Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.11.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 27.11.1964, Blaðsíða 2
IIH BÆKIIR OG MEHH Tregaslagur Jóhannesar skálds úr Kötlum. Heimskringla 1964. Hugsar þjóðskáld til þagnar? „Af hjartans lyst ég heilar bækur kvað en vinur kær ég vildi að sérhvert blað í felur væri fokið ég hugðist leysa úr ánauð stund og stað en orðin virtust vindhögg sitt á hvað þau hittu aldrei okið og nú er skylt að sætta sig við það að bj arnarnóttin hljóð sé hnigin að og máli mínu lokið.“ Kvæði þetta er lokastef Trega- slags og heitir Af hjartans lyst. Það bendir ótvírætt til þess, að höfundur sé að kveðja sína Iryggu áheyrendur. Má segja, að þar hljóðni eftirminnilegasta rödd síðastliðinna áratuga. Allt frá því Jóhannes varð einn af sigurvegurunum í ljóðagerð fyr- ir þúsund ára Alþingisafmæli 1930, hefur hann verið aðsóps- mesta og á margan hátt stór- brotnasta skáld þjóðarinnar. Myndi það ekki valda þjóð hans sárum trega ef rödd hans heyrð- ,ist ekki lengur? Gæti erlend fjárfesting á Islandi kannske komið í stað þeirrar raddar? Því miður, margir á öld spekú- lantanna, okkar dögum, myndu svara, já. En þótt hinn konunglegi örn meðal skálda gangi á vit þagn- ar og hverfi síðan til upphafs síns, mun hann vissulega aldrei gleymast, svo mikinn þátt átti hann í haráttu og mótun sam- tímans, svo óafmáanleg spor skil ur hann eftir i bókmenntum okk- ar. Hann er einn hinna síðustu „stóru“, er hófu skáldskap Is- lendinga til annarrar mestu hæð ar, sem reist hefur verið á því sviði frá landnámsöld. Það er hörmuleg staðreynd, að svo glæst hljómkviða skuli enda í tregaslag. En margt kemur til, og er verk efni þjóðfélags- og bókmennta- fræðinga að rannsaka og meta. Allmörgum í hópi þessarra skálda hafa þegar verið gerð verðug skil. Mætti nefna nær- tækustu dæmin, Hannes Hafstein og Steingrím Thorsteinsson. En svo undarlegt sem það er, væri jafn vandkvæðalaust að gera Jó- hannesi svipuð skil nú þegar, slík aldahvörf hafa orðið í lífi okkar, sem fædd erum fyrir stríð, og þyrfti þó ekki að und- anskilja þann þátt, sem gerist eftir formbyltinguna í verkum hans um 1945. Skapgerð Jóhannesar er ofin af tveim þáttum, er sameinaðir ■4 megna mikils, mannlund og bar- áttuhug. Þessar eigindir skálds- ins gerðu hann að óaðskiljan- legum félaga og hetju þolenda hinna miklu kreppuára og síðan veraldarstríðsins. Lýðveldishá- tíðarljóð hans, Land míns föð- ur, var eðlilegt framhald, sigur- óður hans. Verðlaunin krýning hans og lárviðarsveigur fyrir dygga þjónustu við hið fram- sækna, skjálfandi líf vort. Jóhannes hafði alla tíð geng- ið í fararbroddi fátækrar alþýðu íslands. Hann er skilgetinn son- ur íslenzkrar bændamenningar eins og hún var bezt. Þessi menn ingararfur var sameign allrar þjóðarinnar, eins þess hluta, er á mölina flutti. Jóhannes var því hugmyndalega samstiga því fólki, sem hann leiddi með ljóði sínu gegn um hrim og boða hörmungaráranna frá 1930 til stríðsloka. Hann talaði tungu þess og bjó ljóð sín þeim bún- ingi, er þjóðinni var tamastur. Það var því enginn þröskuldur í vegi milli hans og fólksins. En að stríðslokum gerast margskon ar atburðir samtímis, er enn knúðu hið herskáa góðmenni, hinn trausta íslending og ákafa frelsisboðanda, til harðsnúinnar baráttu fyrir málstað þess, er við öll unnum heitast og mest hafði kostað að ná. Nýfengnu sjálfstæði okkar var ógnað, heim urinn skiptist á ný í fjandsam- legar fylkingar, er nú hótuðu með hinu unga aldeyðingar- vopni, atómsprengjunni. En formbylting ljóðsins hafði haldið innreið sína, og hug- myndafræðin öll að breytast. Það var þá, sem J óhannes fleygði hinum gamla stuðlastaf og gekk fram týgjaður nýjum vopnum gegn aðsteðjandi voða. Hér er hvorki staður né stund til að fara lengra út í þróun og umbreytingu á ferli þessa stór- brotna skálds. Hann var alltaf stór, hvort hann skrifaði rit- gerð eða sögu, hvort hann orti með stuðlum eða án. Þó er enn nauðsynlegt að athuga nokkra hluti, ef réttan skilning á að fá á ljóðum Tregaslags. Jóhannes gekk út í lífið und- ir fána þeirra hugsjóna, sem frelsisbaráttan og ungmennafé- lagshreyfingin hafði tendrað í brjóstum barna sinna og skáld þeirra tíma gefið inál. Hann átti stóra drauma, glæstar hugsjónir um frama og viðgang þjóðar- innar og batnandi heim. Hann trúði á manninn, frelsið og Guð. Guðstrúin mun hafa brugðizt fyrst, en í stað hennar kveikti eldur rússnesku byltingarinnar honum nýja trú. Hún myndi bera allar djúpar þrár til sigurs. Ætli trúin á manninn og frelsi hans í heimi okkar hafi ekki sett nokkuð ofan í hinni brjáluðu heimsstyrj öld og af- leiðingum hennar? Ætli trúin á að kommúnisminn bæri bræðralagshugsjónina til sigurs hafi ekki fengið sitt áfall? Ætli beiðni stjórnarvalda Islands um her og þátttaka okkar í hernað- arbandalögum hafi ekki skyggt eitthvað á sj álfstæðishugmyndir gamals ungmennafélaga? Bendir nokkuð til þess að maðurinn Qull Kveðskapur i útvarpi Þótt vísur úr útvarpsþætlti hafi birzt í sunnanblöðum, hafa margir óskað eftir að þær birtist hér í þættinum. Þetta viljum við gjarna gera eftir því sem tekst að afla þeirra. Kemur hér það fyrsta, sem birzt hefur, — úr fyrsta og öðrum þætti: Til þóttarins fró Birni H. Björns- syni, Akranesi, sem kvaðst vera 10 cm. lægri en Thorolf Smith: Vel er mælt, þótt vandi sé vit í því að finna. Hafa skaltu háð og spé úr hendi vina þinna. Svar þóttarins: Margt af því, sem miður fer, mætti fága’ og betra og takast kann að teygja úr þér tíu sentímetra. Fró Skúla Benediktssyni, Olofsv.: í kvöldsins ró að kveða saman kostar ekki pening neinn. Vorrar þjóðar glæða gaman Gvendur, Oli, Smith og Sveinn. Ef ég Braga ætti að vini, yrkja myndi ég þannig ljóð, að jafnvel Gvendi Sigurðssyni til sinnar skyldu rynni blóð. hafi sigrað dýrið í brjósti sér? Stöndum við ekki eins og grimm ir hundar hver gegn öðrum með gereyðingarvopnið í skjálfandi höndum, sigur vitsmunanna, sverð í hjartað? Og hið nýja stál á odd Ijóð- örfanna, beit það betur en hitt? Því miður. Maðurinn frá sigur- deginum 1930, stendur í dag yfir val hugsjóna sinna og spyr: „Skal vegurinn sannleikurinn og lífið aldrei verða annað en draumur — steinrunninn draum- ur?