Verkamaðurinn - 12.12.1969, Blaðsíða 4
Rósberg G. Snœdal:
Hrakfallabálkur
Vtg. Skjaldborg sf.
Akureyri.
Höfundur hefur unnið að því
undanfarin 20 ár að leita uppi af
tugum dreifðra heimilda, slys-
farasögu Húnvetninga, allt frá
1600 til 1850 og mun áfram
haldið þó þessa bók þrjóti.
Hrakfallabálkur er réttnefni
og margur mun spyrja: Hversu
mátti það vera að slík ósköp
yfirféllu fólkið á liðinni tíð?
Höfundur gerir rækilega grein
fyrir ástæðum þeirra hörmunga.
Fólkið var illa á vegi statt,
verzlunaránauð og helsi Dana,
að viðbættum harðindum, ullu
vannæringu, fatnaður var óhent-
ugur í veðráttu landsins og oft-
ast af vanefnum, allar sprænur
óbrúaðar og þó vatnsföll séu
ekki aftaka mikil á þessum slóð-
um utan Blanda, þá verða þau
oft viðsjál á vetrarís og í vorleys
ingum. Þó hefur Blanda vinning
yfir öll vatnsföll sýslunnar önn-
ur, og er ekki að undra að hún
verður skáldum Húnvetninga
nærri hug í blíðu og stríðu. Hríð
ar feiknlegar ganga yfir og lands
lag villugjarnt og munu þeir,
sem úti urðu nálgast tölu drukkn
aðra í vötnum og sjó. Þá getur
höfundur þess, að brennivín
muni nokkuð oft hafa verið með
í förum og gért gæfumuninn.
Það er til tíðinda, ef svo líður ár
að ekki farist maður af slysför-
um, eru þó annálar fremur of
ónákvæmir en hitt framanaf.
Allt myndi þetta verða svipað ef
skráð væri saga annarra héraða,
þó þykir mér trúlegt að hér hafi
fleira fallið fyrir eigin hendi og
annarra, en í öðrum sveitum,
enda óöld mikil í Húnavatnssýsl-
um fram á sl. öld. Fjaraði með
aftökum Friðriks og Agnesar í
Vatnsdalshólum? En margar
höfðu á undan farið og fékk
margur að hanga undir Svart-
hamri og í Gálgagiljum. Rós-
herg telur aðeins þá, er af slysum
fórust, þó má finna kafla eins og
þenna: 1707, Stórabóla geisaði.
Sjávarborgarannáll og fleiri
telja, að í Húnavatnssýslu hafi
látizt um 500 manns úr bólunni.
G. K. (Gísli Konráðsson) segir
svo í Húnvs.: Flestar dóu þá
þungaðar konur og allt felldi ból
an það gjörfulegast var og helzt
karllegginn, en eitt gerði hún
gott, að hún tók burt alla þá
menn, er líkþrársýki var í, en
þeir voru mjög margir um þann
tíma, einkum við sjávarsíðu.
Þessi klásúla og aðrar t. d. um
móðuharðindi og fellisvetra,
hljóta að vekja þá spurn, hvern-
ig það gat gerzt að þjóðin
skrimti af í landi sínu en varð
ekki aldauða. Þessu svarar höf.
í eftirmála við 18. öldina: „Old-
in 18. byrjaði illa, reyndist enn
verr, en endaði samt vel.“ Hann
sýnir hve fljótt fólkið rétti við
ef vel áraði og fjölgunin var ör
ef hlé varð á náttúruhamförun-
um. Bók sem þessi verður eng-
inn skemmtilestur, en hún er þó
mjög áhugaverð. Fólk er bæði
langminnugt og ættrækið, fomir
atburðir eru enn mikið ræddir í
sveitum og yfirleitt manna á
meðal, verður þá oft greinamun-
ur á í umræðunni og einn minn-
ir þetta, annan hitt. Engin tök
eru fyrir almenning að leita uppi
hið rétta í dreifðum heimildum.
Hér eru þessi fræði nú aðgengi-
leg á einum stað. Þess skal og
getið, að þó um stuttan annáls-
brag sé að ræða á frásögnum,
hefur höfundi tekizt víða að
finna fram nokkrar \viðbótar
heimildir svo saga myndast
kringum atburðinn. Persónan er
nafn og ættfærð, komin aðdrag-
andi slyssins, umhverfi hans, lif-
andi lýsing atburðar á skýrt
mörkuðu sviði. Hver frásögn
verður því kveikja í langa sögu
og hugmyndaflug lesandans er
vakið. Hann langar að vita
meira um þetta fólk og skáld
nota mjög slík „stef“ í stærri
verk.
