Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.10.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 09.10.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn Föstudasrur 9. október 1964 Kosíð til Alþýðusambandsþíngs Bílstjórafclag Akureyrar. I Bílstjórafélaginu fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla s.l. laugardag og sunnudag. Kosið var milli tveggja lista. A-listi, sem borinn var fram af stjóm og trúnaðarmannaráði félagsins hlaut 68 atkvæði, en B-listinn, sem Halldór Blöndal fékk hægri menn í félaginu til að bera fram, hlaut 51 atkvæði. Aðalfulltrúi Bílstjórafélags Akureyrar á þingi ASÍ verður því Baldur Svan- laugsson, en varafulltrúi Frið- rik Blöndal. Verkalýðsfélag Dalvíkur. Þar fór kosning nýlega fram og var Valdimar Sigtryggsson kosinn aðalfulltrúi en Árni Lár- usson til vara. Verkamannafélag Raufarhafnar. A Raufarhöfn hefur lítill tími verið til fundahalda að undan- förnu, en þó var fundur haldinn í Verkamannafélaginu á þriðju- dagskvöldið, og þar var for- maður félagsins, Páll Árnason, kjörinn til að mæta á ASÍ-þingi, en varafulltrúi er Hilmar Ágústs- son. Sjómannfélag Akureyrar velur sína fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing við allsherj arat- kvæðagreiðslu sem fram fer n.k. sunnudag og mánudag. Tveir Listar komu fram í félaginu, ann- ar borinn fram af stjórn og trún- aðarmannaráði félagsins og til- skildum fjölda félagsmanna með formann félagsins, Tryggva Helgason, og varaformanninn, Jón Helgason, í aðalsætum, en Helga Sigfússon og Hörð Frí- mannsson sem varafulltrúaefni. Hinn listinn er borinn fram af hópi félagsmanna, en fyrir áeggjan Halldórs Blöndals og greysins hans, Sigmars Sævalds- sonar. Þar eru í aðalsætum Júlí- us Bergsson og Sveinn Magnús- son, en í sætum varamanna Eið- ur Sigþórsson og Sævar Frí- mannsson. Ihaldssamvinna? Nokkur blaðaskr.if hafa að undanförnu orðið um það, hvernig næsta Alþýðusambands- þing muni velja forystu Alþýðu- sambandsins næsta kjörtímabil. Hefur því allmjög verið fleygt manna á milli og opinberlega í Alþýðublaðinu, að líkur væru á sambræðslustjórn manna frá íhaldsflokkunum og Alþýðu- bandalaginu. Um þetta má segja, að svo mæla börn sem vilja. Eins og Verkamaðurinn hefur áður bent á, eru allar horfur á, að á komandi Alþýðusambands- þingi muni stuðningsmenn stjórn arandstöðuflokkanna, þ. e. Al- þýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins, verða í meiri- hluta. Liggur þá alveg ljóst fyrir, að þessir stjórnarandstæðingar hljóta að hafa samstarf um stjórnarkosningu, eins og þeir hafa áður haft, en gæta þess að leiða ekki fulltrúa íhaldsins til sæta í höfuðvígi verkalýðshreyf- ingarinnar. Hver önnur afstaða eða gerð andstæðinga íhalds- flokkanna væri bein svik við umbjóðendur þeirra. Fari hins vegar svo ólíklega, að stuðningsmenn íhaldsflokk- anna verði í meirihluta á Al- þýðusambandsþinginu, þá verð- ur auðvitað ekki um annað að gera en viðurkenna þá stað- reynd, og þá taka þeir við stjórn Alþýðusambandsins og nota það sem tæki í þágu stjórnarflokk- anna og viðreisnarstjórnarinnar en gegn hagsmunum verkafólks í landinu. Slík útkoma yrði mikil ógæfa fyrir íslenzkt alþýðufólk. Nkákmenn frá Akureyri fara til Færeyja Fundir í Skákfélagi Akureyrar hófust í gærkvöld kl. 8. í Verzl- unarmannahúsinu. Fundarkvöld verða í vetur á mánudags- og fimmtudagskvöldum. Þeir sem ganga vilja í Skákfélagið geta sótt um það á venjulegum fund- arkvöldum eða til formanns. I síðari hluta október hefst haust- mót félagsins. Teflt verður vænt- anlega í öllum flokkum. Þar á eftir mun hefjast skákkeppni fé- laga og fyrirtækj a, svo sem verið hefur undanfarið. Eftir áramót annast félagið undirbúning að Skákþingi Norðlendinga. Þá hefur félagsstj órnin sam- þykkt að hefja undirbúning að því, að félagið fari kynnis- og keppnisferð til Færeyja á næsta sumri. Slík ferð verður félaginu mjög kostnaðarsöm. Til að auð- velda félaginu þann undirbún- ing, hyggst félagið gefa út fyrir jólin auglýsingablað í fjáröflun- arskyni og vonast stjórnin til að félagið njóti í því efni eigi minni vinsældar bæjarbúa og auglýs- enda en oftast áður, og styðji með því Skákfélagið. NEISTI Blað Æskulýðsfylkingarinnar er komið. Þriðja tbl. annar ár- gangur. Þetta