnd hjá Alþýðusamhand- inu að rannsóknum og tillögu- gerð í þessu máli. Þing Alþýðu- sambandsins lýsti yfir stuðningi við tillögur nefndarinnar, en fram kvæmdum hefur miðað seinna en skyldi. Tillaga sú, er fundur Eining- ar samþykkti einróma á mánu- dagskvöldið, hljóðar þannig: „Fundur Verkalýðsfélagsins Ein ingar, haldinn 14. október 1963, samþykkir að beita sér fyrir því, ásamt með Verkamannafélaginu Dagsbrún og Verkamannafélag- inu Hlíf, að stofnað verði lands- samband almennra verkalýðsfé- laga innan Alþýðusambands Is- lands og jafnframt að gerast stofnfélag slíks sambands. Fundurinn feiur stjórn félags- ins framkvœmdir í þessum efnum, þ. á. m. að boða, ásamt framan- greindum félögum, til stofnþings sambandsins svo fljótt sem við verður komið.“ 't Hýjar mjndir d (ofé Sciitdki Það er búið að taka niður myndir Braga Ásgeirssonar, sem höfðu vanizt vel. Nýjar myndir eru komnar upp og af allt öðrum toga. Þetta eru myndir eftir rúm- lega hálf sjötugan mann, Friðrik Guðjónsson, sem árum saman hefur unnið að því að innramma myndir fyrir aðra listamenn í Reykjavík og reyhzt þeim ráð- hollur. Friðrik lærði myndgerð hjá Þórarni B. Þorlákssyni, Stef- áni Eiríkssyni og Guðmundi Thorsteins, alls ein 5 ár, fór svo yfir í húsgagnasmíðanám, en hafnaði nær listinni og kom sér upp innrömmun. Þetta eru allt landslagsmyndir, fjall, vatn og himinn, vel og mynd- arlega unnið. Myndirnar verða hugþekkari eftir því, sem maður sér þær oftar. Friðrik notar nokkuð mikið dökka liti á landið, en himinn er margvíslegur og lætur listamanni vel að leika að skýjum. Það er notalegt að sitja í saln- um á Scandía og horfa á örugg og róieg vinnubrögð þessa aldna listamanns. Rammarnir sjálfir eru listaverk. Um næstu mánaðamót eigum við von á að fá að sjá myndir eftir Akureyring, Einar Helgason leiknikennara. K. Bæjarráð og hreppsnefndin leyfa sér að benda á, að í Reykja- hverfi og á Hvammsheiði eru óvenjulega góð skilyrði til stór- felldrar og samfelldrar ræktunar í nábýli við mikinn ónotaðan jarðhita. Telja bæjarráðið og hrepps- nefndin að þar séu mjög ákjósan- leg skilyrði frá náttúrunnar hendi fyrir grasmj ölsframleiðslu og annan fóðuriðnað, og jafnframt fyrir fóðurbirgðabúr, er þjóni heilum landshlutum. Því beinir bæjarráðið og hreppsnefndin því sérstaklega til alþingismannanna, að könnuð séu til hlítar skilyrði fyrir fóður- birgðastöð Norðurlands staðsettri í Reykj ahverfi.“ Hér er framfara- og fram- kvæmdamáli hreyft, sem sjálfsagt er, að vel sé athugað. HAPPDRÆTTI VERKAMANNSINS Þessa dagana er að hlaupa af stokkunum happdrœtti, sem út- gáfustjórn Verkamannsins efnir til til styrktar blaðinu og trygg- ingar því, að ekki þurfi að draga saman seglin með útgáfu þess. Margir áskrifendur greiddu blaðið í vor hœrra verði en á það hefur verið sett, og sumir með mjög höfðinglegum upphœðum. Þetla létti róðurinn í sumar, en betur má, ef duga skal. Því er nú gripið til þess ráðs að hefja happ- drœtti til að tryggja afkomuna. Er von okkar, að því verði vel tekið, en nánari grein verður gerð fyrir happdrœttinu í nœsta blaði. ÚTGÁFUSTJÓRN VERKAMANNSINS. Nýlega er tekin til starfa í Gunnarsholti á Rangárvöllum austur heykögglaverksmiðj a, hin fyrsta hér á landi. Er áætlað, að hún geti árlega framleitt 1280 tonn af heykögglum á 2% mánuði, en það samsvarar 13—15 þúsund hestburðum af þurrheyi. Tilgangurinn með þessari ný- breytni í heyframleiðslu er tví- þættur. Annars vegar að leita nýrra aðferða við verkun tún- gresis, þannig að það haldi sem mestu af næringargildi og þurfi sem minnst geymslurúm. Hins vegar, að koma upp fóðurbirgð- um, sem auðvelt sé að miðla milli staða eftir þörfum, t. d. þegar uppskerúbrestur verður í einstök- um landshlutum. Verkunaraðferðin er í stuttu máli sú, að heyið er tekið inn í verksmiðjuna á færibandi, er flytur það í saxara, þaðan fer það í þurrkara, síðan í blásara, er flytur heyið í pressu, er skilar því jafnharðan sem mjög hörðum heykögglum. Vafalítið er hér um hagkvæma nýjung að ræða, sem á sér fram- tíð fyrir höndum. En þá er jafn- framt fljótséð, að þörf er fleiri en einnar slíkrar verksmiðju í Iandinu, því flutningskostnaður- inn yrði óhæfilega