Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.10.1965, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 29.10.1965, Blaðsíða 2
Reykur - óþefur Hwenær fást nrbætnr? Akureyringar þekkja víst allir eldinn ódauðlega í Glerárgili. Þeir eru orðnir svo vanir reykn- um, sem af þeim eldi leggur, að þeir taka naumast eftir honum, en inniendir og erlendir ferða- menn gera sér oftlega ferð upp í gilið tii að athuga það, sem þeir í fljótu bragði álíta að vera muni forvitnilegt náttúrufyrir- bæri, gufu- eða reykjarmökkur úr iðrum jarðar. Þeir snúa und- antekningárlaust vonsviknir tii baka, en undrandi yfir sóða- skap Akureyringa og því, hvern- ig þeir í hugsunarleysi eyðileggi fegurð hins tilkomumikla Gler- árgils. Og stundum, já, töluvert oft, kemur það fyrir, að reykurinn í gilinu minnir heimamenn sjálfa óþyrmilega á tilveru sína. Það gerist oft í vestanátt, þegar stormurinn þeytir reyknum yfir bæinn. Og það gerist oftast þó á hinum fegurstu síðkvöldum eða lognkyrrum morgnum, þeg- ar Eyjafjörðurinn er sléttur sem spegill og umhverfi Akureyrar frá náttúrunnar hendi fegurra en aðrar stundir, veður og um- hverfi svo fagurt, að íbúar bæj- arins vildu helzt að tíminn hætti að líða, svo að þeir geti sem lengst haidið í fegurðina. Þá gerist það svo oft, að reykurinn úr gilinu læðist með jörðinni niður yfir bæinn alla leið til sjávar og út yfir stilltan fjörð- inn. Þá er fegurðin fljót að spill- ast. Og ekki bætir það úr skák, að reyknum fylgir enginn blóma- ilmur, heldur hinn sterkasti ódaunn af rotnandi og brenn- andi matarleifum og úrgangi frá verksmiðjum, verzlunum, vinnu- stöðum ýmisskonar og heimil- um bæjarins. Munu flestir sam- mála urn, að sjaldan finni þeir verri lykt. En ódaunninn vekur líka for- vitni fólks, og ýmsum verður það á, að gera sér ferð upp í gilið til að sjá með eigin aug- um, hvernig útlits sé á þeim stað, þar sem öll þessi vonda lykt verður til. Það er enginn vandi að finna staðinn, reykur- inn segir til og eldarnir lýsa, þega'r dimma tekur. Sé farið að kvöldi dags, þegar dimmt er orð- ið og ekið veginn, sem liggur að eldunum, þá mætir augum ökumanns, þegar hann ekur síð- ustu hundrað metrana, einstæð sjón. í birtunni af ljósunum framundan bifreiðinni hleypur hópur lifandi vera fram og aft- ur á feiknaferð. Flestar taka þær til fótanna fram af brúninni, þar sem eldarnir loga, en sumar leita þó í myrkrið bak við og til hliðar við hið vélknúna farar- tæki, þær hugrökkustu dvelja áfram í birtunni, halda hinar rólegustu áfram að leita sér að gómsætum bita. Þetta eru rottur bæj arins. Serphaugarnlr í Glerárgili eru og hafa um árabil verið Ijótur blettur á Akureyrarbæ, og er leitt til þess að vita, að bæjar- Stjórnin skuli ekki fyrir löngu hafa tekið í taumana og fundið viðhlítandi leið til að eyða því sorpi og rusli, sem til fellur í bænum. Akureyri hefur löngum verið talin einhver fegursti bær landsins fyrir ýmsra hluta sakir, og það þykir heimamönnum jafnan gott að heyra, en sorp- haugarnir eru landsfrægir orðnir að endemum og meira en það. Þeir mega jafnvel kallast heims- frægir, svo margra landa fólk hefur orðið til að skoða þetta furðulega fyrirbæri. Reykurinn, sem leggur frá haugunum, er kannski skaðlaus, en óþefurinn, sem fylgir, er ekki til þess fallinn að létta skap fólksins og það þarf stundum mikið af ilmefnum til að drepa niður fýluna, sem síast inn í íbúðir manna. Og svo er það rottugerið. Það gæti orðið hættulegt. Enginn vafi er á því, að sumt af þessum leiðu kvikindum leggur stund- um leið sína niður í bæinn. Og kæmi harður vetur með frost- hörkum og snjó, þá vitum við ekki nema öll þessi ókræsilega hjörð héldi fylktu liði inn í Akureyrarbæ. Myndi þá mörg- um þykja illa horfa. Auk þess sem rottur eru alls staðar til leiðinda og skemmdar- vargar hinir verstu, geta þær verið hættulegir sýklaberar. Gætu því afleiðingar af fer;ðum þeirra orðið hinar alvarlegustu, ef næmur sjúkdómur kæmi upp og sýklar leyndust í úrgangi, sem á haugana væri fluttur. Það'eitt út af fyrir sig ætti að vera næg ástæða til þess, að ekki væri við haldið uppeldisstöð fyrir kvik- indi þessi í nágrenni bæjarins. Einnig er nauðsyn að losa - rottur bæjarbúa við óþefinn af haug- unum og reykinn, sem stundum eyðileggur fegurð miðnætursól- arinnar á sumarkvöldum. Auk þess er það ekki verjandi að spilla hinu fagra umhverfi Glerár- gils með sorphaugum. Það ætti að vera til yndisauka fyrir heimamenn og ferðalanga að reyka iheðfram þessu fagra gili eða hvílast þar í graslaut á góð- viðrisdegi, en nú fer þar