Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.04.1964, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 10.04.1964, Blaðsíða 6
Hdshólakór fró Texas ó Akureyri Verkamaðurinn Fösfudaqur 10. apríl 1964 ■^■BBiBBBflBBBEBBsBBBBHBBI Fréltabréf úr Höfiahrqipi Sl. miðvikudagskvöld fóru fram tónleikar í Akureyrar- kirkju. Var þar kominn 40 manna kór frá ríkisháskólanum í Norður-Texas. Kórinn hefur verið á tónleikaferðalagi um Ev rópu að undanförnu og kom hingað frá Finnlandi og Sví- þjóð. Háskólakór þessi er stofnaður árið 1938 og núverandi stjórn- andi hans, Franch Mc Kinley, hefur stjómað honum síðastlið- in sextán ár. Hefur kórinn hald- ið tónleika víðsvegar um Banda- ríkin við mikinn orðstí, en söng- för þessi til Evrópu er farin á vegum bandaríska utanríkisráðu neytisins. Er það einn liður í á- Frá Húsavík Gæftir hafa verið mjög góð- ar, afli í net sáralítill en heldur skárri á línu og stöku sinnum góður, t. d. fékk Andvari tæp 8 tonn á laugardag og 9 tonn dag- inn eftir. Hrognkelsaveiði hefur gengið vel og er mjög mikið stunduð. Þannig eru t. d. tveir stórir bát- ar á þeim veiðum, báðir yfir 20 tonn, þeir Vilborg og Freyja. Hefur Vilborg aðallega veitt austur við Sléttu, en Freyja við Flatey. Byggingaframkvæmdir eru ekki að ráði hafnar. Þó hefur verið unnið talsvert við hafnar- gerðina, við trébryggjuna innan á aðalbryggjunni og við upp- gröft og uppfyllingu. Nýlega lézt af slysförum í Sandgerði 17 ára piltur frá Húsavík, Víkingur Víkingsson, Vallholtsvegi 11. Foreldrar hans eru Erla Steingrímsdóttir og Vík ingur Baldvinsson. Skákmóti Húsavíkur er ný- lokið. — Skákmeistari Húsavík- ur varð Hjálmar Theódórsson, en hann sigraði í öllum sínum skákum í meistara- og 1. flokki. í öðrum flokki sigraði Haf- liði Þórsson og í þriðja flokki Sigurgeir Jónsson. VlSA VIKUNNAR Gróður jarðar, gæðatíð gildi landsins sanna. Ríkisstjórnar rok og hríð reynir ó taugar manna. x. ------------------—----—> ætlun Bandaríkjastjórnar um menningarkynni. — (Cultural Presentation Programme). Á efnisskrá voru verk eftir bandaríska nútímahöfunda, auk kirkjutónlistar og bandarískra þjóðlaga. Allur flutningur kórsins var frábær, fágaður og nákvæmur og raddgæði mikil, ekki sízt sópr anraddirnar, sem voru sérlega hljómfagrar. Það hefði verið fengur að fá Lárus J óhannesson, fyrrver- andi hæstaréttardómari, á nú sem kunnugt er í hörðum mála- rekstri við útgefendur „Frjálsr- ar þjóðar“. Heimtar hann þá suma fangelsaða, löghald á eig- um annarra og hálfa milljón í miskabætur o. fl. í einu ákæruskjalinu, (sem er aðeins 72 folio-síður) segir hinn hógværi dómari: „Það eru engir smáhlutir, sem þessir andlegu vesalingar, sem að Frjálsri þjóð standa, leyfa sér.