Verkamaðurinn - 06.12.1963, Qupperneq 8
Félogsbúskapur bœnda
Alþingismennirnir Lúðvík Jós-
efsson og Hannibal Valdimarsson
hafa lagt fram frumvarp til laga
um breytingar á lögum um Stofn-
lánadeild landbúnaðarins, þess
efnis, að bætt verði inn nýjum
kafla um lánveitingar til félags-
búskapar.
Hér er vakið máls á merku ný-
mæli og þykir Verkamanninum
því rétt að kynna frumvarp þetta,
og birtum það hér orðrétt ásamt
greinargerð.
1. gr.
Á eftir VII. kafla laganna (52.
gr.) kemur nýr kafli, er verður
VIII. kafli, með fyrirsögninni:
Urn félagsbúskap, og breytist
kafla- og greinatala samkvæmt
því:
a. (53. gr.) Nú vilja tveir eða
fleiri bændur stofna til félags-
búskapar á jörð í stað þess að
stofna á henni nýbýli eða reka
félagsbúskap í byggðahverfi,
sem landnám ríkisins hefur
undirbúið, og skal það þá til-
kynnt nýbýlastjórn, er veitir
til þess samþykki sitt, að full-
nægðum eftirtöldum skilyrð-
um:
1. Landstærð og önnur skil-
yrði til búrekstrar séu að
dómi nýbýlastjórnar nægi-
lega góð til að fullnægja
þeim fjölda heimila, sem til
skal stofnað.
2. Fyrirhuguð sé eigi minni
bústærð en 20 kúgildi (400
ær) fyrir hvert heimili.
3. Hver fjölskylda hafi sér-
íbúð.
4. Vélar allar og verkfæri til
ræktunar, fóðuröflunar og
annars, er tilheyrir hinum
sameiginlega rekstri, séu
sameign búsins.
5. Gerður verði samningur
um fyrirkomulag hins sam-
eiginlega félagsrekstrar og
sé hann þinglesinn. Skulu
þar tilgreind eignarhlutföll
aðila í jörð, húsum og bú-
vélum, mannvirkjum jarðar
og bústofni. Enn fremur sé
tilgreint, hvemig reiknings-
haldi, arðskiptingu og ú-
hættu sé fyrir komið. í
samningi skal og fram tek-
ið, hvaða meðferð skal hafa,
ef einn eða fleiri aðilar
ganga úr félagsrekstrinum.
Skylt er þó, ef nýr aðili tek-
ur við réttindum og skyld-
|----------------------------4
VÍSA VIKUNNAR
Ég lit til sólarlagsins
og lifið í brjósti hlær.
I dag er ég hetja dagsins
en dæmdur moður í gær.
J. R. Th.
4----------------------------1
um fráfaranda, að það sé
tilkynnt nýbýlastjórn og
leitað samþykkis hennar á
breytingunni. Heimilt er þó
þeim, sem eftir eru í félag-
inu, að kaupa hlut þess, er
úr gengur, ef samkomulag
verður um endurgreiðslu á
framlögum landnáms ríkis-
ins.
b. (54. gr.) Að fullnægðum skil-
yrðum 53. gr. skulu stofnendur
félagsbúsins hafa rétt til hærri
lúna úr Stofnlánadeild land-
búnaðarins til ræktunar og úti-
húsabygginga en gildir um
einstaklingsbúskap. Nemi sú
hækkun 20% af kostnaðar-
verði, þannig að til fram-
kvæmda, er njóta ekki fram-
lags samkvæmt jarðræktarlög-
um, sé hámarkslánsfj árhæð
80% af kostnaðarverði. Til
þeirra framkvæmda, er fram-
lags njóta samkvæmt jarðrækt-
arlögum, skal einnig greiða
20% hærra framlag, svo að
lán og framlag nemi samtals
80% af kostnaðarverði við-
komandi framkvæmdar.
Enn fremur skulu þau lán,
sem veitt eru til framkvæmda í
félagsbúskap samkvæmt þess-
um reglum, veitast til allt að
þriðjungi lengri lánstíma en
önnur sambærileg lán. Að öðru
leyti skulu stofnendur félags-
búskapar njóta sömu réttinda
og aðrir nýbýlastofnendur,
þegar um fjölgun býla er að
ræða.
c. (55. gr.) Auk nýbýlastj órnar
skulu bæði Búnaðarfélag ís-
lands og búreikningaskrifstofa
ríkisins aðstoða stofnendur
félagsbúskapar í öllum þeim
atriðum, er við koma starfsemi
þessara stofnana.
d. (56. gr.) Onnur atriði, er mál
þetta varðar, skulu fram tekin
í reglugerð.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Greinargerð.
Um nokkurt skeið hefur mjög
verið rætt um vandamál hins ís-
lenzka landbúnaðar. Er það sízt
að ástæðulausu, því að allmjög
kreppir að honum, e. t. v. mest í
þeim héruðum, sem styttra eru á
veg komin hvað tækniframfarir
snertir eða markaðaðstöðu hafa
lakari.