enginn um án þess að finna til skammar- eða sektartilfinningar og sárra leiðinda. Hér er nauðsyn úr að bæta og ætti að vera stórvand- ræðalaust. Sé vilji fyrir hendi er áreiðanlega hægt að fjarlægja sorp bæjarins og rusl með öðru móti en að flytja það í hauga og brenna á einum fegursta stað' Qull í tn Það er mál manna, að sjald- an séu skapsmunir manna jafn örir og í réttum. Um þetta fyr- irbæri kvað sunnlenzkur upp- gjafa bóndi: Eg fyrir löngu búi brá, en bændur vel ég þekki: aldrei mega þeir sauðkind sjá svo þeir tryllist ekki. Við fámennir og smáir höfuin oft gert okkur hlægilega með því að sletta erlendum orðum, sem oft eru meira og minna misskil- in. Mætti færa mörg dæmi um það. En hér er gömul saga: Latínuskólapiltar að norðan mættu manni nokkrum á leið sinni um Borgarfjörð, rak hann kýr á haga, og heilsaði norðan- mönnum upp á danskan móð: Gúmoren piltar. Þá kvað eiiin skólapiltanna: Hræðilegt er þá heimskur dóni hyggst brúka erlent tungumál, getinn í barlóm, flón af flóni, fékk aldrei nema hálfa sál, kvalinn var upp við kám og slor, kann ekki að lesa Faðir vor. En kúrekinn gat þá einnig svarað fyrir sig, á íslenzku: í bæjarlandinu. Það verður að taka þennan leiða bikar frá bæj- arbúum. En bæjarstjórnin hefur verið furðulega hugsunarlaus um þetta mál. Oðru hvoru er þó ymprað á því, en þá virðist sem þetta sé feimnismál fyrir meirihluta bæj- arstjórnarinnar og ekkert er að- hafzt. Nú er málið nýverið komið fyr.ir bæjarstjórn að tilhlutan Jóns Ingimarssonar bæjarfull- trúa, sem sendi bæjarráði eftir- farandi bréf snemma í þessum mánuði: „Leyji mér að gera þá tillögu til bœjarráðs Akureyrar, að það láti hið jyrsta athugun fara fram á því, á hvern hátt sorpeyðing í bœnum yrði bezt fyrir komið. En þar til að varanleg lausn jœst á þessu vandamáli, verði eftir- lit með öskuhaugunum aukið, Skrýtið er ei þó skólasmoginn skiptingur tali hreinna mál. Sönnum vísdómi framhjá floginn, fóðrar eitraða’ af stolti sál. Kvikan andlegur kvelur hor, kann, en les ekki Faðir vor. Eyjólfur Þorgeirsson, sunn- lenzkur maður, kom á bæ, þar sem húsmóðir æddi um bæinn og geisaði mjög. Hann kvað: Inn um bæinn eins og skass æðir þessi kona. Fleiri hafa fætur og rass en flika því ekki svona. Strákur stal skötu frá Sigurði í Jörfa, og fékk þetta: Stal hér inötu, stór sem jötunn, strákur grófur. Beygði af götu, bölvaður skötu- barðaþjófur. Bóndi nokkur kærði útsvar sitt og bar sig saman við Jón nágranna sinn. Færði hann margt til, m. a. að kona Jóns væri duglegri en sín. Jón kom svo kærunni í rím til endur- gjalds: og þess vandlega gœtt að óþef og reyk leggi ekki frá haugstæð- inu og rottueyðing verði gerð þair með hæfilegu miUibili í öryggisskyni vegna smithœttu.“ Við skulum vona, að bæjar- ráð og bæjarstjórn sofni nú ekki enn einu sinrii á verðinum, held- ur taki þetta vandamál fastari tökum en áður hefur verið gert og leiti í fullri alvöru úrbóta á því ófremdarástandi, sem ríkj- andi er um sorpeyðingu í Akur- eyrarkaupstað. Það er alveg víst, að enginn verður til að kvarta þó að ólyktin af haugunum hverfi. En séu einhverjir svo miklir rottuvinir, að þeir þoli ekki að þeim sé útrýmt, þá er réttast að þeir hinir sömu ali rollurnar í búrum heima í íbúð- um sínum. Rottur eru dýr, sem ekki er réttlætanlegt að séu látin ganga laus í hýbýlum manna eða í nágrenni við þau. Eg kenni það konunni minni, að kemst ég í skuldir og basl. Því hún er mér alónýt inni, og eins er að hafa ’ana í drasl. Otsvar mitt ætti að lækka svo eðli mitt njóti sín. En Jóns ætti heldur að hækka, því lians kona er duglegri en mín. Oft ríður á miklu, að ókunn- ugum sé sagt skýrt og glöggt til vegar. Dæmi: „Þú ferð fyrst beint héðan, þegar þú ert bú- inn að fara krókinn, þá kemurðu að melnum og svo ferðu fyrir endan á melnum og inn með hon um hérna megin og norður fyrir suðurendann og yfir hann miðj- an og út með honum hinu meg- inn og suður fyrir norðurend- ann — og þar er bærinn.“ Maður átti konu bænrækna í meira lagi. Hann kvað: Drottinn sinn biður hún Blíða að bevara okkur og sig. En nú er ’ann hættur að hlýða. Hvað þá um börnin og mig? Skráning: atvinnulausra karla og kvenna fer fram lögurn samkvæmt dagana 1.. 2. og 3. nóvember n.k. i Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar, Strandgötu 7, II. hæð. Akureyri, 22. október 1965. VINNUMIÐLUN AKUREYRAR Símar 1-11-69 og 1-12-14 SHELL benzín og: olinr Opii til 25.50 ^ _________ vio Eyjarjaroarbraut 2) Verkamaðurinn Föstudagur 29. október 1965

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.