Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.02.1968, Page 8

Verkamaðurinn - 16.02.1968, Page 8
Er stiórnarsamstarfið™^ ^ FOSTUDAGUR 16. FEBRUAR 196! að rofna? i VAXANDI ÓRÓA gætir nú inn- on stjórncrflokkanna vegna al- gers úrræðaleysis og róðþrota róðherranna og sérfræðinga þeirra. Hrun „viðreisnarinnar" er nú öllum sýnilegt, jafnvel blindustu og fylgispökustu flokks þjónum. Atvinnuvegirnir, sem við átti að reisa, eru allir aðeins spönn frá gjaldþroti, styrkja- og upp- bótakerfið, sem afnema átti með einu pennastriki, hefur lifað ÞRJAR gengislækkanir, í stað „heilbrigðrar samkeppni1 hefur komið stjórnlaus spákaup- mennska, helsjúkt og spillt efna- hagslíf, skipulagt milljónasmygl og tugmilljóna gjaldeyrissvindl, sem mitt í öllu „frelsinu“ tekur margfaldlega fram öllum ljótustu dæmunum frá verstu haftatímun- lim. í vetur hefur svo stjórnleysið keyrt um þverbak. Ollum er lj óst, að ríkisstjórnin vissi ekki sitt rjúkandi ráð um hag þjóðarinn- ar og atvinnuveganna, en varð að taka við, hlessa yfir og taka pólitíska ábyrgð á útreikningum reiknimeistara sinna, sem svo reyndust snarvitlausir, og engan vandaleysa. Og í kjölfari hinnar vitlausu gengisfellingar blasti við alger 'hringlandaháttur og ringulreið. Nýtt styrkjakerfi var komið á innan sex vikna frá gengislækk- uninni; ríkisstjórnin tók þann kost að semja við atvinnuveg- ina einn og einn í einu um afslátt frá fyrri yfirlýsingum, og óðara var styrkjakerfið komið upp í 300 milljónir, sem sagt hinar markvissu og samræmdu efna- 'hagsaðgerðir, sem fylgja áttu í kjölfar gengislækkunarinnar reyndust engar til, hentistefnan og tækifærispólitíkin voru áfram alls ráðandi. I stað þess að móta stefnu og standa og falla með henni kaus ríkisstjórnin að lafa á stefnuleysinu — eins og hing- að til. Ein ófróvíkjanleg regia Aðeins gagnvart verkafólki og launþegum hefur ríkisstjórnin látið engan bilbug á sér finna. Þeir hafi hrifsað of mikið til sín á undanförnum árum, freir verði að fórna nú — þótt allir aðrir fái fullar bætur — óg ríf- lega það. Þannig ætlar ríkis- stjórnin gengislækkuninni að móta nýja skiptingu þjóðartekna með einhliða skerðingu á hlut verkafólks, bænda og launþega. Þetta virðist eina ófrávíkjanlega reglan, sem hún hefur sett sér. SviðseH' rifrildi Að vonum gerast æ fleiri ó- hreyttir liðsmenn Alþýðuflokks- ins óánægðir með foringja sína og ráðherra. Fyrir þetta fólk hefur Alþýðublaðið sett á svið deilur við Sjálfstæðisflokkinn um Tryggingarnar. Ihaldið hafi ætlað að byrja á því að skerða Tryggingarnar, fjölskyldubæt- urnar (með 1. barni), en Alþýðu flokkurinn staðið trúan og dygg an vörð um þær, og varið þær öllum árásum. Að sjálfsögðu skiptir það barnafjölskyldu engu máli hvort kjaraskerðing er framkvæmd um, stirðnaða og hugmynda- snauða forystu, sem sitji yfir hvers manns hlut. Gagnrýni ungkrata En ungkratar eru ekki síður óánægðir. Þeir telja að þetta stjórnarsamstarf sé að kosta flokkinn öll völd og ítök í