Verkamaðurinn - 22.01.1965, Blaðsíða 3
Leikfélag Akureyrar: Hátíðarsýning
Munkarnir á Möðruvollum
★
í gærkvöld var hátíðarsýning
í leikhúsinu á Akureyri. ÞaS
voru 70 ár liSin síSan þjóSskáld
iS frá Fagraskógi kom í þennan
heim, og Leikfélag Akureyrar
heiSraSi minningu þess meS
fyrstu sýningu á Munkunum á
MöSruvöllum, eftir aS þeir
hafa ekki komiS á sv.iSiS í 37
ár. Er þaS raunar furSu langur
tími, sem þessir ágætu munkar
hafa legiS utangarSs.
ÁSur en sýning hófst bauS
einn af stjórnarmönnum Leikfé-
lagsins, Björn ÞórSarson, hátíS-
argesti velkomna og tilkynnti
um leiS, aS LeikfélagiS hefSi
á fundi í fyrri viku ákveSiS aS
gefa tíu þúsund krónur í söfn-
un þá, er nú stendur yfir til
kaupa á húsi DavíSs skálds.
Þórarinn Björnsson skóla-
meistari veitti gjöfinni móttöku
fyrir hönd söfnunarnefndarinn-
ar og flutti því næst snjalla
ræSu í minningu DavíSs. Hófst
síSan leiksýningin.
AriS 1316 — „brann klaustr
oc kyrkia at Mödruvöllum í
Hörgárdal, meS klukkum oc öll-
um skrúda, höfdu brædr komit
lieim um nóttina druknir af Gás
eyri og farit óvarliga med lios.“
Svo segir í Árbókum Espó-
líns, og þarna mun aS finna þá
f októbermánuði síðastliðnum
voru hátíðahöld mikil í Kína i
tilefni af þvi, að 15 ár voru
liðin frá stofnun Alþýðulýðveld-
isins. Fjölmennasta þjóð jarð-
arinnar tók að koma sósialisku
skipulagi á þjóðarbúskapinn.
Mest voru hátíðahöldin að
sjálfsögðu áberandi i höfuðborg
inni, Peking, og þá hófust sýn-
ingar á miklu verki, er segir
sögu byltingarinnar með söngv-
um og dönsum. 3000 listamenn
koma fram á sýningu þessarri,
leikarar og söngvarar, og hefui
sýningin stöðugt verið endur-
tekin síðan.
Myndin, sem hér fylgir með,
var tekin yfir sviðið á gamlárs-
kvöld.
„Austrið er rautt" heitir þessi
míkla byltingarsaga.
sögulegu heimild, sem Davíð hef
ur notað að uppistöðu í þetta
mikla ádeiluleikrit, en leikritið
er frá upphafi til enda snörp
ádeila á skynhelgi og yfirborðs-
trú, sem notuð er til að dylja
hin verstu fólskuverk og ólifn-
að. En skynhelgi og yfirborðs-
trú hafa lengi verið vel þekkt
fyrirbæri í sögu kirkjunnar, og
þá einkum meðal kaþólikka, en
hvers konar spilling viðhöfð og
ræktuð í skjóli trúarblæjunnar.
Þannig lifa enn í sögum frá-
sagnir af spillingu og ólifnaði
sumra þeirra, er hér á landi
gengu í munka- eða nunnuklaust
ur og töldust vera heilagir. Jafn-
vel er frá því sagt, að tíðkast
hafi gagnkvæmar heimsóknir
milii munka- og nunnuklaustra,
og hafi þá lítið verið gert með
heitið um afneitun allra hold-
legra lystisemda.
En kirkjunnar menn hafa svo
sem ekki verið einir né eru um
skynhelgi og yfirborðsmennsku.
