Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.04.1967, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 14.04.1967, Blaðsíða 6
Tónlistarviðburður Eins og áður hefur verið sagt frá í blöðum, leikur Sinfóníu- hljómsveit Islands undir stjórn Bodan Wodiczko í Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 18. apríl nk. kl. hálf níu á vegum Tónlistarfé- lagsins. Á þessa tónleika verða nú, sökum meira húsrýmis, seld- ir nokkrir aðgöngumiðar öðrum en þeim, sem þegar háfa gerzt styrktarmeðlimir félagsins. Hefst sala aðgöngumiða í Bókabúðinni Huld, laugardaginn 15. apríl og stendur til kl. 6 á þriðjudag. Flutt verð 2 verk eftir Bach og leikur Guðrún Kristinsdóttir einleik í öðru þeirra, næst kem- ur verk eftir Gluck og að lokum 7. sinfónía Beethovens. Kl. 4 sama dag verða œsku- lýðstónleikar á sama stað, og ætti skólafólk og aðrir unglingar ekki að láta þetta einstæða tækifæri fram hjá sér fara. Verða aðgöngumiðar á þá tón leika til sölu í M. A. og G. A. ásamt Tónlístarskólanum og við innganginn og verður verð þeirra aðeins kr. 50.00. BfUmUFRtHKIfJENDIR — Stríð og friður Framhald af bls. 3. hans hönd um yfirumsjón með öllum framkvcemdum. 2. Yfirverkstjóri við verkið skal ráðinn af hafnarnefnd Akur- eyrar. Skal hann starfa undir yfirstjórn Sveins Sveinssonar og er val yfirverkstjóra háð samþykki Sveins Sveinssonar. 3. Pétur Bjarnason, verkfrœðing ur, er aðstoðarmaður Sveins Sveinssonar sem verkfrœðing- ur og eftirlitsmaður hafnar- nefndar með framkvœmdun- 4. Sveinn Sveinsson (eða yfir- verkstjóri fyrir hans hönd) og Pétur Bjarnason skulu báð ir árita alla reikninga, verkið varðandi, um greiðsluheimild. 5. Hafnarnefnd sér um útvegun á nauðsynlegu vinnuafli til framkvœmdanna í samráði við Svein Sveinsson. Hafnar- nefnd hefur með samningi, dags. 6. þ. m., við Slippstöð- ina h.f., Akureyri, tryggt sér vinnuafl verkamanna, fag- manna, kafara og undirverk- stjóra eftir því sem með þarf. Stefnt skal að því að fram- kvœmdir við verkið hefjist aft ur eftir helginaP Byggingafulltrúinn á Akureyri hefur látið blaðinu í té eftirfar- andi yfirlit um byggingafram- kvæmdir í kaupstaðnum á sl. ári. ÍBÚÐARHÚS: Hafin var bygging 52ja íbúð- aiihúsa með 96 íbúðum á sl. ári. Um sl. áramót voru samtals 160 hús með 271 íbúð í byggingu. Skráð voru fullgerð 67 hús með 110 íbúðum. Fokheld voru 57 hús með 96 íbúðum og 36 hús með 65 íbúðum voru skemmra á veg komin. ÝMSAR BYGGINGAR: Af ýmsum húsum, sem skráð voru fullgerð á árinu, má nefna skipábyggingahús Slippstöðvar- innar h.f. á Gleráreyrum, Kjöt- vinnslustöð KEA við Sjávargötu og skrifstofuhús Akureyrarbæj ar við Geislagötu. / Fokheldar voru t. d. Amts- bókasafnið við Brekkugötu, á- haldahús (íþróttaskemma) á Gleráreyrum og Lögreglustöðin við Þórunnarstræti. Hafin var bygging flugskýlis á Akureyrarflugvelli og svína- húss SNE á Rangárvöllum. Fullgerðar voru 9 sérstæðar bifreiðageymslur og auk þess gerðar ýmsar breytingar og við- bætu við eldri hús. Akureyri, 1. marz 1967, Jón Geir Agústsson, bygginga fulltrúi. um. KEA Hdsgiignaúrfolið er hjó okkur < SÓFASETT, mjög glæsileg BORÐSTOFUBORÐ BORÐSTOFUSTÓLAR KOMMÓÐUR í öllum stærðum og gerðum I^HEILL heuzín «g olínr W'* Fcrðanesti OG ÝMISLEGT ANNAÐ TIL BIFREIÐA kl* 23 30 Eyjofjorðorbraut. Sim' Í2466 6) Verkamaðurinn Föstudagur 14. apríl 1967.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað: 14. tölublað (14.04.1967)
https://timarit.is/issue/178131

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

14. tölublað (14.04.1967)

Aðgerðir: