Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.01.1967, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 20.01.1967, Blaðsíða 7
ff' hraifnrstibúsanna RdutrtrofhM Framhald af 4. síðu. sér fyrir verkum, sem að dómi almennings eru neikvæð fyrir þjóðarheildina á meðan þeirra er ekki þörf. Fólkið í landinu. hinir óbreyttu kjósendur, vita að rekstur hraðfrystihúsanna er lífs nauðsyn fyrir þjóðina og að það verður að tryggja rekstrargrund- völl húsanna. En almenningur í landinu, sem alltaf er látinn greiða kostnaðinn til að ná end- um saman þegar í óefni er kom- ið á þessu sviði í dag og hinu á morgun, hann frábiður sér slíka ævintýramennsku í atvinnu rekstri, sem ég hef bent á hér að framan, og hann beinlínis neitar að greiða kostnaðinn af slíku brölti. Þetta hefðu þeir átt að vita strax í upphafi þessa máls, þeir sem fyrir bröltinu stóðu og þau yfirvöld sem leyfðu það. Óneit- anlega stæði nú Sölumiðstöðin í dag frammi fyrir almenningi með hreinni skjöld og meiri til- trú hins óbreytta kjósanda, ef hún hefði ekki látið sig henda slíkt sem að framan greinir og sem óhjákvæmilegt var að benda á hér, því óneitanlega eru þessi mál nú undir smásjá fólksins, þegar hraðfrystihúsaeigendur telja að rekstrargrundvöllur hús anna sé brostinn, en það treysti ég mér heldur ekki til að ve- fengja eins og þessi mál horfa í dag. Hvoða úrræði eru tiltækust? Nú þegar rekstrargrundvöllur hraðfrystihúsanna er brostinn, eins og stjórnendur húsanna segja sjálfir, þá er eðlilegast að spurt sé: Hvaða úrræði eru til- tækust? Því að flestir munu vera á einu máli um, að það sé þjóð- arnauðsyn að húsin verði starf- rækt, hvað svo sem núverandi rekstrargrundvelli líður. Enda er það staðreynd í nútíma hagræð- ingarþjóðfélagi, að rekstrar- grundvöllur eins atvinnuvegar er meira kominn undir stjórnar- og þingathöfnum, heldur en bein um náttúrulögmálum. Það sem einna tiltœkilegast er að gera nú. til að rétta hlut fiskiðnaðarins, það er að lækka útflutningstollinn á jiskafurðum t. d. niður í 1%. Þá œtti jafn- hliða uð lœkka vexti' af rekstrar- lánum útgerðar og fiskiðnaðar t. d. um 2%. Þá œtti algjörlega að afnema toll af fiskiðnaðarvél um sem mun vera kringum 35%, það mundi ýta undir aukna véla notkun og hagkvœmari rekstur frystihúsanna og annarra fisk- stöðva. Allar þessar aðgerðir virðast hreint og beint sjálfsagðar eins og á stendur. Það skiptir engu máli í þessu sambandi, þó hægt sé að benda á, að útflutnings- tollurinn gangi til að efla Fisk- veiðisjóð, sem sé þörf stofnun. Það eru fleiri leiðir til, sem hægt er að fara í því efni, og sú sem liggur beinast við, er að útvega sjóðnum lán sem gæti staðið undir aðkallandi uppbyggingu fiskiflotans. Þegar svo er komið hag út- geraðr og fiskiðnaðar eins og nú blasir við, þá er slík skatt- lagning sem að framan greinir hrein vitfyrring. Komi það á daginn. að þetta mundi ekki nægja til afréttingar á rekstrargrundvelli fiskiðnaðar- ins, sem í þessu tilfelli eru hrað- frystihúsin, þá verður að sjálf- sögðu að leita fleiri úrræða, en þetta er sú fyrsta leið sem ber að fara, um það eru þeir sam- mála sem ég hef leitt þetta í tal við. Til beinna styrkja ætti'ekki að koma, fyrr en að afloknum þeim ráðstöfunum sem að fram- an greinir. S. K. T. S. K. T. Félagsvist í Alþýðuhúsinu föstudaginn 20. janúar kl. 8.30 Góð verðlaun. — Spilastj.: Rögnv. Rögnvaldss. Dansað til kl. 1. Komið og skemmtið ykkur með glöðu fólki ón ófengis. Höfum flutt verzlun vora og glerslípun í ný og bætt húsokynni að GLERÁRGÖTU 20. Bætt aðstaða — Betri kjör. Byggingavömverzlun Akureyrar h.f. N Ý K O M I Ð : Snjóbomsnr Stærðir 35—45 S K Ó D E I L D Vikublað Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Þorsteinn Jónatans- son. -— Auglýsingar og afgreiðsla: Rögnvaldur Rögnvaldsson. — Afgreiðsla blaðsins er í Brekkugötu 5, Akureyri, sími 11516. Áskriftarverð kr. 150.00 árgangurinn. Lausasöluverð kr. 4.