Verkamaðurinn - 06.12.1963, Side 4
- IIM BÆKUR OG
Það er eitt helzta tilhlökkunar-
efni bókvina nú síðustu haustin,
að von er á einhverju frá þeim
Jónasi Árnasyni og Stefáni Jóns-
syni, fréttamanni. Þessir eru ekki
alveg fjarskyldir. Þeir eru báðir
gæddir skopskyni í ríkara mæli
en aðrir, stíll þeirra er oft hlát-
urmildur og þeir hafa mjög
næmt auga fyrir sérkennilegum
persónuleika. Þeir hafa báðir
valið sér, enn sem komið er, öllu
fremur að vera túlkandi lista-
menn, en skapandi, og myndu
hvar sem er teljast „hljóðfæra-
leikarar" í fremstu röð. En
væri ekki slíkum einnig fært að
skapa? Það er of lítið af skap-
andi list á markaði haustsins.
Við höfum nóg af höfundum,
sem ekki gera annað en blása
lífsanda í sögur hrakfallabálka
og slysamanna.
Þessir hafa nú báðir sent frá
sér bækur, er þeir hafa skráð
eftir öðrum. Þær eru um flest
ólíkar, enda vart til fjarskyldari
sálir en Ragnhildur í Fannardal,
sem Jónas skrifar fyrir, og svo
Hoffmann Stefáns. Reyndin er
líka sú, að þar sem bók Jónasar
er öll í „moll“, þá er Stefáns í
„dúr“. En báðar hafa mikið til
síns ágætis. Skulum við nú at-
huga þær betur.
Bók Jónasar
Þulan góða í Fannardal. Ragnhildur og Jónas Árnason rithöfundur.
UNDIR FÖNN, frásagnir
Ragnhildar í Fannardal, um dýr
og menn, sem Jónas færir í letur,
er ein þokkafyllsta bók hausts-
ins. Ragnhildur Jónasdóttir,
sem mun Vopnfirðingur að ætt,
er af raunbetra eðli en flestir
landar hennar. Ást hennar og
skilningur á dýrum er langt fyrir
ofan allar þessar búralegu nota-
gildishugmyndir, sem hafa alltaf
verið undirstaða skepnuhalds.
Hún hélt dýrin meir af vin-
áttu og bróðurþeli. Líf þeirra í
návist hennar var veizla, sam-
ræða, söngur. Svo gagnkvæmur
skilningur, mjúklát samræða og
algert jafnrétti, veit ég ekki að
ríki í neinu forsetaboði.
Ragnhildur bjó langan hluta
ævi sinnar í Fannardal inn af
Norðfirði, fyrst með bónda sín-
um öldruðum, síðan ein manna.
Bókin er mest um dýr. Ekki
aðeins hin æðri, músin, rottan
og silungurinn voru einnig við
háborðið með hundi og lambi.
Menn koma og margir við sögu,
en meir sem gestir en heima-
gangar. Hún Ragnhildur metur
dýrin snöggtum meir, þótt hún
líti aldrei niður á mann í nám-
unda eins og venjulegt fólk lítur
niður á dýr.
Kannske er Jónas Ámason
eini maðurinn, sem þessi góða
kona hefur metið jafnmikils og
t. d. veikburða kálf, hvolp, eða
lóu. Hún sýnir honum a. m. k.
MENN-
fullkominn trúnað eins og þeim,
talar við hann eins og jafningja
sinn og þeirra. Og Jónas bregst
ekki þessum trúnaði. Vafamál
hvort nokkur annar hefði getað
fært fannardalstungu yfir á
venjulega íslenzku af jafnmikilli
kurteisi, enda hefur Jónas áður
skrifað bezt um börn og dýr.
Margar myndir prýða bókina.
Ægisútgáfan gerir hana fallega.
En nafnið er ekki vel valið. Eng-
in lifði fjær „fönn“, en þessi
elskulegi dýravinur, Ragnhildur
í Fannardal. K.
hefði látið eitt víxileyðublað
vekja sér ógleði.
Annars er hin sérstæða sögu-
skoðun Péturs mjög skemmtileg
og efni í nokkrar doktorsrit-
gerðir. Þökk báðum. En hver
las próförk ? K.
Bók Stefáns
ÞÉR AÐ SEGJA — veraldar-
saga Péturs Hoffmanns Saló-
monssonar. Stefán Jónsson
fréttamaður skráði. Útg. Ægis-
útgáfan, o. s. frv.
En hvað sagði Pétur, hvað
Stefán? Báðir eru fyndnir fugl-
ar. Einhvern veginn þykja mér
þó beztu setningamar meir af
ætt Heydæla en Geiteyinga.
Bezt að segja það strax, að
myndin eftir Atla Má, utan á
kápu, er einstakt listaverk og
fjöldi mynda prýðir bókina,
flestar af Pétri í skarti eða við
störf. Er það bókarprýði.
Bókin er í stórum dráttum
hin ytri ævisaga Péturs Hoff-
manns, hrjúf, grobbin og stór-
karlaleg. Þótt hann tali mjög
um ættir sínar, einkum Mýra-
menn, Egil og þá frændur, svip-
ar honum meir í allri gerð til
Þorgeirs Hávarðssonar og þeirra
garpa, var þó Egill enginn skap-
deildarmaður, þér að segja.
Fyrsti þriðjungur bókar er um
æsku Péturs, annar um enda-
lausar sjóferðir, allar meir og
minna sögulegar og ívaf slags-
mál og drykkjur. Síðari hluti
um atvinnurekstur, umsvif og
stórmannleg fyllerí og meiri
garpskap í orrustum og er sá
beztur. Ekki virðist þó garpi
þessum hafa tekizt að sálga
nema einum manni og það
ósannað, en mörgum var hlaðið
og spýttu nokkrir rauðu. Ekki
hefði Agli blöskrað, frænda
hans.