Slíkt hefur marga aðra hent,
sem verið hafa á einhvern hátt
hærra settir eða í betri aðstöðu
en allur fjöldinn. Hefur þá oft
farið svo, að þeir hafa talið sig
mega gera það, sem öðrum ekki
leyfðist, já, jafnvel að allt væri
þeim leyfilegt, ef þeir bara létu
ekki lýð.inn fá að fylgjast með.
Gegn spillingu mannanna
beinir skáldið brandi sírium af
fullri einurð. Hann tekur munka
lifnaðinn sérstaklega fyrir, enda
er þar um að ræða eitt heimsku-
legasta fyrirbærið, sem kristin
kirkja hefur alið við brjóst sér.
Ovíða mun mannvonzka hafa
komizt á hærra stig, enda eðli-
legt að illar hneigðir brjótist
upp á yfirborðið, þegar horfið
er svo langt frá eðlilegu mann-
lífi, og þeim gjöfum, sem menn-
irnir hafa beztar þegið, er varp-
að út í yztu myrkur. Og svo á
þetta allt að vera gert Guði til
dýrðar!
Þannig er boðskapur sá, sem
skáldið flytur næsta alvarlegs
eðlis, en það hefur jafnframt
hugsað til þess, að leikrit þarf
að vera spennandi og skemmti-
legt. Báða þessa eiginleika hafa
Munkarnir á Möðruvöllum, eða
hver skyldi ekki brosa að munk-
unum á fylliríi og kvennafari.
Ekki verður annað sagt, en
þessi sýning Leikfélags Akureyr-
ar hafi heppnast vel. Þar á auð-
vitað enginn einn allar þakkir
skildar, heldur allir þeir, sem
að hafa unnið, og þeir eru marg
ir, sem lagt hafa hönd á plóg-
inn áður en svo heilsteypt sýn-
ing er að fullu undirbúin og
æfð. Á hverjum og einum, sem
þar að vinna hvílir mikil ábyrgð
en þó mest á leikstjóranum, sem
hafa verður auga með öllu, smáu
sem stóru. Og tvímælalaust er,
að með þessari sýningu hefur
Agúst Kvaran bætt enn við af-
rekaskrá sína á sviði leiklistar-
innar.
En það sama má einnig segja
um fleir.i og þá ekki sízt aðal-
leikendurna: jóhann Ogmunds-
son, sem leikur yfirmann klaust-
ursins og spillingarmeistara, og
Olaf Axelsson, er leikur ung-
bróðurinn, sem er of heiðarleg-
ur, of mikill maður til að láta
ánetjast svínaríinu.
Akureyringar eru ekkert óvan
ir því að sjá Jóhann Ögmunds-
son á sviðinu. Hann hefur ver-
ið þar flestum bæjarbúum oft-
ar. Og þótt hann hafi oft áður
gert vel, þá er því ekki að neita,
að honum hefur ekki alltaf tek-
izt að skapa nógu sjálfstæðar
persónur á sviðinu, þær hafa
dregið um of keim hver af ann-
arri. Og sú er auðvitað alltaf
hættan fyrir þá, sem leika í
hverju leikritinu af öðru. En að
þessu sinni hefur Jóhann kom-
izt yfir þetta, hann hefur „vax-
ið frá sjálfum sér“ og vaxið í
augum áhorfenda sem mikill
leikari.
Ölafur Axelsson er ungur
maður, sem ekki á langa sögu að
baki á leiksviði, en sýnir nú,
að hann er ekki bara hæfileik-
um búinn og efnilegur, heldur
hefur einnig kjark og dug til
að nýta hæfile.ikana. Leikur
hans er allt í gegn mjög snurðu-
lítill og sannferðugur, hvergi
yfirdrifinn, en heldur ekki dauð-
ur. Þetta verður vonandi ekki
í síðasta sinn, sem hann sést á
fjölunum.