Sú staðreynd blasir þó við, að
síðustu tvo áratugi hefur þessi at-
vinnuvegur tekið gagngerðum
stakkaskiptum. Fólki, sem við
hann vinnur, hefur mjög fækkað,
en samt heíur framleiðslan mjög
vaxið. Nefnd skulu þau dæmi, að
árið 1940 voru íbúar sveitanna
taldir vera 37300, en allur fólks-
fjöldinn í landinu 121400. Hafa
þá ca. 31% allrar þjóðarinnar átt
heima í sveitum. Nú er hins vegar
allur fólksfj öldinn kominn yfir
180000, en íbúar sveitanna örugg-
lega komnir niður fyrir 30000 og
líklega ekki orðnir nema 16—
17% af þjóðarheildinni. Þannig
hefur neytendaf j öldinn, sem kaupa
þarf landbúnaðarvörur, aukizt um
50% á ekki lengri tíma, en þeim,
er við framleiðsluna vinna, fækk-
að a. m. k. um 25%.
Um framleiðsluaukninguna
nægir að benda á það, að 1947
var innvegin mjólk til mjólkurbú-
anna 29 530 000 kg, en 1962 var
hún 80 000 00 kg og hafði því
vaxið um 58770 þús. eða þre-
faldazt.
Kj ötmagn sláturhúsanna nam
1947 ca. 5 664 000 kg, en var 1962
11 þús. tonn, eða nærri tvöfaldað.
Sú fullyrðing, sem áður er
fram sett, að nú kreppi að land-
búnaðinum, gæti verkað sem
öfugmæli ú hvern þann, er les
þessar tölur án frekari athugunar.
Þó er hún viðurkennd, og skal
gerð grein fyrir helztu ástæðum.
Sem kunnugt er, hefur orðið
mjög mikil tæknibylting á þessum
árum. Stórvirkar framræsluvélar
hafa þurrkað mikil landflæmi. í
kjölfar þeirra hafa komið ámóta
stórvirkar jarðvinnsluvélar, sem
unnið hafa landið til ræktunar í
margföldum mæli við það, sem
nokkru sinni hefur gerzt áður.
Jafnframt þessari auknu ræktun
hefur bændastéttin fengið mjög
mikið magn af bæði heyvinnu-
vélum og öðrum tækjum, er nú-
tímabúskap tilheyra. Allt hefur
þetta valdið hinni miklu fram-
leiðsluaukningu og komið í veg
fyrir það, að skortur yrði á inn-
lendum búnaðarvörum til neyzlu,
en án hennar hefði áreiðanlega
mátt eyða ósmáum gjaldeyris-
fúlgum til að greiða innflutning
slíkra vara.
Þessi tæknibylting hefur kostað
mikið fé. Veðtryggt lánsfé í land-
búnaðinum var hverfandi lítið
fyrir tveim áratugum. En um s.l.
áramót var útistandandi fé í lána-
deildum landbúnaðarins 559.9
millj. kr. Eru þar saman taldar
skuldir bændanna sjálfra við
deildirnar og fyrirtækja, er úr af-
urðum hans vinna. Af þessu láns-
fé greiðir landbúnaðurinn nú á
þessu ári 56.1 millj. kr. í ársgjöld,
þ. e. samanlagðar greiðslur vaxta
og afborgana.
Ýmsum, sem sjá þessar tölur,
kann að þykja sem hér sé um
óhæfilega háar fjárhæðir að
ræða, er landbúnaðurinn hafi
þannig fengið í lánsfé. Svo getur
þó ekki talizt. Býlin á landinu eru
talin milli fimm og sex þúsund.
Væri um jafna skiptingu að ræða,
næmi meðaltalið aðeins 100—120
þús. kr. á býli, þar með talið það,
sem liggur í vinnslufyrirtækjum.
Verkamaðurinn
En auðvitað er hér einnig um
mj ög mikla misskiptingu að ræða,
eins og á stærð og framleiðslu-
tækni hinna ýmsu búa. Er sú mis-
munur e. t. v. ein af meiri háttar
vandkvæðum landbúnaðarins nú.
T. d. mun því ekki verða neitað,
að vegna þess, hve mörg búin eru
of lítil, hefur hinn nýi vélakostur,
er kostað hefur mikið fé, bæði í
stofni og rekstri, ekki notazt alls
staðar svo vel sem skyldi.
Skal þá vikið að fólksfækkun-
inni. Sú þróun, sem lýst hefur ver-
ið, hefur gert það að verkum, að
vinnufólk á sveitaheimilum, eins
og títt var í fyrri daga, er ekki
lengur til. Sömuleiðis má alveg
heita horfið aðkeypt verkafólk
um vissa tíma ársins, hið svo-
nefnda kaupafólk, er mjög var
algengt um heyskapartímann víð-
ast hvar um land. Sveitabúskapur-
inn er orðinn einyrkj abúskapur,
þar sem hjónin hafa annaðhvort
enga vinnuaðstoð eða börn sín
misjafnlega stúlpuð. Jafnframt
þessu hafa störfin orðið marg-
brotnari, að sumu leyti vegna vél-
tækninnar, og krefjast því raun-
verulega meiri verkaskiptingar í
stað minni, sem verður í reynd:
Einyrkjabóndinn þarf að vera
jafnvígur á öll þau störf, sem nú-
tímabúskapur krefst. Reynslan er
líka sú, að þótt vélarnar hafi leyst
vel það hlutverk að auka fram-
leiðsluna, þá hafa þær ekki fækk-
að vinnustundum bændanna.