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.fAkureyri. Bæjarstjórn Akureyrar sam- j þykkti á síðasta fundi, að til- j lögu hafnarnefndar, að róða ; Pétur Bjarnason, vélaverkfræð- i ■ ing, tii eftirlits með fyrirhuguð- j um framkvæmdum við nýju j dróttarbrautina. ^Brvegorw undir snjé Reykjadal 18. jan. Hér eru nú allir vegir greið- færir, og hafa engar vegar- skemmdir orðið í hlákunum und anfarið. Um áramótin var hér hins vegar allmikill snjór og vegir þungfærir, og var þá snjó- bíll héraðslæknisins á Breiðu- mýri allmikið notaður og fleiri snjóbílar voru hér í ferðum. Snjó tók hér mjög ört í hlák- unum, og eru bændur nú farnir að beita fé sínu. Fullskipað er í Alþýðuskólann á Laugum og varð að neita mörgum umsækj- endum um skólavist af þeim sök um og er þetta óviðunandi á- stand. Viðbyggingin við heimavist- ina er nú orðin fokheld. Þegar sú bygging verður tekin í notk- un, leggst heimavistin á lofti í- þróttahússins niður, enda mjög úrelt orðin. Nokkuð er um félagslif, hald- in eru spilakvöld, og karlakórinn æfir af kappi og mun halda sam- söng fljótlegá. Sagt er-, að skurðgröfuruðn- ingar við hinn væntanlega „kís- ilgúrveg“ hafi með köflum verið í kafi í snjó eftir hlákuna og þyk ir ekki spá góðu um vegarstæð- ið. Þ. G. REIKNINGAR BÆJARINS óriS 1965: — Reikningar bæjarsjóðs Akureyrar fyrir órið 1965 lógu fyrir síðasta fundi Bæjarstjórn- ar Akureryar. Var þeim visað umræðulaust til annarror um- ræðu. KltmSjA VIKUNNAR Messað verður í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. Upphaf 9 vikna föstu. — Sálmar nr. 140 — 330— 141 —296 — 304. P. S. Messað verður í Lögmannshlíðar- kirkju nk. sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar nr.: 18 — 338 — 208 — 207 — 684. — Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30. — B. S. Frá Sjálfsbjörg. — Spilakvöld verður að Bjargi föstudaginn 20. janúar kl. 8.30 e. h. — Kvikmynd á eftir. Styrktarfélagi vangefinna á Akur eyri barst stórhöfðingleg gjöf. Á að fangadag jóla voru mér afhentar kr. 50.000.00 — fimmtíu þúsund — sem gjöf frá hjónum hér í bæ til Styrktarfélags vangefinna á Akur- eyri. Hjón þessi vildu ekki láta nafn sins getið, en gátu þess að börn þeirra væru öll vel gefin og það vildu þau þakka með þessari gjöf. — Kærar þakkir. Jóh. Þorkelsson. Tilkynning frá héraðslækni. — Verð fjarverandi til 1 5. febrúar nk. Aðrir læknar bæjarins gegna störf- um mínum hér í bænum þennan tíma. — Sveitaferðir annast Brynj- ar Valdemarsson, deildarlæknir á Kristneshæli, og er sími hans 12509. Jóhann Þorkelsson. Þórsfélagar! — Athugið, að fram vegis verða sundæfingar félagsins á miðvikudögum kl. 6—7 og á laug ardögum kl. 6.30—7.30 — Stjórn andi: Jónas Jónsson. — Þessi holla og góða íþrótt er gulli betri og eru félagar kvattir til þess að sækja æfingarnar vel og stundvíslega. Næturvaktir lækna á Akureyri hefjast kl. 17 og standa til kl. 8 morguninn eftir. — Þessir læknar hafa næturvakt næstu viku: 20. jan. Halldór Halldórsson, 21. jan. Bald- ur Jónsson, 22. jan. Baldur Jónsson, 23. jan. Halldór Halldórsson, 24. jan Sigurður Olason, 25. jan. Bjarni Rafnar. Lyfjabúðirnar á Akureyri eru opn ar sem hér segir: Á virkum dögum eins og verzlanir, en eftir það er vakt í annarri lyfjabúðinni til kl. 22. Á laugardögum er vakt til kl. 16 og aftur kl. 20—21. Á sunnudögum er vakt kl. 15—17 og 20—21. — Vaktir þessa viku hefur Stjörnu- Apótek, sími 11718, en næstu viku Akureyrar-Apótek, sími 1 1032. Minningargjöf: — Sveinn Stefáns son frá Tunguhálsi, Skagafirði, hef- ur gefið Elliheimili Akureyrar 10 þúsund krónur tl rainningar um Stef án Stefánsson, járnsmið, Akureyri. — ElIiheimiIisstjórn flytur honum beztu þakkir fyrir gjöfina. Verkamaðurinn (7 Föstudagur 20. janúar 1967.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.