Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.12.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 11.12.1964, Blaðsíða 5
Á þessu ári hafa komið út tvær bækur eftir Gunnar M. Magnúss. Bækur hans eru þá a. m. k. orðnar 32 og geri aðr- ir betur. En þó er meir um vert, að margt af bókum Gunnars eru öndvegisrit, t. d. Virkið í norðri. Gunnar er mjög fjölhæfur höf- undur og spanna áhugamál hans allt frá barnasögum og sagn- fræði upp í listrænustu leikrit. I Múrnum, leikrit það, sem leikið var í útvarp í fyrra, er komið út hjá Ægisútgáfunni. Þetta er mikið verk, sögulegs efn is að miklu, þar með þjóðfélags- og mannlífslýsing síns tíma. Þeir, sem dómbærir eru á leikrit, telja þetta hið bezta verk. Gunnar má vera hreykinn af því og þjóðin þakklát á þeim tíma, þegar anda- gift rithöfunda er í slíkri lægð sem nú, hvað viðkemur skap- andi list. Þá er nýkomin á markaðinn bók Gunnars, Arin sem aldrei gleymast. Skuggsjá gefur út. Þetta er tvímælalaust ein bezta bók, sem út kemur á þessu ári, mikill, ábyggilegur fróðleikur um eitt örlagaríkasta tímabil í sögu heimsins, ekki sízt íslend- inga. Ritið fjallar sem sagt um styrjaldarárin og hin miklu ör- lög, sem þar réðust. Hernám ís- iands, slysfarir, björgunarafrek og margvísleg samskipti við hernaðaraðila. Þetta voru ár eld- skírnar okkar. Það er vissulega góð handbók þetta, sem Gunnar hefur skráð hér. Hún er ábyggileg og yfir- gripsmikil, en af slíkum bókum eigum við fátt, og þó þessi nái ekki yfir langt tímabil í sögu okkar, er það þó sá tími, sem oft hlýtur að verða vitnað til. Hér er heimildarritið. Auk þessa er bókin æsileg lesn- ing, því að þetta voru tímar hraðrar atburðarósar og stór- fenglegra átaka og árekstra. Það er vitanlega mikill sárs- auki, sem endurvekst við lestur þessa rits. Islendingar misstu hlutfallslega ekki færri menn en hinar raunverulegu styrjaldar- þjóðir. T. d. fórust hér 147 menn 1941, flestir af völdum styrjald- ar. En þetta er einnig saga hetjudáða og þrautseigju ís- lenzkra sjómanna, er héldu uppi siglingum öll árin, þótt dauði og tortíming lægi alls staðar í leyni. Og 1940 tókst íslending- um að bjarga 1112 mannslífum, og þau urðu fleiri þessi ár, en missan einnig mikil. Arin, sem aldrei gleymast, er vitanlega mjög skyld hinu mikla ritverki Gunnars, Virkið í norðri, en það ritsafn mun nú löngu uppselt. Enginn einn ís- lendingur hefur lagt sig svo fram sem þessi við könnun og skrán- ingu þeirra atburða, sem röðuð- ust á þessa daga og ár. En það mun verða framtíðinni mikils- verðara en okkur, þó þarft sé einnig, því framtíðin mun for- vitin um þennan hildarleik, sem vonandi á ekki eftir að endurtak- ast. En það hafa allar kynslóðir vonað og trúað, og þó gerast þeir enn og æ. Bók þessi er 368 bls. með fjölda mynda. Hafi Gunnar stóra þökk fyrir elju sína og ágæti. —0— A fjalla- og dalaslóðum, heitir bók, sem Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri hefur gefið út. Þetta eru sagnaþættir og endurminningar eftir Pál Guðmundsson frá Rjúpnafelli í Vopnafirði (bróður Björgvins tónskálds), Benedikt frá Hofteigi skrifar formála og sá um útgáf- una, eykur hann við og betrum- bætir á nokkrum stöðum. Hans er ættfræðin. Páll Guðmundsson hefur dval- .ið mestan sinn aldur í Vestur- heimi, fór vestur 24 ára 1911, ásamt fjölskyldu sinni. Sárt var þessa fólks saknað frá Rjúpna- felli, og mátti heita, að hver sveit bæri sín svöðusár á dögum vesturferðanna. Þetta var eins og dauðinn, sökum fjarlægðar og óvissu um endurfundi. 