Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.04.1967, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 14.04.1967, Blaðsíða 2
Á sjónskífunni Kveður í runni . . . í gærkvöldi heyröi ég glað- an þrastasöng og*það var tek- inn steinn af brjóstkassannm. Er furða þó þeir, senl allt eiga und- ir veðrinu, séu glaðir, þegar heyr ist í fyrstu vorboðunum, fyrst við innimenn, sem raunar kem- ur veður ekki við, verðum svo glaðir, þegar von er á betri tíð. Sé litið til baka, sézt, að veðr- átta hefur farið versnandi á síð- ari hluta a. m. k. tveggja síðustu alda. Þetta virðist ætla að verða eins á þessari. Tveir síðustu vet- ur hafa verið vondir á landsmæli kvarða. Ef við hefðum búið við kjör forfeðranna, myndum við hafa fundið það. En verst er, að það hafa ekki verið nein sumur í ein átta ár. En eins og farfugl- inn kemur heim vor hvert í góðri trú og fer að syngja um dýrðina í fyrstu blotum, þannig ættum við að heilsa hverri vorkomu, því von er þó alltaf með vori. Kannski fennir ekki fé í júlí í sumar eins og síðastl. Þingfuglar — — — Og þingmennirnir munu koma og kvaka fyrir okk- ur í útvarpið. í dag er þriðjudag ur og þeir byrja í kvöld. Áður fyrr var þetta tilhlökkunarefni, maður hafði gaman af að heyra þá rífast. Og þá var sá kostur á, að maður trúði á málstað sinna manna, og þótti sem sætur svala drykkur allt, sem út gekk af þeirra munni. Hinir lugu alltaf öllu. Eii fjárans trúleysið og rök hyggjan kemur með aldrinum, þá er minna gaman. Þeir munu nú eins og áður rakka niður hvers annars mál. Þeir munu mjög nota tölur til sanninda, allir sömu tölur, sem þeir aðeins hreyfa til sér í hag, svo engum ber saman, og enginn okkar mun skilja upp eða nið- ur í allri þeirri hagfræði. En sem betur fer eru enn nógu marg ir, sem ekki munu efast um að sínir menn fari einir með rétt mál, þeir munu sofna vært, þótt mannvonska og heimska andstæð inganna beri þeim kannski stríð í drauma. Andstæðingurinn er hið versta fyrirbæri, ojá. Vísindin cfla . . . Alveg hljótum við venjulegir menn að falla í stafi yfir vitsmun um vísindamannanna. Hugsið þið ykkur: Þeir hafa komist að því, að menn muni geta verið fæddir með mismunandi upp- lagi. Geti verið að það, sem þeir kalla gen, séu ekki eins í öllum, (fínt skal nafnið vera). Geti 2) Verkamaðurinn verið, að menn sumir séu fædd- ir með það eðli, að þeir leiðist til glæpa. Stórmerkileg uppgötvun! Þetta vissu að vísu allir venju- legir menn um allar aldir, þurfti því ekki þeim að segja, en svona eru vísindamenn glúrnir samt. Það er ég viss um, að þegar þeir álpast loks á þá staðreynd, að maðurinn lifi dauðann af, þá slá þeir því upp sem rosafrétt .... Við höfum fundið upp að sál mannsins er ódauðleg.... Vissu fleiri en þögðu þó. Annað dæmi: Fjöldi alþýðu- manna hafa á undanförnum ár- um sagt við útgerðarmenn og fiskifræðinga: Þið stundið rán- yrkju. Fiskur, sem er veiddur, hrygnir ekki, frekar en sú agr, sem skorin er í haust, ber ekki í vor. Þetta ha'fa hinir sagt að væri hrein vitleysa, það mætti sleikja upp hverja vík og vog, þurrka hvert mið eftir tilvísan fisksjáa .... En .... eitthvað hefur þó komið uppá. Veiðin minnkar á vertíðinni og nú varð að hætta við vetrarsíldveiðina. Kom þá kannski á daginn, að dauð móðir fjölgar ekki stofni sínum? Ög kannski átta land'bún aðarfræðingar sig á því, að al- þýðureynsla er drýgri bókviti þeirra. En mest vorkenni ég sál- fræðingunum. Vandi að defta Þó umræddum snillingum gangi slysalaust að detta, nema hvað eimhver brosir að þeim, þá hefur þetta gengið verr hér hjá skíðafólki okkar. í vetur hefur verið mikil brotaöld. Eg hef eng ar tölur yfir þá, sem hafa slas- ast á skíðum í vetur hér i