Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.01.1967, Page 2

Verkamaðurinn - 27.01.1967, Page 2
wwtwtwwwwwwwtwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwn Flest kvöld vikunnar er flutt- ur þáttur um íslenzkt mál, eða öllu heldur málvillur í útvarp okkar. Þátturinn er að loknum fréttum, svo að margir hlusta á hann. Þátt þennan ber mjög að þakka, ekki síður en hinn vikulega þátt orðabókarmanna. Bezt má sjá af hinum fyrrnefnda að ekki sé vanþörf á leiðbein- ingum í meðferð tungunnar, því alltaf er af nógu að taka, og það oftast úr daglegu máli blaðanna í Reykjavík. Margt af því, sem þar ber fyrir augu, er með ein- dæmum miklum, svo ekki er undarlegt þó ugg nokkurn setji að þeim, er tungu sinni unna. Astæðan til vaxandi mistaka í meðferð móðurmálsins ætti vissu lega ekki að vera af vanþekk- ingu sprottin, svo langur sem skólatími flestra er orðinn. Þó er það nú svo, að mikið af því, sem manni kemur einna spánsk- ast fyrir sjónir, stafar af van- þekkingu. Hin snöggu þáttaskil í atvinnulífi og tilfærsla fólks úr sveitum í bæi, á sinn þátt í þessu, ásamt aukinni nasasjón af erlendum málum, án þess nokk- uð sé lært til fullnustu. Eg vif nefna dæmi um þann vanda, sem kaupstaðarbarni ber að höndum, þegar það fullorðið gerist blaðamaður hjá bænda- blaði í höfuðborginni. Það hef- ur vissulega lært margt viðkom- andi sveitabúskap og getur skrif að um almenna hluti, en það skortir alveg hina lifandi tilfinn- ingu fyrir því orðalagi, sem í sveitum ríkir, og hinum hárfínu blæíbrigðum málslns á tungu bændaþjóðarinnar. I bændablað inu Tímanum hefur til margra ára varla verið minnst á fé, ær, gemlinga o. s. frv., heldur er allt- af talað um kind og kindur. Nú um áramótin var t. d. sagt frá því, að „kind“ hefði borið lambi þá um nóttina. Ekki var hægt fyrir gamlan sveitamann annað en glotta og spyrja, hvort hér hefði verið á ferð sauður eða ær, jafnvel hrútur, sem átti þetta lamb. Þannig hefur hús- dýrategund þessi aðeins eitt nafn þar í sveit, og það getur orðið ámóta skemmtilegt í okk- ar eyrum í fleiri tilfellum en þessu. KIND táknar nánar tiltekið aðeins tegund. Ef ég sé í fjar- lægð eina sauðskepnu og greini ekki hvaða kyns hún er, segi ég: — Eg sá kind. — Væri hún nær, svo ég sæi, að þetta væri ær, hrút ur eða sauður, myndi ég segja það. Þeir tala um að smala kind um. Þetta er rangt, ef um ein- hvern verulegan fjölda fjár er að ræða, þá segja menn- fé. — Kindur er aðeins notað um lít- inn hóp, og fylgja þá oft með „nokkrar,“ sem einmitt segir sína sögu. Það er t. d. fjárbreiða, sem rennur niður með Þjórsá á einum bankaseðii okkar, en ekki kindur. Og kind ber ekki lambi. Það gerir ær. Nú sér maður einnig oft á prenti „að fóðra“ skepnu, þó að átt sé aðeins við einstaka gjöf. Að fóðra fé er að hafa það á gjöf um lengri tíma, að bera því hey í eitt mál, heitir að gefa því, en heyið er gjöf. Eg sé í þýðingum á nokkrum heim- skautabókum, að talað er um að hundar hafi verið „fóðrað- ir“ einu sinni í viku vegna skorts. Hér á tvímælalaust að segja: Þeim var gefið. En í bændablöð- um geta hryssur fætt í stað þess að kasta, hvað þá annað. Þetta eru aðeins smádæmi um örðugleika þeirra, sem verða að læra af bókum lifandi mál. En hitt er enn verra, hve hrá þýðing úr erlendum málum ryður sér nú ört til rúms. Það er t. d. að verða daglegur viðburður að sjá tekið svo til orða: — Eg elska að hlusta á mússik. — Eg elska að fara í leikhús. — Þetta er ljótt og óskemmtilegt mál, hráþýtt úr nágrannamálum. — Einnig: — Mér finnst gott brauð. — Orð- ið þykir er að gleymast, og sést vart á prenti í dagblöðum. Margir muna enn, þegar talað var um „hestbaksreið,“ þegar nokkrum stórlöxum var boðið í útreið hér um árið. Þetta skrípi hefur eignast mörg systkini. En við hvert blað ætti að vera ein- hver, sem gæti skorið úr um hvort rétt er eða rangt. Próf- arkalesarar eiga að ná til allra annmarka máls, hvort sem um er að ræða prentvillu eða vanþekk- ingu þeirra, sem skrifa. En ég var að tala um leiðbein- ingarstarf útvarpsins. Þar er skóli, sem allir ættu að sækja. Orðabókarmenn hafa átt mikil og góð samskipti við þj óðina og báðir aðilar eru ríkari eftir. Nú er það þó svo, að manni finnst stundum eins og þeir geri sig barnalegri en vænta má í leit sinni að orðskrípum einum. En þeim er mikil vorkunn og kann- ski eru þeir aðeins að örfa okk- ur til þátttöku í björguninni með því að tala eins og hinn fávísi. Eitt er það orð, sem mjög hefur borið á góma í vetur, en það er orðið að „fullhnúa,“ ELL-in eru þá borin fram eins og í ullabía. Nú fullyrði ég að hafa heyrt fyrir austan talað um að full- hnúa, borið fram eins og ULL. FULLhnúa er þá að fullvinna eitthvert verk. Þegar rjóltóbak var skorið á fjöl, eða saxað, þá var oft undir lokin að maður tók að nudda það á f j ölinni með hnúunum. Kannski kom þá sá, sem tóbakið átti, tók nokkur korn milli gómanna og sagði: — Þetta er nú valla fullhnúað. Og hann bar ELL-in fram eins og í ull, en ekki ullabía. L í gælu- nafninu Ella er ólíkt og í nafn- orðinu elli. Gæti fullhnúunar- vandamálið nokkuð skýrst við þetta? Og hvað segja lesendur? k. ÓFULLHNÚUN - SNYRTIHÚS Sfuii 14-36 VÖRUSOLUNNAR - ANDLITSBÖÐ HÚÐHREINSUN ANDLITSNUDD ANDLITSFÖRÐUN MEGRUNAR- OG FEGRUNARNUDD SAMKVÆMISSNYRTING HANDSNYRTING KLIPPING HÁRÞVOTTUR LITUN HÁRLAGNING LOKKAGREIÐSLA SAMKVÆMISGREIÐSLA 2) Verkamaðurinn Föstudogur 27. janúar 1967.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.