Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.01.1967, Síða 3

Verkamaðurinn - 20.01.1967, Síða 3
Nýr bœjarstjóri á Akureyri Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, í maí sl., lagði Alþýðubandalagið á Akureyri sérstaka áherzlu á að bundinn yrði, að kosningum loknum, endir á þá stjórnunaraðferð, sem hvergi viðgengst í öðrum kaup- stöðum á landinu, að ekkert ábyrgt flokkasamstarf stæði að baki bæjarstjói’a og hefði forustu. um lausn vandamála bæjarfélagsins. Það sýndi fram á, að slíkt fyrirkomulag, slík „happa- og glappaaðferð“, um stjórn bæjarfélagsins væri í hæsta máta óheppileg og leiddi til glundroða og stjórnleysis. í kosningabafátt- unni sl. vor var mjög tekið undir þessa skoðun Alþýðu- bandalagsins, sérstaklega af Alþýðuflokknum. Eftir kosningar beittu bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins sér fyrir samstarfi um bæjarmálin, en áhugi hiima flokkanna reyndist enginn, þegar til kastanna kom, fyrir samkomulagi um annað en embætti bæjar- stjóra og kosningar forseta bæjarstjórnar og voru hrossakaup um þessi embætti gerð milli „sigurvegar- anna“ í kosningunum, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks, en Sjálfstæðisflokkurinn, lamaður eftir ósig- ur sinn, lét sér lynda að dingla aftan í þessum flokk- um án þess að fá nokkuð í sinn hlut. Afleiðingar þess ábyrgðarleysis að láta málefni bæjarfélagsins víkja fyrir hrossakaupum um embætti og titla, hafa síðan reynzt mjög að spám Alþýðubanda- lagsins og mun varla um það deilt meðal óbreyttra borgara bæjarins, að stjórn hans hafi sjaldan eða aldrei ■■■■■■■■■■■■HHHIIHHHHPIB farið öllu vei'r úr hendi en á nýliðnu ári, en atvinnu- leg og fjárhagsleg vandamál hrannast upp. Við brottför Magnúsar Guðjónssonar úr embætti bæjarstjóra, skapaðist á ný tækifæri til þess að mynda flokkasamstai'f á málefnagrundvelli um þau brýnu vandamál, sem úrlausnar bíða og skapa þannig nýjum bæjarstjóra nauðsynleg starfsskilyrði og húsbónda- vald byggt á skoðun og stefnu. Og enn reyndu bæjar- fulltrúar Alþýðubandalagsins samstarfsleiðina með því að leggja fyrir ALLA hina flokkana málefnagrund- völl í atvinnumálum, hiisnæðismálum og fjármálum bæjarfélagsins. Þessum samstarfsgrundvelli hefur nú verið hafnað af þessum flokkum og enn valin sú leið að láta kaupskap um bæjarstjóraembættið og forseta bæjarstjórnar nægja sem starfsgrundvöll, en ýta verk- efnum og vandamálum til hliðar. Alþýðubandalagið lítur enn á þessi vinnubrögð hinna flokkanna sem fullkomið ábyrgðarleysi og vilja- Leysi til þess að gegna þeim skyldum, sem á bæjar- stjórn hvíla gagnvart bæjarfélaginu í heild og bæjar- búum. Fyrir því eru sjálf málefnin aðalatriði og und- irstaða, sem mannval í embætti eigi að byggjast á. Afstaða bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins til bæj- arstjórakjöi’sins og þeiri'ar kosningar á Braga Sigur- jónssyni sem forseta bæjai'stjórnar, sem í kjölfarið mun fylgja, er rökrétt afleiðing þessarrar skoðunar Alþýðubandalagsins, eftir að málefnasamstarfi hefur verið hafnað. I þessarri afstöðu felst að sjálfsögðu enginn fyrirfram dómur um hæfni Bjarna Einarsson- ar, hins unga reykvíska framsóknarmanns, til þess að gegna. embætti bæjarstjóra, né heldur neinn óvilji á því að eiga við hann samstarf um bæjarmálin eftir því sem efni gefast til. I því, sem öðru, munu fulltrúar Al- þýðubandalagsins láta málefnin ein í'áða. — b. iHiniHiiiiuuuniPiuiiiiiiiun Álfodans Á sunnudaginn kemur efnir íþróttafélagið Þór til Álfadans og brennu á eyrunum norðan Glerór, en félagið hefur alla tíð síðan 1926, og reglulega annað hvort ár síðustu áratugi, annast slíka framkvæmd. Hafa bæjarbúar ætíð fagnað og haft mjög mikla ánægju af þessarri framkvæmd, enda er þetta mikil tilbreyting í skamm- deginu í skemmtanalífi bæjar- búa. Félagið mun vanda til þessa fagnaðar eins og jafnan áður. Kl. 8 e. h. verður kveikt í brennunni. Álfakóngur og drottn ing hans aka til hátíðasvæðisins kl. 8.30. Þeim fylgir frítt föru- neyti: Glæstir riddarar, dansálf- ar, ljósálfar, púkar, tröll og alls konar skrípi, samtals um 70 ver- ur. Frú Margrét Rögnvaldsdóttir stj órnar fj ölbreyttum dönsum. Danssvæðið verður skrautlega lýst og flugeldum skotið. Dansleikur verður í Sjálfstæð ishúsinu um kvöldið fyrir fé- laga og gesti þeirra. Auglýsið í Verkamanninum. m monnfólkinu veoinn Aðvoro 0(| Blaðið náði tali af nokkrum nemendum M. A., sem fara með veigarnestu hlutverkin í leikriti því, sem L. M. A. sýnir um þess- ar mundir, — „Biederman og brennuvargamir“ — eftir Max Frisoh. — Hvenœr byrjaði M.A. leik sýningar? — Veturinn 1936—’37 með leikritinu „Andbýlingar“ eftir Hostrup, leikstjóri var Ámi Jónsson, kennari. L. M. A. er því 30 ára í vetur. — Þið hafið oftast sýnt létt gamanleikrit, hvers vegna breytt- uð þið lil og völduð þetta nú- tíma ádeiluverk? — Gamanleikir Holbergs og Moliers, og léttar og hraðar stofukómedíur hæfa kannski ungu fólki bezt til flutnings. — Kostulegar persónur og öfga- kennd tilþrif gefa byrjendum meira svigrúm til að breiða yfir vankantana. Þó hefur oft borið á góma hjá L. M. A. að reyna að breyta til, en ekki hefur orðið að því fyrr en nú. Nú var margt það fyrir hendi, sem áður skorti, svo sem vel menntaður leikstjóri í nú- tíma leiklist, og leikrit, sem bæði við og hann höfðum áhuga á. Svo teningnum var kastað, og tíminn mun leiða í ljós, hvort við erum fær um að túlka þetta verk á þann veg, sem því hæfir. — Er leikritið háalvarlegt? — Okkur óx í fyrstu í augum þetta erfiða verkefni. En þegar á leið og form tók að myndast á uppsetningunni, óx okkur held ur ásmegin. Leikritið, sem blandað er grófu gamni, brennuvargarnir ó- svífnir og ísmeygilegir, Bieder- man hin lítilsiglda sál, bruna- liðskórinn hin opinbera menn- ingarvitund, gripu hug okkar. Nýstárleg leikstjórn Erlings Hall dórssonar átti og stærstan þátt í þessu og var okkur ný reynsla og ómetanlegur skóli. — Hverhig hafa svo leikhús- gestir tekið sýningum ykkar? —Aðsókn hefur verið góð og margir látið í ljós ánægju sína. En skemmtilegast er, hvað leikritið sjálft hefur vakið mikl- ar umræður og þar eru sannar- lega ekki allir sammála. — Að lokum: Finnst ykkur ekki, eftir að þið hafið kynnzt þessu merkilega verki, að það eigi nokkurt erindi til samtíðar okkar? — Alveg tímælalaust. Góðir lei'kritahöfundar sjá lengra, að- vara og vísa mannfólkinu veginn ekki síður en önnur skáld. Um leið og blaðið þakkar þessum efnilegu, ungu leikurum fyrir einarðleg og skýr svör, vill það hvetja bæjarbúa til að sjá þetta merka verk og getu þessa unga fólfcs til listtúlkunar. — Næstu sýningar verða föstud., laugard. og sunnud. kl. 20.30. Miðasala er í Samkomuhúsinu kl. 4—7 e. h. Þessi eftirtektaverða tafla er úr fræðslu- riti Krabbameinsfélagsins "Tóbak og áhrif þess" eftir próf. Niels Dungal. Allir skólar, félög og foreldrar geta fengið rit þetta eftir þörfunx og að kostn- aðarlausu, með því að sírna eða skrifa til Krabbameinsfélags fslands að 1AR. 5AR, 10 AR, 20 AR, Hér getið þið séð, hvað það kostar að reykja eimt sfgarettupakka til jafnaðar á dag, miðað við verð hans nu. Föstudagur 20. janúar 1967. Verkamaðurinn (3

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.