Verkamaðurinn - 01.07.1966, Blaðsíða 3
Kísilgúr, fuglar
— Fréttabréf úr Hývatnssveit
Þann 19. þ. m. boðaði sveitar-
stjórn Skútustaðahrepps til al-
menns fundar að Skjólbrekku í
Mývatnssveit um „kísilgúrmál-
ið“, sem svo er nefnt hér í sveit.
Mættu þar, að tilmælum sveitar-
stjórnar, stjórn Kísiliðjunnar
h/f og fyrir hönd Náttúruvernd-
arráðs íslands Gunnar Vagns-
son. Hafði þess fastlega verið
óskað að formaður Náttúru-
verndarráðs mætti á fundinum
og gerði grein fyrir afstöðu ráðs-
ins til yfirstandandi og væntan-
legra framkvæmda Kísiliðjunn-
ar hér, en sá mæti maður hafði
flogið til útlanda þann sama
dag, og kvaðst staðgengill hans
enga sérfræðilega þekkingu hafa
á náttúruvernd, en las úr bréfum
þeim er farið höfðu milli ráðs-
.ins og stjórnar Kísiliðjunnar um
varúðarráðstafanir til verndar
dýralífi hér, einkum fugla.
Af hálfu Kísiliðjustjórnar
varð fyrir svörum Magnús fjár-
málaráðherra frá Mel. Gerði
hann í upphafi miklar gyllingar
á fyrirtæki þeirra Kísijiðju-
manna, var helzt að heyra sem
gulli og grænum skógum mundi
rigna yfir Mývetninga, sem að
sjálfsögðu ættu að vera þakk-
látir slíku regni úr sameiginlegri
hendi ríkisstjórnar og Manville-
hringsins.
En er fyrirspurnum fjölgaði,
og þá einkum þeim er snertu
fjárhagslega hlið mála, dró all-
mikið úr gullregninu, og var
að heyra undir lokin að no'kkur
tími kynni að líða áður en úr-
helli félli. Oddviti Skútustaða-
hrepps, Jón Gauti Pétursson,
kvað það misskilning að Kísil-
iðjan héfði þurft að reisa hér
verksmiðju til bjargræðis Mý-
vetningum, þeir væru ekki ver
stæðir en svo að innstæður og
skuldir myndu standast á, hefðu
bjargast hingað til og átt að geta
það eins hér eftir án Kísiliðjunn-
ar. Fleiri tóku í sama streng.
Tóku margir til máls og mjög á
einn veg. Létu fundarmenn
óspart í ljósi mikinn ugg um
náttúruleg og menningarleg
verðmæti sveitarinnar af völd-
um nýsmíðis þessa. Las einn
fundargesta upp úr Lesbók
Morgunblaðsins ummæli amer-
ísks ferðalangs, sem fullyrðir að
verksmiðjur eins og sú, sem hér
er fyrirhuguð, gereyði öllu jurta-
og dýralífi í umhverfi sínu.
Vildu fundarmenn fá svör við
því á hvern hátt sú eyðing ætti
sér stað, en greinarhöf. taldi
mörg dæmi slíks víða í heimin-
um.
Ekki var stjórn Kísiliðjunnar
kunnug þeim dæmum, né heldur
Finnur Guðmundsson fuglafræð-
ingur, sem fenginn var til að
mæta á fundinum og svara fyr-
irspurnum um persónulegt álit
hans á málinu, en hann er hér
kunnur að áhuga á fuglalífi og
kunnugur öllum aðstæðum hér.
Flutti hann stutta en glögga
greinargerð fyrir afstöðu sinni
til málsins, kvað mestu hættuna
stafa af þéttbýli, að sínu áliti, og
engar varnir duga að fullu.
Einnig staðfesti hann það, sem
margir Mývetningar hafa haft
eftir vísindamönnum, innlend-
um og erlendum sem hér hafa
dvalið gestir, að Mývatnssveit
— og þá ekki sízt vatnið sjálft
—væri eitt veraldarundur frá
sjónarhóli jarð- og náttúrufræði-
vísinda. En til vísindarannsókna
hér hefði aldrei fengizt fé, og
var ekki að heyra að slík fjár-
veiting mundi á næstu grösum.
(Mætti, e“f til v.ill, spara eitthvað
til slíkrar starfsemi með því að
draga úr ónauðsynlegum utan-
förum?)
Mikið af umræðum snerist um
hættuna á olíumengun vatnsins
frá dælupramma Kísiliðjunnar,
og hafði stjórnin heitið varúðar-
ráðstöfunum, sem fullnægja
kröfum Náttúruverndarráðs, eft-
ir bréfagerðum beggja að ætla.
En alhr, sem að Skjólbrekku
voru staddir þennan dag — þar
með talinn Magnús fjármálaráð-
herra frá Mel — virtust á einu
máli um, að enginn mannlegur
máttur gæti þó fyrirbyggt slys af
þessum aðgerðum. En þá hættu
kvað fj ármálaráðherra menn
verða að sætta sig við, vegna
þess mikla gróða, sem fyrirtækið
myndi gefa í aðra hönd þegar
stundir liðu. Nokkuð virtist þó
á huldu hvert sá gróði skyldi
lenda og svör við fyrirspurnum
um það efn.i harla loðin.
Og ekki virtust fundargestir
heldur gráðugir í gæsina and-
spænis áhættunni. Bentu ýmsir á
að búskap mundi allhætt í sam-
keppni við Kísiliðjuna, kvað
form. Búnaðarfél. merki þess
þegar komin í Ijós á þessu vori,
er ekki væri efnt til neinna bún-
aðarlegra byggingaframkvæmda
hér í sveit, sem mun eins dæmi
í langan tíma.
Ennfremur var rætt um hinn
nýja veg um Hólasand til Húsa-
víkur, sem lagður verður vegna
Kísiliðjunnar. Var það álit
margra mælenda, að þar hefði
ekki síður verið flanað að fram-
kvæmdum en með niðursetningu
kísilgúrverksmiðju v.ið Mývatn.
Telja kunnugir mjög vafasamt
að velja þá leið sem vetrarveg.
Stjórn Kísiliðjunnar bar af sér
og fleira
alla ábyrgð á vegarstæði þessu,
en oddviti og fleiri Mývetningar
þjörmuðu svo að henni, að fjár-
málaráðh. viðurkenndi að stjórn
in hefði óskað eftir vegarlagn-
ingu skemmstu leið til Húsavík-
ur, án tillits til íbúa þeirra
þriggja hreppa, sem nú byggja
afkomu sína að miklu leyti á
viðhaldi gamla vegarins til Húsa-
víkur. Reyndust menn uggandi
um tryggð forsjármanna vorra
við landbúnaðarveginn þegar
kísilgúrvegurinn kallaði að sam-
tímis um viðhald á vetri og
sumri. Þótt fj ármálaráðh. full-
yrti, að svo hjartfólgnir væru
hagsmunir Mývetninga Kísil-
iðjustjórn, að hún hefði viljandi
samið um skattaálögúr fyrirtæk-
inu í óhag Mývetningum til
góða, þá var sem búendur tregð-
uðust enn við að votta þessum
nýja sveitunga, John Manville,
fullkomið traust. Vildu þeir fá
sem gerzta uppfræðslu um hlut
hans og aðstöðu í sem flestum
greinum varðandi væntanlegt
sambýli. Fjármálaráðh. upplýsti
þá að 8—9% hlutafjár væri enn
óráðstafað og mundi boðið sveit-
arfélögum, 51% skyldi vera rík-
iseign, en auðhringurinn eigi
undir 40% eigandi. Ennfremur
gaf ráðherra í skyn, að samn-
ingar mundu gerðir við sveit-
arstjórn Skútustaðahrepps um öll
atriði varðandi Mývatnssveit, þó
að ekki væri það ráð tekið í upp-
hafi, nema til málamynda. Full-
yrti hann, að hefðu Mývetningar
látið í ljósi eindregnar óskir um
að ekki yrði stofnað til kísilgúr-
vinnslu við Mývatn, þá hefðu
stjórnarvöld vor tekið þá af-
stöðu til greina þegar í stað og
aldrei stofnað til Kísiliðjunnar
háeff. Kom mörgum spánskt
fyrir sú yfirlýsing ráðherrans,
því ekki hafa menn reynslu af
slíkri tillitssemi stjórnarvalda
við óskir almennings undan-
gengna áratugi, sé frá dregin ósk
fjórtán þúsund dátasjónvarps-
neytenda á Suðurnesjum síðast-
liðið vor, um óskorað frelsi til
slíkrar menningarneyzlu.
Fundur þessi var mjög fjöl-
sóttur af hálfu Mývetninga, sem
vænta mátti, því aðdrifaríkara
stórmál hefur sennilega aldrei
borið að höndum okkar hér í
sveit. Fannst mörgum að fundur
sem þessi hefði mátt vera fyrr
haldinn, eða áður en verulegar
framkvæmdir hófust, því enga
varðaði það meir en okkur Mý-
vetninga, sem hér er á döfinni.
