Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.05.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 22.05.1964, Blaðsíða 4
Er þá margföldiraartaflan orðin úrelt? Framh. af 3. siðu. etníaidlega vegna þess, að hann þekkir dálítið til marxismans, og veit því að þessa fullyrðingu sína getur hann ekki sannað með réttum rökum. En mér er nær að halda að flestir hinna kapp- anna éti þetta einfaldlega hver upp eftir öðrum eins og páfa- gaukar, samkvæmt reglunni: Gísli, Eiríkur, Helgi, faðir vor kallar kútinn. En hvað um þig, Blásteinn minn? Geturðu gefið mér nokkrar upplýsingar? Ég hélt nefnilega að marxisminn væri fyrst núna að verða veru- lega tímabær. Hins vegar hef ég athugað lítils háttar með saman- burði hvað mennirnir gætu átt við, — ef einhver merking er á bak við þetta, önnur en venju- legt slagorðapíp. Eftir ýmsum sólarmerkjum grillir helzt í það, að slagorðið um að marxisminn sé orðinn úreltur, styðjist við nokkuð, sem Marx gamli (og aðrir marxistar eftir hann) hafa ekki talið ástæðu til að gera sér- stakan fyrirvara um, heldur gengið út frá sem sjálfsagðri forsendu, af því þeir voru að tala við fullorðið fólk og reikn- uðu ekki með því sem fínast þykir á vesturlöndum þessi miss- eri: fólk, sem kallað er „am- erikaníserað“, þ. e. með greind- arvísitölu 10 ára barns (áunnin heimska). Það er að segja, að allir marxistar, sem svo geta kallast, hafa ævinlega talið það sjálfsagðast af öllu sjálfsögðu að í stéttabaráttunni (pólitík) glímdu þeir við vandamál sinn- ar samtíðar og tækju dæmin úr henni. Marx gamli taldi sig auð- sjáanlega ekki þurfa að hafa um það langan formála að marxist- ar á síðari hluta 20. aldar myndu glíma við aðstæður þess tíma- bils, en ekki þess tíma er hann sjálfur lifði á (slíkt er hins veg- ar verkefni sagnfræðinga í dag, marxískra ekki sízt, — og höf- uðnauðsyn hverjum marxista að kunna skil á sögunni). Tímarnir breytast Marx tók dæmin úr sinni sam- tíð (hvað annað?) — og fannst ekki að um slíkt þyrfti að hafa fyrirvara. En eru kenningar hans þess vegna orðnar úreltar? Því getur hver svarað sjálfur, sem kynnir sér kenningar hans og nennir að líta í kringum sig í þjóðfélaginu og í heiminum. Eða er það orðin úrelt kenning að fólkið á jörðinni þurfi að éta? Þetta er ekkert einsdæmi með marxismann. Við skulum taka dæmi. Torfi í Ólafsdal varð einna fyrstur manna til að kenna íslendingum að rækta jörðina. Ef við lesum frásagnir gamalla nemenda hans, sjáum við að verkfæri þau er þeir not- uðu voru önnur en þau, sem notuð eru við jarðrækt á íslandi í dag. Þau voru mun frumstæð- ari — og eru nú orðin úrelt. Aðferðirnar voru einnig aðrar (í samræmi við verkfærin) og eru einnig orðnar úreltar. En er þá stefna Torfa í Ólafsdal, að rcekta jörðina, orðin úrelt? Það held ég ekki. Eg veit ekki hvort börnum var kenndur reikningur uppi í sveit á íslandi fyrir hundrað ár- um. En ef það hefur verið gert, þá þykir mér mjög líklegt, að í reikningsdæmum hafi verið fjallað t. d. um sauðkindur. Aftur á móti í barnaskóla í borg á miðri 20. öld eru í reiknings- tíma frekar aðrir hlutir teknir til dæmis, jafnvel bílar eða tog- arar, sem ekki voru til fyrir hundrað árum. En er þá margföldunartaflan orðin úrelt? Þannig að heppi- legra væri og tímabærara að „grísa“ bara á það hvað tvisvar tveir eru mikið, eða jafnvel kasta upp um það krónu? Ekki er ég trúaður á það. Ég mæli fastlega með margföldunartöflunni. Ég mæli líka fastlega með marxism- anum meðan hann er gagnlegur og nauðsynlegur. Aftur á móti, þegar við erum komnir yfir á andlega planið þá reikna ég ekki með, að við höfum lengur brúk fyrir marxisma. Og þá munum við ekki nefna hann á nafn. Ég vil þó svekkja andmarxista með því, að örugglega mun þar held- ur enginn minnast á Hinn Frjálsa Vestræna Heim, né Hina Þrjá Ábyrgu Lýðræðisflokka. Með kærri kveðju og árnaðar- óskum. Jóhannes Straumland. (Millifyrirsagnir eru blaðs- ins. — Ritstj.) Verkamaðurinn Föstudagur 22. maí 1964 Húsgögi vii illm hsfi! ÁVALLT ALLT í ÍBÚÐINA í Ú R V A L I Ný sending af úflendum ULLARGÓLFTEPPUM BEDOLA teppi og dreglar í öllum stærðum og litum koma fram í búðina í dag. EPLAMAIIK Kr. 25.00 heildós. VINSÆL VARA OG GÓÐ Kjörbúðir Sumardvalarheimili Verkalýðsfélagsins Einingar að Húsabakka í Svarfaðardal verður starfrækt á tímabilinu 20. júní til 20. ágúst í sumar. Umsóknir þurfa að berast fyrir 5. júní n.k. Umsóknir barna félagsmanna Einingar hafa forgangsrétt til 31. maí n.k. Allar upplýsingar veittar á Skrifstofu verkalýðsfélaganna sími 1503 á venjulegum skrif- stofutíma og ennfremur á kvöldin kl. 19.30—21. Undirbúningsnefndin. VÍSA VIKUNNAR Sól vor gleðsf, er hlýjor hitinn, hljómar „Bítels"-log, og vér stautum æsiritin: Okurkarl og Dag. — x Hvítar bómullarpeysur Verð kr. 105.00 * Vírofnar sumarpeysur ódýrar. * Hvítar ullar-golftreyjur danskar. Verð kr. 446.00 Verzl. Ásbyrgi h.f. Veiðímena! Veiðistengur Hjól — Línur Flugur — Spænir Flotholt — Goggar PÓSTSENDUM JÁRN OG GLERVÖRUDEILD KVENFÉLAG AKUREYRARKIRKJU heldur AÐALFU N D í kapellu kirkjunnar mið- vikudaginn 27. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar að loknum fundi. Stjórnin. UNDIRKJÓLAR 100% nylon. Verð fró kr. 135.00 SKJÖRT Kr. 125.00 Markaðnrinn Sími 1261 SOKKAR P LOM B E I S A B E L L A 3 T A N N E N — Sumarlitirnir — Vefnaðarvörudeild TVÆR ÍBÚÐARHÆÐIR í miðbænum (4 íbúðir) TIL SÖLU. Selt allt í einu lagi eða hver fyrir sig. Lítil útborgun. Uppl. í síma 1548 frá kl. 1—6 e. h. og 1496. Sængurveradamask Verð kr. 65.00 m. Kvennærskyrtur Kr. 33.00. Verzlunin RÚN Skipagötu 6 Sími 1359 [ PERUTZ ] litfiímur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Simi 1524

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.