Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1967, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 24.11.1967, Blaðsíða 7
NÝKOMIÐ: Glitofin efni í samkvæmiskj óla Afghalon, margir litir Crimplene, margir litir og gerðir Verzlunin Rún Sími 2-12-60 lampar og Ijisdtclli í miklu úrvalí. K RIN G S J A VIKUNNAR Akureyrarkirkja. Æskulýðsmessa á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. Lokadagur kirkjuórsins. Oskað er eftir að foreldrar komi með ferm ingarbörnunum. Sálmar úr söng- bókinni Unga kirkjan: 41 - 55 - 31 - 21 - 11. Fundur með æsku- lýðsfélögum í kapellunni eftir messu. — Sóknarprestar. Slysavarnarfélagskonur, Akureyri. - Jólafundirinir verða í Alþýðu- húsinu miðvikudaginn 6. des. fyrir yngri deildina kl. 4.30, og fyrir eldri deildina kl. 8.30 e. h. Mætið vel og takið með kaffi. Kvenfélagið Hlíf hefur kökubazar i Alþýðuhúsinu sunnudaginn 26. nóv. kl. 3.30 e. h. — Nefndm. Jólabazar. - Hjúkrunarkvennafélag Akureyrar heldur jólabazar f Landsbankasalnum sunnudaginn 26. nóv. kl. 16. Allur ágóði renn ur til barnadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins. RAFORKA Sími 1-22-57 FRÚ ALVÍS Sýning laugardag og sunnudag kl. 8 síðd. Síðustu sýningar. Aðgöngumiðasala kl. 2—5 og 7—8. Leikfélag Akureyrar Athygli lesenda skal vakin á aug- lýsingu um hreingerningar, sem framkvæmdar eru með vélum, i íbúðum, skrifstofum, verzlunum og stigagöngum. Er það Valur Þorsteinsson, sem fengið hefur vönduð tæki til slíkra hreingern- inga. Sími hans er 2-15-17. — Frá Þingeyingafélaginu, Akureyri. - Þriðja og síðasta spilakvöld fé- lagsins verður að Bjargi laugar- daginn 25. þ. m. og hefst kl. 20,30. — Kvöldverðlaun, heild- arverðlaun, skemmtiatriði. Nefndin. Frjálsíþróttamenn Akureyrar og UMSE. Inniæfingar byrjuðu á fimmtudag. Æft verður í íþrótta- skemmunni frá kl. 9.30—] 1." - Fjölmennið! Hoppdrcttntar Styrhtnrfélags vonoejinno eru til sölu á eftirtöldum stöðum í bænum: Kjörbúð KEA Hafnarstræti 20, afgreiðslu Dags, Rak- arastofunni Hafnarstræti 105, Slippstöðinni, Verzlun- inni Fögruhlíð, Oddeyrarskólanum, Barnaskóla Akur- eyrar, Gagnfræðaskólanum, Menntaskólanum og bif- reiðastöðvunum Stefni og B.S.O. STYRKIÐ HÆLISBYGGINGUNA í KOTÁRBORG- UM og kaupið miða, hann kostar aðeins 50 krónur. Dregið um þrjár BIFREIDAR 23. des. n. k. Umboðsmaður happdrœttisins er Jóhannes Óli Sæmundsson, sími 1-23-31 Flugferðir i vetur I fyrsta sinn I sögu innanlands- flugs Flugfélags íslands er nú inn- anlandsóætlunin að langmestu leyti flogin með skrúfuþotum. Af 50 ferðum í viku fró Reykjavík eru 47 flognar með Fokker Friendship og aðeins þrjór með DC-3. Það sem hóð hefur innanlands- flugi ó vetrum hin síðari ór er, hve margir flugvellir ó landinu eru ón flugbrautarljósa. Flugmólastjórnin hefur sýnt mikinn skilning ó þessu móli og standa vonir til að í nóinni framtíð verði fleiri flugvellir búnir flugbrautarljósum. Þannig að þang- að sé unnt að fljúga i dimmu. 13 ferðir Rvík—Akureyri I vetraróætlun innanlandsflugs, er hefur tekið gildi, er gert róð fyrir flugferðum sem hér segir: Til Akur- eyrar verður flogið alla daga, tvær ferðir ó virkum dögum og ein ferð ó sunnudögum. Til Vestmannaeyja verða sömuleiðis tvær ferðir virka daga og ein ferð ó sunnudögum. Til Isafjarðar og Egilsstaða verða ferðir alla virka daga. Til Horna- fjarðar verður flogið ó mónudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Fagurhólsmýrar ó miðvikudögum. Til Húsavikur verður flogið ó mónu- dögum, miðvikudögum og föstudög- um. Til Patreksfjarðar verður flogið ó. mónudögum, fimmtudögum og laugardögum. Og til Sauðórkróks ó þriðjudögum, fimmtudögum og laug ardögum. /ceitedísi& Glerárgötu & Ráðhústorgi Flugvél sfaðsetf á Akureyri Sem fyrr segir er gert ráð fyrir 50 ferðum á viku frá Reykjavík, sem að langmestu leyti eru flognar með Fokker Friendship skrúfuþotu. Með tilkomu vetraróætlunarinnar verður tekin upp sú nýbreytni að DC-3 flugvél verður staðsett