Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.12.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 11.12.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn AL.V1. arg. fostudagur 11. desemoer ÍVOI Alvflrleoor horfur í atvínnumólum Stjórn EININGAR skrifar bæjarstjórn og síldarútvegsnefnd. Horfur í atvinnumálum verka- fólks á Akureyri eru mjög slæm ar um þessar mundir, og þegar oröið talsvert atvinnuleysi í bænum, þrátt fyrir það, að veð- urfar hefur verið óvenjuhagstætt og því hægt að vinna flesta úti- vinnu. Ein af orsökum þessa er sú, að nú er ekkert unnið í Tunnuverksmiðjunni, ekkert efni hefur borizt til verksmiðj- unnar til að vinna úr og engin vitneskja hefur fengizt um, hve- nær það komi eða hvort Tunnu- verksm.iðjur ríkisins verði yfir- leitt nokkuð starfræktar í vetur. Væri þó meira en undarlegt, ef starfrækslu þeirra væri hætt á sama tíma og meiri síld er sölt- uð í landinu en áður hefur þekkst. Auk þess er svo lítil vinna hjá Utgerðarfélaginu á meðan togararnir, sem gerðir eru út, sigla með allan afla sinn á erlendan markað. BÆJARSTJÓRN SKRIFAD Stjórn Verkalýðsfélagsins Ein ingar kom saman á fund um síðustu helgi og samþykkti þar að skrifa bæjarstjórn eftirfar- andi bréf: „Stjórn Verkalýðsfélagsins Ein- ingaf vill vekja athygli bæjarstjórn- ar Akureyrar a hinu alvarlega at- vinnuástandi hjá verkafólki hér í bænum, en fullvíst er, að allmargir tugir verkamanna og verkakvenna eru nú atvinnulitlir eða atvinnulaus- ir með öllu. Stjórn Einingar telur óhjákvæmi- legt að nú um sinn a. m. k. verði fjöigað stórlega í bæjarvinnunni eða þar til úr rætist um vinnu verka- manna. Telur stjórnin lágmark að fjölgað verði um 25—30 verka- menn nú þegar." Blaðið hefur fregnað, að bréf þetta hafi haft þau áhrif, aS eitthvaS verði fjölgað í bæjar- vinnunni, a. m. k. þá daga, sem eftir eru til jóla. SKEYTi TIL SÍLDARÚTVEGS- NEFNDAR Þá sendi stjórn Einingar einn- ig skeyti til síldarútvegsnefndar, svohljóðandi: „Stjórn Verkalýðsfélogsins Eining ar skoror eindregið á Síldarútvegs- nefnd að hefja nú þegar starfrækslu Tunnuverksmiðjunnar á Akureyri, m. a. með tilliti til alvarlegs ot- vinnuóstands hjó verkamönnum í bænum." FYRIRSPURN A ALÞINGI Vegna þess undarlega ráðslags síldarútvegsnefndar að f ly t j a ekki inn í tæka tíð efni til tunnu verksmiðjanna og hefja rekstur þeirra, báru þingmennirnir Björn Jónsson og Ragnar Arn- alds fram fyrirspurn um mál- ið á Alþingi nú í vikunni. Er húh á þessa leið og beint til sj ávarútvegsmálaráðherra: 1. Hvað er fyrirhugað um tunnu- smíði í Tunnuverksmiðjum rík- isins nú í vetur. a. í Akureyrarverksmiðjunni. b. í Siglufjarðarverksmiðjunni? 2. Hvað líður undirbúningi að byggingu tunnugeymslu við Ak- ureyrarverksmiðjuna. í siðasta blaði sögðum við lítillega frá bókinni Heiðurskarlar, sem er ein myndarlegasta bókin ó jólamarkaðinum að þessu sinni. — Einn kafla bókarinnar skrifaði Kristján frá Djúpalæk eftir frásögn Egils Jóhannsson- ar, sem lengi var skipstjóri ó Snæfellinu. — Myndin hér að ofan var tekin af þeim félögum í sumar, er þeir unnu að samningu þáttarins. Miklar endurbœtur hjá KEA Þriðjudaginn 8. desember má telja að lokið hafi verið um- fangsmiklum breytingum á verzl- unum Kaupfélags Eyfirðinga í Hafnarstræli 91 og 93, þá opn- aði Herradeildin á