Leikendur eru margir í allt
og hér ekki rúm til að ræða mik
ið um frammistöðu hvers og
eins. Sumir eru vanir, úr hópi
okkar beztu leikkrafta, aðrir eru
viðvaningar og standa sig mis-
jafnlega, eins og við er að bú-
ast, en enginn þó áberandi illa,
þannig að það spilli heildarsvip
leiksins.
Munkar eru margir að von-
um, en aðhafast misjafnlega mik
iíþ sumir ekki annað en drekka
brennivín og flangsa utan í kon-
um. En í þau hlutverk, sem mest
ber á, hafa verið valdið tveir a\
oKkar þekktustu leikurum, Jót,
Ingimarsson og Eggert Olafsson.
Eru þeir báðir hinar skemmti-
legustu „týpur“, enda þarf varla
annað en að brytanum (Eggert)
bregði fyrir til að ósjálfrátt fæð
,ist bros á andlit hvers áhorfanda.
Þá er ekki hægt annað en
nefna þá Arna Böðvarsson og
Kjartan Olafsson í hlutverkum
ölmusumanna. Þeir fara mjög
vel með hlutverk sín og gerf-
in eru sérstaklega góð. Raunar
má segja það um gerfi leikenda
almennt, og hefur sérstaklega
verið vandað til búninga.
Kvenhlutverk eru að vonum
færri og minni en karla í munka
leik þessum, en þó fimm talsins.
Það veigamesta annast Þórey
Aðalsteinsdóttir af smekkvísi.
Jakobína Kjartansdóttir fer einn
ig þokkalega með lítið hlutverk.
Og þrjár gamalkunnar leikkon-
ur bæjarins bregðast ekki í litl-
um en fremur óvenjulegum hlut-
verkum, en þær eru Björg Bald-
vinsdóttir, Ingibjörg Rist og Þór
halla Þorsteinsdóttir.
Otaldir eru enn leikendurnir
Guðmundur Magnússon, Hall-
mundur Kristinsson, Karl Tóm-
asson, Jón Ingólfsson, Hafsteinn
Þorbergsson, Bjarni Aðalsteins-
son, Jón Kristinsson, Hreinn
Pálsson og Tryggvi Aðalsteins-
son.
I heild er þetta álitlegur hóp-
ur og vel samæfður.
Einhver kann að segja, að
hér sé hóli of lítið í hóf stillt og
vafalaust mætti að ýmsu finna.
En hvað sem skoðunum manna
líður í þeim efnum, þá er mála
sannast, að leikstjóri, leikendur
og Leikfélagið eiga meira hól
skilið fyrir þessa sýningu en
flestar aðrar um árabil. Og ekki
má gleyma að þakka skáldinu
fyrir að hafa eftirlátið okkur
þetta ágæta verk, sem einkenn-
ist af ást á heilbrigðu og heið-
arlegu mannlífi, en fyrirlitn-
ingu á tvískinnungshætti og
sýndarmennsku.
Og svo er það leiktjaldamál-
arinn. Við megum vera stoltir
af því, Akureyringar, að eiga
slíkan listamann sem Aðalstein
Vestmann á meðal okkar.
Að lokum örfá aðfinnsluorð:
Leiksýningar hér hafa yfirleitt
byrjað nokkuð stundvíslega. Að
þessu sinni var óstundvísin meiri
en góðu hófi gegndi. Slíkt má
ekki verða að venju. Það verður
allt að vera tilbúið á réttum
tíma, og leikhúsgestir verða líka
að vera komnir í sæti sín á rétt-
um tíma. Allt annað er óviðun-
andi.
Og í öðru lagi. Myndarleg og
falleg blómaskreyting var ann-
ars vegar framan við leiksviðið
á þessarri hátíðarsýningu. Það
var ágætt svo langt sem það
náði, en það vantaði við hlið
blómanna stóra mynd af mann-
inum, sem sýningin var helguð
og hefði orðið sjötugur í gær,
ef líf hans hefði enzt svo lengi.
Þ.
Föstudagur 22. janúar 1965.
Verkamaðurinn (3