á Ak- ureyri og heldur uppi ferðum þaðan til Norðausturlands í sambandi og í framhaldi af Akureyrarfluginu. - A mánudögum verður flogið frá Akureyri til Kópaskers, Raufarhafn- ar og Þórshafnar og aftur til Akur- eyrar. A miðvikudögum verður flog- ið frá Akureyri til Kópaskers, Rauf- arhafnar og aftur til Akureyrar, ennfremur Akureyri—Egilsstaðir— Akureyri. Á föstudögum verður flogið frá Akureyri til Raufarhafn- ar, Þórshafnar og aftur til Akureyr- ar og ennfremur frá Akureyri til Egilsstaða fram og aftur. Áætlunarbílferðir I sambandi við áætlunarflugferð- ir Flugfélags Islands innanlands eru á Vestur- og Austurlandi, svo og að nokkru á Norðurlandi, áætlunarbil- ferðir til kaupstaða i nágrenni við- komandi flugvalla. Hefir þessi starf- semi, sem fram fer í samvinnu Flug- félags Islands og flutningafyrirtækja á hinum ýmsu stöðum gefið góða raun og bætt samgöngur innan hér- aðs og milli fjarlægari staða. Allar upplýsingar um ferðir gefa skrifstof- ur og umboðsmenn Flugfélags Is- lands. Þórður Narhússon... Framh. af 3. síðu. var falið. Sjórinn heillaöi Þórð ungan að árum, og þar varð hans starfsvettvangur mestan hluta æfinnar. Hann var góður sjó- maður, gætinn og úrræðagóð- ur, og fengsæll svo af bar. Um aldamótin kvæntist Þórð- ur Björgu Pétursdóttur, ættaðri frá Húsavík, gáfaðri konu og skáldmæltri. Fyrstu búskaparár sín áttu þau heima við Eyja- fjörð, en fluttust til Húsavíkur VINNINGAR í Happdrætti Hóskóla íslands, 11. flokki Akureyrarumboð Kr. 10 þús.: 8238, 11882, 24758, 24916, 25953, 31577, 33180, 40600, 44895. Kr. 5 þús.: 2140, 3844, 5672, 12679, 15571, 17075, 18039, 18040, 20703, 31162, 33411, 42614, 58004, 58016. Kr. 1500: 208, 529, 1544, 2137, 2663, 2946, 3153, 3156, 3174, 3831, 3967, 4655, 5011, 5018, 5215, 5658, 6011, 6012, 6551, 6882, 7050, 7385, 7388, 8028, 8522, 9061, 10630 11178,11185, 11724, 11886, 12064, 12087, 12257, 13230, 13275, 14039, 14263, 14440, 14777, 15007, 15075, 15573, 15990, 16094, 16901, 16937, 17472, 18026, 18225, 19067, 19581, 20519, 21680, 21695, 22730, 24022, 25932, 29021, 29029, 29311, 29317, 31123, 31145, 33164., 33430, 35060, 36486, 36488, 37002, 37018, 37023, 40583, 40594, 40595, 41155, 41786, 42618, 42801, 43320, 44812, 44818, 44851, 46464, 48283, 49149, 49283, 51724, 52464, 52513, 53933, 53943, 57886, 57925, 59585. (Birt án ábyrgðar). árið 1906, og áttu þar heima síðan. Björg lézt 27. nóv. 1953. Þeim Björgu og Þórði varð átta barna auðið, en nú eru aðeins tvær dætur á lífi, Sigriður og Þorgerður, sem báðar eru gift- ar og búsettar á Húsavík. Eftir að Þóirður flutti til Húsa- víkur stundaði hann sjómennsku og landvinnu jöfnum höndum. Hin síðari ár, eftir að sjóferð- um tók að fækka, rak hann smá- búskap, átti nokkrar kindur, meira þó sér til gamans og dægrastyttingar en lífsframfær- is. Það duldist engum, sem kynnt ist Þórði, að hann var greindur í betra lagi og sagði óvenjuvel frá. Hann var gleðigjafi í góð- um hópi, bókhneygður og fróð- leiksfús. Lífssaga Þórðar Mark- ússonar verður ekki rakin hér frekar, en myndin, sem vinir hans og samferðamenn eiga af honum er skýr, og fast mótuð í vitund þeirra. Sú mynd sýnir okkur mann, sem var á yfirborð- inu ofurlítið hrjúfur og kald- hæðinn á stundum, en hið innra mildur og hlýr, fullur samúðar og góðvilja til alls og allra. Mynd af manni, sem þrátt fyrir það, þó örlögin færu stundum um hann hörðum höndum og tækju frá honum það, sem hon- um þótti vænzt um, yar sáttur við lífið og þakklátur fyrir að hafa fengið að lifa því. Þannig er þessi lífsmynd í stórum drátt- um . Og nú, þegar ég kveð þennan vin minn síðustu kveðju er mér hlýtt í hug. Þegar ég horfi á eftir honum siglandi fleyi sínu inn í kvöldroðann til hinnar bláu strandar, bið ég honum allrar blessunar. Eg veit að landtakan verður góð - í heima- höfn. V. H. H. Auglýsið í Verkamamiinuni. Föstudogur 24. nóvember 1967 Verkamaðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.