er fjölritað blað, smekklegt, frumlegt og fullt af hugsjónum og list. Árgangurinn kostar kr. 100 og ættu allir ung- ir áhugamenn um þjóðmál og listir að kaupa það. Þorsteinn frá Hamri á þarna ljóð, sem lofar enn höfund sinn, hann er með þeim beztu. Allsherjarathvœðagreíðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör tveggja aðalfulltrúa og tveggja varafulltrúa Sj ómannafélags Akureyrar á 29. þing Alþýðusambands Islands fer fram í Verkalýðshúsinu, Strand- götu 7 sunnudaginn 11. október og mánudaginn 12. október og stendur yfir frá kl. 14 til kl. 22 báða dagana. Tveir listar eru í kjöri og liggja þeir ásamt kjörskrá frammi í skrifstofu verkalýðsfélaganna til loka kjörfundar. Kjörsrjórn Sjómannafclags Akureyrar. Símaskráin 1965 Vegna útgáfu nýrrar símaskrár, eru þeir símanotendur, sem óska að koma leiðréttingum eða breytingum í skrána, beðnir að senda þær skr.iflega á skrifstofu mína fyrir 15. október. Viðbætis við símaskrá 1964 má vitja á skeytaafgreiðsluna 3. hæð. Símasrjórinn. LEIÐRETTING í „fslendingi", sem út kom í morgun, er frá því sagt, að tveir listar hafi komið fram í Sjó- mannafélagi Akureyrar vegna kosninganna á Alþýðusambands- þing. Er það út af fyrir sig rétt, en síðan er tvítekið, að annar listinn, B-Iistinn, sé listi lýð- ræðissinna. Ekki er þess getið, hverra listi hinn sé. I þessu sambandi verður að benda á, að í Sjómannafélaginu er alls ekki um það að ræða, að listarnir séu bornir fram af ákveðnum pólitískum flokkum, „sinnum" eða „istum". Að A-listanum, sem borinn er fram af stjórn félagsins og trún- aðarmannaráði ásamt hópi fé- lagsmanna, standa þannig menn úr öllum stjórnmálaflokkunum, Samþykht IDjl) om innflutoíng enda hefur stjórn Sjómannafé- lagsins aldrei verið skipuð eftir neinum flokkslit, og þeir, sem þar eiga sæti nú skiptast á milli a. m. k. þriggja stjórnmála- flokka. Hitt er og til marks um það, hvers trausts formaður félagsins hefur notið innan félagsins, að í 29 ár hefur hann einróma verið kjörinn formaður félagsins, og nú, þegar þess var farið á leit við pólitíska andstæðinga hans innan stjórnarinnar, að þeir tækju sæti á lista gegn honum, B-Iistanum, neituðu þeir. Alveg tvímælalaust vegna þess, að nú sem fyrr treysta þeir Tryggva bezt til að fara með umboð fé- lagsins, enda mun vandfundinn sá maður, sem síðustu áratugi hefur unnið íslenzkri sjómanna- stétt jafnmikið gagn og Tryggvi Helgason. „Stjórnarfundur haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, föstudaginn 2. októ- ber 1964, mótmælir harðlega þeim ákvörðunum stjórnarvald- anna, að leyfa alfrjálsan og eftir- litslausan innflutning á erlend- um iðnaðarvarningi til landsins. Telur fundurinn að slík ráðstöf- un sé í alla staði háskaleg fyrir þann iðnað, sem hefur verið að þróast og vaxa í landinu. Lítur fundurinn einnig svo á að sú mikla og öra fjárfesting, sem lögð hefur verið í uppbygg- ingu iðnaðarins á undanförnum árum, hafi verið gerð á þeim grundvelli, að uppfylla á sem flestum sviðum þarfir þjóðar- innar, og spara með því erlend- an gjaldeyri og nýta innlent vinnuafl. En eins og nú er gjört með taumlausum ánnflutningi erlendra iðnaðarvara, er hér siglt þvert á þessa megin grund- vallarreglu hins íslenzka iðn- aðar. Stjórnin telur að þjóðin hafi ekki efni á að viðhafa slík vinnu- brögð, þar sem hér er raunveru- lega verið að flytja inn erlent vinnuafl og stuðla að samdrætti iðnaðarins, eða jafnvel stöðva hann með öllu. Nú þegar hefur orðið vart samdráttar í iðnaðinum í Reykjavík og einnig hér á Akur- eyri, þar sem a.m.k. eitt fyrir- tæki hefur sagt upp nær öllu starfsfólki sínu, og sölutregða gert vart við sig hjá öðrum. Hér er því um mikið vandamál að ræða sem ráðamenn þjóðfélags- ins verða tafarlaust að leysa í samræmi við hag og heill lands- manna." HEYRT Á GÖTUNNl AÐ krötunum i Reykjovík þyki þeir aldrei fá næg tækifæri til oð niða Akureyringa. AD þessvegna hafi þeir logið upp sögum af fódæma drykkjuskop í flugfcrð fró Akureyri til Surtseyjar, en ekki gætt þess, að ferðin var aldrei farin. AÐ loks hafi Brogí ritstjóri, tryggingameistari og von- biðill fundið verðugan krata til verðgæzlustarfa á Akur- eyri! Só heiti Emil Andersen.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.