“ (Að kritisera hæstaréttar- dómara). Og enn segir hann: „Þessir menn, sem að Frjálsri þjóð standa, eiga það sameigin- legt, að þeir eru margir fæddir og aldir í fátækt, og allir eiga þeir sammerkt í því, að þeir hafa ekki hlotið þá aðstöðu í lífinu og þjóðfélaginu, sem þeir telja hœfi leika sína, menntun og gáfur eigi að gefa þeim aðgang að. Þess .Gjflíir eru yður gefonr' Morgunblaðið kallar Ey- firðinga músarrindla „Velvakondi" Morgunblaðsins reynir að gera lítið úr aðvörunum Verkamannsins og fulltrúo Alþýðu- bandalagsins i bæjarstjórn Akur- eyrar um eitrunaróhrif fró fyrirhug- aðri aluminiumverksmiðju við Eyja- fjörð. I greininni segir: „Þeir, (þ. e. kommúnistar, sem Mbl. kallar) lögðust sem sagt gegn byggingu aluminiumverksmiðju í Eyjafirði ó þeim forsendum, að ó- hollusta gæti stafað af reyk fró verksmiðjunni. EN GÆTI EKKI HÁVAÐINN FRÁ VERKSMIÐJUNNI LÍKA HAFT LAMANDI ÁHRIF Á MUSARRINDL ANA í EYJAFIRÐI? HEFUR DÝRA- VERNDUNARFÉLAGIÐ SOFNAÐ Á VERÐINUM?" Fyndið, og jafnframt rökfast blað, Morgunblaðið. að kynnast fleiri hliðum þessa ágæta kórs, en efnisskráin gaf tilefni til, þar eð hún var nokk- uð einhliða. Akureyringar sýndu, að þeir kunna að meta góðan kórsöng og fylltu kirkjuna svo, að hvert sæti var skipað og margir urðu frá að hverfa. Tónleikar þessir voru hinn á- nægjulegasti viðburður í fá- skrúðugu tónlistarlífi bæjarins. S. G. vegna fyllast þeir hatri til þeirra, sem betur eru settir í þjóðfélag- inu . . . “. Þá veit maður það: Allir fá- tæklingarnir eða afkomendur fá tæklinga, eru og hafa alltaf ver- ið krypplingar, heimskir og ill- gjarnir. (Aumingja Hallgrímur sál. Pétursson!) Ihalds- og auðjöfurinn Lárus Jóhannesson getur hins vegar frekt úr flokki talað, því að í æðum hans rennur hreint sýslu manna- og bæjarfógetablóð frá báðum ættum. Það er munur að vera mað- ur . . . meira að segja sjálfstæð- ismaður. Eg skal segja ykkur það. Gunnar Eyjólfsson leikur Galdra-Loff á Akureyri Ákveðið hefur verið, að næsta verkefni Leikfélags Akureyrar verði Galdra-Loftur Jóhanns Sig urjónssonar. Leikstjóri verður Ragnhildur Steingrímsdóttir, en Gunnar Eyjólfsson frá Reykja- vík leikur titilhlutverkið sem gestur Leikfélagsins. Er mikill fengur að því, að Gunnar skuli hafa gefið kost á að koma hing- að og fara með hlutverk þetta. Gunnar er einn vinsælasti og mest metni leikari landsins um þessar mundir, og hann hefur áður farið með þetta hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Áætlað er, að sýningar á Galdra-Lofti hefjist snemma í maí. jr r TBUÐ óskast til leigu. — Upplýsingor í simum 1516 eða 2654. ÞORSTEINN JÓNATANSSON Tíðarfar hefur verið einmuna gott í vetur, og muna menn vart annað eins. Snjór sést ekki nema í fjallabrúnum, og klaki er vart til í jörð. Atvinna hér á Skagaströnd er svo til engin. Fjórir bátar fóru héðan suður á vertíð eftir ára- mótin og einn bátur í haust á síldveiðar. Var það Húni 2. Skip stjóri á honum er Hákon Magn- ússon. Aflaði hann vel á síld- veiðunum í vetur, en stundar nú veiðar í net. Hinir bátarnir, sem fóru suður, eru: Húni 1., skip- stjóri Gylfi Sigurðsson, Helga Björg ,skipstjóri Jón Ólafur ív- arsson, Keilir, skipstjóri Gunn- ar Sveinsson, og Hrönn, skip- stjóri Júlíus Árnason. Hafa þess ir bátar