Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1967, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 24.11.1967, Blaðsíða 5
26-5 1968 Með lögum númer 65 frá 13. maí 1966 var ákveöið, að hægri umferö skyldi upp tekin hér á landi, þ. e. að ökutæki skyldu halda sig á hægri brún vegar og að í umferöinni skyldi almennt gilda sú regla, að vikið skyldi til hægri í stað vinstri, sem hér hefur verið í gildi. Dómsmálaráðherra var með lögunum falið að skipa þriggja manna framkvæmdanefnd, er hafa skyldi á hendi undirbúning og stjórn framkvæmda við breyt- ingu úr vinstri í hægri handar umferð. Þá var og dómsmálaráöherra falið, að fengnum tillögum framkvæmdanefndar, að ákveða hvaða dag apríl-, maí- eða júní- mánaðar 1958 breytingin skyldi koma til framkvæmda. Fyrir all- löngu síðan hefur ráðherra á- kveðið, að fengnum tillögum, að breytingin skuli verða 26. maí á næsta vori klukkan sex að morgni. Er væntanlega flestum ljós sú staðreynd nú þegar, að það er 26. maí, sem við hættum að víkja til vinstri og hættum að aka á vinstri vegarhelmingi, en tökum í stað þess að víkja til hægri og aka á hægri vegar- helmingi. í framkvæmdanefnd hægri umferðar eiga sæti: Valgarður Briem lögfræðingur, sem er formaður nefndarinnar, Einar B. Pálsson verkfræðingur og Kjartan J. Jóhannsson héraðs- læknir í Kópavogi. ■— En fram- kvæmdastjóri nefndarinnar er Benedikt Gunnarsson verkfræð- ingur og fulltrúi Gestur Þor- grímsson kennari. Framkvæmdanefndin og starfs menn hennar hafa aðsetur að Sóleyjargötu 17 í Reykjavík, sími 1-44-65, en Upplýsinga- og fræðslumiðstöð H-umferðar er að Aðalstræti 7, einnig í Rvik, og sími þar 1-70-30. Forstöðumenn Upplýsinga- og fræðslumiðstöðvarinnar eru Pétur Sveinbjarnarson, sern annast daglegan rekstur, og Ragnar Kjartansson. Skólafull- trúi er Guðmundur Þorsteinsson, upplýsingastjóri Kári Jónasson og útbreiðslustjóri Hörður Valdimarsson. Verkefni H-nefndar og starfs- manna hennar miðast ekki ein- ungis við að kynna fyrirhugaða GENGISFELLING Það er ekkert vafamál, að fréttirnar um gengisfell- ingu í Bretlandi hafa orðið mikið fagnaðarefni hjá ríkisstjórn okkar lands. Opinberlega hefur ekki verið tilkynnt, að Gylfi hafi haldið veizlu af því tilefni, en einhverntíma hefur maður sá efnt til fagnaðar af minna tilefni. Ríkisstjórnin var komin í ógöngur með efnahags- aðgerðafrumvarp sitt. Hún hafði neitað að verða við þeirri sjálfsögðu ósk verkalýðssamtakanna, að vísi- töluuppbætur á laun héldust óslitið. Verkafólk um allt land hefur svarað með því, að boða til vinnustöðvunar. Við því gat ríkisstjórnin ekki brugðizt á annan hátt en þann að viðurkenna ósigur og kippa ákvæðinu um vísitöluslit burtu úr frumvarpi sínu eða gefast upp ella og segja af sér. Myndi þá hafa komið til alvarlegr- ar stjórnarkreppu, því að fáir munu ginkeyptir fyrir að taka við í því feni, er núverandi stjórn hefur komið fjármálum þjóðarinnar í. En gengisfelling hefur alltaf verið óskadraumur þessarrar stjórnar, enda þótt Bjarni Benediktsson hafi margsinnis lýst því yfir að undanförnu, að gengið yrði ekki fellt, slík aðgerð bjargaði engu. Ástæður til þeirrar yfirlýsingar munu mörgum verða ljósar þessa dagana, þegar þeir sjá viðbrögð heildsalanna, sem krefjast þess, að eftir gengisfellingu verði annað- hvort ríkið eða neytendur beint látnir greiða niður skuldir þeirra erlendis. Bjarni vildi ekki styggja þessa vini sína með því að boða gengisfellingu. En þegar Bretar hafa fellt gengi pundsins standast ráðherrar okkar ekki mátið, og auðvitað verður skerðing gjaldmiðilsins miklu meiri hjá okkur en hjá Bretunum, tækifærið er gripið til að skera rösklega niður litlu krónuná okkar. Um leið opnast líka tæki- færi fyrir stjórnina til að skríða með tiltölulega lítilli skömm frá þeiin vanhugsuðu tillögum, sem hún lagði fram í fyrra mánuði. Við því er raunar lítið að segja, þó