Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.12.1963, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 06.12.1963, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn / ENN MIÐAR LÍTIÐ í SAMNINGSÁTT Ríkisstjórnin sendir jrd sér smdnarbðó, sem ekki felur í sér neinor kjarobstur Aðeins þrír dagar eru eftir af þeim tíma, sem ætlaður var til samninga. Alla þá sjö daga, sem liðnir eru frá því síðasta blað kom út, hefur lítið gerzt í samningamálum verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda. Er nú ekki sjáanlegt, að nein von sé til að samningar komizt á fyrir tiltekinn tíma, þ. e. 10. þ. m. Atvinnurekendur hafa engar kauphækkanir boðið. Ríkisstjórnin hefur gert sig að athlægi með því að auglýsa í útvarpi og blöðum, að hún bjóði fram kjara- bætur, en þegar tillögur hennar eru nánar athugaðar kemur í Ijós, að þar er ekki um neinar kjarabætur að ræða. í tillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir, að kaup fyrir dag- vinnu hækki um 4—8 prósent, en yfirvinnukaup ekkert. En jafn- framt boðar stjórnin miklar hækkanir á vöruverði og þjón- ustu, hækkanir, sem myndu gera miklu meira en að éta upp þessa litlu kauphækkun. Og upp á þessi býti ætlast stjórnin svo til, að verkafólk semji til tveggja ára. Eini ljósi punkturinn í tillögum. ríkisstjórnarinnar og atriði, sem gæti e. t. v. orðið til að létta eitt- hvað fyrir viðræðum samnings- aðila, er að ríkisstjómin lýsir því þarna yfir, að hún sé tilbúin til „viðræðna við launþega og at- vinnurekendur um breytingar á þeim lagaákvæðum, er banna verðtryggingu kaupgjalds.“ Að vísu telur stjórnin upp fjölda atriða, sem ekki mættu hafa áhrif á þessa verðtryggingu, en þrátt fyrir það ber að fagna þeirri breyttu afstöðu, sem þama kemur fram. Viðreisnarstjórnin afnam vísitöluna eða kaupgreiðsl- ur samkvæmt henni í upphafi fer- ils síns og taldi hana undirrót alls ills. Nú virðist þessi stjómar- stefna hafa áttað sig á því, að þar var mat hennar skakkt. Og vonandi á hún eftir að sannfæra sig um, að flest var það öfugt, sem gert var, þegar hin svonefnda við- reisn hófst. Eins og málin horfa við i dag eru sáralitlar líkur til, að samn- ingar takist fyrir 10. þ. m. En verði nýir samningar ekki komnir á, hefjast viðtækustu vinnustöðv- anir, sem um getur í sögu þessa lands. Þá munu meðlimir allra stærstu verkamanna- og verka- kvennafélaganna leggja niður vinnu, einnig iðnverkafólk og verzlunarfólk, mörg félög fag- lærðra iðnaðarmanna, nokkur bíl- stjórafélög og fleiri. En þótt svona horfi i dag er þó ekki vert að gefa upp alla von um, að samningar takist fljótlega. Venjan er sú, að helzt rýmkast eitthvað um, þegar að stöðvun er komið. En rétt er þó fyrir alla að vera við því búnir, að til stöðv- unor verði að koma. Sjötíu og fimm ára Askell Snorrason tónskáld átti sjö- tiu og fimm ára afmæli i gær. Vcrkamaðurinn sendir honum beztu afmælisóskir og þakkir fyrir fornan og nýjan stuðning. Askell flutti í fyrra ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavikur, og er heimili þeirra að Ljósheimum 12. lindlKlgissehtír þyngdnar LúSvík Jósepsson hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á landhelgislögunum. Felur frumvarpið í sér þrjár breyt- ingar. I fyrsta lagi er lagt til, að sektir við landhelgisbrotum séu stór- lega þyngdar, eða úr 10—20 þús. gullkrónum í 40—-70 þúsund gull- krónur. í öðru lagi er lagt til að bannað sé að selja dæmdum veiðiþjóf upptæk veiðarfæri fyrr en mánuður er liðinn frá því dómur var kveðinn upp. í þriðja lagi er lagt til, að þegár brotlegir skipstjórar komast und- an, en skipið næst, verði útgerðin gerð ábyrg og látin greiða sektina. Landhelgisbrot brezkra togara færast nú mjög í vöxt og skammt líður milli þess að togarar séu teknir, en það er auðvitað ekki nema lítið brot þeirra seku. Til að verjast þessum ágangi höfum við að- eins tvö ráð, en það er aukin landhelgisgæzla og þung viðurlög við afbrotum af þessu tagi. I frumvarpinu er einmitt lagt til, að sektir verði stórþyngdar. Venjan mun vera sú, að upptæk veiðarfæri séu umsvifalaust seld hinum brotlega, svo hann geti farið beina leið á veiðar. Lúðvík legg- ur til, að skorður séu við þessu reistar og neyddust þá hinir dæmdu til að sigla heim eftir nýjum veiðarfærum, og yrði það ærin viðbót- arrefsing og stuðlaði að því, að landhelgin yrði virt. Mönnum mun enn í minni Milwood-málið svonefnda, þegar brezkt herskip skaut brotlegum skipstjóra undan refsingu, en skipið náð- ist og lá sumarlangt í Reykjavík. En dómstólarnir gátu ekki gert út- gerðina ábyrga, því til þess skortir heimild. En nú er lagt til að úr verði bætt. Flngfl ktupir (MmasttrvH Millilandaflugflota Flugfélags íslands bætist á næstunni nýr far- kostur, Cloudmasterflugvél, sem félagið hefur fest kaup á. Hin nýja flugvél er af sömu gerð og „Skýfaxi“, sem Flug- félagið keypti fyrir tveim árum. Báðar eru flugvélarnar keyptar af norræna flugfélaginu S. A. S. Endanleg ákvörðun mn kaupin á hinni nýju Cloudmasterflugvél var tekin eftir víðtækar athugan- ir á flugvélategundum, sem til greina komu, en sem kunnugt er, takmarkast slíkt við flugvélar, sem nota flugbrautir í styttra lagi vegna takmarkaðra brautarlengda Reykj avíkurflugvallar. Það voru því aðeins tvær teg- undir, Viscount skrúfuþotur og Cloudmasterflugvélar, sem var um að velja, en vegna mjög aukinna flutninga í millilandaflugi Flugfé- lags Islands hin síðari ár, varð að ráði að velja Cloudmasterflug- vél, vegna þess hve miklu fleiri farþega hún getur flutt í hverri ferð. i Cloudmasterflugvélin, sem F.í. hefur nú keypt, verður afhent fé- laginu síðar í þessum mánuði og kemur væntanlega til landsins fyr- ir jól. VERZLANIR BÆJARINS verða opnar eins og hér segir í des- embermánuði: Laugardaginn 7. des til kl. 4 e. h. Laugardaginn 14. des. til kl. 6 e. h. Laugardaginn 21. des. til kl. 10. e h. Mánudaginn 23. des. til kl. 24 e. h. Þriðjudaginn 24. des. til kl. 12 á h. Þriðjudaginn 31. des. til kl. 12 á h. Myndin hér til hliðar er frá Nairobi, höfuðborg Kenya. Við birtum hana i tilefni af því, að á fimmtu- daginn kemur, 12. desember, bætist Kenya i hóp sjálfstæðra rikja Afriku. Kenya, sem liggur á austurströnd meginlandsins, var lagt undir brezka nýlenduveldið árið 1890, og alla tíð siðan hafa ibúarnir háð hetjulega sjálfstæðis- baráttu. Mau Mau flokkurinn hafði forustu fyrir vopn- aðri uppreisn 1952 og hefur síðan unnið marga sigra, sem leitt hafa til þess að brezka heimsveldið hefur neyðst til að fallast á sjálfstæði Kenya til handa. íbúatala Kenya er 6.550.000, en stærð landsins 580 þúsund fermetrar. Landið er frjósamt og auðugt að hráefnum. Helztu framleiðsluvörurnar eru kaffi, hveiti, sisalhampur og skinn. Þá er þar að finna mikið af kopar, verðmætum bláum steinum, gulli og fleiri málmum. HEYRT A GÖTUNNI AÐ Islenzk-ameriska félagið hafi boðið félagsmönnum sínum til kvikmyndasýningar um Kenne dy Bandarikjaforseta í gær og sýnt þar m. a. mynd frá láti og útför forsetans. — Strax að lokinni sýningu var tekið til við dans og drykkju. AD í hófi þessu hafi mætur borg- ari sagt í ræðu, að félagsmenn væru hér saman komnir til að votta bandarísku þjóðinni og fjölskyldu hins látna forseta samúð sína. AÐ okkur beri að halda fast í gamla og góða siði, t. d. erfi- drykkjur.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.