fyrstu hæð í Hafnarstræti 93, og Vefnaðar- vörudeildin tók alla aðra hæð fyrir sínar vörur. Auk þess er teppasala í kjallara hússins, svo að nú er verzlaS á þrem hæðum þess í björtum og mjög rúm- góðum húsakynnum. Verzlunar- plássið í kjallara er um 80 m2, á fyrstu hæð um 250 m~ og á ann- arri hæð um 270 m2. Flest öllum varningi deild- anna er fyrir komið á lausum borðum eða „eyjum" þannig að viðskiptavinirnir eiga mjög auð- velt meS aS skoSa hann. Teikningar af breytingunum annaSist Teiknistofa S.Í.S. en verkstjórn Stefán Halldórsson, byggingameistari, SameinuSu verkstæSin Marz og Vélsmiðjan Oddi, sáu um hitalagnir, en Raf- lagnadeild K.E.A. um raflagnir, Jón A. Jónsson sá um málningu, en Húsgagnavinnustofa Olafs Agústssonar sá um smíSi og uppsetningu verzlunarinnrétt- ingarinnar. Til algerrar nýjungar í útbún- aði verzlunar hér í bæ, er hinn svonefndi hverfistigi, sem er hinn fyrsti, sem settur er upp hér á landi utan Reykjavíkur. Stig- inn er smíðaSur hjá OTIS- Elevator Company í Þýzkalandi, sem er eitt elzta og reyndasta fyrirtæki heims í smíSi hverfi- stiga og lyftna. Stiginn^ er af sömu gerS og er í rnörgum stærstu verzlunarhúsum megin- landsins. Hann er meS fullkomn- um öryggisútbúnaSi svo aS eng- in slysahætta er talin stafa af honum. Uppsetningu stigans ann aSist Mr. W. J. Davis frá Otis- fyrirtækinu í Englandi, en hann hefur fariS víða um heim í slík- um erindum. Hverfistiginn flytur viðskipta- v.inina úr Herradeildinni upp í Vefnaðarvörudeildina, og er stað settur nálægt miðju þessara deilda, en að sj álfsögðu er einnig venjulegur stigi milli þeirra, sem nota verður viS útgöngu úr VefnaSarvörudeild. Deildarstjóri Herradeildar er Bjöm Baldursson, en VefnaSar- vörudeildar Kári Johansen. Myndin hér að ofan er úr Herradeildinni nýju og sést þar m. a. hverfistiginn ágæti. Hann hefur orSiS mikiS barnagaman síðan opnaS var, en hjá sumum fullorSnum hefur orSiS vart nokkurrar feimni gagnvart þessu nýstárlega fyrirbæri. Luci u-h d t í ð Karlakór Akureyrar efndi til samsöngs og Luciu-hátíSar í Sam komuhúsinu á Akureyri í gær- kvöld. Var þar húsfylli af áheyr- endum og undirtektir þeirra hin- ar beztu. Einsöngvarar meS kórnum voru Eiríkur Stefánsson, Jóhann Daníelsson og Jóhann KonráSs- son, auk Luciunnar, Höllu Árna- dóttur, er söng Maríuvers eftir söngstjórann, Áskel Jónsson. Kvartettsöng önnuðust þeir Gísli Bjarnason, Jóhann Daníels- son, Hreiðar Pálmason og Ei- ríkur Stefánsson. Söngskemmtun þessi verður endurtekin í kvöld í Samkomu- húsinu og kl. 5 á sunnudaginn í Akureyrarkirkju, og verður þá öllum frjáls aSgangur, en söng- skemmtanirnar í Samkomuhús- inu eru aSallega fyrir styrktarfé- laga. Söngstjóri Karlakórs Akureyr ar er Áskell Jónsson, en söng- menn eru um 40. Undirleikari er GuSmundur Jóhannsson. HEYRU tÖTIIII AÐ framkvæmdastjórum síldar- útvegsnefndar þyki fyrirhofn arminna að kaupa fullsmíð- aðar síldartunnur fró útlönd- um en að nota innlent vinnu afl til að smíða þær hér heima. AD komið hafi til tals, að Al- þýðuflokkurinn efndi til happdrærtis, þar sem vinn- inqarnir væru þægileg em- bætti og vænir bitlingar. AÐ Slippstöðin vinni í kyrrþey oð undirbúningi stálskipa- smíða, enda þótt forstjórinn neiti að vita nokkuð um slíkt.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.