Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.01.1965, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 22.01.1965, Qupperneq 2
Á sjónskífunni Úr fundorgtri síðasta borgorofmdnr: — ÞaS köllum vér einræði, er einstaklingar eða lítill hópur manna tekur að ráðska á eigin spítur með fé og farnað almenn- ings, sem þeim var fyrir trúað, en virða annars vilja umbjóð- enda sinna að vettugi. Þessi geðveila sækir á suma menn, þá helzt, sem verið hafa vesalir í æsku og hraktir, svo þeir fylltust haturshug, eins þá, sem ólust upp við trú á harð- stjórn eingyð.is. Einræðismönn- um er venjulega velt úr sæti, þeir dæmdir á skóggang eða höggnir, allt eftir háttum þjóð- anna. Andstaða þessa er þjóðfræð- ið, sem ýmsir kenna til þeirrar höfuðáttar, er sólina gleypir að kveldi. Þar velur fólk sér nokkra menn, í ráð til að samræma og framkvæma vilja sinn. Kýs það ráð sér gjarna formann. Þá er og oft ráðinn einn maður til að hafa á hendi umsjón með fram- kvæmdunum og að taka í hönd gesta vegna almennings. A þessi högun hvorttveggja við í þjóðfélaginu og smærri einingum þess: bæjum, þorpum og sveitarfélögum. Framkvæmdastjóri þessi og handabandamaður gjörir eigi annað en það, sem framkvæmda ráð hefur falið honum, en það eigi neitt, utan samráðs við lýð- inn. Því eru tíðhaldnir borgara- fundir eða þjóðfundir að leita vilja alþýðu og tillagna. Fundargerð þessi er frá slík- um fundi borgara í Grjóteyrar- kaupstað, höldnum fyrir áramót anno 19xx. —0— Formaður framkvæmdaráðs setti fundinn og bauð Jtingheim velkominn. Kvað hann ráðsmenn nú hafa fjallað um væntanlega starfsemi bæjarfélagsins fyrir komandi ár og hin næstu í víðfeðmari málum, og skapað áætlanir um framkvæmdir allar og kostnað þeirra samkvæmt v.iljayfirlýs- ingum fyrri borgarafunda. Rakti hann liði þessa fyrir mönnum í gefnu hljóði og þó sérstaklega hvert fjárframlag bæjarbúar myndu þurfa að ábyrgjast til hinna sameiginlegu þarfa. Bað hann nú sem flesta lýsa áliti sínu til málanna, því ekkert yrði nú gjört, fremur venju, nema til kæmi samþykki almennings. —0— Stóð þá þegar upp forsvars- maður eins af minni starfs- mannahópum bæjarins, þakkaði formanni og ráðinu störfin þau, er vel hefðu tekist og lýsti sam- þykki við margt af þeim fyrir hönd síns hóps, er rætt hafði þau innbyrðis á sínum fundum. En gagnrýni nokkra vil ég fram bera, mælti hann. Hrukku þá við bleiðimenni bæði niðri meðal almennings og eins uppi við há- borðið, þar sem ráðsmenn sátu. Mig undrar, hélt ræðumaður áfram, að hér koma á fram- kvæmdaáætlun tvö mál frá- gengin, er aldrei hafa verið bor- in undir bæjarbúa né fengið venjulega meðferð í starfsmanna hópunum, eru bæði stórmál og hafa í för með sér fjárútlát, sem vér höfum ekki samþykkt að bæta á herðar vorar. Þetta köil- um vér ekki lýðræði og munum því eigi undirskrifa að svo stöddu. Hið fyrra málið er, að þér hafið samþykkt að kaupa plöntu safn einstaklings ákveðnu verði, er bæjarsjóður skal greiða, en þótt málefni þetta sé hugtækt og líklegt til þrifnaðar bæjarbúum, er meðferð öll móti venju vorri og ber því að víta slíkt. Hitt er, að þér hafið ákveðið á hinn sama hátt, án samráðs við oss að láta hefja umfangs- rnikla leit að gulli hér í nágrenni bæjarins, og að greiða þann kostnað úr sjóðum vorum á hinu komanda ári. Hver blés yður í brjóst að ákveða svo stórmál á eigin hönd, eða hefur verið lagt fyrir róða vort skipu- lag? Bæði þessi mál skulu því lögð fyrir bæjarbúa til venjulegrar meðferðar og er vort að segja um hversu með skuli fara. Spái ég, að hvorttveggja kaup plöntu safnsins og gullleitin verði sam- þykkt, en eigi það, að vér tök- um þann kostnað á oss á einu og sama ári. Er hér um verk að ræða, sem nær yfir stórt svið og skal því kostnaði dreift á lengri tíð, ef samþykkt verður. Krafð- ist ræðumaður þess, að bæði þessi mál yrðu af dagskrá tekin og send til umsagnar viðkom- andi að venju. Næst hvað sér hljóðs forsvars maður annars starfsfélags og mælti mjög á sömu leið og hinn fyrri. Einnig kvaðst hann hafa vítur fram að færa á fram- kvæmdaráð. Þér hafið nú um of, sagði hann, sniðgengið lög- mál vort, en tekið að notfæra yður annað erlent lögmál, kennt við Parkinson. Kemur þetta fram í offjölgun manna við skrifarastörf hjá framkvæmdastjóra og í öðrum starfsgreinum, svo sem við báta- útveg vorn. Vér höfum aldrei samsinnt því lögmáli, en leyfðum rífleg kaup samlagningarvéla og allt að einum forstjóra fyrir hvern árabát, er á sjó fer. Þykir oss þér ganga hér of langt