verka- lýðshreyfingunni. Þar eiga þeir ekki eftif nema einn þjóðkunnan mann, Jón Sigurðsson. Þegar hans langa starfsdegi sé lokið, sé ekki annað eftir, en að gefa Sjálfstæðisflokknum öll vígi flokksins í launþegasamtökun- um. Þar með sé skorið á lífæð flokksins, og hann eigi einskis stóla, og engu betur tekizt að setja fram glögga og skýrt mót- aða efnahagspólitík, en stjórnar- liðinu. Lafað við völd En ráðherrarnir eru ánægðir. Þeir munu staðráðnir í að sitja og bíða, hvort ekki vill eitthvað til: góð síldveiði í sumar, geng- islækkun dollarans í haust. Eitt er víst enginn flokkanna þorir eða vill nýjar kosningar. Hrikti í stjórnarsamstarfinu svo um muni, er miklu líklegast að skot- ið verði aukastólum undir Ey- stein og Lúðvík í stjórnarráðinu — í nafni þjóðareiningar gegn Svona ögrandi auglýsa ungir SjóltstæSismcnn nú fundi. með lækkun fj ölskyldubóta eða lækkun kaups — nema Trygging arnar séu heilagar, en kaupið ekki. Ungliðar úr báðum flokkum hundleiðir á stjórnarsamstarfinu Má vera að svona sviðsetning- ar nægi því eldra fólki, sem fylgir Flokknum sínum af trúar- sannfæringu, hverjar sem gerðir lians eru. En öll sólarmerki benda til að unga fólkið í æskulýðssamtök- um stjórnarflokkánna sé búið að fá sig fullsatt. Má segja að Heimdallur hafi kastað hanzkan- um með fundarauglýsingu þeirri, er birzt hefur í Morgunhlaðinu undanfavið, og við birtum mynd af hér ;á síðupni. Umvartanir Heimdellinga Helztu. pmkvörtunarefni Heim- dellinga munu vera þau, að Kratar fleyti rjómann ofan af stjórnarstefnunni: eigni sér óll málefni er líkleg ,séu til vinsælda en skorist undan allri ábyrgð og skelli skuldinni. á samstarfsflokk- inn af miður vinsælum ráðstöf- unum. Þá telja þeir, að kratar haldi dauðahaldi í ýmis opinber afskipti og úrelt rikisfyrirtæki og hindri þannig Sjálfstæðis- flokkinn í að koma fra-m raun- verulegri stefnu sinni. Sé áfram hald stjórnarsamstarfsins of dýru verði keypt, reisi.,framtaki einstaklingsins“ og „frjálsri sam keppni“ of þröngar skorður. — Auk þess hafi þetta langa stjórn- arsamstarf fest í sessi í flokkn- annars úrkostar, en lifa sem hvert annað sníkjudýr á íhald- inu, sem einskonar deild úr Sjálf stæðisflokknum. Auk þess er hin hugmynda- lausa og ófrjóa meðferð Emils á utanríkismálum ungkrötum sé fellt meiri þyrnir í augum og krefjast þeir mótunar sjálfstæðr- ar stefnu, er taki mið af breytt- um tímum. Auk þess telja þeir, að með augljósu hruni þeirrar efnahags- stefnu, sem höfð hefur verið að markmiði í 8 ára stjórnarstarfi, sé ekkert fyrir hendi lengur, sem réttlæti framhald þessa stjórnar- samstarfs — nema óvissan um hvað þá taki við. — Og má raun- ar segja að stjórnin hangi á því einu hálmstrái, að andstöðu- aðsteðjandi erfiðleikum. Annars — óbreytt ástand við magnandi andstöðu flokksmanna stjórnar- flokkanna. SAMEINING SVEITARFÉLAGA Sameiningarnefnd sveitarfélaga boðaði hinn 13. þ. m. til fundar á Akureyri með fulltrúum sveitarfé- laga í Eyjafjarðarsýslu og var um- ræðuefni