Þá má enn telja bókinni til
gildis, að hún sýnir okkur inn í
lokaðan heim þjóðarsögunnar,
eykur skilning okkar á hinu stríð
andi lífi forfeðranna, en með
skilningnum kemur umburðar-
lyndi, við hættum að ásaka liðn-
ar kynslóðir fyrir hve lítinn arf
þær færðu okkur af veraldarauði
og hversu þær rúðu landið gæð-
um. Og í síðasta tilfelli ætti slík
„saga“, að sætta okkur við nú-
tíðina, já gera okkur þakklát og
stolt. Vér höfum sigrað dauðann
á þúsund vígvöllum, hvar feður
okkar féllu.
Höfundur hefur unnið verk
þetta af ást og umhyggju og
fullri samvizkusemi. Rækileg
nafnaskrá fylgir og einnig tilvitn
anir í heimildarrit. Formáls- og
eftirmálsorð hans varpa einnig
Ijósi á aldarfaíið og þann hrak-
fallabálk, sem hann skráði.
Bókin er 166 bls. og mjög
snoturlega unnin. Prentsmiðja
Björns Jónssonar vann verkið.
★
BARNA- OG
UNGLINGABÆKUR
ATH. Þau mistök urðu í síð-
asta bókarabbi, að niður féll
nafnið á bók Sonju Hedberg, er
Konráð Þorsteinsson þýddi. Bók
in heitir Fjörkálfarnir. Bið ég
hlutaðeigandi afsökunar á þessu.
Bókin fæst hér á Akureyri hjá
Jóhanni Pálssyni, Lundargötu
12 og í bókaverzlunum.
★
Bækur frá Fróða, Rvík.
Astrid Lindgren:
Kata á Ítalíu
Jónína Steinþórsdóttir ís-
lenzkaði. Bjarni Jónsson
myndskreytti.
Höfundur þessi er fræg orðin
af bókum sínuin um Kötu, sem
hún lætur íerðast um hin ýmsu
lönd og gerir hvortveggja, að
sýna landshætti og sýn gestsins
á háttu þeirra. I þetta sinn fer
Kata með vinkonu sinni til suð-
urs og hefur opín áugu fyrir feg-
urð og list hinnar fornu og eilífu
Ítalíu. Ástin er vitanlega með í
förinni og glæsimennin eru jafn-
an á næsta leyti við Kötu. Bókin
er hreinleg og velfallin til gjafa
handa ungum stúlkum, sem út-
þrá og ástardraumar hafa á
valdi sínu. Bókin er rúml. 120
bls. og snotur. Edda hf. prentaði.
★
Sid Roland:
Pipp leifar að fjár-
sjóði
Þýð. Jónína Steinþórsdóttir.
Þetta er sjötta Pippbókin, en
þær fjalla um músafólkið í
Stóraskurði og einkum börnin.
Þessar bækur eru fyrir yngri
börn og mjög failegar bækur,
m. a. myndskreytingar þeirra
sérstæðar. Þessi fjallar um leit
að hugsanlégum fjársjóði af
hálfu Pipps og félaga, en svo
vildi til að allar kennslubækur
og gögn höfðu horfið úr skólan-
um, til lítils angurs fyrir skóla-
æskuna, en fjársjóðurinn, sem
Pippmýslurnar fundu á eyði-
eynni, voru þá reyndar hin
týndu skólagögn og vakti því
minni gleði barnanna, en við
var búist. Kostur er við báðar
þessar bækur, að þýðing er hrein
og látlaus. Hinsvegar hvarflar
það að undirrituðum, að þýð-
andi Pippbóka gæti samið slík-
ar bækur í tugatali. Hún ræður
yfir máli og stíl þess, og hug-
myndaauðgi efast ég ekki um að
findist nóg í húsi hennar. Það
er nefnilega ekki svo mikill vandi
að semja bók um dýr, ef dýrið er
ekki látið lúta lögmáli og hátt-
um tegundar sinnar, heldur stað
fært yfir á mannlega hætti. Bók,
sem ekki þarf að lúta neinu lög-
máli öðru en vera læsileg, er
ekki vandsamin. En hollt er
heima hvat.... Bókin er 123
bls. — Prentsmiðja Björns Jóns-
sonar prentaði.
★
Elmer Hórn:
Á leið yfir Sléffuna
(Frumbyggjabœkurnar 2).
Eiríkur Sigurðsson þýddi.
Fyrsta bókin í flokki þessum
hét, A leið yfir Uthafið, og seg-
ir frá norskum útflytjendum til
Vesturheims í upphafi mann-
flutninga frá Norðurlöndum yfir
hafið. Knútur Hagen 14 ára og
fjölskylda hans eru höfuðper-
sónur. A leið yfir sléttuna, fjall-
ar um förina „yfir sléttuna“,
vestur um meginlandið í leit að
heimili og landnámi að lokum.
En ferð með uxakerrur þá löngu
leið er ekkert spaug, hættur eru
á hverju strái fyrir fátæka og
ókunna landnema. Æfintýrin
mæta fólkinu og eru meir en
æfintýr í augum hinna fullorðnu,
en börnin skynja hvert nýtt við-
fangsefni sem nýjan leik, þó al-
varan sé meiri en vænta mætti.
En landnámið tekst og frum-
byggjarnir, hinir hættulegu rauð
skinnar, reynast þessu fólki vel,
enda er ekki um fordóma að
ræða hjá því að ráði, þó ganga
miklar sögur um grimmd Indí-
ána. Bókin er ábyggilega mikill
skemmtilestur hugrökkum og
æfintýragjörnum drengjum og
holl lesning, því viðhorf hennar
eru mannleg og þýðing góð.
Barnablaðið Æskan gefur bók
ina út. Notaðar eru hinar upp-
runalegu teikningar Gunnars
Brattlie. Þetta er falleg og Iæsi-
leg 112 bls. bók.
MINNINGARSPJÖLD Kvenfélags-
ins Hlífar. Ollum ógóða varicS til
fegrunar viS barnaheimilið Pólm-
holt. Spjöldin fóst í Bókabúðinni
Huld og hjó Loufeyju Sigurðar-
dóttur, Hlíðargötu 3.
Félflo enskuhennnrn
Fyrir nokkru var haldinn
stofnfundur Félags enskukenn-
ara á Islandi. Markmið félags-
ins er að auka innbyrðis kynn-
ingu allra enskukennara á öllu®
skólastigum og að vinna að
fræðslu um enskukennslu. Félag-
ið er opið öllum enskukennuruni
á Islandi.
Stofnfundurinn var mjög vel
sóttur, og hafa þegar um 70
manns gerzt stofnfélagar. -— A
fundi þessum voru kosin í stj órn
félagsins:
Heimir Áskelsson (form,)
Auður Torfadóttir.
Leo Munro.
Haukur Sigurðsson.
Framhaldsstofnfundur var
haldinn í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, laugardaginn 6. des.
Auk venjulegra fundarstarfa
voru á fundinum sýndar nokkr-
ar fræðslukvikmyndir úr mynda
flokknum View and Teach. —
Myndir þessar eru gerðar BBC í
samvinnu við British Councib
sem hefur lánað þær hingað lil
lands fyrir milligöngu ræðis-
manns Breta hér.
(F réttatilkynning.)
AKUREYRARKIRKJA. Messað kl. 5
síSd. ó sunnudaginn kemur. Ath.
breyttan messutíma. Sólmar: 577
— 201 — 1 17 — 454 — 207.
Einsöng syngur Jóhann Konráðs-
son. Síðasta messa fyrir jól. Þeir,
sem óska eftir aðstoð við að fcom-
ast til messunnar, eru vinsamlego
beðnir að hringja í kirkjuna, simi
1-16-65, kl. 10.30—12.00 ó
sunnudag. — P. S.
VESTFIRÐINGAFÉLAGIÐ á Akur-
eyri. Aðalfundur sunnudaginn 14.
desember kl. 3 e. h. að Varðborg.
Stjárnin
BÓK SEM MARGIR HAFA BEÐIÐ EFTIR
ÞESSI BÓK hefur að geyma fráscgnir af slysförum, harðindum og
öðrum ótíðindum, sem gengu yfir Húnavatnsþing og Húnvetninga á
árabilinu frá 1600 til 1850, eða í tvær og hálfa öld.
Höfundurinn hefur viðað að sér efni og heimildum úr prentuðum
og óprentuðum ritum, og varið til þess miklum tíma og fyrirhöfn. I
bákinni eru á milli fjögur og fimm hundruð frásagnir, og kcmur
fjöldi manna við sögu, víðsvegar að af landinu.
Þetta er fyrra bindi verksins, en hinu síðara er ætlað að ná yfir
timabilið frá 1851 til 1950.
FORVITNILEG OG FRÓÐLEG BÓK
SKJALDBOHGr sf
HAFNARSTRÆTI 67 — AKUREYRI — SÍMI 1-10-24
K.f.D. getur bóka
4) Verkamaðurinn
Föstudagur 12. desember 1969