að skráð gengi krónunnar sé fellt. Raunverulega er gengi hennar fyrir löngu fallið, hefur alltaf verið að falla frá því það síðast var skorið niður, 1961. Formleg gengisfelling hér er því nánast aðeins viðurkenning á staðreyndum, og hvað sem Bretar hefðu gert eða ekki gert og hvaða ráðstafanir, sem hér heima hefðu verið gerðar, þá er alveg óhætt að slá því föstu, að til gengisfellingar Iiefði komið fyrr en síðar. Bjarni ætlaði bara að lofa heildsölunum að hagræða lánamálum sínum áður. En gengisfelling leysir auðvitað ekki allan vanda. Hún léttir undir með iðnaðinum í landinu, og bætir einnig eitthvað um fyrir sjávarútveginum í bili. En verðhækkanir, sem í kjölfar hennar fylgja skapa líka mörg vandamál, sem tvímælalaust verða erfiðleikar á að leysa. Og það verða ráðherrar og alþingismenn að gera sér ljóst, að þegar farið er í gengisfellingu hlýtur krafa verkalýðssamtakanna um fullar vísitölubætur að verða ákveðnari en nokkru sinni. Verkalýðssamtökin verða að tryggja félagsmenn sína -fyrir afleiðingum gengis- J fellingarinnar, sem koma fram í stórhækkuðu verði * innfluttrar vöru. Hér er þó vert að slá aðeins varnagla. Verkamaðurinn telur, að þeir, sem hafa ráðherralaun eða meira, þnrfi kannski ekki á fullum bótum að halda vegna komandi verðhækkana, en fyrir þá, sem ætlað er að lifa af venjulegum launum verkamanns, faglærðs eða ófaglærðs, er útilokað að gefa nokkuð eftir. Þá yrði neyð fyrir dyrum. Þ. umferðarbreytingu og nauðsyn- legar aðgerðir í sambandi við hana, heldur einnig og eigi að síður við almenna umferða- fræðslu. Með starfi nefndarinnar hefur verið hleypt af stokkunum mesta upplýsinga- og fræðslu- starfi um almenna umferð, sem nokkru sinni hefur verið efnt til hér á landi, og á sú starfsemi væntanlega eftir að bera mikinn og góðan árangur. Eitt fyrsta verkefnið er, að sltofna umferðaöryggisnefndir um land allt. Hefur landinu af því tilefni verið skipt í 18 um- dæmi. Fyrsta umferðaöryggisnefnd- in var stofnsett sl. laugardag, á Akureyri. 1 þeirri nefnd eiga sæti: Stefán Stefánsson bæjar- verkfræðingur og Gísli Olafsson yfirlögregluþjónn, skipaðir af Umferðarnefnd Akureyrar, Elín Valgerður Valdimarsdóttir frá Slysavarnafélagi Islands, Jónas Jónsson, frá Bindindisfélagi ökumanna, Sigurður Sigurðsson frá FÍB, Finnbogi Jónasson, frá klúbbnum öruggur akstur, og Bjarni Jónsson, frá Bílstjórafé- lagi Akureyrar. Hiðstjórnorlundur Alþýðubandolagsins verður settur í Lindarbæ laugardaginn 2. des. 1967 kl. 2 e. h. DAGSKRÁ,- 1. Fundarsetning: Hannibal Valdimarsson, formaður Alþýðubandalagsins. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Kosning starfsnefnda. 4. StjórnmálaviölWfið. Pi'amsögumaðutr Hannibal Valdimarsson. 5. Skipulagsmál Alþýðubandalagsins. Fram- sögumaður Lúðvík Jósefsson. 6. Onnur mál. 7. Kosning framkvæmdastjórnar. Fyrir hönd miðstjórrmr Hannibai Valdimarsson. Nonnasafn ÍO óra 16. þ. m. voru 10 ór liðin fró því Nonnahúsið ó Akureyri vor opnað sem sofn og 11 0 ór liðin fró fæð- ingu Nonno, rithöfundarins Jóns Sveinssonar, er með barnabókum sínum hefur sfytt fleiri börnum stundir en nokkur annar Islending ur, og gert hefur nafn íslands kunnugt meðal ótal þjóða í öllum ólfum jarðar. — Síðan Nonnahús var opnað til sýningar og safn- gripum þar komið fyrir hefur að- sókn verið mjög góð, 2 til 4000 monns hafo skoðað safnið órlega, og ýmsir þeirra hofa verið langt oð komnir. Og svo vei hefur upp- setning safnsins tekizt, að konurn- or, sem að þvi standa, hafa hlotið fyrir lof þekktustu og færustu safnvarðo, er hér hafa verið ó ferð. Þoð er Zontaklúbburinn ó Ak- ureyri, sem kom safninu upp og annast rekstur þess. Formaður hans er nú Þórhildur Steingríms- dóttir, en formaður húsnefndar Jóhanna Jóhannesdóttir. Safnvörð ur er Stefania Armannsdóttir. Föstudagur 24. nóvember 1967 Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.