011 sú mikla saga er enn í hugum eldra fólks sem lifandi veruleiki, þó langt sé um liðið. Þessi hók er mj ög geðþekk, vel skrifuð og fróðleg, þó hún spenni ekki yfir miklar víðáttur. Vettvangur hennar er Vopna- fjörður og svo Hólsfjöll, nánar tiltekið Möðrudalur, á búskap- arárum Stefáns Einarssonar, er þar hóf búskap 1876. En Páll var þar ársmaður 1910. Má geta þess, að það sumar og fleiri var þar kaupamaður núverandi for- seti Islands. Þótt Möðrudalur hafi verið á þessum árum eitt fjárflesta stór- býli landsins, munu heimilis- hag.ir svipaðir víðar á Austur- landi og fæst hér mjög gott yfir- lil yfir hagi manna og hugsana- gang um og fyrir s.l. aldamót. Það má segja að á þessu ári sé nyrzta hluta Austurlands gerð allgóð skil með þessari bók og svo sögu Björns skólastjóra á Vopnafirði um Heiðina. Þetta er þakkarverð bók. JÓHANNES Á BORG. Stefán fréttamaður er mér happadrýgsti rithöfundur, ef ég vil brosa. Hann ræður yfir þess- um skritigilegu frásagnatökum, sem eru austfirzkrar ættar. Nú hefur Æg.isútgáfan gefið út bók, sem Stefán hefur skráð, en það er ævisaga kappans mikla af Oddeyrinni, Jóhannesar Jósefs- sonar. Þetta er vissulega skemmtileg bók, og hún er meira. Hún er hvatning til íslenzkrar æsku um að rækta líkama og sál, vera hetja og sigurvegari í drengileg- um leik. Jóhannes á tvímælalaust eina allra tilbreytingarmestu æfi íslenzkra manna, og hefst æv- intýrið strax við fæð.ingu. Frá- sagnargleðin og snilldin er Stef- áns. Þetta er skemmtilegasta bók ársins og sú viðburðaríkasta. Eg mæli með henni sem gjöf til eldri Akureyringa og Eyfirðinga vegna fyrrihlutans, sem gerist hér, og til æskunnar um allt land, vegna hetjumóðs og ætt- jarðarástar sögumanns. Svo hefst bókin: „Eg er Jós- efsson og fæddur í jötu. Sú jata var í fjárhúsinu hans Jóns afa mins á Barði. Barð var beint upp af Torfunefinu, mitt á milli Akureyrar og Oddeyrar. Hús Kaupfélags Eyfirðinga stendur nú þar rétt fyrir neðan. . . “. „ . . . Nokkurt hóf mun hafa verið á ástúðinni milli Kristín- ar móður minnar og tengdafor- eldranna tilvonandi . . . því Jón og Anna á Barði voru bæði tiltektarsöm og skapstór . . . “. „Móðir mín sagði mér sjálf frá fæðingu minni. Hún sagðist ekki hafa þorað að ala frumburð sinn heima á bænum, heldur laumazt út í fjárhús, þegar hún kenndi sín. Þar hreiðraði hún svo um sig í jötunni og fæddi mig . . . “. Jóhannés ólst upp í gamla Lundi, sem enn stendur hér á Oddeyr- inni. „Það hafði hengt sig mað- ur í gamla Lundi . . . Þessu fylgdi nátlúrlega reimleiki . . . “. „Faðir minn var óskaplega bráð- ur í lund og allra manna verstur á heimili. Hann byrjaði að ó- skapast með skömmum og bar- smíð um leið og hann kom inn úr dyrunum og hætti ekki fyrr en hann fór út aftur . . . “. En . . . „hló við hverjum, sem á vegi hans varð, að því tilskildu að það væri ekki kona hans eða börn . . . . “ Og drengurinn var líkur í skapi. Uppvaxtarárin á Oddeyrinni eru mjög í samræmi við þetta — og kannski æfin öll? Um helmingur bókarinnar er helgaður uppvaxtarárunum hér. Það tognar úr pasturlitlum, kúg- uðum dreng. Móðurástin vegur upp á móti hörku föðursins, en harka hans ýtir undir þrána að verða sterkur, verða jafnoki og sigurvegari kúgarans. Það ger- ist margt stórt og smátt. Sjó- menn, Norsarar og Danir slást við strákana á Oddeyrinni, og týna æru og jafnvel lífi. En Jó- hannes er meira en vaxandi kraftamaður, sem