Verkmannablað - 01.05.1913, Side 2
VERKMANNABLAÐ
2
T~
Petta verðum við að gera fyrir sjálfa okkur
sem nú erum á lífi, til þess að forða okkur frá
líkamlegum og andiegum hungurdauða.
Við verðum að gera það fyrir eftirkomendur
okkar svo þeim vegni vel, svo þeir viti og finni
að þeir eru frjálsra manna synir og dætur, en
ekki þræla, svo þeir neyðist ekki til að bölva
okkur dauðum.
Við verðum að gera það fyrir þjóðfélagið,
virðingu þess og vellíðan í nútíð og framtíð.
Því þjóðin er dauðadæmd, ef vinnulýðurinn úr-
kynjast, ef andlegur og líkamlegur kyrkingur nær
að gagntaka fjölmennustu stéttina.
Verkmannafélagið »Dagsbrún« ríður á vaðið
með ofurlitla tilraun í þessa átt — þetta Iitla blað.
Það er undir verkmönnum sjálfum komið hve
langlíft það verður eða áhrifamikið. Hvort þeir
lesa það og kaupa, hvort þeir nota það til þess
að ræða í því sameiginleg hagsmunamál verk-
manna. * *
í 22. tbl. »Lögréttu« ritar Tryggvi
Gunnarsson grein með fyrirsögninni:
»Atvinnuvegirnir og Dagsbrún*. Það
skín berlega út úr grein þessari að
T. G álítur kaup það, sem verk-
mannafél. heimtar til handa meðlim-
um sínum svo hátt, að atvinnuveg-
irnir þoli það ekki, einkum sjávar-
útvegur og landbúnaður. Þeir gangi
saman og menn verði neyddir til
að flýja land sökum atvinnuskorts.
Þessu til sönnunar setur hann fram
allmargar spurningar og mælist til
aðleiðtogar verkmannafélagsins svari
þeim. En tekur fram um leið hvaða
vítum það varðar, ef svörin verða
ekki fullnægjandi, — að hans áliti.
Það er auðséð á spurningum
T. G. að hann er harla ófróður um
starfsemi verkmannafélagsins. Hann
vænirfélagið um skaðræðisverk, eyði-
legging atvinnuvega svo til land-
auðnar horfi, en hefir þó ekki hug-
mynd um reglur þær, sem félagið
hefir sett sér og fer eftir, hefir hvorki
heyrt þær eða lesið. Er slíkt furðu
mikið forsjáleysi af svo gömlum og
reyndum manni, óvenju mikið kæru-
leysi fyrir sönnu og réttu máli.
Af þessu leiðir að margar af spurn-
ingunum eru út í bláinn gerðar,
koma verkmannafél. ekkert við og
eru ekki svara verðar að öðru leyti
en því, að leiðrétta rangar hugmynd-
ir um félagið hjá þeim mönnum,
sem — eins og T. G. — þekkja
lítið eða ekkert til þess.
Ákvæði þau sem félagið hefir gert
um kaupgjald ná aðeins til þeirra
félagsmanna, sem stunda algenga
daglaunavinnu.
Þannig hefir þetta verið orðaö
í lögum félagsins frá því það var
stofnað.
Með algengri daglaunavinnu er
auðvitað átt við þá vinnu, þar sem
verkamanni er borgað ákveðið
kaup fyrir hverja klukkustund, sem
hann vinnur, en enginn samningur
gerður um atvinnutímann.
Tr. G. spyr hvort leiðtogar
Dagsbr. þori að leigja þilskip til
fiskiveiða (1. sp.) eða 5 manna far (!),
(2 sp.) eða taka bújörð og afla
heyja, (5. sp.) að hirða kýr, sauð-
fé og hesta yfir veturinn, (6. sp.)
og ráða menn til ailra þessara verka
fyrir 35 aura um kl.t. í 10 kl.t. á
dag og 45 aur.um kl.t. fyrir þá kl.t,
sem fram yfir eru.
Ef Tr. G. hefði lesið lög Dagsbr.,
er óhugsandi að honum hefði orð-
ið á, að setja fram þessar spurn-
ingar. Hann er víst naumast þeim
mun vitgrennri, en allir aðrir heil-
vita menn, að hann teiji fiskidráit,
skipsverk, sjóróðra, heyskap í sveit,
fjósaverk, smalamensku og hrossa-
hirðing, sem algenga daglauna
vinnu.
