Verkamaðurinn - 16.02.1968, Side 6
HEIMDALLUR MÓTMÆLIR
HAFSTEINSKUNNI!
EINS og „Verkamaðurinn“ skýrði frá í
síðasta blaði, hefur „Vaka“, félag sjálf-
stæðisflokksstúdenta, mótmælt kröftug-
lega breytingartillögu Jóhann Hafsteins
við kosningalögin. En dómsmálaráðherr-
ann á víðar andstreymt: á fundi „Heim-
dallar“ í Reykjavík 5. febrúar sl. var
■ samþykkt svohljóðandi tillaga:
„Fundurinn álítur, að sporna beri gegn
allri tilhneigingu í þá átt að efla völd for-
ystumanna stjórnmálaflokkanna.
Með vaxandi flokksræði færist valdið
frá fólkinu í hendur fárra forystumanna
hvers stjómmálaflokks. Það er verkefni
ungs fólks að koma í veg fyrir slíka öfug-
þróun, sem stofnar lýðræðinu í hættu.
Fram hefur komið á Alþingi tillaga
um hreytingu á kosningalögunum nr.
52/1959, en hún felur tvímœlalaust í sér
skerðingu á svigrúmi einstaklinga í stjórn
málaflokkum við val á frambjóðendum
til Alþingiskosninga og stuðlar að auknu
flokksforystuvaldi. Fundurinn mótmælir
framkominni tillögu, en hvetur jafnframt
til heildarendurskoðunar stjórnarskrár
og kosningalaga, og bendir á ályktanir
Heimdallar FUS og Sambands ungra
Sjálfstæðismanna um breytingu á kjör-
dæmaskipun landsins í einmenningskjör-
dæmi.“
ENGINN lEIKVÖLMR í AR...
Framh. af 3. síðu.
félagsbarnadagheimiliskonurnar
segi núna? Vonandi geta þær
opnað augu bæjaryfirvaldanna
fyrir nauðsynlegum aðgerðum
til að bæta leikaðstöðu barn-
anna.
Lagt var til að tekið væri af
gatnagerðarframlagi til að
standa undir leikvallagerð. Var-
anleg gatnagerð var hafin hér á
sl. ári, og var þar um 150 m.
vegarspotta að ræða. Þessi fram
kvæmd varð óhemjudýr, og mun
ekki verða undir 10 þúsund
lengdarmetrinn. Alþýðubanda-
lagið hefur litið svo á, að ekki sé
tímabært að halda áfram með
svo dýra framkvæmd meðan
enn er ólokið knýjandi verkefn-
um, sem í gangi eru.
700 þúsund króna framlag
ætti að nægja til þess að Ijúka
þeim áfanga, sem tekinn var
fyrir í fyrra, og setja malarlag
á Sólbrekku og Baughól, eins og
gera verður í sumar.
IV. Lagfaeringar og
og endurætur á
bæjarhúsi
Fulltrúi Alþýðubandalagsins
lagði til, að kr. 100 þúsund væru
teknar af liðnum Rýming húsa
og lóða og varið til lagfæringa
og endurbóta á bæjarhúsi.
Skrifstofur bæjarins voru
fluttar í svo nefnt bæjarhús á sl.
ári. Innrétting þess olli á sinum
tíma miklum deilum. Frá húsinu
hefur aldrei verið sómasamlega
gengið, og liggur það undir
skemmdum vegna leka og raka-
myndunar. Alþýðubandalags-
menn voru á sínum tíma á móti
innréttingu þessarar skrifstofu-
hæðar, þar sem upphaflega var
ætlað að yrði áhaldahús. Það er
og vitað, að kostnaður við inn-
réttingu og frágang fór verulega
fram úr áætlun. Hinsvegar er
ekki minni ástæða til þess, þegar
búið er að verja til þessarrar
framkvæmdar miklu fé, að ganga
svo frá húsinu, að ekki sé hætta
á stórskemmdum á því, eins
og nú er. Það verður því að telj-
ast furðuleg ráðstöfun að hefja
ekki fullnaðarfrágang hæðarinn-
ar sem fyrst. Kostnaðurinn við
innréttingu hússins má ekki vera
meirihlutanum svo mikið feimnis
mál, að þeir blygðist sín fyrir að
veita til þess meira fé.
Til rýmingar húsa og lóða er
áætlað að verja kr. 150 þúsund.