mikill milli Norður- og Suðurlands. Væri því eðlilegt, að heykögglaverksmiðj a ♦—--------------------------* VÍSA VIKUNNAR Fé, sem rænt er okkur of, út úr londi smygla þeir, sem bóti „bissniss"hof byrinn hóa sigla. y- ♦----------------------------1 risi einnig norðanlands, ef ekki í hverjum landsfj órðungi. Verður þá að sjálfsögðu að velja heppileg svæði til ræktunar og nógu víð- lend. Hér nyrðra er sennilegt, að óvíða væri aðstaða jafngóð og í Reykj ahverfi, enda hefur þar þegar vaknað áhugi fyrir málinu, og er það vel. Þar eru ræktunar- skilyrði góð og landrými mikið. Blaðinu hefur borizt afrit af fundargerð sameiginlegs fundar bæjarráðs Húsavíkur og hrepps- nefndar Reykj ahrepps, þar sem fjallað var um mál þetta, og leyfir sér að birta hana hér á eftir: Ár 1963, föstudaginn 11. okt. kom bæjarráð Húsavíkur ásamt hreppsnefnd Reykjahrepps saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra Húsavíkur. Á fundi voru: bæjarstj. Áskell Einarsson, Ásgeir Kristjánsson, Páll Kristjánsson (í fjarveru Jó- hanns Hermannssonar) Ingi- mundur Jónsson, Atli Baldvins- son, Jón Þórarinsson og Vigfús Jónsson, Þrír þeir síðast töldu í hreppsnefnd Reykjahrepps. Þetta gerðist á fundinum: Bæj arstj óri, Áskell Einarsson, gerði grein fyrir því í hvaða til- gangi hann hefði boðað til fund- arins, en fundinn hafði hann boð- að til umræðu um möguleika á heymjöls- og fóðurköggla fram- leiðslu í sambandi við ræktunar- og hitavatnsskilyrði í Reykja- hverfi (Þar með Hvammsheiði). Eftir umræður um málið var svofelld ályktun samþykkt ein- róma: „Bæjarráð Húsavíkur og hrepps- nefnd Reykjahrepps beina því til alþingismanna úr Norðurlands- kjördæmi eystra, að hlutast til um að athugaðir séu möguleikar til þess að koma upp fóðuriðnaði í sambandi við nýtingu jarðhit- ans í Reykj ahverfi. Úti frehor li I síðasta tölublaði Dags er frá því sagt, að Eiríkur Briem og Jóhannes Nordal séu nýkomnir úr söluferð og hafi sennilega selt Þjórsá, en fullviss er ritstjóri Dags þó ekki um árangur frekar en við aðrir, óbreyttir borgarar. En ritstjóranum tekst ekki að leyna gremju sinni yfir því, að Dettifossi skuli ekki vera ráðstaf- að fyrst, þegar farið er að selja fossa, í öllu ganga Sunnlendingar fyrir, meira að segja eru þeirra vatnsföll fyrst falgefin útlend- ingum!!! En, góði Erlingur, heldur þú, að kaupandinn hafi ekki átt kost á að velja milli Jökulsár og Þjórs- ár. Jú, áreiðanlega. En því í ósköp- unum beita Gísli, Ingvar og Karl sér ekki fyrir því, að Vilhjálmur sdjii Deltifess! Þór Seðlabankastjóri, fyrrverandi forstjóri KEA og Norðlendingur í báðar ættir, sé ráðinn kapteinn í stað Nordals, þegar svona afdrifa- rík söluferð er farin? Nú hafa Framsóknarmenn tæki- færi til að skipta sér landfræði- lega. Hálfur flokkurinn er á móti sölu Þjórsár og hinn helmingur- inn á móti sölu Jökulsár, en báðir helmingar samt eindregið með sölu. I. AN DLÁT í gær varð Kristján Hallgríms- son Ijósmyndari bráðkvaddur að heimili sínu, Hafnarstræti 41 á Akureyri. Kristján var maður á bezta aldri, vel kynntur og vinsæll, sérlega fær í sínu fagi. -Krafan er (Framhald af bls. 1) 2. Lögð verði áherzla á full- nægjandi ráðstafanir til verð- tryggingar og varðveizlu kaup- máttar þess kaups, sem um semst. Sú krafa er eigi síður nauðsynleg til öryggis öllu heilbrigðu at- vinnulífi, en til tryggingar lífs- kjörum launþeganna. 3. Að vinnutími verði styttur og samið verði um hámarksvinnu- tíma verkafólks og sérstaklega barna og unglinga. Ráðstefnan telur að æskilegt sé, í þeim örlagaríku samningum, sem nú fara í hönd um launakjör- in, að sem víðtækast samstarf tak- ist með verkalýðsfélögunum. í því sambandi telur ráðstefnan að mynda beri landsnefnd almennu verkalýðsfélaganna og félaga iðn- verkafólks, sem fari með samn- inga og hafi forustu um nauðsyn- legar aðgerðir af þeirra hálfu.“ Ráðinn bakarameistari N.L.F.A.-brauðgerðin Brekku- götu 7 (bakhús) hefur fengið bakara og getur því boðið fjöl- breyttari tegundir af kaffibrauði auk matarbrauðs. Allt bakað úr nýmjöluðu mjöli og beztu efnum. Ný sending af IJARTACARNI komin. Verzl. Ragnheiðar 0. Björnsson

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.