lætur ekkert trufla sig frá æfingum, sem læt- ur steypa yfir sig köldu vatni ber- an utan dyra vetur og sumar til að herða sig. Hann verður einn af aðal-forsprökkum í stofnun Ungmennafélagsskaparins, sem varð sögulegt afl, og í anda þeirr ar hreyíingar lifir hann lífi sínu. Konungsglíman á Þingvelli, þátt taka í Olympíuleikjum, tuttugu ára sigurganga móti íjfrótta- mönnum og kraftajötnum heims- ins, röð sigra. Það er íslenzka glíman, íslenzkt hugarfar, sem ber Jóhannes uppi. Já, og ís- lenzka skapið. Þess má geta, að hér er sér- kafli um þjóðaríþróttina, glímu, og myndaflokkur, er sýnir hin helztu brögð í vörn og sókn. Þessa fögru og gagnlegu íþrótt þyrfti vissulega að endurvekja. Fyrst hún gat orðið Jóhannesi það, sem hún varð, og félögum hans, hví þá ekki öllum strák- um? Engum leiðist meðan þessi bók er lesin, hún er einhver bezta æfisaga okkar tíma. Bókin er rúml. 300 bls. Kápumynd eftir Atla Má, Gísli J. Ástþórsson sá um útlit, og hér eru nokkrar myndir góðar. Einkunnarorð sögumanns fyr- ir bókinni eru þessi: í þessa bók hefur höfundur skráð það eitt, sem ég vildi segja og með þeim hætti, sem ég vildi það sagt hafa. — Eg er sannfærður um að það er rétt. k. * BÆKUR FRÁ FRÓÐA, Reykjavík. Vm eyjar og sker, heitir hók eftir Bergsvein Skúlason, prýdd mjög góðum myndum, sem tekn- ar eru úr lofti af Gunnari Geir Vigfússyni. Þetta er mjög ýtarlegur fróð- ieikur um Breiðafjarðareyjar og myndir af þeim. Að stofni til er bókin byggð á útvarpserind- um, sem Bergsveinn liefur flutt um eyjar, sker og fólk við Breiðafjörð, og hver man ekki sum þau erindi. Bergsveinn þekkir manna bezt þá töfraver- öld, sem Breiðifjörður er og það mannlíf, sem þar var lifað. Bók þessi er 274 bls. og vönduð að frágangi. Myndirnar sérstaklega góðar. Konur í kastljósi, heitir önnur bók frá Fróða, sannleikurinn um líf þeirra og leyndarmál. Hver vill ekki kynnast slíku? Bók þessi er skrifuð af John Whitcomd, sem er mikill ferða- langur og fréttasnati. Bókin er þýdd af Gisssuri O. Erlingssyni. Þessi bók fjallar um konur, sem brotizt hafa til frægðar á ýmsan hátt, fegurðardísir, flug- freyjur, fyrirsætur, leikkonur og konur í opinberum embætt- um. Höfundur þessi er fjölhæfur listamaður og skrifar létt og fjör- lega um þetta eftirsóttasta efni allra tíma, konuna í kyrrð og asa. Kaflafyrirsagnirnar í bókinni gefa til kynna efni hennar: Augn- fegrun, Áfengi og konur, Blóð- sugutímabilið, eiginmenn leik- kvenna, Gervibrjóst, o. s. frv. Falleg bók myndskreytt, um 240 bls. Þá hefur Fróði gefið út tvær nýjar barnabækur, sem mæla má með. Strokudrengurinn, eftir Astrid Lindgren, þýdd af Jónínu Steinþórsdóttur, en skreytt er- lendum teiknimyndum. Þetta er bókin um strok einmana drengs, sem átti dapra daga á barna- hæli, en þráði foreldra og heim- ili. Það má segja að hann væri heppinn bæði með flökkufélaga og erindislok. Þetta er góð bók fyrir stráka fram að fermingu og lengur. Bókin er 240 bls. Hún hlaut H. C. Andersens verðlaun 1956. Þá er það Lísa litla í Oláta- garði, eftir sama höfund og Strokudrengurinn, en léttari, enda ætluð yngri börnum. Eirík- ur Sigurðsson skólastjóri hefur þýtt hana. Bókin er fallega mynd- skreytt, rúmlega 200 blaðsíður að stærð. Það er óhætt að mæla með þessum barnabókum, þær eru vel gerðar frá öllum sjónar- miðum, fallegar og málið hreint og liðlegt í munni. UM BÆKUR OG MENN Föstudagur 11. desember 1964 Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.