til óhófs, en þó er það verst, að þér hafið tekið svo stórmál til afgreiðslu án okkar tilkomu. Þakkaði nú þessi hljóð og tók sæti. —0— Enn kvaddi sér hljóðs for- svarsmaður hins stærsta starfsfélagsins og mælti svo. Það höfum vér iesið á bókum, að smiði hinna stærstu mann- virkja hafi tekið aldir, má þar nefna píramídana miklu í Egyptalandi, Kínamúr.inn og ýmsar höfuðkirkna hjá kaþólsk- um. En margt urðu þetta hin nytsömustu mannvirki, er lokið varð. Nú verður oss tíðrætt í starfsgreinafélögunum um Dóm höll vora, hverrar smíði hefur nú tekið á annan tyg ára. Aður höfðum vér rætt svo mjög um skrípi það, að eigi skal langt mál um hafa, en skylt er mér að koma á framfæri tillögu vorri úr félögunum, svohljóðandi: Bákn þetta skal nú þegar af- henda þeim bæjarbúum, sem við naumastan húsakost búa, skulu lánastofnanir vorar seiða fram fé, að neytendur fái búið sér þar íbúðir. Skal þessu ráðstaf- að öllu hér á fundinum, svo þér hafið eigi af meiri smán en vér armæðu. Var góður rómur gerð ur að þessu máli og lauk svo þriðji ræðumaður máli sínu. Var nú gefið fundarhlé, að menn réttu úr sér og tækju nær- ingu. Aftur var fundi fram haldið og voru þá 116 manns á mæl- endaskrá, auk ráðsmanna. Hófu nú ræðumenn múl sitt og lögðu til hver að sínu viti. Rætt var um gatnagerð, heilbrigðis- og hreinlætismál, skóla- og æsku- lýðsmál, atvinnu- og menning- armál. Fundið var að hve seint gengi bygging æskulýðs- og listahallar o. s. frv. Voru mörg málin og margt viturlegt fram borið og gagnsamt, því betur sjá augu en auga. Nokkrir töluðu þó um sjálfa sig eða fólk suður á landi eins og gengur. Kom fram að lokum tillaga um að framkvæmdaráðsmenn allir véku úr stöðum sínum og ný.ir yrðu inn settir, var þeim þó áð- ur gefið færi að verja mál sitt: —0— Fyrstur hóf mál sitt formaður ráðsins og síðan hver hinna. Játuðu þeir sig allir brotlega og að einræðishneigðar hefði um of gæitt. Þeir gagnrýndu og sjálfa sig opinskátt. Kom þá enn fram margt, er eigi var áð- ur kunnugt. Báðu þeir fólkið afsökunar mikillega og lofuðu bót og betrun, ef þeir fengju að sitja á stólum sínum út árið. Rann mörgum til rifja vorkunn þeirra og mæltu til með þeim í von um efndir. Var þeim veitt- ur fresturinn. Var þá lokið hin- um eiginlegu fundarstörfum það sinnið. En þá kvaddi sér hljóðs utan dagskrár forseti hjálparsjóðs ógiftra mæðra, og bar fram munnlega eftirfar- andi: —0— Eins og margsinnis hefur ver- ið rætt á hinum mánaðarlegu borgarafundum, svo og á auka- fundum og á félagsfundum, telj- um vér jöfnunarnefnd bæjarins eigi vaxna störfum sínum. Til þeirra manna, er valdir eru lil að deila niður á bæjarbúa kostn aði við rekstur bæjarins, verður að gera hinar ströngustu kröf- ur. Enda þótt einstaklingar og fyrirtæki hafi fengið þeim í hendur hinar nákvæmustu skrár yfir fjárhag sinn, hefur verið undan deilingu þeirra kvartað. Þeir þykja hafa hlíft sínum nánustu, eigi tekið nóg tillit til aðstæðna hvers og eins gjald- anda, t. d. viðvíkjandi barna- mergð og áfengisneyzlu. Þá telja fleiri hinna snauðustu sig ofmetna til gjalda, en fleiri þó hinna efnaðri, þykjast eigi fá að bera þau útgjöld, er þeir séu um færir vegna betr.i aðstöðu. Legg ég því til, sagði ræðumað- ur, að þessum verði maklega refsað, öðrum til viðvörunar, þeir settir af og nýir tilkvaddir að deila útgjöldunum niður á oss. Var tillaga þessi samþykkt með lófataki og jöfnunarnefnd vikið frá störfum við fögnuð v.iðstaddra. Urðu þessir vel við örlögum sínum, og fengu góða iðran. Fleira ekki fyrir tekið — fundi slitið. —0— Athugasemd fundarritara: Fundur þessi ágætur stóð 6 klst., eða hinn lögboðna vinnu- dag. Mættir voru allir bæjarbú- ar utan kornabörn, stafkarlar og nokkrir barsetumenn. Hélt að lokum hver heim til síns, glaður í huga af að finna sig ábyrgan um mál samfélagsins, öruggur um, að eigi yrði nein- um hundin sú byrði fjárhags- lega, að hann fengi eigi undir risið. PREHTIIN o BÆKUR BLÖÐ TÍMARIT Hvers konar SMÁPRENT LITPRENTUN PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. Loust starf Starf slökkviliðsmanns í slökkv.iliði Akureyrar er laust til umsóknar. Hámarksaldur 35 ár. Laun samkvæmt kjarasamningi bæjarstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 31. janúar n.k. Heilbrigðisvottorð fylgi umsókn. Nánari upplýsingar veitir slökkviliðsstjóri. Bæjarsfjórinn á Akureyri. 18. janúar 1965. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 22. janúar 1965.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.