fjall- inu og nágrenni, en samkvæmt tali manna í bænum, eru þeir margir. Hvernig stendur á því að svona margir geta limlest sig við jafn hversdagslega íþrótt og að ganga á skíðum? Þó ungling um sé kannski ekki kennt að standa á þeim fjölum, ætti að minnsta kosti að kenna þeim að detta. Það er kúnst að detta án þess að drepa sig. T. d. er ein reglan sú, að hætta sér ekki x það, sem maður er ekki fær um. Það er sjálfsagt gaman að láta raftækni draga sig hátt, hátt, en gamanið fer af, þegar bruna skal til baka á eigin spýtur. — Kannski væri hægt að kaupa einhvers konar anti-lyftu, drag- bít, sem héldi aftur af brunand- anum á niðurleið. Tæknin er nú komin á svo hátt stig. Nú ef skíða og skautafólk kann ekki að slappa sig um leið og hausinn fer að leita niður, heldur dettur pinnstíft, þá er til vísindalegt afslöppunarlyf. Eg vil bara ekki segja, hvað það heitir. En hvað um það . . . Allt stendur nú til bóta, fyrst fuglar syngja vorið inn. Þetta hefur verið skíta vetur. Ef veður guðir hefðu nú komið með hlákuærslum, þá hefði einhvers staðar orðið sukksamt á götum bæjar okkar. Nógu var nú sukk- samt þó hlákan væri hægfara. Og sumar göturnar eru raunar ekki lengur til heldur eru þar nú djúpir árfarvegir. Það verð- ur dýrt að gera vegina okkar færa aftur. En við kunnum svo fj arskalega vel því sem var. Þetta hefur draslað svona .... því þá ekki enn? Og það kvaka fleiri Utvarpið hefur í vetur látið tala við nokkra athafnamenn. Þetta var vel til fundið og fróð- legt. Þeir fóru allir út í stór- braskið af hugsjón. Ekki merkti maður á einum einasta þeirra, að hagnaðarvon hafi þar átt nokkurn hlut að. Allir höfðu þeir líka þá sögu að segja, að þeir ynnu lengri vinnutíma en aðrir og bæru ábyrgðina að auki þá var nú ekki verið að mæla þeim út tímalengd dagsins eða þvinga upp á þá sumarfríum. Nei, þetta var aðeins hugsjón og vinnugleði sem stjórnaði öll- um þeirra athöfnum .. ..En hver voru launin? Launin voru yfirleitt vanþakklæti. Verkafólk þeirra hafði yfirleitt engan skiln ing á getu fyrirtækisins til kaup- greiðslu og skattayfirvöld og önnur illyrmi skildu ómögulega hugsjón þeirra. Yfirieitt fannst manni, að athafnamenn eigi dá- lítið bágt og sumir, eins og t. d. sá í Garðinum, mjög bágt. Mað- ur fór að lofa Drottinn að vera ekki sprottinn upp af því „geni“ sem leiðir einstaklinginn út í í síðasta tölublaði Frjáisrar þjóðar er viðtal við Kristin Jóns son á Einarsstöðum í Reykja- dal. Fjallar viðtalið um hið mikla furðufyrirbæri, Kísilgúr- veginn, sem leggja á fjarri mannabyggð svo að hann verði sem fæstum að notum. Jafn- framt víkur Kristinn að afskipt- um pólitíkusa af þessu máli og bendir á ýmsar athyglisverðar staðreyndir í því sambandi. Meðal þeirra spurninga, sem blaðamaðurinn leggur fyrir Kristin, er þessi: — Hvers vegna heldur þú, Kristinn, að alþingismenn Fram- sóknar og íhalds, séu svo sam- mála um að herja þessar fram- kvœmdir í gegn, móti eindregn- um vilja sýslubúa? Og Kristinn byrjar svar sitt á þessa leið: — Ja, mér dettur nú í hug hugsj óna-athafnir. Verzlunar- brask er svo ófínt. Ó, hve gott er að vera bara hugsjónalaus puðari og láta verkalýðssamtök- in byggja yfir sig Ölfus- eða Fnjóskárborgir. Enda heyrðist manni á athafnamönnunum, að ef þeir ættu ekki sumarhúsin sín við Þingvallavatn, myndi hug- sjóna'starfið ríða þeim á slig .. .. Utanlandsferðir voru bara einn hlutur hugsjónastritsins .. Bara tap .... Það eru ein- mitt menn úr þessum Genflokki, sem hafa verið að byggja af hugsjón íbúðir í höfuðstaðnum handa hinum aumingjunum. — Þakkirnar eru, að þeir eru vænd- ir um að hafa hagnast af hug- sjóninni. Vandalaust mun þeim með aðstoð talnaspeki og