Öll þykir mér þessi bók vera
mikill skemmtilestur. Hún er
mjög vel skrifuð yfirleitt, og
víða Ijómar upp af hreinustu
snilld, enda leggja tveir góðir
saman. Kaflafyrirsagnir og
undirskrift mynda, eitt fyrir sig,
getur verið gráthlægilegt, t. d. á
bls. 234. „An: 1 st. Þórólfur
Skallagrímsson.“ Frásagnir af
orrustum hafa lengi þótt góð
lesning á íslandi og ekki alltaf
verið heimtað með sannleiks-
vottorð. En ekki þarf orrustu til.
Kaflinn, sem er helgaður Akur-
eyri O'g viðskiptin við Yilhjálm
Þór, þá forstjóra K.E.A., endar
á ógengisfelldri rúsínu. Varðan,
sem Pétur hlóð Húsvíkingum
mætti lengi standa vegna þeirrar
leiðbeiningar, sem Pétur lætur
hér eftir sig: „Þarna var nokkuð
af stórgrýti, sem ekki var með-
færi venjulegra manna. Það lét
ég efst í vörðuna.4
„Og þess
bið ég Húsvíkinga, ef varðan
hrynur og fætur mínir verða
orðnir kaldir, að endurnýja
hana þá. Má sem hœgast aka
kranabíl upp á fjallið að norð-
anverðu til þess að lyfta stóru
steinunum á sinn stað.“ (Let-
urbr. hér.)
Allur síðari hluti er sérlega
góð lesning, ef víxlar manns
eru komnir á þriðja dag, dýr-
tíðin bannar brjóstbirtu og vol-
æði heimsins leggst þungt á sál-
ina. Þetta gleymist allt og hjaðn-
ar í orrustugný þessa afkom-
anda Egils Skallagrímssonar.
Það ætti einnig að geta minnt
okkur á, að einnig við erum af
hinum forna stofni, sem ekki
Stefón Jónsson fréttamaður.
Gull í gamalli slóð
Svo nefnist ein þeirra nýju
bóka, sem komið hafa á mark-
aðinn síðustu dagana. Höfundur
bókarinnar er Jón heitinn Har-
aldsson, er lengi bjó að Einars-
stöðum í Reykjadal, faðir Ein-
arsstaðabræðra, er þar búa nú,
og þeirra systkina. Jón átti allan
sinn aldur heimili að Einars-
stöðum, tók þar við búi að föð-
ur sínum látnum. Jón lézt í Ein-
arsstaðakirkju 18. apríl 1958
nær sjötugur.
Auk búsýslu og ýmissa starfa
að félagsmálum fékkst Jón Har-
aldsson nokkuð við ritstörf um
dagana. Bók þá, sem nú er út-
komin, Gull í gamalli slóð, ber
þó ekki að skoða sem neitt heild-
arritsafn þessa ágæta manns,
heldur miklu fremur, eins og
segir í formálsorðum Karls
Kristjánssonar alþingismanns,
„sýnishorn af þessari ígripaiðju
Jóns Haraldssonar.“
Þarna kennir margra grasa.
Það eru stuttar ræður, persónu-
legar minningar frá ýmsum tím-
um, minningarorð um menn og
málefni, ýmist í bundnu eða ó-
bundnu máli, fáein Ijóð annars
eðlis og loks smásögur eða frá-
sagnir, sumar skrifaðar eftir
annarra sögn.
Allt ber efni þetta vott um
skýra hugsun, góða frásagnar-
gáfu og mikið vald yfir íslenzku
máli. Frásagnir Jóns eru gagn-
orðar og skýrar, en bregða upp
leiftrandi svipmyndum. Auk
þess hafa þær að geyma
verulegan fróðleik um þing-
eyska byggðasögu, búskapar-
háttu og einstaka menn. Munu
Þingeyingum sérstaklega þykja
þeir kaflar eftirsóknarverðir, en
þó hafa þeir gildi fyrir hvern
og einn.
Ljóðin eru flest ort af sér-
stöku tilefni, gerð til að flytja á
ákveðinni stundu. En hvergi er
þar leitað ódýrra hátta né lág-
kúrulegs orðavalds. Myndu
mörg þessara ljóða sóma sér vel
í bókum þeirra, sem fengið hafa
á sig gott skáldaorð. Ekki veit
ég, hvort Jón hefur gert tilkall
til þess, að vera talinn skáld, en
margur hefur gert það, sem af
minnu hefur haft að státa.
En ótalið er enn, það sem
mest er um vert og flestum hef-
ur sennilega verið lítt kunnugt
áður. Gullið í hinni gömlu slóð
Jóns eru smásögur hans. Flestar
munu þær byggjast á sannsögu-
legum atburðum og sumar
skráðar eftir frásögnum ann-
arra, en umgerð og ívaf, orða-
val og setningaskipan er Jóns.
Hér er ekki teygður lopinn að
óþörfu, en mikið sagt í fáum
orðum, og í gegn finnast slög
góðs hjarta, sem spilltur heim-
ur hefur lítt megnað að vinna á.
Fyrsta sagan segir frá ein-
stæðri fórn Helga bónda að
Hólum í Laxárdal, og af yfir-
skrift hennar dregur bókin heiti
sitt: Gúll í gamalli slóð. Þar er
Framhald á 7. síðu.
4) — Verkamaðurinn
Föstudagur 6. desember 1963