Ekki á að taka fyrir neinar nýj-
ar götur, og verður ekki séð, að
í þennan lið þurfi svo háa upp-
hæð. Það má geta þess, að sú
rýming húsa og kofa, sem gera
þarf vegna þjóðvegarins á Stang
arbakka er greidd með stérstöku
framlagi frá vegasjóði.
V. Framlag til Rekstrar-
lánasjóðs smábáta-
útgerðar í Húsavík
gegn a. m. k. jafnháu framlagi
annárs staðar frá. Þannig hljóð-
ar þessi liður í áætluninni. Full-
trúi Alþýðubandalagsins flutti þá
beytingartillögu, að niður félli
„gegn a. m. k. jafnháu framlagi
annars staðar frá.“
Rekstrarlánasjóéur smábáta-
útgerðar.var stofnaður á sl. ári
með 500 þúsund króna lántöku.
Sjóði þeásum er ætlað það hlut-
verk að veita aðstoð þeim útvegs
mönnum, er fyrir óhöppum
verða, og einnig í slæmu árferði.
Bæjarstjórn hét í upphafi styrk-
veitingu til sjóðsins meðan hann
væri að eflast. Sú styrkveiting
var ekki bundin neinu skilyrði,
og kom því þessi viðauki um
jafnhátt framlag annars staðar
frá algerlega á óvart.
Sjómönnum sjálfum mun ætl-
að að útvega þessa upphæð, kr.
60 þúsund, annaðhvort frá sjálf-
um sér eða öðrum. Að öðrum
kosti félli framlag bæjarsjóðs
jijXj it?A gujggXjj uigugj ungiu
því, að slíkt framlag sjómanna
fengist og reyndar ekki líkur
fyrir því, eins og nú árar. Það
má því heita undarlegt að slíkt
skilyrði skyldi sett af hálfu bæj-
arins.
Tillaga þessi, sem og allar aðr-
ar breytingartillögur fulltrúa Al-
þýðubandalagsins voru felldar.
Sjómennirnir tveir, sem bæjar-
stjórnarfundinn sátu, greiddu
atkvæði gegn þessari leiðrétt-
ingu.
Flutt var önnur tillaga um
þetta mál, þar sem fellt var úr
aðallitlögunni „jafnháu“. Það
má því segja, að tillaga Alþýðu-
bandalagsins hafi nokkru áork-
að, því hefði hún ekki komið
fram, hefði engin breyting verið
gerð á skilyrðinu en sjómenn
skattlagðir um kr. 60 þúsund
eða sjóðurinn misst framlagið
frá bænum ella.
Þess skal'að lokum getið, að
tillögur fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins fólu ekki í sér hækkanir
á útgjöldum bæjarsjóðs, heldur
fjölluðu aðeins um tilfásrslur
milli útgjaldaliða.
Það er ekki óeðlilegt að ágrein-
ingur sé um það, hvernig skipta
skuli fé bæjarins milli einstakra
framkvæmdaliða, ekki sízt þar
sem úr jafnlitlu er að spila, eins
og sú fjárhagsáætlun ber með
sér, sem hér hefur verið til um-
ræðu. Þó hljóta alltaf að vera
einstök verkefni, sem eiga meiri
rétt á sér en önnur, og við það
eru tillögur fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins miðaðar.
Eftir að breytingatillögur Al-
þýðubandalagsins höfðu verið
felldar var áætlunin samþykkt
með 8 atkvæðum. Fulltrúi Al-
þýðubandalagsins greiddi ekki
atkvæði.
í næstu blöðum verður nánar
sagt frá einstökum liðum í fjár-
hagsáætluninni.
Ovenjn mörg...
Framhald af 3. síðu.
að slökkvistarfið haji tekizt vel?
— Jú, það tel ég vera. I sum-
um tilfellum var aðstaðan þann-
ig, að ef ekki hefði tekizt að
ráða niðurlögum eldsins fljót-
lega, hefði getað orðið óskap-
legur bruni. Ég vil nota tækifær-
ið og þakka slökkviliðsmönnum
öllum fyrir hve fljótt þeir hafa
brugðizt við kalli og unnið störf
sín vel.
— Hvernig er háttað ráðn-
ingu slökkviliðsmanna?