“ Það fæst ekkert svar — nema „og máli mínu er lokið.“ Það stangast ekki á við þess- ar hugleiðingar, þótt skáldið taki það fram á kápu þessarrar bókar, að ljóð hennar séu flest eldri en „Óljóð“, síðasta bók á undan. Orð þessarrar hafa þá fyrst gildi, er þau birtast alþjóð. Þeirra stund að vera sögð, er nú. Ljóð Jóhannesar hafa alltaf verið af tveim þáttum eins og skapgerð hans, ljóðræn mann- úð og náttúrulofgjörð, hins veg- ar baráttuhvöt. Tregaslagur er aðeins af ætt 'hins fyrrnefnda, ofin söknuði kveðjustunda. En þetta er dýrðleg bók. Tækni höf- Svar þúttarins: Orðsins gandur ekki snar er að vanda staður. Heilagur andi aldrei var okkar bandamaður. Guðjón E. Jónsson, Eskifirði: Væri ekki Rússland rautt og ráðstjórn oft með fúlu geði, yrði hjalið ykkar snautt af andagift og sannri gleði. Svar þóttarins: Ráðsnilld þeirra’ í Rússíá rægja enginn skyldi, meðan aðeins ergir þá íslenzk hláturmildi. Fró Agli Jónassyni, Húsavik: Truflazt liafa Thorolfs kvarnir, treyst er nú á slysavarnir, flæktar saman Gvendar garnir, gugna óðum snillingarnir. Svar þóttarins: Egils kveðja’ er ekki mild, ofin drjúgum kala, en þetta’ er kölluð þingeysk snilld og þýðir ekki um að tala. Fró „Jafnöldru": Ef ung ég væri aftur nú, yrkja skyldi’ ég bögu, gefa þér allt, sem girnist þú og gista með þér á Sögu. Svar þóttarins: Þótt árin deyfi dug og geð, dável takast mætti undar fullkomin, hófstilling og geðró hins vitra, lífsþreytta manns, gefur þeim hraðfleyga vængi beint inn í kviku tilfinn- inganna. Bókinfti er skipt í þrjá sér- nefnda kafla, sú skipting er þó meir samkvæmt formi en anda. Samheitið Tregaslagur er rétt. Fyrsta kvæðí bókarinnar er dýrðlegur óður. Bernska heitir það. Myndir vorsins líða hjá ein og ein, einfaldar, sterkar. En í lokaerindi segir: „Óttinn loks undrum lífs eyðir í hljóði — bitnar það bæði á barni og ljóði.“ Stórmerk eru ljóðin Vængir og Sjö sofendur og segja bezt það, sem reynt var að skýra hér að framan. Ráfa ég einn, er enn tjáning af sömu rót. Hér stingur ekkert í stúf við annað. Slagur- inn mikli er ekki hljómkviða Framhald á bls. 3. á Hótel Sögu’ að syndga með sögulegum hætti. Fró þættinum til Rósbergs Snæ- dals og Kristjóns fró Djúpalæk: Magnast heimsins myrkravöld mjög til allra fanga. Starir á oss, stjörf og köld, Stalíns afturganga. Svar Rósbergs: Austur í Moskvu eygið þér afturgöngur flestar. Ekki síður ógna mér aðrar nær — og westar. Svar Kristjóns: Aldrei myndu augu blíð ykkur lengi skína. Fer hér eins og forðum tíð, fjandinn þekkir sína. Ekki vinum vandur að var sá Kremlar díi, enda niður kappann kvað Krúsi’ á fylliríi. Að því mætti gjarna gá, guðir koma’ og fara. Bráðum ykkur brostin á beggja augu stara. Þótturinn svaror enn: Á stjórnmálanna víðavangi virðist mjög í álinn skyggja, ef drukknar senn í draugagangi díalektísk efnishyggja. Fyrripartur fyrir hlustendur: Andar köldu í okkar garð enn í dönskum ræðum. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 27. nóvember 1964.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.