Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.10.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 09.10.1964, Blaðsíða 2
r- A siónskífimni Togaraútgerð er nauðsyn Eina nótt I allt sumar höfum við glaðst af hinum gróskumikla skógi, sem vaxinn er upp víða hér á Akureyri. Elztu trén eru orðin geysihá og umfangsmikil. Það er unaður fyrir börn berangr- anna að finna angan trjáa og ganga um undir grænum þökum, sem lauf þeirra mynda yfir höfði manns. — Og fuglar himinsins byggja sér hreiður í greinum þeirra. En svo eina nótt, er haustið á ferð, forgengill vetrar. Það fer harkalega yfir með storminn og frostið að vopni. Þá veður mað- ur allt í einu elg visnaðra laufa hér á gangstéttunum. Það hreinsar enginn burtu þennan val, þau rotna, blotna og verða sleip undir fæti. Skal gatnahreinsunarfólk líkhrætt. Nokkur trjánna halda enn grænum blöðum, aðrar tegundir þola minna, visna lauf þeirra og fjúka í næðingum, en eftir standa naktar greinar. Þá fyllist hugur manns hryggð og kvíða. Þó íslendingar eigi nú við mildari og mildari vetur að búa og séu á allan hátt betur húnir undir vetur í fornu veldi sínu, þá óttast þeir enn þá Lurk, Pín- ing og Álftabana, skelfingin lifir í hlóði kynstofnsins. En nú verður fólk minna vart myrkurs og kulda, það er því ástæðulaust að hryggjast þótt maður vaði elg fallinna laufa. Við sigrum þennan vetur og eftir hann kemur nýr brumhnappur á tré. Sennilega verður þessi mildur. Togsfreifa Ég hef verið að lesa erlendar skáldsögur frá síðari hluta aldar- innar, sem leið. Það er mjög áberandi hve baráttan milli trú- ar og vísinda skipar þar stórt rúm. Þannig, að vísindamaður- inn á í sífelldri baráttu við þær trúuðu sálir, sem telja allt hans starf uppreisn og trúvillu. Sumir uppfinninga- og raunvísinda- menn þeirra tíma urðu jafnvel að þola það, að fj ölskyldumeð- limir brenndu formúlur þeirra og eyðilegðu vísindatæki til að bjarga þessum voðamönnum úr klóm satans. Togstreitan milli trúar og raunhyggju ætlar að verða lífseig. Má þó raunar segja, að svo hafi mál viðsnúist, að nú séu vísindasinnaðir menn álíka ofsækisfullir gegn þeim trúuðu eins og þeir trúuðu voru ------------------♦ áður gegn hinum. Efnishyggju- fólk telur víst hinn andlegasinn- aða nú engu minni vítismat, en öfugt var á fyrr. Annars er gaman að lesa fyrir- stríðsbókmenntir. Þá er von og mannleiki yfir verkum rithöf- unda. Bölmóðurinn skipar ekki annað eins rúm og eftir 1914. Bókin er spegilmynd síns tíma, þess vegna er hver góð skáldsaga um leið allmikil og traust sagn- fræði. Þetta á t. d. við um verk Kil- jans, þótt ýmsum þyki vont að viðurkenna. —0— Bækur Það er svo sem hinseg.in að vera að tala um bækur. Þeim fækkar árlega, sem lesa bækur, það er eitthvað gaufað í sorp- ritum og dagblöðum. En þegar sjónvarpið kemur, þá verður lítið lesið. Það er af sem áður var t. d. með áhuga manna á ljóðum. 1 tímaritinu Eimreiðin fyrir maí—ágúst, er kvæðið: Ávarp Fjallkonunnar á 20 ára afmæli lýðveldisins 1964, eftir Tómas Guðmundsson. Þetta hefði ein- hvern tíma þótt merkisatburður, því kvæðið er ort af manni, sem hingað til hefur þótt boðlegur, enda er kvæðið prýðisvel ort og tilefnið ekki einskisvert. Ég var fyrir sunnan, þegar það var flutt, en ég hef engan mann heyrt minnast á það, og ég hef engan heyrt minnast á það í Eimreiðarheftinu. Þetta kvæði hefði orðið umrætt, menn hefðu aflað sér þess í uppskriftum og átt, hér áður fyrr. Nú er þögn. I sama hefti eru tvær prýðis þýðingar á kvæðum eftir Fröd- ing, eftir hið listræna skáld Guðmund Frímann. Það hefði einnig þótt gaman að sjá fyrir stríð. Nú minnist enginn á þetta. En um hvað er dreymt, um hvað rætt. Troða menn nú kannske samanböggluðum peningaseðl- um í hjartagrófina? Með æskufjöri Það er með nokkrum kvíða, að maður opnar fyrir þætti æskufólks í útvarpi. Bítlaæðið og hin erlenda próventa ríður þar öllu á slig. En þess skal getið með þökk, að s.l. sunnudagskvöld hófst nýr þáttur æskufólks, sem bar nafnið Með æskufjöri, undir stjórn Ragnheiðar Heiðreksdóttur og Margur maður spyr nú þeirr- ar spumingar hver verða muni örlög íslenzkrar togaraútgerðar í náinni framtíð. Gömlu nýsköp- unartogararnir hafa margir hverjir legið í höfnum inni síð- ustu árin í algjörri vanhirðu, og þó í mestri vanhirðu þau skip, sem ríkissjóður hefur slegið eign inni á, eftir uppgjöf fyrri eig- enda. Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar er búin að losa sig við tvo af sínum togurum til útlendinga fyrir verð sem svarar því, að skipin væru höggvin upp í brota- járn, en eftir situr svo bæjar- félagið með skuldir skipanna og lamað fiskiðjuver sakir hráefnis- skorts. Ef þetta heitir viðreisn á máli Emils Jónssonar sj ávarútvegs- málaráðherra og ríkisstjórnar- innar sem heildar, þá hafa þessir vísu menn gleymt merkingu ís- lenzks máls. En eins og menn muna, átti aðalinntak viðreisnarinnar að felast í því, að grundvöllur sjáv- arútvegsins yrði treystur þannig, að útgerðin gæti staðið á eigin fótum án alls styrks úr ríkis- sjóði, og án allra uppbóta á fisk- verð. í þessu sambandi var sér- staklega talað um útgerð togar- anna og viðreisn þeirrar útgerð- ar. En allir vita nú, að þrátt fyr- ir margvíslegt kák af opinberri hálfu hefur togaraútgerð og grundvöllur hennar aldrei staðið verr á íslandi en í dag, og er það fyrst og fremst verk þeirrar rík- isstjórnar sem með völd hefur far.ið á landinu að undanförnu. Andrésar Indriðasonar. Þetta var ágætur þáttur og vonandi tekst þeim að halda honum á jafn háu plani, maður þorir varla að biðja um enn betra, af ótta við að þátturinn yrði þá ekki fyrir unga fólkið. Þarna leiddu þau t. d. fram ungt skáld, Friðrik, stúdent úr M. A. frá í fyrra. Það var gam- an að heyra til hans. En það, sem mér þótti markverðast var þáttur Savannatríósins. Dans- músík hefur lengi verið erlent öskur, en þessir eru að æfa upp gamla dansa, þulur og kvæði, í nútímabúningi og tókst mjög vel. Það er lofsvert, einkum vegna þess að þeir eru að rjúfa illa hefð og leggja nýjan, þjóðlegan grunn, og hér fannst, að voru menn, sem höfðu æft sig og undirbúið. En skemmtilegra hefði verið að þeir hefðu sótt hljómsveit sinni nafn í allra-flagða-þulu, heldur en taka það að láni frá erlendum. Að vélbátaútgerðin stendur sig betur er aðeins að þakka met- veiði hvert árið eftir annað, en alls ekki þeim grundvelli sem út- veginum hefur verið úthlutað úr hendi ríkisstj órnarinnar. Þetta er umbúðalaus sannleik- urinn, sem ekki verður umflú- inn öllu lengur. Það er þýðing- arlaust að ætla að blekkja sjálf- an sig til lengdar með að fisk- leysi eigi alla sök á því hvernig komið er hjá togaraútgerðinni. Að vísu hefði þessi útgerð stað- ið sig betur, ef hún hefði búið við slíka metveiði sem vélbáta- útgerðin að undanförnu, en það er sannkölluð Bakkabræðrahag- fræði að ætla sér að reisa út- gerðargrundvöll á slíkri hlekk- ingu. Það er enginn annar út- gerðargrundvöllur fiskiskipa til, sem nokkurt vit felst í, annar en sá að miða við að skipin standi undir rekstrinum, með því að bera úr býtum meðalveiði í með- alári. Sá sem ekki skilur þennan augljósa sannleika, og hyggst fara aðrar leiðir, honum mun koma það í koll og þjóðinni allri. Sá stórfelldi hraðfrystihúsa- iðnaður, sem þróazt hefur hér á löngu árabili síðan stríði lauk, honum verður hætt við falli þeg- Bœjarvísur úr Myrkársókn eftir séra Gamalíel Þorleifsson d. 1846. Hann var næst síðastur prestur að Myrká í Hörgárdal, en eftir hann kom séra Páll Jóns- son, frá 1846 til 1859. Páll flutt- ist þá að Völlum í Svarfaðardal og hefur ekki setið prestur síðan á hinu fræga býli djáknans. Vísur þessar eru skrifaðar upp 1939 eftir Jóni Magnússyni, fæddum að Myrká 1854 d. 1944. Jón dvaldist mest á þessum slóð- um og síðast í Staðartungu. Hann var minnugur á vísur og er til nokkuð af slíku og því líku rituðu eftir honum. Um Staðartungu fyrst ég fer fram að þylja óðarskrá. Búðarnesið blómlegt er, Bás, þar syðra nefna má. Einhamarskotið allvænt er, og Nýibær suður frá. Framland, ekki fatar mér, Flögusel fyrir handan á. Ásgerðarstaðir, einnig Sel, eitt var býlið Fróni á. Flögulandið virðist vel, víðirkvist þar líta má. ar fram líða stundir, verði tog- araútgerð lögð niður á slandi. í Noregi þar sem færustu rekstrarsérfræðingar hafa lagt hugann í bleyti til að finna ráð til þess að geta miðlað hinum stóru hraðfrystihúsum nægu hráefni árið um kring, hefur ekkert ráð fundizt annað en út- gerð togara til lausnar þessu vandamáli. Fyrst og fremst af þessum sökum þarf togaraútgerð að halda áfram á íslandi. Afnám togaraútgerðarinnar þýðir löm- un fiskiðnaðarins þegar fram í sækir. Hér þarf því að fara aðrar leiðir en viðgengizt hefur í þess- um málum að undanförnu. End- urnýjun togaraflotans með skut- togurum af heppilegri stærð, til að annast það verkefni sem bent hefur verið á hér að framan, er nú þegar orðin aðkallandi nauð- syn, sem ekki verður umflúin án stórskaða fyrir þjóðarheildina. Þeir sem telja sig starfa i um- boði fólksins við sjávarsíðuna, verða nú án tafar að ganga fram til lausnar á þessu máli, sem varðar þjóðarhag. (Úr grein eftir Jóhann Kúld í Þjóðviljanum 22/9). Stóragerði ofar er, oft Myrkárdal skriður þjá. Heppnast náði Myrká mér, mun þar heyið gott að fá. Saurbær fyrir sjónargler, sézt þar Gerðis-ræfill hjá. Þúfnavellir þóknan lér, þar er túnið vænt að sjá. Baugasel á bak við er, Barkárdals í þröngri krá. Féeggsstaðir sóma sér. Sörlatunga þar útfrá. Barká líka vitum vér, víðlent ekki til að sjá. Yxnhóll fram yfir aðra ber engjatöku lönd ósmá. Hallfríðarstaðir blómann ber, Byggist Kotið rétt þar hjá. Langahlíð við endann er. Ekki fer ég lengra þá. * Ath. Þar sem prestur talar um „Gerðis-ræfil“, sagði þulurinn stafa af því að hann þóttist fá prestlömbin einna verst fóðruð þaðan. K. Föstudagur 9. október 1964 Af gömlum blödum 2) Yerkamaðurinn

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.