Upplýsingar hefur okkur skort
tilfinnanlega um þetta mál, og
var til þessa fundar stofnað fyrst
og fremst til að bæta úr því, þó
seint sé.
Og hver varð svo árangurinn
fyrir okku Mývetninga? Fáum
spurningum svarað svo að full-
nægjandi geti talizt, við öðrum
gefin loðin svör, sumum ósvar-
að er fram komu. Fundartími
ákveðinn af Kísiliðj ustj órn kl.
fjögur e. h., tveimur tímum síðar
en hentugast var fyrir sveitar-
menn, og fundartími því mikils
til of stuttur, þegar þá það við
bættist að fundarstjóri, Pétur
Jónsson hreppstjóri í Reynihlíð,
sleit fundi af einhverjum óskilj-
anlegur ástæðum í miðjum klíð-
um á áttunda tímanum. Margt
var þá órætt er menn vildu taka
til meðferðar í þessu máli, og
ýmsar spurningar ókomnar
fram.
Það er þó ljóst eftir þennan
fund, að engin trygging er hér
gefin fyrir náttúruvernd, og
mun reýnslan ein verða látin
svara hvernig um það fer. Þá er
og allt þoku hulið hver atvinnu-
legur eða f j árhagslegur vinn-
ingur Mývatnssveit er að tilkomu
þessa fyrirtækis, enda ekkert
verið samið við Mývetninga um
þetta mál, ef frá eru taldir ein-
hverjir samningar við landeig-
endur í Reykj ahlíð, sem f j ármála
ráðh. taldi að væru einkamál
þeirra og kísiliðjumanna og
kæmu þessum fundi ekki við.
Góður afli hefur að undan-
förnu verið hjá bátum, sem róa
frá Húsavík. Hefur meira aflazt
en svo, að Fiskiðjusamlagið hafi
haft undan að vinna úr aflan-
um. Hafa því bátar í einstöku
tilfellum landað annarsstaðar, í
Ólafsfirði og Siglufirði.
Var ekki hægt að skilja það á
Kísiliðjustjórn, að hún áliti Mý-
vetningum bera neitt húsbónda-
vald yfir sinni sveit, en sumir
hér í sveit hafa gerzt svo bíræfn-
ir að halda slíku fram.
Fyrir Kísiliðjustjórn er fund-
urinn lærdómsríkur að því leyti,
að hún komst að raun um það,
að fjöldinn allur af Mývetning-
um — og efalaust meirihluinn —
er í vafa um ágæti þessa fyrir-
tækis fyrir sitt byggðarlag, eins
og allt er í pottinn búið, og gagn-
rýna þó einkanlega hvernig að
þessum málum hefur verið unn-
ið. Enda fengust ekki nema tveir
Mývetningar, af öllum þeim er
til máls tóku, til að þakka Kísil-
iðjustjórn frammistöðuna og
lýsa yfir stuðningi sínum við hið
væntanlega fyrirtæki.
Hljóta það að vera stjórninni
sár vonbrigði, og mætti ætla að
forráðamenn Kísiliðjunnar gætu
dregið af því þann lærdóm, að
þeir tækju meira tillit til Mývetn-
inga og þeirra hagsmuna í þessu
máli framvegis en hingað til.
Ef svo fer, má segja að þessi
fundur hafi ekki verið til einskis
haldinn.
Garði, 21. júní 1966.
Bátar, sem stunda ufsaveiðar,
hafa fengið mikið af vænum
ufsa, sem flakaður er í frysti-
húsinu. Einnig hefur afli verið
góður hjá færabátum og í kola-
net. Kolinn er flakaður í nýju
flökunarvélinni, sem frá er sagt
á forsíðu blaðsins.
TILKYNNING
til viðskiptamanna fró útibúum bankanna
á Akureyri
1. Bankarnir verða lokaðir á laugardögum í júlímánuði
1966.
2. Föstudagana næst á undan ofangreindum laugardögum,
hafa allir bankarnir opnar afgreiðslur til hverskonar við-
skipta kl. 17.30—19.00.
3. Ef afsagnardagar víxla falla á ofangreinda laugardaga,
verða þeir afsagðir næsta virkan dag á undan þeim.
LANDSBANKI ÍSLANDS
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
ÚTVEGSBANKI ISLANDS
IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF.
Starri.
Góður af li - mihið að gera
Föstudagur 1. júlí 1966.
Verkamaðurinn (3