aflað sæmilega að því er ég bezt veit. Þeir leggja fisk- inn á land í Grindavík. Þann 14. marz sl. fór fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd jarðarför frú Sigríðar Guðna- dóttur, konu Páls Jónssonar skólastjóra á Breiðabliki á Skaga MYNDASÝNING í Barnaskóla Akureyrar Hingað til Akureyrar hefur borizt snotur sýning barnateikn- inga frá Minsk í Hvíta-Rúss- landi. Teikningarnar eru eftir 5—14 ára börn. Sýning á teikningunum verð- ur opin almenningi frá kl. 14 til 16 nk. sunnudag, en síðan munu þær hanga uppi í skóla- stofum Barnaskólans nokkra daga. AN boönr til rdöstefou Alþýðusamband Norðurlands hef ur boðað til róðstefnu um launamól ó Akureyri dagana 18. og 19. april nk. — Verða þar væntanlega mætt- ir fulltrúar fró flestum eða öllum félögum innan sambandsins og einn ig fulltrúar fró Alþýðusambandi Austfjarða. Til róðstefnu þessarrar er boðoð til að ræða næstu aðgerðir ■ launa- mólum og samræma undirbúning félaganna, en öllum mun Ijóst vera, að ekki er hægt annað en félögin hefji ó næstunni launabaróttu svo mjög sem allt verðlag hækkar nú og þar sem ekki er sjóanlegt að neitt lót ætli að verða ó þeirri þró- un móla. strönd, en hún andaðist í Lands- spítalanum þann 4. marz sl. — Sigríður heitin var ættuð frá Hvammi í Holtum í Rangárvalla- sýslu. Hún var mikil merkiskona, starfaði mikið að mannúðar- og menningarmálum og var m. a. formaður kvenfélagsins „Eining- ar“ hér á staðnum um langt skeið. Hún var formaður sókn- arnefndar Hólaneskirkju. Þeim hjónum Sigríði og Páli varð 6 barna auðið, sem öll eru hin mannvænlegustu. — Mikill fjöldi fólks víða að var við út- förina. Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson sóknarprestur jarðsöng og kirkjukór Blönduóskirkju söng undir stjórn Guðmanns Hjálm- arssonar, en frú Sólveig Sövik lék á orgelið. Veður var fagurt. Undarleg fyrirbæri hafa verið að undanförnu á Saurum í Skagahreppi. Um þau hefur svo margt verið skrifað og skrafað, að vart er við það bætandi, en skýringar fyrirbæranna hafa litl- ar fengizt. Á Saurum búa hjónin Margrét Benediktsdóttir og Guð- mundur Einarsson ásamt börn- um þeirra tveimur. Guðm. Kr. Guðnason. frd Goljhlúbb Ahureyrnr Að gefnu tileíni vill Golfklúbb- ur Akureyrar taka fram, að eng- inn, sem ekki er meðlimur klúbbsins, hefur heimild til að leika á golfvelli klúbbsins, nema með sérstöku leyfi klúbbstjórn- ar. - Klúbbgjaldið er kr. 500.00 á ári, og er öllum, sem náð hafa 16 ára aldri, heimil innganga í hann. Einnig er í ráði, vegna áhuga unglinga á íþróttinni, að stofna sérstaka deild fyrir unglinga á aldrinum 12 til 16 ára. Árgjald í þeirri deild verður kr. 150.00 á ári. Þeir, sem kynnu að hafa á- huga á að ganga í Golfklúbb Ak- ureyrar, eru beðnir að snúa sér til Gunnars Berg, símar 1024 og 1070. Golfklúbbur Akureyrar. PERUTZ ] litfilmur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524 fiedrfir í fÁtffkt — Andlegir vesnlingnr

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.