Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.12.1969, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 12.12.1969, Blaðsíða 5
Endurbœtur trygginga Enn eru ýmsir vankantar á at- vinnuleysistryggingalöggjöfinni og eru sífellt að koma í Ijós við framkvœmd liennar. Björn J ónsson hefur nýlega lagt fram á Alþingi frumvarp, sem felur í sér lagfœringu á nokkrum atriðum. 1. gr. 1. mgr. 4. gr. laganna orðist svo: Ákvæði laga þessara taka til atvinnurekenda, verkalýðsfélaga og meðlima þeirra í kaupstöðum og kauptúnum með 300 íbúum eða fleiri, svo og til atvinnurek- enda og meðlima verkalýðsfé- laga í kauptúnum, sem fámenn- ari eru, ef þar er starfandi verka lýðsfélag, sem nær til kaupstaða eða kauptúna, sem telja 300 íbúa eða fleiri. Ákvæði laganna taka og til allra erl'endra verk- taka, sem hafa með höndum framkvæmdir hér á landi. Ráð- herra getur ákveðið, að lögin taki til annarra staða, ef verka- lýðsfélög þar óska þess og hlut- aðeigandi sveitarstjórn mælir með því. 2. sr- A eftir 3. mgr. 4. gr. laganna hætist ný málsgrein, svohljóð andi: Nú stundar meðlimur verka- lýðsfélags að hluta sjósókn á eigin fari, en vinnur að öðru leyti í þjónustu gjaldskyldra at- vinnurekenda, og er hann þá gjaldskyldur með sama hætti og atvinnurekendur skv. 1. og 2. mgr. af vininu í eigin þágu. Hver róðrardagur telst sem einn vinnu dagur, þegar gjald er reiknað. Bótaréttur viðkomandi skv. öðr- um ákvæðum laganna skal á- kvarðaður á sama grundvelli. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð: Frv. þetta felur í sér þrennar hreytingar á lögum um atvinnu- leysistryggingar, og miða þær allar að því að bæta úr tilfinnan legu misrétti, sem nú leiðir af gildandi ákvæðum 4. gr. laganna en sú grein þeirra hefur að j geyma mikilvæg fyrirmæli um grundvöll bótaréttar. Hér er í fyrsta lagi um að ræða að setja inn það ákvæði að allir meðlirnir sama verkalýðsfélags njóti óskoraðs réttar án tillits til þess, hvar þeir eru búsettir á fé- lagssvæði þess. Gildandi ákvæði tryggja þetta ekki, svo sjálfsagt sem það virðist, og skýrist það glöggt af þvi dæmi, að t. d. suim ir verkamenn í Dagsbrún, sem húsettir eru í grennd við höf- uðborgina, njóta einskis rétt- ar til atvinnubóta, þótt þeir stundi atvinnu sína á sama vinnu stað og félagar þeirra, sem bú- settir eru í Reykjavík og njóta fulls réttar. Allmörg önnur dæmi tnætti hliðstæð telja, svo sem l'éttleysi ibúa sumra sjávarþorp- anna við Eyjafjörð, sem nú eru flestir í einu og sama félagi, Verkalýðsfélaginu Einingu, og ^erkamenn í næsta nágrenni ýmissa annarra sjávarþorpa. í öðru lagi felur 1. gr. frv. í sér þá efnisbreytingu, að ráð- herra getur ákveðið, að lögin taki til svæða, sem hafa innan við 300 íbúa, ef sveitarfélagið, sem í hlut á, mælir með því og verkalýðsfélagið æskir þess. Eins og ákvæðin eru nú, hafa atvinnu Framhald á bls. 7. Jóla-eplin verðo omerisk „Red delicius" epii, ÚRVALSGÓÐ Ódýrari í heilum kössum. KJÖRBÚÐIR K.E.A. OFTLEIÐIS IAWDA MltL LÆGRI FARGJÖLD EN LOFTLEIÐIR GETUR ENGINN BOÐIÐ Á FLUG- LEIÐUNUM TIL OG FRÁ ÍSLANDI f/EGILEGAR HRAÐFERÐtR HE'MAN 0G HEIM >ÆGIIEGAR HRADFERÐIR HEIMAN 0G HEIM UFPLYSINGAR OG FARPANTANIR HJÁ SÖLUUMBOÐUNUM: Akureyri Ferðaskrifstofan, Akureyri Jón Egilsson, forstj., Túngötu 1 Sími 11475, 11650. Húsavík Ingvar Þórarinsson, bóksali, Höfðabrekku 9 Sími 41199. Siglufjörður 1 Gestur Fanndal, kaupm., Suðurgötu 6 Sími 71162 Ólafsfjörður Brynjólfur Sveinsson, símstjóri, Strandgötu 2 Sími 62244 Dalvík ; Árni Arngrímsson, kaupm., Goðabraut 3 1 Sími 61 175. 1 lOíTLEIDIR Ofl er þörf - en nú er nauðsyn AÐ KAUPA GAGNLEGA HLUTI TIL JÓLAGJAFA: Borðsfofuborð — Borðstofustólar— Borð- stofuskópar — Sofasctt — Sófaborð — Skatthol — Saumaborð — Spilaborð Svefnbekkir, fjórar gerðir — Hjónarúm, fvaer gerðir — Innskofsborð — Hansa- hillur og skópar — o. m. fl. Imnmilun HAFNARSTRÆTI 81 Sími 1-15-36 Verkamaðurinn (5, Föstudagur 12. desember 1969

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.