al- mennrar hagfræði, að sanna á sig jafnmikið tap og hinir kalla gróða. Enda er það sannanlegt heitir nýútkomin bók eftir Emil Tómasson. Er hún mjög fróðleg og skemmtileg, sérstaklega fyrir þá, sem þekkja eitthvað til þess- arrar ágætu íslenzku þjóðarí- þróttar. Höfundur rekur endurminn- ingar sínar viðVíkjandi glímunni sem er mjög gaman að lesa. Þá eru í bókinni frásagnir af fjölda góðra glímumanna, víðs vegar af landinu, og myndir af þeim flestum. Emil lýsir glímunni vel og glímulagi í kringum síðustu alda mót og gerir samariburð á henni þá og nú. Honum finnst eins og fleirum, að hún hafi tekið allmikl um breytingum og ekki öllum til bóta. Sjálfur var höfundur ágætis glímumaður, meðal þeirra beztu á landinu. hvað Framsókn snertir, það sem ég hef heyrt um holdanaut. Þau geta orðið andstœðingum sín- um hættuleg, þegar þau eldast og þroskast. Þá er það ráð notað, þegar á að leiða þessi dýr á blóðvöU, að þau eru skotin á fœri með deyfilyfjum. Við það dofna þau og verða sinnulaus, svo hver sem er getur farið með þau eftir vild. Ungviðin eru aft- ur á móti alveg hœttulaus. Þegar ég fer að hugsa um bar- áttuaðferðir stjórnmálaflokk- anna nú fyrir kosningarnar, finnst mér sjálfstœðismenn vera búnir að lœra þessa skotfimi og hafi beitt henni mjög kœnlega gegn framsóknarmönnum. Sjálf stæðismenn hafa skotið mjög sterkum deyfilyfjum að Fram- sókn með undraverðum árangri. Nú virðist allt úllit fyrir, að allir meiriháttar framsóknar- aðeins ef litið er á skattafram- tölin, að gróðinn er enginn .... Ekki lýgur þó skattskýrsian. Viet .... Það má vera kátur fugl, þrösturinn, að geta sungið í þessum heimi. Að syngja og hlusta á endalaus morð. Þessa Voðalegu sVÍvirðu mannsins.... Hví slær ekki forsjónin þá van- megni, sem fremja svo voðaleg- an glæp? Betri er engin hugsjón en sú, er beinist að N. Viet. Betri eru engin vísindi en þau, sem finna upp drápstækin. Maðurinn lætur víða draga sig upp, svo fall hans verði sem mest. Og verst er, að sá, sem ekki getur staðið á sínum tindi, skuli ekki heldur geta dottið niður án þess að limlesta sjálfan sig og aðra. Mætti maður þá biðja um minna af hugsjónum og vísind- um. — k. Undirritaður hefur fengið nokkur eintök af þessarri bók Emils Tómassonar til sölu. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að eignast hana, geta snúið sér til Björns Grímssonar, Ásvegi 23. Símar 12594 og 12666. TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Lœkjargötu 2 B, Akureyri, járnklætt timbur- hús, þriggja herbergja íbúð. Húsið verður til sýnis vænt- anlegum kaupendum laugar- daginn 15. þ. m. kl. 1.30— 3.30 síðdegis eða eftir nán- ara samkomulagi við undir- ritaðan, sem veitir nánari upp lýsingar. Bragi Sigurjónsson menn hér í Suður-Þingeyjarsýslu séu undir þessum áhrifum og sjálfst.m geti leitt þá hvert sem þeim sýnist. Þó skal það tekið fram, að enn eru til menn hér, sem ónæmir eru fyrir þessum lyfj um, eða skotin hafa ekki hitt. En fyrir einhver undarleg áhrif mega þessir menn ekki láta á sér bera, heldur eru okkur skaff- aðir ungir og óreyndir menn á lista Framsóknarflokksins og virðist liggja í augum uppi, að þar eru ungviði við hœfi sjálf- stæðismanna. Mönnum þykja undarlegar og óafsakanlegar ráðstafanir þing- manna okkar, Karls og Magnús- ar, sem báðir eru í stjórn Kísl- iðjunnar, að nú virðast þessir menn standa saman um að afla fjár í kosningasjóð sjálfstœðis- 'TíldTlTKl. Föstudagur 14. opríl 1967. HOLDAMIT Islenzka grlíman

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað: 14. tölublað (14.04.1967)
https://timarit.is/issue/178131

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

14. tölublað (14.04.1967)

Aðgerðir: