Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.04.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 10.04.1964, Blaðsíða 5
------------------------ SKRJÁF í SKRÆÐUM OG ENN FRÁ EIRÍKI KOPARHAUS Eiríkur sækir kúta tvo Að vetrarlagi var Eiríkur eitt sinn sendur norður ó Strandir til að sækja þangað kúta tvo til smiðs nokkurs. Þó voru snjóalög mikil og illt að ferðast. Eiríkur batt snæri um kútana og setti um öxl sér, ann- an ó bak og hinn fyrir. Á heimleið- inni gisti hann ó Melstað í Miðfirði hjó séra Halldóri prófasti Amunda- syni. Þegar Eiríkur leggur af stað um morguninn, höfðu krakkar ó staðn- um fyllt bóða kútana af vatni. Ei- ríkur tók þó ekki eftir neinni breyt- ingu, þegar hann axlaði þó. Kvaddi hann svo og gekk úr hlaði. En þó hleypur einn hrekkjalómurinn til og tekur sponstappann úr þeim kútn- um, sem ó bakinu var, svo allt vatn- ið rann úr honum. Þessa varð Ei- ríkur ekki heldur var, en kúturinn, sem að framan var, seig nú heldur niður og ótti hann óhægt með byrði sína. En heima ó hlaðinu skemmti fólk sér við að horfa ó vandræði Ei- ríks, þar til prófastur kom út og só, að hér mundu einhverjir hrekkir viðhafðir. Hljóp hann ó eftir Ei- ríki og kom vitinu fyrir hann. — Tæmdu þeir svo hinn kútinn og Ei- ríkur hélt í ófangastað. Hestlónið Svo bar til einu sinni, að Eiríkur kom að Víkuró í Hrútafirði. Var hún þó ! svo miklum vexti, að hún þótti óvæð. Eiríkur ætlaði samt að leggja í óna, en þó kom bóndinn í Skól- holtsvík að, og bauð Eiríki að lóna honum hest yfir. — Það er hreinn óþarfi, elsku vinurinn, segir Eiríkur, — og snún- ingarnir verða af því. Bóndi leggur þó að honum að þiggja hestinn. Lét Eiríkur að lok- um tilleiðast. Hestur er sóttur og Eiríkur ríður honum yfir óna, en veður síðan yfir um aftur og teym- ir hestinn eftir sér. Þakkar hann bónda með mörgum fögrum orðum fyrir hestlónið. — Þú ert ekki með öllum mjalla, segir bóndi, að koma vaðandi með hestinn. — Ojú, hjartað mitt, svaraði Ei- ríkur. — Heldurðu að ég sé sá bölvaður fantur, að skila ekki því, sem mér er lánað. Eirikur og Guðmundur Goddi Það var einhverju sinni, að Ei- ríkur var á gangi eftir Holtsfjörum i Saurbæ og bar á bakinu mikið af hákarlsstykkjum. Hittir hann þá mann, sem Guðmundur hét, Jóns- son, og var kallaður Goddi, þvi að hann hafði lengi verið á Godda- stöðum í Laxárdal. Guðmundur þessi þótti heldur klækjamenni og ófyrirleitinn. Hann heimtar nú að Eiríkur láti laust við sig nokkuð af hákarlinum. — Ekki verður af þvi, elsku vin- urinn, svaraði Eiríkur, — að ég láti það af hendi við nokkurn mann, sem minn sannkristni náungi hefur trúað mér fyrir. Þá tók Guðmundur upp hníf og ætlaði að skera nokkrar beitur úr byrði Eiriks. Eiríkur snaraði þá byrð- inni af sér, þreif til Guðmundar, tók hann á öxl sér og hljóp með hann niður að sjávarmáli, tvíhenti honum siðan fram í sjó og sagði: — Hér skalt þú nú drekkjast og deyðast, eins og hann Faraó í hafinu rauða. Skildi þar með þeim, Eiríkur tók byrðar sínar og hélt á- fram, en Goddi skreiddist til lands og þorði ekki að glettast frekar við hann. Vildi ekki tviborga Guðmundur átti dóttur þá, er Guðrún hét. Eiríkur hafði átt eitt- hvað vingott við hana, en föður hennar ekki slíkt að skapi. Eitt sinn bar fundum þeirra Eiríks og Godda saman skammt frá Fjarðarhorni i Kollafirði. Krafðist Goddi þá bóta af Eiríki fyrir það að spilla mann- orði dóttur sinnar. Eiríkur svaraði: — Ekki verður af því, hjartans lífið, að ég tvíborgi sama hlutinn. Eg lét hana fá silkiklút og hangi- kjötskrof og það er nóg. Þá þreif Goddi til hans og sagð- ist sjólfur mundi skammta sér laun- in. Eiríkur snerist skjótt til varnar, varpaði af sér byrðinni og tók held- ur óvægilega á móti. Urðu þar með þeim miklar sviptingar, því Goddi var hraustmenni lika. Lauk þó svo, að Eiríkur hafði hann undir. Þá seildist hann í steinvölu, rak hana upp i Guðmund af afli miklu og linnti ekki fyrr en hún small inn fyrir tanngarðinn. Síðan lét hann Guðmund standa upp og sagði um leið: — Svona er nú farið með nautin, þegar búið er að drepa þau. Hélt svo leiðar sinnar. Guðmundi tókst ekki að ná út úr sér steininum, en skreiddist við ill- an leik til næsta bæjar; hitti þar heimamenn og benti þeim upp í sig, þvi að hann gat engu orði upp kom- ið. Kjálkar hans voru orðnir mjög stirðir og bólgnir, en nærfærnar kon ur lögðu bakstra við og síðan var hvolfturinn glenntur upp með tré- fleyg. Tókst að lokum að ná stein- inum, en Goddi hlaut að líða hin mestu harmkvæli. Eftir þetta glett- ist hann aldrei við Eirik. Eiríkur koparhaus var fæddur ná- lægt 1780 og dó 1838. Banamein hans var æxli fsennilega krabba- mein), sem hann fékk á hálsinn, og var álitið að það kæmi undan snæri þvi, sem hann bar í byrðar sinar. VERKAMAÐURIN N fæst í Reykjavík í Bókabúð KRON og Söluturninum, Austurstræti 18. Á Húsavík í Bóka- og blaða- sölunni. Kringsjá yikunnar Messoð i Akureyrarkirkju kl. 10.30 f. h. á sunnudaginn kerriúr. Ferming. — Sálmar nr. 318, 590, 594—648, 591. — P. S. Til Akurcyrarkirkju frá O. S. kr. 200.00 og M. S. kr. 500.00. Til viðgerðar á myndarúðunni frá Svanberg Arnasyni kr. 100.00. — Beztu þakkir. — P. S. Slysavarnafélagskonur, Akureyri. Munið fundina í Alþýðuhúsinu föstudaginn 10. apríl. Fyrir yngri deildina kl. 4.30 e. h. og eldri deild- ina kl. 8.30 e. h. Slysavarnardeild kvenna hefur borizt 1 2 þús. kr. gjöf frá ónefndri konu til minningar um tvo bræður hennar. - Hjartans þakkir. Sesselja. MuniS minningarspjöld Kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við Barnaheimilið Pálm- holt. Minningarspjöldin fást í Bóka- búð Jóhanns Valdemarssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur, Hlíðarg. 3. Minjasafnið á Akureyri verður lokað um óákveðinn tíma vegna breytinga. — Safnvörður. Kylfingar. — N. k. laugardag kl. 1.15 verður keppni í unglinga- deild (12-—16 ára). - N. k. sunnu- dag kl. 8.30 verður bikarkeppni (18 holur). Forgjöf 2/3. — G. A. Frá kolœSlu K.E.A. Vegna erfiðleika á heimsendingu kola verður fyrst um sinn ekki hægt að hafa neina ákveðna heimsendingardaga. Eru menn því vinsamlegast beðnir að fylgjast vel með birgðum sínum og panta kolin með ríflegum fyrirvara. KOLASALA K.E.A. - Sími 1108. BOKMENNTAFELAGIÐ MAL OG MENNING LAUGAVEGI 18-RVÍK-PÓSTHÓLF 392 -SÍMI 15055 OG 22973 Fyrsta félagsbók órsins 1964 kom út í marz: FORSETI LÝÐVELDISINS, sérstæS og áhrifamikil skáldsaga eftir mesta skáld- sagnahöfund Suður-Ameríku, Miguel Angel Asturias, þýð. Hannes Sigfússon. TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR, 1. hefti ársins 1964 er að koma út. Önnur félagsbók þessa árs verður OFVITINN eftir Þórberg Þórðarson, í einu bindi. Kemur út í október. Meðal stórvirkja sem Mál og menning hefur ráðizt í er útgáfa vandaðrar MANNKYNSSÖGU ritaðrar af ýmsum fremstu sagnfræðingum vorum. Fimmta bindið kemur út á næsta ári. ATHUGIÐ! Árgjald Máls og menningar er nú kr. 450, þ. e. minna en verð tveggja meðalstórra bóka. I því er innifalið áskriftargjald að Tímariti Máls og menningar, sem kemur nú út fjórum sinnum á ári, á 5. hundrað blaðsíður. Það er löngu viðurkennt sem merkasta íslenzka tímaritið. En auk þess fá félagsmenn tvær TILBOÐ TIL NÝRRA FÉLAGSMANNA: Þeir sem ganga í Mál og menningu á tímabil- inu 1. apríl til 15. júní íá allar útgáfubækur ár- anna 1955—1959,1 í bandi, ásamt Tímaritinu, fyrir aðeins 300 kr. Snúið yður til Bókabúðar Máls og menningar í Reykjavík, eða sendið seðilinn hér að neðan með nafni yðar og heimilisfangi til Máls og menningar og yður verða sendar bækurnar 1955—1959 ásamt fyrstu bók þessa árs. Þér greiðið aðeins 300 kr. við móttöku þeirra, en félagsgjald þessa árs verður innheimt við út- komu annarrar bókar ársins. © til þrjár valdar bækur fyrir árgjald sitt. Gætið þess að flestir þeir íslenzkir höfundar sem mest kveður að koma út hjá Heimskringlu, en Heimskringlubækur fá fé- lagsmenn með 25% afslætti. — Að beztu erlendu skáldsög- urnar koma út hjá Máli og menningu. 1 Halldór Laxness: Alþýðubókin — Peter Freuchen: Ævintýrin heilla — Artur Lundkvist: Drekinn skiptir ham — William Heinesen: Slagur vindhörpunnar, skáldsaga — Jón Helgason: Handritaspjall — Jorge Amado: Ástin og dauðinn við hafið, skáldsaga — A. Sternfeld: Hnattferðir -— Bjarni Benediktsson: Þorsteinn Erlingsson — Zaharia Stancu: Berfætlingar, skáld- saga (tvö bindi). Föstudagur 10. apríl 1964. Verkamaðurinn — (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.