Tr. G. spyr ennfremur hvort
þeir þori að ryðja móa og mela
til kál- og kartöflu-ræktar (3. sp ),
eðá slétta og þekja nokkrar dag-
sláttur í túni »eftir nútíðar máta«,
og greiða verkamönnum 35 aura
um kl.st. meðan á verkinu stend-
ur (4. sp.).
Þar sem jörö er sæmilega fallin
til ræktunar er vafalaust aöjarðrækt
ber sig með þessu kaupi. En svo
getur jörð verið illa fallin til rækt-
unarað ekki beri ræktunarkostnaðinn,
þóít kaupgjald væri 20 aur. um kl.t.
Þótt T. G. hafi reynslu fyrir því
að slíkt fyrirtæki beri sig ekki, þótt
kaup sé miklu lægra en 35 a. um
kl.st. er það engin sönnun í málinu.
f þessu dæmi geng ég auðvitað út
frá því sem almennu skilyrði, að sá
sem Iætur vinna verkið hafi til að
bera alt að því meðalmanns verk-
stjórnarhæfileika.
í 7. lið spurninganna veður T.
G. sama reykinn. Gengur hann út
frá því, að foringjar Dagsbrúnar þori
ekki að reka þær atvinnugreinar, sem
hann nefnir í fyrri spurningunum
og þá sé það þar með sannað, að
35 a. kaupgjald félagsins geti at-
vinnuvegir til sjós og lands ekki
borið og menn verði því að flýja
landið. Dagsbrún hafi með þessum
kaupgjaldskröfum fyrirbúið útflutn-
ingsagentum ágæta uppskeru í sumar
»Fyrir framan lá hafnarvinnan og
álitleg tíð fyrir verkamenn hefðu
leiðtogarnir haft vit og vilja til að
leiða skoðanirnar og kröfurnar í
rétta átt«; segir T. G.
Rökfærsla T. G. er þessi, dregin
saman í fá orð: Ef alment kaupgj.
hefði verið 25—30 aur. um kl.st. við
hafnarv. og aðra vinnu þá hefði ver-
ið góð tíð fyrir verkamenn, þá hefðu
þeir unað hag síntim og farið hvergi.
En af því að kaupið er 35 aur. um
kl.st. þá verða þeir óánægðir og
flýja undan því fári til Ameríku.
Það er varla óma'.sins vert að taka
það fram, að foringjar Dagsbrúnar
I eru á gagnstæðri skoðun. Ég ætla
ekki aö líta svo smáum augum á
vitsmuni íslendinga, að gera ráð fyrir
að óreyndu, að hér á landi séu
tveir menn eða fleiri sem fylgja skoð-
un T. G. Því er ekki til að svara
að atvinnugreinarnar rýrni hér fyrir
sakir kauphækkunar þeirrar, sem
varð í vetur. Kauptaxti félagsins
var saminn í samráði við alla helztu
atvinnurekendur t bænum. Þeir halda
áfram atvinnurekstri eftir sem áður
og borga 35 aur. um kl.st. Hafnar-
vinnan heldur áfram eftir sem áður
og forráðamaður hennar borgar
35 aur. um kl.st.
Þá spyr T. G. í 8. lið: »Hafið
þið leiðtogar Dagsbrúnar tekið eftir
því, að vinnan er drýgri fyrir vinnu-
veitendur á vorin og sumrin, heldur
en á jafnlöngum tíma haust og vetur.
Sé svo, að þið hafið séð þetta, —
því heimtið þið og ykkar menn þá
jafnt kaup um kl.st. sumar og vetur?«
Já, við höfum tekið eftir því og
miklu meiru. Við höfum tekið eftir
því að haust og vetur er veðráha
verri en að vor- og sumarlagi.
Verkamaðurinn afkastar oft minni
vinnu um kl.st. og kostar þó miklu
meiru til. Slítur fötnm meira, slít-
ur kröftum meira, spillir heilsunni
meira í vosbúð og kulda, færist