Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.10.1965, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 29.10.1965, Blaðsíða 1
9. ping AN hefst á morgun Níunda þing Alþýðusam- bands Norðurlands verður sett í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri kl. 3.30 á morgun, en áætlað er að þinginu ljúki á sunnudagskvöld. Rétt til þingsetu hafa 41 fulltrúi frá verkálýðsfélög- unum á Norðurlandi, en ekki var vitað í morgun, hvort þeim reyndist öllum ,unnt að mæta. Auk þess sitja þingið miðstjórn AN og forseti Al- þýðusambands íslands, Hannibal Valdimarsson. TRYGGVI HELGASON Margt mála verður tekið fyrir á þingi þessu, en að venju munu þó kjara- og at- vinnumálin fyrirferðarmest. En auk þess verður m. a. rætt um fyrirhugaða bygg- ingu orlofsheimilis verka- lýðssamtakanna á Norður- landi. Ennfremur ákvæðis- vinnu og hagræðingarmál, og fleira. Forseti Aiþýðusambands Norðurlands er Tryggvi Helgason, formaður Sjó- mannafélags Akureyrar. Dreifing: framkvæi davalds Alþingismennirnir LúSvík Jós- efsson, Ragnar Arnalds og Björn Jónsson hafa lagt fram á Alþingi eftirfarand.i tillög'u til þings- ályktunar: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna milliþinganefnd, sem hafi það verkefni að athuga, með hvaða hætti hezt verði unn- ið að dreifingu fratnkvæmda- valds til fleiri staða en nú er og til eflingar á sjálfstjórn í lands- fjórðungunum eða öðrum stór- um landssvæðum. Nefndin athug.i sérstaklega um möguleika á að flytja að meira eða niinna leyti ýrnsar ríkis- stofnanir eða mikilvægar þjón- ustustofnanir frá höfuðborginni til staða úti á landi í þeim til- gang.i að auðvelda afgreiðslu mála og skapa meira jafnvægi í landinu. Þá verði einnig athugað gaúmgæfilega um möguleika á að veita héraðsstjórnum rétt til fjármálalegrar yfirstjórnar og ráðstöfunar á tilteknum fjár- veitingum, sem varða viðkom- andi hérað eða umdæmi. Tillögur nefndarinnar skulu við það iniðast, að dregið verði úr því mikla miðfetöðvarvaldi, sem orðið er í Reykjavík, og komið í veg fyrir áframhaldandi ofvöxt þess. Nefndin skal skila tillögum sínum og álitsgerð til Alþingis fyrir 1. janúar 1967. Allur kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkis- sjóði.“ Nánar verður vikið að þessu máli hér í blaðinu á næstunni. HANNIBÁL VALDIMARSSON. Floðii d ný til Þýzhalands Við þurfum að gfeta ferð- a§t til útlanda til að halda við wíðnýni okkar og þekkingfu Blaðið hitti Kristin Jónsson, umdæmisstjóra Flugfélags Is- lands í Norðurlandi, að máli í vikunni, og barst talið fljótlega að hinum umtalaða farmiða- skatti, sem fjármálaráðherra hef- ur boðað, að þeir, sem ferðast til útlanda verði látnir greiða. Var 'Kristinn ekki hrifinn af þessarri skattheimtu fremur en margir aðr.ir, og kvað hann þá Flugfélagsmenn hafa af þessu þungar áhyggjur, þar sem vafa- laust væri, að draga myndi úr utanlandsferðum, ef þessi skatt- ur kemst á. Hann staðfesti það, sem áður hefur komið fram, að Flugfélag- ið hefur jafnan beitt sér fyrir því á alþjóðaráðstefnum um flug fargjöld að fá lækkuð fargjöld milli íslands og annarra landa, væri síðasti árangur þess hin nýju fjölskyldufargjöld milli landa. Væri því illt, ef stjórn- völd landsins gripu til þess að hækka aftur gjöldin og draga þannig úr möguleikum fólks til utanlandsferða, enda myndi það fyrst og fremst bitna á þeim, sem ekki hefðu úr miklu að moða. Þeir, sem næg hefðu fjárráð til BJÖRN JÓNSSON. langferða myndu aftur á móti ekki láta skattinn aftra ferðum sínum. Kristinn kvaðst ekki telja ut- anferðir almennt lúxus, heldur menntandi og nauðsynlegar til að íslendingar mættu seny bezt kynnast af eigin raun lifnaðar- háttum, störfum og afkomu fólks í öðrum löndum. Kristinn sagði, að. starfsmenn og stjórn Flugfélagsins óttuðust, að ef kæmi til þessarrar skatt- heimtu, þá myndi starfsemi FÍ dragast saman, fækka yrði ferð- um milli landa, sem þá þýddi jafnframt, að færri útlendingar notfærðu sér þjónustu félagsins og drægi þá jafnframt úr gjald- eyrisöflun þeirri, sem flugið er nú. Það væri alveg nýtt fyrir þeim hjá Flugfélaginu að þurfa að reikna með samdrætti í flug- inu, hingað til hefði alltaf verið urn aukningu að ræða. Sagðist Kristinn því vona, bæði Flugfé- lagsins vegna og þeirra, sem leið sína vilja leggja til annarra landa, að Alþingi léti aldrei til þess koma, að skattur þessi verði raunveruleiki. 22—48% HÆKKUN Ef farmiðaskatturinn kemur og verður 1500 krónur á farseð- il, eins og talað hefur ver.ið um, þá þýðir það að meðtöldum sölu skatti 22—48% hækkun á far- gjöldum FÍ milli íslands og ann- arra Evrópulanda. Er það furðu- legt, ef ríkisvaldið vill á þann hátt draga úr möguleikum ís- lendinga til að sækja heim aðrar þjóðir, ekki sízt þegar á það er litið, að vegna legu landsins langt frá öðrum löndum, hlýtur alltaf að verða dýrara fyrir okk- ur að fara til nágrannalanda okk ar en er fyrir aðrar Evrópuþjóð- ir að sækja sína nágranna heim. .............................. Haustið 1962 hætti Flugfélag Islands áætlunarflugferðum sín- um lil Hamborgar í Þýzkalandi, en þangað höfðu flugvélar fé- lagsins flogið samkvæmt áætlun, með viðkomu á Norðurlöndum, frá því vorið 1955. Ástæðan til þess að félagið lagði niður þessar ferðir, var fyrst og fremst sú, að vegna mjög aukinna flugsamgangna milli Hamborgar og Norður- landa, nýttist flugleiðin milli Kaupmannahafnar og Hamborg- ar illa. Þrátt fyrir þetla hélt félagið áfram sölustarfsemi í Þýzka- landi, fyrst með skrifstofu í Hamborg, en síðan með skrif- stofu Flugfélags Islands í Frank- furt, sem opnuð var snennna á þessu ári. Farþegum félagsins, milli Islands og Þýzkalands, hef- ur og fjölgað s.l. tvö ár. Næsta vor ætlar Flugfélag ís- lands að taka upp flug til Þýzkalands á ný og nú til Frank- furt. Hefur þegar verið sótt um nauðsynleg leyfi til viðkomandi yfirvalda. Frankfurt am Main er sem kunnugt, mikil verzlunar- og við- skiptaborg og mikil miðstöð flugs í Mið-Evrópu og þaðan eru allar götur greiðar til staða hvar sem er í heiminum. , í kvöld klukkan 20.30 hefst í Bjargi (Hvanna- völlum 10) almennur félagsfundur Alþýðubanda- lagsins á Akureyri. Á fundinum mæta tveir af al- þingismönnum Alþýðubandalagsins og flytja þar framsöguræður. — Mun Hannibal Valdimarsson ræða um skipulagsmál Alþýðubandalagsins, en Björn Jónsson um stóriðju með sérstöku tilliti til þeirra samninga sem verið er að gera við fyrirtækið Sviss Aluminium. — Að framsöguræðunum loknum verða frjálsar umræður. HEYRT í GÖTUNNI AÐ Koupfélag Svalborðseyrar hafi í hyggju að sefja upp úfibú á Akureyri, þar sem áður var verzlunin Heba. ■ AD Islenzk-ameriska fétagið á Akureyri hafi mikinn hug á að fá leigðan sýningarglugga hjá KEA fyrir myndasýn- ingu af nafla Bandaríkja- forseta. AD vel færi á, að þar yrði einnig sýnd 15 dollara gjöfin, sem sendiherra Bandarikjanna færði Háskólanum á dögun- um og rektor þakkaði hvað mest fyrir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.