Þvert á móti mun allur þorri ís-
lenzkra bænda vinna nú fleiri
vinnustundir heldur en áður var.
Kemur þar mjög til greina, að við
ýmsar greinar landbúnaðarins, t.
d. mjólkurframleiðsluna, er aldrei
frídagur. Líklega má telja á fingr-
orlofsfrí, þótt ekki væri nema
um sér þá bændur, sem geta tekið
nokkra daga ár hvert.
Þetta ástand er að verða mjög
mikið vandamál og vaxandi með
ári hverju. Úr því verður ekki
bætt nema með því að gera búin
stærri, svo að þau þoli að greiða
vinnukraft fleiri manna og þá
jafnframt framfærslu fleiri fjöl-
skyldna. Á þann eina hátt getur
skapazt eðlileg verkaskipting og
möguleiki á hvíldartíma og þann-
ig losað nokkuð um þá vinnu-
fjötra, sem einkenna einyrkjabú-
skapinn. Enn fremur mundi skap-
ast grundvöllur fyrir bætta nýt-
ingu véltækninnar. I því sambandi
skal á það bent, hve mjög hún
færist í aukana á þann hátt, að
vélar sömu tegundar verða sífellt
stærri og jafnframt dýrari, bæði
hvað snertir stofnkostnað og
rekstur, og krefjast því meira
verkefnis, ef notkun þeirra á að
byggjast á hagrænum grunni.
Þetta tvennt, sem hér hefur
verið bent á, kallar því beinlínis
á stærri búseiningar en við rekum
almennt nú.
Þá vaknar spurningin: Á hvern
hátt getur þetta gerzt? Þar er í
raun og veru ekki nema um tvær
leiðir að velja. Ýmsir kynnu að
vilja tiltölulega fá stórbú í eign
einstaklinga, er eingöngu væru
rekin með aðkeyptu verkafólki.
Yrði þróunin slík, mundi hinum
eiginlegu bændum fækka mjög
mikið. Sterkar líkur eru til, að
slíkt sé bændastéttinni ekki að
skapi, auk þess sem litlar líkur
eru til, að þessi leið sé framkvæm-
anleg við okkar þjóðfélagsaðstæð-
ur. Gerðar hafa verið tilraunir í
þessa átt af örfáum einstaklingum,
en yfirleitt ekki borið góðan ár-
angur.
Þá er hin leiðin, sú sem gert er
ráð fyrir í þessu frumvarpi, að
beina þróuninni í átt til félags-
búskapar, þannig að hann leysi
smátt og smátt einyrkj abúskapinn
af hólmi. Auðvitað mundi það
taka sinn tíma og máske seint gert
að fullu.
Því hefur einatt verið haldið
fram, ekki sízt af ýmsum stjórn-
málaleiðtogum, að bændastéttin
væri of rík af einstaklingshyggju
til að vilja sætta sig við slíkan fé-
lagsrekstur. Um þetta má auðvit-
að endalaust deila. En margt
bendir til, að vegna þeirra að-
stæðna, sem hér hefur verið lýst,
sé að skapast hið gagnstæða við-
horf. Á opinberum vettvangi, t. d.
í blaðaviðtölum við bændur víðs
vegar um land, heyrast nú ætíð
fleiri raddir í þá átt, að einyrkja-
búskapurinn sé ekki skipulag
framtíðarinnar, heldur sé það að
sýna sig betur og betur, að finna
verði annað rekstrarform í sam-
ræmi við kröfur tækninnar. Og
hefur niðurstaða flestra orðið sú,
að félagsreksturinn einn komi til.
greina.
Með frumvarpi þessu er svo til
ætlazt, að ríkið komi nokkuð til
móts við þá aðila, er reyna vilja
félagsrekstrarfyrirkomulagið. Sé
það gert með því að veita bæði
hærri lán og framlög og veita lán-
in til lengri tíma. Slík fyrirtæki.
þurfa að byggjast upp á tiltölu-
lega skömmum tíma og krefjast
því þess, að stofnfjármagn sé þeg-
ar fyrir hendi. Hins vegar má
vænta þess, að nokkrir fjármunir
geti sparazt, ekki sízt í rekstri, við
þetta fyrirkomulag, og hagkvæm-
ara búrekstrarform. Hér er svo
mikið í húfi, að ríkisvaldið verð-
ur að styðja þá, sem vilja reyna
nýjar leiðir, og hjálpa til að örva
þróun í þá átt, sem hagkvæmust
reyndist.