— Slökkviliðsmenn vinna
þetta starf sem borgaralega
skyldu. Þeir eru skipaðir til
starfsins, en fá greiðslur fyrir út-
köll.
32 menn eru skráðir í slökkvi-
liðið, og að jafnaði hafa 18
menn mætt við hvern bruna.
— Hvernig er aðstaða slökkvi
liðsins?
— Húsnæði slökkvistöðvarinn
ar er ágætt, en stöðin flutti í nýtt
húsnæði 1965.
Við höfum til afnota einn
„Weepon“-bíI til þ.ess að draga
dælurnar. Á þessum bíl er
geymsla fyrir öll helztu áhöld,
sem við notum. Hins vegar cr
þörf fyrir mikið fullkomnari
tækjabúnað.
— Er nokkuð á döfinni í því
sambandi?
— Já. Við eigum í pöntun
dælu, sem er þannig gerð, að
hægt er að mynda með henni
varnarvegg úr vatnsúða til að
fyrirbyggja, að éldur berist í
nærliggjandi byggingar við
brunastað. Einnig má nota dæl-
una beint við slökkvistarf. Þá er
okkur mikil þörf á því að eign-
ast tankbíl með dælum, því oft
tekur nokkurn tíma að tengja
slöngur við brunahana, en áríð-
andi er að komast með vatn sem
fyrst að eldinum, og kæmi þá
tankbíllinn í góðar þarfir. Það
er aldrei of mikið lagt í sölurnar
til þess að slökkvistarf geti haf-
izt sem fyrst.
Bæjarstjórinn, Björn Frið-
finnsson, hefur verið mjög á-
hugasamur um að bæta aðstöðu
slökkviliðgins. Margt það, sem
við höfum haft í huga- að fram-;
kvæma,-bíður nú eftir niður-
stöðu athugana, sem brunavarna
eftirlit ríkisins er að gera á sam-
einingu brunavarna fyrir Ilúsa-
vík og nærliggjandi hreppa, og
er ekki hægt að hefjast handa
um neinar verulegar nýjungar
fyrr en að fengnum þeim niður-
stöðum.
Ég fór á síðasta ári, ásamt
bæjarstjóra, til Reykjavíkur,
Keflavíkur og Keflavíkurflug-
vallar til að kynnast framkvæmd
brunavarna þar. Var auðvitað
margt að sjá, er hugsanlegt væri
að taka upp hér, en eins og áður
segir verður það látið bíða að
sinni.
— Telur þú slíka sameiningti,
eins og hér hejur verið minnzt
á, mögulega?
— Já, ég tel hana ekki aðeins
mögulega heldur líka mjög æski
lega. Sveitirnar í kringum Húsa-
vík eru mjög illa settar með
brunavarnir. Ef þeir hreppar,
sem næstir liggja kaupstaðnum
hér, vildu leggja í kostnað við
það að koma upp sæmilega full-
komnum slökkvibúnaði staðsett-
um á Húsavík, myndi það auka
stórlega öryggi gegn eldsvoða í
sveitunum og hér á ^taðnum.
— Er nokkuð, sem þú vildir
taka fram að lokum, Vigfús?
— Já, víst væri margt að minn
ast á, en fyrst vil ég minna fólk
á, að aldrei er of varlega farið
með eldinn og gæta sérstaklega
að því, að börn séu ekki með
eld. Slíkt hefur tíðum valdið
íkveikj um.
Húsavíkursíðan þakkar slökkvi-
slökkviliðsstjóranum viðtalið.
Það hefur sýnt sig, ekki sízt á
síðasta ári, að mikil þörf er fyr-
ir vel þjálfað slökkvilið, enda
má segja að slökkvistarfið hafi
gengið undravel. BæjarfélaginTl
er slíkt ómetanlegt, og allir eru
í þakkarskuld við þá menn, setn
leggja fram lið sitt í þessu áhættu
sama starfi.
Það mun ekki vera sízt að
þakka góðri skipulagningu á
starfinu, hversu vel hefur til tek-
izt .
Húsavíkursíðan vill að lokuni
bera fram þæjr; ósþir til handa
slökkviliðinu, að þáð megi í na-
inni framtíð fá sem fullkomnast-
an útbúnað til brunavarna og
farsæld megi fylgja störfuui
þess.
Óvenjulegir eldsvoðar í Húsavík ó sl. óri.
6) Verkamaðurinn