sameining sveitarfélaga t sýslunni. Af hálfu sameiningarnefndar sveitarfélaga sótti fundinn Unnar Stefánsson, viðskiptafræðingur og hafði hann framsögu um fundarefn- ið. Umræður urðu nokkrar. Fundurinn samþykkti að láta fara fram athugun á hvort grundvöllur sé fyrir sameiningu hreppa í sýsl- unni og var athugun þessi falin þrem nefndum, sem skipaðar verða full- trúum hreppsnefnda. Þá er og gert ráð fyrir að sýslumaður og trúnaðar maður sameininganefndar sveitar- félaga eigi sæti í nefndunum. DAGUR 50 ÁRA Vikublaðið Dagur átti 50 ára af- mæli hinn 12. þessa mánaðar, og gaf af þvi tilefni út myndarlegt af- mælisblað. Dagur er næstelzt viku- blaðanna á Akureyri. Islendingur er nokkru eldri, en Verkamaðurinn á einnig 50 ára afmæli á þessu ári. I tilefni af afmæli Dags sendir Verkamaðurinn honum og starfs- mönnum beztu kveðjur og árnaðar- óskir. JOHANNSYNGUR Jóhann Konráðsson söngvari hef- ur um árabil jafnan verið nefndur manna fyrstur, þá rætt hefur verið um söngvara norðanlands. Hann hefur verið söngvari með kórum, einsöngvari á óteljandi samkomum, einnig sungið tvisöng með nokkrum öðrum söngvurum, og verið fyrsti tenór Smárakvartettsins. Oft munu hljóðfæraverzlanir hafa verið beðnar úm hljómplötur með söng Jóhanns, en þær hafa ekki ver ið fóanlegar fyrr en nú, nema þar sem hann syngur með öðrum. En nú er loks komin út plata með flokkunum hefur ekki tekizt. að_ nokkrum lögum, þar sem heyra má setja fram neina lausn á vandan- einsöng Jóhanns. Fálkinn í Reykja- um aðra en fjölgun ráðherrar vík, sem um langt skeið hefur verið mikilvirkastur íslenzkra hljómplötu- útgefenda, hefur sent á markað plötu með fimm lögum, sem Jóhann syngur, eitt að vísu með karlakórn- um Geysi. Lögin eru: Svanasöngur á heiði, Þey, þey og ró, ró, Heyr mig, lát mig lífið finna, Draumur hjarðsveinsins og Hamraborgin. —■ Undirleikari er Guðrún Kristins- dóttir. Lögin eru sungin á ýmsum timum á liðnum árum, en gefa tvímæla- laust góða mynd af söng hins lítt lærða en snjalla söngvara. Er óþarft að fara fleiri orðum um þann söng. Þeir munu ófáir, sem vilja eiga hann á lötu og geta hlustað á rödd Jó- hanns, þegar þeim dettur í hug. dllir - nemo S í grein sinni í Morgunblaðinu síðastl. laugardag upplýsti Jóhann Hafstein eftir- farandi: „Það fara nú fram viðræður milli fulltrúa þingflokka um það, hvernig hugsuð breyting á kosningalögum samræmist skipulagsreglum stjórn- málaflokkanna.“ Blaðið hefur nú frétt, að í þingflokki Alþýðubandalagsins, hafði verið stungið upp á þremur mönnum, hverjum eftir annan, til þessara viðræðna, en þeir allir vísað þessum beizka kaleik frá sér. Var þá leitað til Magnúsar Kjartanssonar og reyndist hann óðfús til verksins. Undarleg örlög: I verkalýðsmálum gengur ekki hnífur milli hans, Bjarna verðlaunakollega og heildsalanna. Og nú reynist hann eini haukurinn í horni Jó- hanns Hafsteins — þegar jafnvel Heim- dellingar hafa brugðizt honum.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.